Í tilkynningu frá Samorku segir að við stöndum á tímamótum varðandi endurnýjun og frekari uppbyggingu orku- og veituinnviða. Nauðsynlegt sé að framkvæma fyrir framtíðina.
„Á ársfundi Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja, ræðum við mikilvægi framkvæmda fyrir komandi kynslóðir, áskoranir í fjármögnun og skipulagi og hvernig þær eru samofnar efnahagslegum hagsmunum þjóðarinnar, loftslagsmarkmiðum og lífsgæðum almennings. Þá verða kynntar nýjar tölur um fyrirhugaðar fjárfestingar í orku- og veituinnviðum næstu fimm árin.
Verið velkomin á 30 ára afmælisfund Samorku, samtaka sem leika lykilhlutverk í mótun framtíðarsýnar fyrir orku- og veitustarfsemi í landinu,“ segir í tilkynningunni.
Hægt er að fylgjast með fundinum í spilaranum að neðan.
Fram koma:
- Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra
- Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis- orku- og loftslagsráðherra
- Finnur Beck, framkvæmdastjóri Samorku
- Nýkjörinn stjórnarformaður Samorku
Fundarstjóri: Lovísa Árnadóttir, upplýsingafulltrúi Samorku
Auk þess koma fram:
- Árni Hrannar Haraldsson, framkvæmdastjóri ON
- Baldur Hauksson, deildarstjóri tækniþróunar hjá ON
- Elías Jónatansson, forstjóri Orkubús Vestfjarða
- Eyþór Björnsson, forstjóri Norðurorku
- Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar,
- Kristín Soffía Jónsdóttir, framkvæmdastjóri þróunar og framtíðar hjá RARIK
- Magnús Kristjánsson, forstjóri Orkusölunnar
- Páll Erland, forstjóri HS Veitna
- Sólrún Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Veitna
- Svandís Hlín Karlsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskipta- og kerfisþróunar hjá Landsneti
- Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku