Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Eiður Þór Árnason skrifar 2. apríl 2025 23:31 Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Þingfundur stóð fram til 23:51 í kvöld og er það annan daginn í röð sem fundur teygir sig yfir á tólfta tímann. Þingmenn ræddu í annað sinn fram um frumvarp umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra til breytingar á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun. Var um að ræða framhald af fyrstu umræðu um sama mál sem var frestað þegar þingfundi var slitið klukkan 23:57 í gær. Hún hafði þá staðið yfir í rúmlega tvær og hálfa klukkustund. Stóð umræða um frumvarpið yfir í annað eins á nýafstöðnum þingfundi. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar gaf í skyn að þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hafi reynt að standa í vegi fyrir því að frumvarp ríkisstjórnarinnar væri afgreitt út úr þinginu. Þingmenn stjórnarandstöðunnar brugðust illa við þeim ummælum. Yfirlýst markmið frumvarpsins er að einfalda regluverk, auka skilvirkni og skýra betur ferli rammaáætlunar sem fjallar um vernd og orkunýtingulandsvæða. Barist á hæl og hnakka „Ég fór nú á nokkra framboðsfundi síðustu fyrir síðustu alþingiskosningar og þá var oftar en ekki einmitt fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem héldu því fram að það væri Vinstri græn sem hefðu verið að tefja raforkumálin í ríkisstjórn og hér í þingsal,“ sagði Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, í ræðustól í kvöld og hélt svo áfram. „En svona mín fyrstu kynni af umfjöllun um rammaáætlun er einfaldlega þessi: Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn sem berst á hæl og hnakka gegn því að við náum að afgreiða rammaáætlun út úr þinginu. Fyrst voru það sex klukkustunda umræða um plasttappa, svo eru það fimm til sex klukkustunda umræða um Menntasjóð námsmanna sem alls ekki snerist um Menntasjóð námsmanna og hér erum við annað kvöldið í röð langt fram á nótt að fjalla um málið þrátt fyrir að í orði er eins og allir séu sammála um málið. En hér koma þingmenn stjórnarandstöðunnar úr Framsóknarflokki, úr Sjálfstæðisflokki sem hafa á tyllidögum haldið því fram að þeir vilji aukna skilvirkni, aukna raforkuöflun í landinu en berjast á hæl og hnakka gegn því,“ sagði Guðmundur en andsvarinu var beint að Stefán Vagni Stefánssyni, varaformanni þingflokks Framsóknar. Stefán Vagn Stefánsson er þingmaður Framsóknar.Stöð 2/Einar Stefán Vagn tók ekki vel í þessi ummæli fulltrúa Samfylkingarinnar. „Hef ég verið í þessari ræðu að berjast gegn þessu frumvarpi? Ég er hér að tala í minni fyrstu ræðu í þessu máli, þessu mikilvæga máli, og sér þingmaðurinn eitthvað að því að ég sem kjörinn fulltrúi á þingi eins og hann geti staðið í þessu púlti og tjáð mig um þau mál sem eru í gangi í þinginu? Er það orðið óeðlilegt? Finnst háttvirtum þingmanni það óeðlilegt að ég komi hér í púlt og ræði um þau mál sem ríkisstjórnin hans leggur hér fyrir? Er það þannig?” sagði Stefán Vagn og hækkaði róminn. „Er það málþóf að ég taki hér til máls einu sinni í þessari umræðu? Það get ég ekki séð og ef það er þannig þá hefur hann einhverja aðra túlkun á málþófi heldur en ég,” svaraði Stefán Vagn og yfirgaf ræðustól. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Vilhelm Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tók í svipaðan streng. „Við erum hér þingmenn að ræða þessi mál sem eru einhver mikilvægustu mál sem okkar samfélag stendur frammi fyrir í dag og menn eru hér enn í fyrstu ræðu og það er verið að væna menn um málþóf og talað um að hér sé verið að tala langt fram á nætur þegar klukkan er rúmlega tíu að kvöldi og háttvirtur þingmaður stóð fyrir því í dag og óska eftir lengri þingfundi fram eftir kvöldi til að væri hægt að ræða málin betur. Við erum bara að fylgja því eftir sem okkar vilji er í þeim efnum,“ sagði Jón. Hafi ekkert minnst á málþóf Guðmundur vildi þrátt fyrir þetta ekki kannast við að hafa sakað þingmenn stjórnarandstöðunnar um málþóf. „Það er vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir. Kannski bara að draga það sérstaklega fram að það hefur enginn notað orðið málþóf hér í ræðustól nema þeir sjálfir. Ég veit ekki hvort þeir séu svona spenntir fyrir því að þeir eru strax farnir að rífa það spil fram, en það eru þeirra orð,“ sagði Guðmundur í ræðustól Alþingis í kvöld. Eftir það hélt umræðan áfram og ræddu Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar, áðurnefndur Jón Gunnarsson og Karl Gauti Hjaltason, varaformaður þingflokks Miðflokksins, til að mynda um verðleika kjarnorku sem raforkukosts á Íslandi. Klukkan 23:50 lauk umræðu svo loks um málið og var samþykkt að frumvarpið færi áfram í aðra umræðu á þinginu og til umhverfis- og samgöngunefndar. Var þingfundi slitið klukkan 23:51. