Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Valur Páll Eiríksson skrifar 12. mars 2025 15:00 Van Dijk er heimilt að ræða við félög utan Englands um félagaskipti. Samningur hans við Liverpool rennur út 30. júní næst komandi. Sebastian Frej/MB Media/Getty Images Virgil van Dijk, varnarmaður Liverpool, spjallaði við forystumenn Paris Saint-Germain á göngum Anfield eftir leik liðanna í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. Samningur Hollendingsins við Liverpool rennur út í sumar. PSG sló Liverpool út úr Meistaradeildinni eftir vítaspyrnukeppni á Anfield í gær. Liverpool vann fyrri leikinn 1-0 í París, en PSG vann 1-0 í gær og Gianluigi Donnarumma var hetja liðsins er hann varði tvær spyrnur í vítakeppninnni. Eftir leik náðist myndband af Virgil van Dijk, fyrirliða Liverpool, ásamt Nasser al-Khelaïfi, forseta PSG, og Luis Campos, yfirmanni knattspyrnumála hjá félaginu. Nasser Al-Khelaifi, forseti PSG, ræddi málin við van Dijk eftir leik, ásamt Luis Campos, yfirmanni knattspyrnumála hjá franska félaginu.Antonio Borga/Eurasia Sport Images/Getty Images Samningur van Dijk við Liverpool rennur út 30. júní næstkomandi og er félögum utan Englands heimilt að eiga við hann samningaviðræður. Samtalið kunni að renna stoðum undir það að PSG sé að eltast við hollenska landsliðsmanninn. Auk van Dijk eru samningar Mohamed Salah og Trent Alexander-Arnold að renna út í sumar. Mikið hefur verið rætt um framtíð þremenninganna en vera má að Liverpool missi alla þrjá frá sér frítt í sumar. Longue discussion entre Nasser al-Khelaïfi, Luis Campos et Virgil Van Dijk après la qualification du PSG contre Liverpool 👀@footmercato pic.twitter.com/yrsynXdCrJ— Josué Cassé (@CasseJosue) March 11, 2025 Van Dijk gæti orðið sjötti leikmaðurinn til að leika fyrir bæði PSG og Liverpool. Landi hans og fyrrum liðsfélagi Georginio Wijnaldum fór frá Liverpool til PSG þegar samningur hans í Bítlaborginni rann út sumarið 2021. Einnig hafa þeir Mohamed Sissoko, Nicolas Anelka, David N'Gog og Mamadou Sakho spilað fyrir bæði PSG og Liverpool. Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Nágrannar stuðningsmanns enska liðsins Liverpool hér í Reykjavík höfðu áhyggjur af honum og hringdu í lögregluna á höfuðborgarsvæðinu eftir að óhljóð höfðu borist á milli íbúða. 12. mars 2025 11:33 Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Paris Saint-Germain, Bayern München, Inter og Barcelona tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. 12. mars 2025 09:00 „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Luis Enrique og lærisveinar hans í Paris Saint Germain eru komnir áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir að hafa unnið Liverpool 4-1 í vítakeppni á Anfield í kvöld. 11. mars 2025 23:23 „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, hrósaði sínu liði þrátt fyrir tap á móti Paris Saint Germain á Anfield í kvöld. Liverpool er úr leik eftir 1-0 tap í leiknum og 4-1 tap í vítaspyrnukeppni. 11. mars 2025 23:15 Mest lesið Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm Formúla 1 Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH Íslenski boltinn Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Íslenski boltinn Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Enski boltinn Í beinni: Afturelding - ÍBV | Tímamót í Mosó Íslenski boltinn Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Golf „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Enski boltinn „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Formúla 1 Onana ekki með gegn Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Í beinni: Newcastle - Man. Utd. | Skjórarnir ætla sér í Meistaradeildina Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjá meira
