Ekki endilega viss um að afsögn hafi verið nauðsynleg Tómas Arnar Þorláksson skrifar 23. mars 2025 12:55 Eiríkur Bergmann Einarsson, stjórnmálafræðingur. Vísir/Ívar Tveir ríkisráðsfundir verða haldnir á Bessastöðum í dag þar sem Halla Tómasdóttir forseti mun veita Ásthildi Lóu Þórsdóttur lausn úr embætti barna- og menntamálaráðherra og nýr ráðherra Flokks fólksins verður tilkynntur. Stjórnmálafræðingur dregur í efa að afsögn hafi verið nauðsynleg. Fréttastofa Ríkisútvarpsins fullyrti núna fyrir hádegi að Guðmundur Ingi Kristinsson verði næsti mennta- og barnamálaráðherra Flokk fólksins. Guðmundur gat ekki staðfest það í samtali við fréttastofu rétt fyrir hádegi en sagðist vera á leiðinni á fund. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur taldi líklegast áður en frétt Ríkisútvarpsins birtist að Lilja Rafney Magnúsdóttir þingmaður Flokk fólksins yrði næsti ráðherra. „Það skiptir líka máli að reyndir stjórnmálamenn og reyndir þingmenn, setjist í ráðherrastóla. Það sýnir sig ítrekað að reynsla úr þinginu sé mikilvæg.“ Ásthildur Lóa sagði af sér á fimmtudag í ljósi umfjöllunar um að hún hafi eignast barn með sextán ára dreng þegar hún var sjálf 23 ára. Eiríkur segir enga ástæðu fyrir hana að hætta á þingi og segir að samfélagið leggi of mikla kröfu um tandurhreina sögu á ráðamenn. „Maður hefur auðvitað tekið eftir þessari síauknu kröfu um flekkleysi og að stjórnmálafólk eigi á einhvern hátt að vera dyggðugra en aðrir í þjóðfélaginu. Ég er ekki viss um að það sé heppileg krafa. Þingmenn og ráðherrar eiga miklu heldur að endurspegla samfélagið.“ Lýðræði gangi ekki út á það að ráða dyggðugustu manneskjuna til verksins. Ósamræmi hefur verið á milli forsætisráðherra og fráfarandi barnamálaráðherra um hvernig upplýsingar um erindi á borði forsætisráðuneytisins rataði til Ásthildar. Eiríkur telur að það verði ekki til trafala fyrir ríkisstjórnina. „Ég er í sjálfu sér ekkert viss um að svo sé. Það er auðvitað búið að losa spennu úr þessu máli með þessari afsögn. Þó ég sé ekkert endilega viss um að hún hafi verið nauðsynleg. Það er hins vegar ekkert óeðlilegt að þegar fólk er að greina frá málum sem snerta persónulega hagi fólks og eru í grunninn svona persónuleg að þá sé kannski einhver misfella í því. Það telja sig kannski ekki allir hafa umboð til að greina frá öllum þáttum mála sem snerta einkahagi fólks og þá leiðir það til hættu á slíku. Án þess að ég þekki það til neinnar hlítar að þá kunna að vera eðlilega skýringar á slíku.“ Barnamálaráðherra segir af sér Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Stjórnsýsla Tengdar fréttir Var brugðið og vill ítarlega skoðun á aðkomu forsætisráðuneytisins Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að rannsaka þurfi atburðarrásina sem leiddi til þess að Ásthildur Lóa Þórsdóttir sagði af sér sem mennta- og barnamálaráðherra í gærkvöldi. Svör forsætisráðherra um tímalínu málsins og meintan trúnaðarbrest hafi ekki verið nógu skýr. 21. mars 2025 11:57 Gríðarlega alvarlegt hafi trúnaður verið rofinn Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það gríðarlega alvarlegt hafi trúnaður verið rofinn í samskiptum forsætisráðuneytisins við konu sem kom til þeirra með erindi varðandi barnamálaráðherra. Barnamálaráðherra hafi axlað ábyrgð með afsögn, en ýmsar spurningar hafi vaknað um aðkomu forsætisráðuneytisins að málinu. 22. mars 2025 00:23 Nokkrir þingmenn vilji taka málið til skoðunar Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, segir þingmenn hafa rætt við sig um að nefndin ætti að taka fyrir mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur, sem tilkynnti um afsögn sína úr embætti barna- og mennamálaráðherra í fyrradag. 22. mars 2025 11:37 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Innlent Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Erlent Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu Innlent Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Innlent Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Innlent Sé skýrt að ráðherra hafi verið beittur þrýstingi Innlent Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Erlent Fleiri fréttir Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu „Aflögunin er núna komin yfir öll fyrri mörk“ Sé skýrt að ráðherra hafi verið beittur þrýstingi Stefna á að loka skólanum á næsta ári Ætlar að gefa kerfinu verkfæri til að taka á eltihrellum Viðkvæmt mál, lokakafli og ökklabönd á eltihrella Verkfræðingar felldu samning „Við skulum ekki gera pólitík úr þessu máli“ Hafnfirðingar greiða Rio Tinto 26 milljónir vegna Reykjanesbrautar Sinnir ekki þingstörfum á næstunni Vilja herða mengunarvarnir í lögsögu Íslands MAST rannsakar gat á sjókví Arnarlax í Patreksfirði Bjargaði sér í Afríku þegar Vestfjarðaflugið gekk ekki Rúmbetri sjúkrabílar á leið á göturnar Guðrún Hafsteinsdóttir heldur fast í Árna Grétar Sjá meira
Fréttastofa Ríkisútvarpsins fullyrti núna fyrir hádegi að Guðmundur Ingi Kristinsson verði næsti mennta- og barnamálaráðherra Flokk fólksins. Guðmundur gat ekki staðfest það í samtali við fréttastofu rétt fyrir hádegi en sagðist vera á leiðinni á fund. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur taldi líklegast áður en frétt Ríkisútvarpsins birtist að Lilja Rafney Magnúsdóttir þingmaður Flokk fólksins yrði næsti ráðherra. „Það skiptir líka máli að reyndir stjórnmálamenn og reyndir þingmenn, setjist í ráðherrastóla. Það sýnir sig ítrekað að reynsla úr þinginu sé mikilvæg.“ Ásthildur Lóa sagði af sér á fimmtudag í ljósi umfjöllunar um að hún hafi eignast barn með sextán ára dreng þegar hún var sjálf 23 ára. Eiríkur segir enga ástæðu fyrir hana að hætta á þingi og segir að samfélagið leggi of mikla kröfu um tandurhreina sögu á ráðamenn. „Maður hefur auðvitað tekið eftir þessari síauknu kröfu um flekkleysi og að stjórnmálafólk eigi á einhvern hátt að vera dyggðugra en aðrir í þjóðfélaginu. Ég er ekki viss um að það sé heppileg krafa. Þingmenn og ráðherrar eiga miklu heldur að endurspegla samfélagið.“ Lýðræði gangi ekki út á það að ráða dyggðugustu manneskjuna til verksins. Ósamræmi hefur verið á milli forsætisráðherra og fráfarandi barnamálaráðherra um hvernig upplýsingar um erindi á borði forsætisráðuneytisins rataði til Ásthildar. Eiríkur telur að það verði ekki til trafala fyrir ríkisstjórnina. „Ég er í sjálfu sér ekkert viss um að svo sé. Það er auðvitað búið að losa spennu úr þessu máli með þessari afsögn. Þó ég sé ekkert endilega viss um að hún hafi verið nauðsynleg. Það er hins vegar ekkert óeðlilegt að þegar fólk er að greina frá málum sem snerta persónulega hagi fólks og eru í grunninn svona persónuleg að þá sé kannski einhver misfella í því. Það telja sig kannski ekki allir hafa umboð til að greina frá öllum þáttum mála sem snerta einkahagi fólks og þá leiðir það til hættu á slíku. Án þess að ég þekki það til neinnar hlítar að þá kunna að vera eðlilega skýringar á slíku.“
