„Spiluðum mjög vel í dag“ Smári Jökull Jónsson skrifar 23. febrúar 2025 23:17 Pep er jafnan tilfinningaríkur á hliðarlínunni. Vísir/Getty Pep Guardiola var ánægður með margt í leik sinna manna í Manchester City gegn Liverpool í dag þrátt fyrir 2-0 tap. Hann segir uppbyggingu framundan hjá City. Liverpool vann 2-0 sigur á Manchester City í ensku úrvalsdeildinni fyrr í dag og er komið í frábæra stöðu á toppi deildarinnar með ellefu stiga forskot. Pep Guardiola knattspyrnustjóri Manchester City var ánægður með margt í leiknum þegar hann ræddi við Skysports. „Við spiluðum mjög vel. Við sköpuðum kannski ekki nægilega mikið en við spiluðum gegn frábæru liði. Í byrjun var þetta kannski 50/50 og við náðum ekki að gera okkur mat úr því.“ Eftir að Liverpool komst í 2-0 forystu í fyrri hálfleik lagðist liðið aðeins aftar á völlinn í þeim síðari. „Þeir vörðust mjög neðarlega í síðari hálfleik. Við gerðum eitthvað sem við höfum ekki gert oft áður að fara með þá í þeirra teig og reyna að vinna þá þar. Taktíkin var að komast inn á síðasta þriðjunginn og að endalínunni, það tókst oft en við skoruðum ekki. Við náðum ekki að taka næsta skref.“ Hann viðurkenndi að vængmenn hans hefðu reynt að keyra á Trent Alexander-Arnold sem stundum hefur verið í brasi varnarlega. „Við erum með góða vængmenn. Þeir verjast inn á við og Salah varðist meira í dag en í síðustu leikjum. Ég veit að fólk trúir því ekki og ég veit hvenær við spilum vel og við spiluðum mjög vel í dag.“ „Við erum langt á eftir þeim“ Gengi Manchester City á leiktíðinni hefur ekki verið eins gott og síðustu árin. Liðið er í fjórða sæti deildarinnar og er fallið úr leik í Meistaradeildinni. Pep er þó bjartsýnn á framtíðina. „Ef maður tapar þá vill maður tapa eins og við gerðum í dag. Ég sá mikið sem segir mér að félagið á bjarta framtíð fyrir höndum með leikmennina sem við erum með. „Fyrir utan Kevin De Bruyne og kannski Nathan Ake á eru leikmennirnir mjög ungir. Hvað sem félagið ákveður fyrir framtíðina, þá er framtíðin björt.“ Pep Guardiola ræðir við Mohamed Salah að leik loknum í dag.Vísir/Getty Hann segir uppbyggingu framundan og að liðið sé í augnablikinu langt á eftir Liverpool. „Við þurfum að byggja upp fyrir næsta skref. Þetta er spurning um tíma. Jafnvel með marga fjarverandi þá spiluðum við vel. Þeir brjóta línurnar og geta sótt hratt á bakvið þig. Þeir ógna mjög en við náðum þeim líka og það sem klikkaði var á síðasta þriðjungnum. Þetta snýst um hæfileika með boltann eða að skjóta á réttum tíma. Þaðan getum við byggt fyrir framtíðina.“ „Við erum langt frá. Við sjáum það í framtíðinni. Það sem við höfum gert á síðustu tímabilum var gott en núna erum við langt á eftir þeim. Við spiluðum með karakter sem var mjög gott.“ Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Sjá meira
Liverpool vann 2-0 sigur á Manchester City í ensku úrvalsdeildinni fyrr í dag og er komið í frábæra stöðu á toppi deildarinnar með ellefu stiga forskot. Pep Guardiola knattspyrnustjóri Manchester City var ánægður með margt í leiknum þegar hann ræddi við Skysports. „Við spiluðum mjög vel. Við sköpuðum kannski ekki nægilega mikið en við spiluðum gegn frábæru liði. Í byrjun var þetta kannski 50/50 og við náðum ekki að gera okkur mat úr því.“ Eftir að Liverpool komst í 2-0 forystu í fyrri hálfleik lagðist liðið aðeins aftar á völlinn í þeim síðari. „Þeir vörðust mjög neðarlega í síðari hálfleik. Við gerðum eitthvað sem við höfum ekki gert oft áður að fara með þá í þeirra teig og reyna að vinna þá þar. Taktíkin var að komast inn á síðasta þriðjunginn og að endalínunni, það tókst oft en við skoruðum ekki. Við náðum ekki að taka næsta skref.“ Hann viðurkenndi að vængmenn hans hefðu reynt að keyra á Trent Alexander-Arnold sem stundum hefur verið í brasi varnarlega. „Við erum með góða vængmenn. Þeir verjast inn á við og Salah varðist meira í dag en í síðustu leikjum. Ég veit að fólk trúir því ekki og ég veit hvenær við spilum vel og við spiluðum mjög vel í dag.“ „Við erum langt á eftir þeim“ Gengi Manchester City á leiktíðinni hefur ekki verið eins gott og síðustu árin. Liðið er í fjórða sæti deildarinnar og er fallið úr leik í Meistaradeildinni. Pep er þó bjartsýnn á framtíðina. „Ef maður tapar þá vill maður tapa eins og við gerðum í dag. Ég sá mikið sem segir mér að félagið á bjarta framtíð fyrir höndum með leikmennina sem við erum með. „Fyrir utan Kevin De Bruyne og kannski Nathan Ake á eru leikmennirnir mjög ungir. Hvað sem félagið ákveður fyrir framtíðina, þá er framtíðin björt.“ Pep Guardiola ræðir við Mohamed Salah að leik loknum í dag.Vísir/Getty Hann segir uppbyggingu framundan og að liðið sé í augnablikinu langt á eftir Liverpool. „Við þurfum að byggja upp fyrir næsta skref. Þetta er spurning um tíma. Jafnvel með marga fjarverandi þá spiluðum við vel. Þeir brjóta línurnar og geta sótt hratt á bakvið þig. Þeir ógna mjög en við náðum þeim líka og það sem klikkaði var á síðasta þriðjungnum. Þetta snýst um hæfileika með boltann eða að skjóta á réttum tíma. Þaðan getum við byggt fyrir framtíðina.“ „Við erum langt frá. Við sjáum það í framtíðinni. Það sem við höfum gert á síðustu tímabilum var gott en núna erum við langt á eftir þeim. Við spiluðum með karakter sem var mjög gott.“
Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Sjá meira