PSG sló Liverpool út úr Meistaradeildinni eftir vítaspyrnukeppni á Anfield í gær. Liverpool vann fyrri leikinn 1-0 í París, en PSG vann 1-0 í gær og Gianluigi Donnarumma var hetja liðsins er hann varði tvær spyrnur í vítakeppninnni. Eftir leik náðist myndband af Virgil van Dijk, fyrirliða Liverpool, ásamt Nasser al-Khelaïfi, forseta PSG, og Luis Campos, yfirmanni knattspyrnumála hjá félaginu. Nasser Al-Khelaifi, forseti PSG, ræddi málin við van Dijk eftir leik, ásamt Luis Campos, yfirmanni knattspyrnumála hjá franska félaginu.Antonio Borga/Eurasia Sport Images/Getty Images Samningur van Dijk við Liverpool rennur út 30. júní næstkomandi og er félögum utan Englands heimilt að eiga við hann samningaviðræður. Samtalið kunni að renna stoðum undir það að PSG sé að eltast við hollenska landsliðsmanninn. Auk van Dijk eru samningar Mohamed Salah og Trent Alexander-Arnold að renna út í sumar. Mikið hefur verið rætt um framtíð þremenninganna en vera má að Liverpool missi alla þrjá frá sér frítt í sumar. Longue discussion entre Nasser al-Khelaïfi, Luis Campos et Virgil Van Dijk après la qualification du PSG contre Liverpool 👀@footmercato pic.twitter.com/yrsynXdCrJ— Josué Cassé (@CasseJosue) March 11, 2025 Van Dijk gæti orðið sjötti leikmaðurinn til að leika fyrir bæði PSG og Liverpool. Landi hans og fyrrum liðsfélagi Georginio Wijnaldum fór frá Liverpool til PSG þegar samningur hans í Bítlaborginni rann út sumarið 2021. Einnig hafa þeir Mohamed Sissoko, Nicolas Anelka, David N'Gog og Mamadou Sakho spilað fyrir bæði PSG og Liverpool.
Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Nágrannar stuðningsmanns enska liðsins Liverpool hér í Reykjavík höfðu áhyggjur af honum og hringdu í lögregluna á höfuðborgarsvæðinu eftir að óhljóð höfðu borist á milli íbúða. 12. mars 2025 11:33 Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Paris Saint-Germain, Bayern München, Inter og Barcelona tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. 12. mars 2025 09:00 „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Luis Enrique og lærisveinar hans í Paris Saint Germain eru komnir áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir að hafa unnið Liverpool 4-1 í vítakeppni á Anfield í kvöld. 11. mars 2025 23:23 „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, hrósaði sínu liði þrátt fyrir tap á móti Paris Saint Germain á Anfield í kvöld. Liverpool er úr leik eftir 1-0 tap í leiknum og 4-1 tap í vítaspyrnukeppni. 11. mars 2025 23:15 Mest lesið Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm Formúla 1 Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH Íslenski boltinn Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Íslenski boltinn Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Enski boltinn Í beinni: Afturelding - ÍBV | Tímamót í Mosó Íslenski boltinn Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Golf „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Enski boltinn „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Formúla 1 Onana ekki með gegn Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Í beinni: Newcastle - Man. Utd. | Skjórarnir ætla sér í Meistaradeildina Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjá meira
Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Nágrannar stuðningsmanns enska liðsins Liverpool hér í Reykjavík höfðu áhyggjur af honum og hringdu í lögregluna á höfuðborgarsvæðinu eftir að óhljóð höfðu borist á milli íbúða. 12. mars 2025 11:33
Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Paris Saint-Germain, Bayern München, Inter og Barcelona tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. 12. mars 2025 09:00
„Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Luis Enrique og lærisveinar hans í Paris Saint Germain eru komnir áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir að hafa unnið Liverpool 4-1 í vítakeppni á Anfield í kvöld. 11. mars 2025 23:23
„Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, hrósaði sínu liði þrátt fyrir tap á móti Paris Saint Germain á Anfield í kvöld. Liverpool er úr leik eftir 1-0 tap í leiknum og 4-1 tap í vítaspyrnukeppni. 11. mars 2025 23:15