Barnamálaráðherra segir af sér Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Stjórnsýsla Tengdar fréttir Var brugðið og vill ítarlega skoðun á aðkomu forsætisráðuneytisins Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að rannsaka þurfi atburðarrásina sem leiddi til þess að Ásthildur Lóa Þórsdóttir sagði af sér sem mennta- og barnamálaráðherra í gærkvöldi. Svör forsætisráðherra um tímalínu málsins og meintan trúnaðarbrest hafi ekki verið nógu skýr. 21. mars 2025 11:57 Gríðarlega alvarlegt hafi trúnaður verið rofinn Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það gríðarlega alvarlegt hafi trúnaður verið rofinn í samskiptum forsætisráðuneytisins við konu sem kom til þeirra með erindi varðandi barnamálaráðherra. Barnamálaráðherra hafi axlað ábyrgð með afsögn, en ýmsar spurningar hafi vaknað um aðkomu forsætisráðuneytisins að málinu. 22. mars 2025 00:23 Nokkrir þingmenn vilji taka málið til skoðunar Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, segir þingmenn hafa rætt við sig um að nefndin ætti að taka fyrir mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur, sem tilkynnti um afsögn sína úr embætti barna- og mennamálaráðherra í fyrradag. 22. mars 2025 11:37 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Innlent Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Erlent Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu Innlent Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Innlent Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Innlent Sé skýrt að ráðherra hafi verið beittur þrýstingi Innlent Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Erlent Fleiri fréttir Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu „Aflögunin er núna komin yfir öll fyrri mörk“ Sé skýrt að ráðherra hafi verið beittur þrýstingi Stefna á að loka skólanum á næsta ári Ætlar að gefa kerfinu verkfæri til að taka á eltihrellum Viðkvæmt mál, lokakafli og ökklabönd á eltihrella Verkfræðingar felldu samning „Við skulum ekki gera pólitík úr þessu máli“ Hafnfirðingar greiða Rio Tinto 26 milljónir vegna Reykjanesbrautar Sinnir ekki þingstörfum á næstunni Vilja herða mengunarvarnir í lögsögu Íslands MAST rannsakar gat á sjókví Arnarlax í Patreksfirði Bjargaði sér í Afríku þegar Vestfjarðaflugið gekk ekki Rúmbetri sjúkrabílar á leið á göturnar Guðrún Hafsteinsdóttir heldur fast í Árna Grétar Sjá meira
Var brugðið og vill ítarlega skoðun á aðkomu forsætisráðuneytisins Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að rannsaka þurfi atburðarrásina sem leiddi til þess að Ásthildur Lóa Þórsdóttir sagði af sér sem mennta- og barnamálaráðherra í gærkvöldi. Svör forsætisráðherra um tímalínu málsins og meintan trúnaðarbrest hafi ekki verið nógu skýr. 21. mars 2025 11:57
Gríðarlega alvarlegt hafi trúnaður verið rofinn Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það gríðarlega alvarlegt hafi trúnaður verið rofinn í samskiptum forsætisráðuneytisins við konu sem kom til þeirra með erindi varðandi barnamálaráðherra. Barnamálaráðherra hafi axlað ábyrgð með afsögn, en ýmsar spurningar hafi vaknað um aðkomu forsætisráðuneytisins að málinu. 22. mars 2025 00:23
Nokkrir þingmenn vilji taka málið til skoðunar Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, segir þingmenn hafa rætt við sig um að nefndin ætti að taka fyrir mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur, sem tilkynnti um afsögn sína úr embætti barna- og mennamálaráðherra í fyrradag. 22. mars 2025 11:37