Innlent

Á­rekstur á Vestur­lands­vegi

Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar
Áreksturinn varð við Vesturlandsveg nærri Össuri og bensínstöð Orkunnar.
Áreksturinn varð við Vesturlandsveg nærri Össuri og bensínstöð Orkunnar. VISIRi/Vilhelm Gunnarsson

Fjögurra bíla árekstur varð á Vesturlandsvegi til móts við Össur á álagstíma skömmu fyrir klukkan níu í morgun. 

Umferðarteppa myndaðist á Vesturlandsvegi þegar fjórir bílar skullu saman nú í morgun. Ekki er vitað um tildrög slyssins en engan sakaði. 

Dráttarbíll dró tvo bílanna. Fljótt gekk að leysa úr umferðarteppunni og er umferð nú opin. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×