Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 13. mars 2025 20:31 Margrét Valdimarsdóttir er dósent í félags- og afbrotafræði. Vísir/Arnar Dósent í afbrotafræði við Háskóla Íslands segir fangelsin full af ofbeldisfólki sem telja sín brot vægara eðlis en annarra. Fréttir af manndrápi í Gufunesi á dögunum sé til marks um varhugaverða þróun. Margrét Valdimarsdóttir, dósent í afbrotafræði við Háskóla Íslands, segir það algengt að ofbeldisfullt fólk réttlæti eigin afbrot með því að þolandinn hafi gerst sekur um það sem þeir álíta verri brot. „Við vitum að fangelsi eru full af fólki sem fordæma ofbeldi, meira að segja fólk sem hefur hlotið dóma fyrir ofbeldisbrot, en telja sitt eigið brot vera á einhvern hátt örðuvísi eða réttlætanlegt og algengasta réttlætingin fyrir ofbeldi eða til að firra sig ábyrgð er að þolandinn hafi átt það skilið,“ segir Margrét sem fór yfir þessi mál í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hetjudýrkun ofbeldismanna Hún segir það valda sér óhug að fylgjast með athugasemdum á fréttum um slík ofbeldismál þar sem gerendur séu oft málaðir upp sem hetjur fyrir að taka lögin í sínar hendur. Hún segir það hættulega hugmyndafræði að ofbeldi sé talið réttlætanlegt að því gefnu að því sé beint að ákveðnum þolendum. Það sé algengt að ofbeldismenn réttlæti ódæðuverk sín á þann hátt að þolendurnir hafi átt það skilið. Hvort sem um ræði tálbeituhópa sem kúga fé úr og veitist að grunuðum kynferðisafbrotamönnum eða heimilisofbeldismál. „Þegar við lesum um ofbeldi í fjölmiðlum þá ættum við að fordæma það óháð því hver varð fyrir því,“ segir Margrét. Samþjöppun fólks með félagslega vanda varhugaverð Margrét segir jafnframt að ofbeldisbrotum meðal ungs fólks fari almennt fjölgandi. Fleiri ofbeldisbrot komi upp í ákveðnum hverfum og er það breytilegt eftir tímum um hvaða hverfi ræður. Sterkar vísbendingar séu um að gengjamyndanir séu að verða algengari. „Þegar krakkar fara að mynda svona hópa eykst brotahegðun þeirra og ofbeldi. Þess vegna er mikilvægt að bregðast strax við þegar vart verður við vísbendingar um það í skólaumhverfinu,“ segir hún. Sjálf ólst hún upp í Breiðholti í blokk þar sem mikið var um hvers kyns félagsleg vandamál. Hún segist hafa haft jákvæða upplifun af því þar sem hún ólst sjálf upp við fátækt. „Maður var ekki eini fátæki krakkinn í blokkinni, bekknum eða skólanum. En það getur líka leitt til þess að það verði fleiri vandamál,“ segir hún. Hún segir það liggja fyrir að algengara sé að hegðunarvandi komi upp þegar foreldrar hafi ekki tíma eða orku til að sinna uppeldi og aga. Einstæðir foreldrar og foreldrar sem vinni tvö störf hafi oft ekki ráð á því að sinna börnum sínum nægilega vel. Nauðsynlegt að huga að hinum börnunum Ungur aldur gerenda í málum á borð við það sem blossað hefur upp í Breiðholtsskóla og mikið hefur verið fjallað um síðustu vikur vekji þó spurningar. „Þegar vandamálið er orðið svona stórt spyr maður sig hvort þurfi ekki að dreifa þessum gerendahóp. Það eiga öll börn rétt á að ganga í skóla á Íslandi en eiga öll börn rétt á að ganga í sama skólann?“ segir hún. Það sé nauðsynlegt að huga betur að hinum börnunum, þolendunum, sem geti orðið fyrir alvarlegum afleiðingum þess að vera stanslaust í ofbeldisfullu umhverfi. „Þið getið rétt ímyndað ykkur hverjar afleiðingarnar eru af því að vera á þessum aldri og upplifa stöðugan ótta, í þínu nærumhverfi. Þú átt að upplifa þig öruggan í skólaumhverfinu. Þarna þarf að bregðast við á mjög ákveðinn hátt og það er auðvitað best að bregðast við strax og með því að beita stuðning og virkja foreldra til að sinna sínu hlutverki,“ segir hún. „Ef það hefur verið reynt og það hefur einfaldlega ekki gengið þarf að grípa til sterkari inngripa,“ segir Margrét. Ofbeldi barna Manndráp í Gufunesi Ofbeldi gegn börnum Barnavernd Börn og uppeldi Reykjavík síðdegis Skóla- og menntamál Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Sjá meira
