Han tók við skyldum forseta í desember síðastliðinn þegar forsetanum Yoon Suk Yeol var bolað úr embætti eftir að hann gerði tilraun til að koma á herlögum í landinu. Han entist þó bara í tvær vikur sem starfandi forseti áður en suður-kóreska þingið ákvað að ákæra hann sömuleiðis til embættismissis.
Aðstoðarforsætisráðherrann Choi Sang-mok hefur sinnt skyldum forseta síðan.
Ringulreið hefur einkennst suðurkóresk stjórnmál allt frá því að Yoon ákvað að koma á herlögum í landinu í desember.
Í frétt BBC segir að fljótlega eftir að hafa tekið við skyldum forseta hafi Han stöðvað skipun nýrra dómara við stjórnlagadómstól landsins. Stjórnarandstaðan í landinu hafði vonast til að skipan dómaranna myndu auka líkurnar á að Yoon yrði ákærður til embættismissis. Þingið ákvað þá að ákæra Han til embættismissis.
Ákvörðunar stjórnarlagadómstólsins, um hvort að Yoon verði ákærður, er enn beðið. Þingið ákærði hann um miðjan desember, en ákæran mun einungis ná fram að ganga hljóti hún blessunar stjórnlagadómstólsins. Ákveði stjórnlagadómstóllinn að vísa ákærunni frá mun Yoon taka við skyldum forseta á ný.