Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Samúel Karl Ólason skrifar 2. apríl 2025 09:36 Susan Crawford tryggði dómurum sem studdir voru af Demókrataflokknum meirihluta í hæstarétti Wisconsin í að minnsta kosti þrjú ár. AP/Kayla Wolf Dómari sem studdur var af Demókrataflokknum bar sigur úr býtum í kosningu um sæti í hæstarétti Wisconsin í gær. Þar sigraði Susan Crawford annan dómara sem studdur var af Donald Trump, forseta, og Elon Musk, auðugasta manni heims sem varði milljónum dala í kosningarnar. Með sigrinum tryggja Demókratar sér meirihluta í hæstarétti Wisconsin í að minnsta kosti þrjú ár. Musk og aðgerðahópar sem hann studdi vörðu rúmlega 21 milljón dala í kosningabaráttuna og auðjöfurinn varði síðustu dögum í Wisconsin þar sem hann afhenti þremur kjósendum milljón dala ávísanir. Eftir sigurinn sagðist Crawford, samkvæmt AP fréttaveitunni, aldrei hafa ímyndað sér að hún myndi þurfa að berjast við auðugasta mann heimsins fyrir réttlæti í Wisconsin. „Og við unnum.“ Crawford sigraði Brad Schimel með 1.286.748 atkvæðum gegn 1.050.816 eða með 55 prósentum atkvæða gegn 45, þegar búið var að telja rúmlega 95 prósent atkvæða. Svo virðist sem kjörsókn hafi verið mun meiri en gengur og gerist í kosningum til hæstaréttar Wisconsin. Met var sett í sambærilegum kosningum árið 2023 en AP segir kjörsóknina í gær hafa verið nærri því fjörutíu prósentum hærri. Eftir sigurinn sagði Crawford íbúa Wisconsin hafa varist fordæmalausri árás á lýðræði, sanngjarnar kosningar og hæstarétt ríkisins. Íbúar hefðu lýst því yfir að réttlætið og dómstóla Wisconsin væru ekki til sölu. Elon Musk á sviði í Wisconsin á sunnudaginn. Hann gaf þremur íbúum ríkisins milljón dala í aðdraganda kosninganna.AP/Jeffrey Phelps Dýrustu kosningar í sögunni Kosningarnar eru taldar vera einhverjar þær dýrustu í sögu Bandaríkjanna, þegar kemur að því að kjósa dómara til hæstaréttar ríkis, og er útlit fyrir að meira en hundrað milljónum dala hafi verið varið í þær. Fyrra metið var einnig sett í Wisconsin árið 2023 og var 51 milljón. Hæstiréttur Wisconsin hefur mikil áhrif á framkvæmd kosninga í ríkinu, sem hefur lengi þótt verulega mikilvægt þegar kemur að forsetakosningum. Hæstiréttur tekur lokaákvörðun um lög vegna kosninga og kemur að því að leysa deilur um úrslit kosninga. Donald Trump, forseti, ítrekaði á mánudaginn hve mikilvægt ríkið væri í kosningum og það gerði kosningar til hæstaréttar þar einnig mjög mikilvægar. Hæstirétturinn mun einnig á næstu árum taka fyrir mál sem snúa að þungunarrofi, verkalýðsfélögum, kosningareglum og hvernig kjördæmi eru teiknuð upp. Musk varði þremur milljónum í kosningasjóð Schimel og hópar sem hann studdi fjárhagslega lögðu til átján milljónir til viðbótar. Auðjöfurinn George Soros gaf Demókrataflokknum í Wisconsins tvær milljónir dala. Bandaríkin Elon Musk Donald Trump Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Með sigrinum tryggja Demókratar sér meirihluta í hæstarétti Wisconsin í að minnsta kosti þrjú ár. Musk og aðgerðahópar sem hann studdi vörðu rúmlega 21 milljón dala í kosningabaráttuna og auðjöfurinn varði síðustu dögum í Wisconsin þar sem hann afhenti þremur kjósendum milljón dala ávísanir. Eftir sigurinn sagðist Crawford, samkvæmt AP fréttaveitunni, aldrei hafa ímyndað sér að hún myndi þurfa að berjast við auðugasta mann heimsins fyrir réttlæti í Wisconsin. „Og við unnum.“ Crawford sigraði Brad Schimel með 1.286.748 atkvæðum gegn 1.050.816 eða með 55 prósentum atkvæða gegn 45, þegar búið var að telja rúmlega 95 prósent atkvæða. Svo virðist sem kjörsókn hafi verið mun meiri en gengur og gerist í kosningum til hæstaréttar Wisconsin. Met var sett í sambærilegum kosningum árið 2023 en AP segir kjörsóknina í gær hafa verið nærri því fjörutíu prósentum hærri. Eftir sigurinn sagði Crawford íbúa Wisconsin hafa varist fordæmalausri árás á lýðræði, sanngjarnar kosningar og hæstarétt ríkisins. Íbúar hefðu lýst því yfir að réttlætið og dómstóla Wisconsin væru ekki til sölu. Elon Musk á sviði í Wisconsin á sunnudaginn. Hann gaf þremur íbúum ríkisins milljón dala í aðdraganda kosninganna.AP/Jeffrey Phelps Dýrustu kosningar í sögunni Kosningarnar eru taldar vera einhverjar þær dýrustu í sögu Bandaríkjanna, þegar kemur að því að kjósa dómara til hæstaréttar ríkis, og er útlit fyrir að meira en hundrað milljónum dala hafi verið varið í þær. Fyrra metið var einnig sett í Wisconsin árið 2023 og var 51 milljón. Hæstiréttur Wisconsin hefur mikil áhrif á framkvæmd kosninga í ríkinu, sem hefur lengi þótt verulega mikilvægt þegar kemur að forsetakosningum. Hæstiréttur tekur lokaákvörðun um lög vegna kosninga og kemur að því að leysa deilur um úrslit kosninga. Donald Trump, forseti, ítrekaði á mánudaginn hve mikilvægt ríkið væri í kosningum og það gerði kosningar til hæstaréttar þar einnig mjög mikilvægar. Hæstirétturinn mun einnig á næstu árum taka fyrir mál sem snúa að þungunarrofi, verkalýðsfélögum, kosningareglum og hvernig kjördæmi eru teiknuð upp. Musk varði þremur milljónum í kosningasjóð Schimel og hópar sem hann studdi fjárhagslega lögðu til átján milljónir til viðbótar. Auðjöfurinn George Soros gaf Demókrataflokknum í Wisconsins tvær milljónir dala.
Bandaríkin Elon Musk Donald Trump Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira