Innlent

Ný­bökuð móðir fær ekki lög­bundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les kvöldfréttir klukkan hálfsjö.
Margrét Helga Erlingsdóttir les kvöldfréttir klukkan hálfsjö. Vísir

Nýbökuð móðir segist upplifa lífið sem stofufangelsi þar sem hún fái ekki þá þjónustu sem hún á lögbundinn rétt á. Rætt verður við konuna í kvöldfréttum Stöðvar 2 á eftir en hún hefur nú beðið í tvö ár eftir NPA-þjónustu.

Í fréttatímanum verður einnig fjallað um stöðu öryggis- og varnarmála í Evrópu og rætt við Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra sem segir varnarsaming Íslands við Bandaríkin standa sterkt, þrátt fyrir breyttan tón frá Bandaríkjunum.

Við fjöllum einnig um tollastríð í fréttatímanum en Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að fresta álagningu tolla á ákveðnar vörur frá Mexíkó og Kanada. Viðskiptastríð virðist engu að síður yfirvofandi sem gæti teygt anga sína til Evrópu.

Loks verðum við í beinni útsendingu úr Borgarleikhúsinu í fréttatímanum þar sem sýning um Ladda verður frumsýnd í kvöld.

Í sportinu verður rætt við Benóný Breka Andrésson sem raðar inn  mörkum fyrir Stockport Country.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 má sjá í heild sinni hér að neðan:

Klippa: Kvöldfréttir 7. mars 2025



Fleiri fréttir

Sjá meira


×