Margrét Valdimarsdóttir, dósent í afbrotafræði við Háskóla Íslands, segir það algengt að ofbeldisfullt fólk réttlæti eigin afbrot með því að þolandinn hafi gerst sekur um það sem þeir álíta verri brot. „Við vitum að fangelsi eru full af fólki sem fordæma ofbeldi, meira að segja fólk sem hefur hlotið dóma fyrir ofbeldisbrot, en telja sitt eigið brot vera á einhvern hátt örðuvísi eða réttlætanlegt og algengasta réttlætingin fyrir ofbeldi eða til að firra sig ábyrgð er að þolandinn hafi átt það skilið,“ segir Margrét sem fór yfir þessi mál í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hetjudýrkun ofbeldismanna Hún segir það valda sér óhug að fylgjast með athugasemdum á fréttum um slík ofbeldismál þar sem gerendur séu oft málaðir upp sem hetjur fyrir að taka lögin í sínar hendur. Hún segir það hættulega hugmyndafræði að ofbeldi sé talið réttlætanlegt að því gefnu að því sé beint að ákveðnum þolendum. Það sé algengt að ofbeldismenn réttlæti ódæðuverk sín á þann hátt að þolendurnir hafi átt það skilið. Hvort sem um ræði tálbeituhópa sem kúga fé úr og veitist að grunuðum kynferðisafbrotamönnum eða heimilisofbeldismál. „Þegar við lesum um ofbeldi í fjölmiðlum þá ættum við að fordæma það óháð því hver varð fyrir því,“ segir Margrét. Samþjöppun fólks með félagslega vanda varhugaverð Margrét segir jafnframt að ofbeldisbrotum meðal ungs fólks fari almennt fjölgandi. Fleiri ofbeldisbrot komi upp í ákveðnum hverfum og er það breytilegt eftir tímum um hvaða hverfi ræður. Sterkar vísbendingar séu um að gengjamyndanir séu að verða algengari. „Þegar krakkar fara að mynda svona hópa eykst brotahegðun þeirra og ofbeldi. Þess vegna er mikilvægt að bregðast strax við þegar vart verður við vísbendingar um það í skólaumhverfinu,“ segir hún. Sjálf ólst hún upp í Breiðholti í blokk þar sem mikið var um hvers kyns félagsleg vandamál. Hún segist hafa haft jákvæða upplifun af því þar sem hún ólst sjálf upp við fátækt. „Maður var ekki eini fátæki krakkinn í blokkinni, bekknum eða skólanum. En það getur líka leitt til þess að það verði fleiri vandamál,“ segir hún. Hún segir það liggja fyrir að algengara sé að hegðunarvandi komi upp þegar foreldrar hafi ekki tíma eða orku til að sinna uppeldi og aga. Einstæðir foreldrar og foreldrar sem vinni tvö störf hafi oft ekki ráð á því að sinna börnum sínum nægilega vel. Nauðsynlegt að huga að hinum börnunum Ungur aldur gerenda í málum á borð við það sem blossað hefur upp í Breiðholtsskóla og mikið hefur verið fjallað um síðustu vikur vekji þó spurningar. „Þegar vandamálið er orðið svona stórt spyr maður sig hvort þurfi ekki að dreifa þessum gerendahóp. Það eiga öll börn rétt á að ganga í skóla á Íslandi en eiga öll börn rétt á að ganga í sama skólann?“ segir hún. Það sé nauðsynlegt að huga betur að hinum börnunum, þolendunum, sem geti orðið fyrir alvarlegum afleiðingum þess að vera stanslaust í ofbeldisfullu umhverfi. „Þið getið rétt ímyndað ykkur hverjar afleiðingarnar eru af því að vera á þessum aldri og upplifa stöðugan ótta, í þínu nærumhverfi. Þú átt að upplifa þig öruggan í skólaumhverfinu. Þarna þarf að bregðast við á mjög ákveðinn hátt og það er auðvitað best að bregðast við strax og með því að beita stuðning og virkja foreldra til að sinna sínu hlutverki,“ segir hún. „Ef það hefur verið reynt og það hefur einfaldlega ekki gengið þarf að grípa til sterkari inngripa,“ segir Margrét.
Ofbeldi barna Manndráp í Gufunesi Ofbeldi gegn börnum Barnavernd Börn og uppeldi Reykjavík síðdegis Skóla- og menntamál Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Sjá meira