Innlent

Vaktin: Eld­gos hafið nærri Grinda­vík

Atli Ísleifsson skrifar
Syðsti hluti gossprungunnar er ekki ýkja langt frá staðsetningu sprungunnar í gosinu í janúar 2024 þegar hraun flæddi yfir hús í Grindavík.
Syðsti hluti gossprungunnar er ekki ýkja langt frá staðsetningu sprungunnar í gosinu í janúar 2024 þegar hraun flæddi yfir hús í Grindavík. vísir/anton brink

Eldgos hófst rétt norðan við Grindavík um klukkan 9:44 eftir að kvikuhlaup hófst á sjöunda tímanum í morgun. Sprungan hefur teygt sig suður fyrir varnargarð norðan við Grindavík. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér að neðan og reglulega í beinni útsendingu frá vettvangi.

Bláa lónið var rýmt snemma í morgun og síðan hefur verið unnið að rýmingu í Grindavík. Nokkrir íbúar hafa ekki viljað yfirgefa bæinn.

Um er að ræða ellefta eldgosið á Reykjanesskaga frá 2021 og áttunda gosið á Sundhnúksgígaröðinni. Síðasta eldgosi lauk formlega þann 9. desember. Undanfarnar vikur hafa mælingar sýnt að kvikusöfnun hefur verið töluvert undir gígaröðinni og að kvikan væri orðin meiri en hún hafði verið fyrir síðasta eldgos.

Hér að neðan má sjá útsendingu fréttastofunnar frá Grindavík í dag.

Fréttin verður uppfærð. Hægt er að lesa nýjustu tíðindin í vaktinni að neðan. Ef hún birtist ekki er ráð að endurhlaða síðunni. 




Fleiri fréttir

Sjá meira
×