Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Jón Þór Stefánsson skrifar 27. febrúar 2025 14:42 Nú verður dýrara að hangsa í „rennunni“ Vísir/Vilhelm Ákveðið hefur verið að rukka í hina svokölluðu „rennu“ á Keflavíkurflugvelli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia, en gjaldskyldan mun hefjast 4. mars næstkomandi, en það mun vera frítt að fara í gegnum hana taki það mann fimm mínútur eða minna. „Rennan er ætluð þeim sem þurfa að aka upp að flugstöðinni og stöðva í stutta stund til þess m.a. að hleypa út farþegum eða losa farangur. Nokkuð hefur verið um að bílstjórar hafi lagt bílum í rennunni í lengri tíma, sem stíflar flæði umferðar og getur heft aðgengi farþega og viðbragðsaðila,“ segir í tilkynningunni. Þar segir að markmið breytingarinnar sé að tryggja öllum sem, eru til dæmis að skutla farþegum á flugvöllinn, skjótt og öruggt aðgengi. Það verði gert með því að taka gjald af þeim sem dvelja lengur en fimm mínútur í „rennunni“. Gjaldskráin verður eftirfarandi: Fyrstu 5 mínúturnar: Frítt Hver mínúta eftir það: 500 kr. Sólarhringur: 50.000 kr. 1.490 kr. þjónustugjald bætist við greiðslu-skuld ef ekki er greitt innan 48 klukkustunda. „Til að koma til móts við farþega höfum við lengt gjaldfrjálsa tímann á P2 skammtíma bílastæðunum komu megin við flugstöðina úr 15 mínútum í 30.“ Fram kemur að á degi hverjum sé 1500 til 1700 bílum ekið í gegnum „rennuna“ á degi hverjum. Umferðin sé mest á álagstíma, og því megi lítið út af bregða til að tafir verði og biðraðir myndist. „Athugun á notkun rennunnar yfir rúmlega mánaðar tímabil sýnir að dvalartími um 8% bíla er á bilinu 16-20 mínútur. Það hefur heft flæði í gegnum hana og leitt til biðraða sem valda öðrum gestum flugvallarins óþægindum. Til að sporna gegn þessu og stuðla að bættu flæði um rennuna verður tekið upp gjald á þau ökutæki sem eru lengur en fimm mínútur,“ segir í tilkynningunni. „Langflestir ökumenn nýta rennuna eins og til er ætlast og stöðva bíla sína þar einungis í örskamma stund. Miðgildi dvalartíma er um tvær og hálf mínúta og um 80% bíla eru 5 mínútur eða skemur í rennunni.“ Keflavíkurflugvöllur Neytendur Fréttir af flugi Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rukkað því fólk hékk í rennunni Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Norskir komast í Víking gylltan Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir E. coli í frönskum osti Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Stytta skammarkrókinn til muna Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Bankarnir lögðu neytendur í Vaxtamálinu „Þjóðarsport“ að hækka vöruverð í janúar Matvöruverð tekur stökk upp á við Nammið rýkur áfram upp í verði Í samkeppni við Noona með Sinna Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Indó ríður á vaðið Neytendastofa hjólar í hlaupara Sjá meira
„Rennan er ætluð þeim sem þurfa að aka upp að flugstöðinni og stöðva í stutta stund til þess m.a. að hleypa út farþegum eða losa farangur. Nokkuð hefur verið um að bílstjórar hafi lagt bílum í rennunni í lengri tíma, sem stíflar flæði umferðar og getur heft aðgengi farþega og viðbragðsaðila,“ segir í tilkynningunni. Þar segir að markmið breytingarinnar sé að tryggja öllum sem, eru til dæmis að skutla farþegum á flugvöllinn, skjótt og öruggt aðgengi. Það verði gert með því að taka gjald af þeim sem dvelja lengur en fimm mínútur í „rennunni“. Gjaldskráin verður eftirfarandi: Fyrstu 5 mínúturnar: Frítt Hver mínúta eftir það: 500 kr. Sólarhringur: 50.000 kr. 1.490 kr. þjónustugjald bætist við greiðslu-skuld ef ekki er greitt innan 48 klukkustunda. „Til að koma til móts við farþega höfum við lengt gjaldfrjálsa tímann á P2 skammtíma bílastæðunum komu megin við flugstöðina úr 15 mínútum í 30.“ Fram kemur að á degi hverjum sé 1500 til 1700 bílum ekið í gegnum „rennuna“ á degi hverjum. Umferðin sé mest á álagstíma, og því megi lítið út af bregða til að tafir verði og biðraðir myndist. „Athugun á notkun rennunnar yfir rúmlega mánaðar tímabil sýnir að dvalartími um 8% bíla er á bilinu 16-20 mínútur. Það hefur heft flæði í gegnum hana og leitt til biðraða sem valda öðrum gestum flugvallarins óþægindum. Til að sporna gegn þessu og stuðla að bættu flæði um rennuna verður tekið upp gjald á þau ökutæki sem eru lengur en fimm mínútur,“ segir í tilkynningunni. „Langflestir ökumenn nýta rennuna eins og til er ætlast og stöðva bíla sína þar einungis í örskamma stund. Miðgildi dvalartíma er um tvær og hálf mínúta og um 80% bíla eru 5 mínútur eða skemur í rennunni.“
Gjaldskráin verður eftirfarandi: Fyrstu 5 mínúturnar: Frítt Hver mínúta eftir það: 500 kr. Sólarhringur: 50.000 kr. 1.490 kr. þjónustugjald bætist við greiðslu-skuld ef ekki er greitt innan 48 klukkustunda.
Keflavíkurflugvöllur Neytendur Fréttir af flugi Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rukkað því fólk hékk í rennunni Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Norskir komast í Víking gylltan Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir E. coli í frönskum osti Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Stytta skammarkrókinn til muna Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Bankarnir lögðu neytendur í Vaxtamálinu „Þjóðarsport“ að hækka vöruverð í janúar Matvöruverð tekur stökk upp á við Nammið rýkur áfram upp í verði Í samkeppni við Noona með Sinna Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Indó ríður á vaðið Neytendastofa hjólar í hlaupara Sjá meira