Handbolti

Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frá­bæran leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kristján Örn Kristjánsson, Donni, var frábær í fyrri hálfleiknum í kvöld.
Kristján Örn Kristjánsson, Donni, var frábær í fyrri hálfleiknum í kvöld. VÍSIR/VILHELM

Kristjan Örn Kristjánsson átti mjög flottan leik með Skanderborg AGF í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Hann var valinn í landsliðið í upphafi vikunnar og sýndi af hverju í kvöld.

Skanderborg vann þá fjögurra marka sigur á Kolding á útivelli, 34-30, eftir að hafa verið fimm mörkum yfir í hálfleik, 18-13.

Kristjan Örn skoraði níu mörk úr þrettán skotum í leiknum og gaf einnig fjórar stoðsendingar.

Hann var sérstaklega öflugur í fyrri hálfleiknum með sex mörk úr aðeins átta skotum.

Skanderborg er eftir þennan sigur í þriðja til fjórða sæti deildarinnar með 27 stig í 21 leik en þetta var fjórði deildarsigur liðsins í röð.

Kristjan Örn er einmitt í íslenska landsliðshópnum fyrir komandi leiki við Grikki í undankeppni Evrópumótsins.

Það reynir á hann þar því íslenska landsliðið er án Ómars Inga Magnússonar, Viggó Kristjánssonar og Teits Arnar Einarssonar í þessum leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×