Fótbolti

Munu taka hart á því hversu lengi mark­vörður heldur á boltanum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hér væri Jordan Pickford, markvörður Everton, aðeins átta sekúndum frá því að fá á sig hornspyrnu.
Hér væri Jordan Pickford, markvörður Everton, aðeins átta sekúndum frá því að fá á sig hornspyrnu. Paul ELLIS / AFP

Stór breyting verður gerð á knattspyrnulögunum. Mun hún taka gildi í stóru deildum Evrópu á næstu leiktíð. Nú mega markverðir aðeins halda á knettinum í átta sekúndur. Ef lengri tími líður mun andstæðingurinn fá hornspyrnu.

Reglan hefur lengi verið við lýði en þó nær aldrei fylgt eftir. Sem stendur mega markverðir halda á boltanum í sex sekúndur en miðað er við þegar þeir hafa fullt vald á boltanum. 

Það virðist eiga að stroka þetta grá svæði sem „fullt vald á boltanum“ er og nú hafa þeir aðeins átta sekúndur til að losa sig við boltann frá því að hann er í höndum þeirra.

Ef markvörður gerðist brotlegur um að halda of lengi á knettinum var hér áður fyrr dæmd óbein aukaspyrna. Það þýðir að boltinn þurfti að vera snertur af að minnsta kosti tveimur leikmönnum áður en hann endaði í netinu.

Óbeinum aukaspyrnum mun hins vegar ekki fjölga á komandi tímabili þar sem það hefur verið ákveðið að gerist markvörður sekur um að halda of lengi á knettinum verði hornspyrna dæmd.

Þó oft sé talað um að Ísland sé „tilraunardýr“ þegar kemur að svona reglum þar sem hér á landi er spilað á sumrin. Það sama á við um Noreg og Svíþjóð sem byrja sínar deildir um mitt sumar. Samkvæmt heimildum Vísis má reikna með að það verði raunin en Knattspyrnusamband Íslands á enn eftir að staðfesta það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×