Enski boltinn

For­seti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar?

Valur Páll Eiríksson skrifar
Van Dijk er heimilt að ræða við félög utan Englands um félagaskipti. Samningur hans við Liverpool rennur út 30. júní næst komandi.
Van Dijk er heimilt að ræða við félög utan Englands um félagaskipti. Samningur hans við Liverpool rennur út 30. júní næst komandi. Sebastian Frej/MB Media/Getty Images

Virgil van Dijk, varnarmaður Liverpool, spjallaði við forystumenn Paris Saint-Germain á göngum Anfield eftir leik liðanna í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. Samningur Hollendingsins við Liverpool rennur út í sumar.

PSG sló Liverpool út úr Meistaradeildinni eftir vítaspyrnukeppni á Anfield í gær. Liverpool vann fyrri leikinn 1-0 í París, en PSG vann 1-0 í gær og Gianluigi Donnarumma var hetja liðsins er hann varði tvær spyrnur í vítakeppninnni.

Eftir leik náðist myndband af Virgil van Dijk, fyrirliða Liverpool, ásamt Nasser al-Khelaïfi, forseta PSG, og Luis Campos, yfirmanni knattspyrnumála hjá félaginu.

Nasser Al-Khelaifi, forseti PSG, ræddi málin við van Dijk eftir leik, ásamt Luis Campos, yfirmanni knattspyrnumála hjá franska félaginu.Antonio Borga/Eurasia Sport Images/Getty Images

Samningur van Dijk við Liverpool rennur út 30. júní næstkomandi og er félögum utan Englands heimilt að eiga við hann samningaviðræður. Samtalið kunni að renna stoðum undir það að PSG sé að eltast við hollenska landsliðsmanninn.

Auk van Dijk eru samningar Mohamed Salah og Trent Alexander-Arnold að renna út í sumar. Mikið hefur verið rætt um framtíð þremenninganna en vera má að Liverpool missi alla þrjá frá sér frítt í sumar.

Van Dijk gæti orðið sjötti leikmaðurinn til að leika fyrir bæði PSG og Liverpool. Landi hans og fyrrum liðsfélagi Georginio Wijnaldum fór frá Liverpool til PSG þegar samningur hans í Bítlaborginni rann út sumarið 2021.

Einnig hafa þeir Mohamed Sissoko, Nicolas Anelka, David N'Gog og Mamadou Sakho spilað fyrir bæði PSG og Liverpool.


Tengdar fréttir

Áhyggju­fullir nágrannar hringdu í lög­regluna

Nágrannar stuðnings­manns enska liðsins Liver­pool hér í Reykja­vík höfðu áhyggjur af honum og hringdu í lög­regluna á höfuð­borgar­svæðinu eftir að óhljóð höfðu borist á milli íbúða.

„Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“

Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, hrósaði sínu liði þrátt fyrir tap á móti Paris Saint Germain á Anfield í kvöld. Liverpool er úr leik eftir 1-0 tap í leiknum og 4-1 tap í vítaspyrnukeppni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×