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum um lok þingfundar. Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Orkumál Alþingi Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Sjá meira
Var um að ræða framhald af fyrstu umræðu um sama mál sem var frestað þegar þingfundi var slitið klukkan 23:57 í gær. Hún hafði þá staðið yfir í rúmlega tvær og hálfa klukkustund. Stóð umræða um frumvarpið yfir í annað eins á nýafstöðnum þingfundi. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar gaf í skyn að þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hafi reynt að standa í vegi fyrir því að frumvarp ríkisstjórnarinnar væri afgreitt út úr þinginu. Þingmenn stjórnarandstöðunnar brugðust illa við þeim ummælum. Yfirlýst markmið frumvarpsins er að einfalda regluverk, auka skilvirkni og skýra betur ferli rammaáætlunar sem fjallar um vernd og orkunýtingulandsvæða. Barist á hæl og hnakka „Ég fór nú á nokkra framboðsfundi síðustu fyrir síðustu alþingiskosningar og þá var oftar en ekki einmitt fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem héldu því fram að það væri Vinstri græn sem hefðu verið að tefja raforkumálin í ríkisstjórn og hér í þingsal,“ sagði Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, í ræðustól í kvöld og hélt svo áfram. „En svona mín fyrstu kynni af umfjöllun um rammaáætlun er einfaldlega þessi: Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn sem berst á hæl og hnakka gegn því að við náum að afgreiða rammaáætlun út úr þinginu. Fyrst voru það sex klukkustunda umræða um plasttappa, svo eru það fimm til sex klukkustunda umræða um Menntasjóð námsmanna sem alls ekki snerist um Menntasjóð námsmanna og hér erum við annað kvöldið í röð langt fram á nótt að fjalla um málið þrátt fyrir að í orði er eins og allir séu sammála um málið. En hér koma þingmenn stjórnarandstöðunnar úr Framsóknarflokki, úr Sjálfstæðisflokki sem hafa á tyllidögum haldið því fram að þeir vilji aukna skilvirkni, aukna raforkuöflun í landinu en berjast á hæl og hnakka gegn því,“ sagði Guðmundur en andsvarinu var beint að Stefán Vagni Stefánssyni, varaformanni þingflokks Framsóknar. Stefán Vagn Stefánsson er þingmaður Framsóknar.Stöð 2/Einar Stefán Vagn tók ekki vel í þessi ummæli fulltrúa Samfylkingarinnar. „Hef ég verið í þessari ræðu að berjast gegn þessu frumvarpi? Ég er hér að tala í minni fyrstu ræðu í þessu máli, þessu mikilvæga máli, og sér þingmaðurinn eitthvað að því að ég sem kjörinn fulltrúi á þingi eins og hann geti staðið í þessu púlti og tjáð mig um þau mál sem eru í gangi í þinginu? Er það orðið óeðlilegt? Finnst háttvirtum þingmanni það óeðlilegt að ég komi hér í púlt og ræði um þau mál sem ríkisstjórnin hans leggur hér fyrir? Er það þannig?” sagði Stefán Vagn og hækkaði róminn. „Er það málþóf að ég taki hér til máls einu sinni í þessari umræðu? Það get ég ekki séð og ef það er þannig þá hefur hann einhverja aðra túlkun á málþófi heldur en ég,” svaraði Stefán Vagn og yfirgaf ræðustól. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Vilhelm Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tók í svipaðan streng. „Við erum hér þingmenn að ræða þessi mál sem eru einhver mikilvægustu mál sem okkar samfélag stendur frammi fyrir í dag og menn eru hér enn í fyrstu ræðu og það er verið að væna menn um málþóf og talað um að hér sé verið að tala langt fram á nætur þegar klukkan er rúmlega tíu að kvöldi og háttvirtur þingmaður stóð fyrir því í dag og óska eftir lengri þingfundi fram eftir kvöldi til að væri hægt að ræða málin betur. Við erum bara að fylgja því eftir sem okkar vilji er í þeim efnum,“ sagði Jón. Hafi ekkert minnst á málþóf Guðmundur vildi þrátt fyrir þetta ekki kannast við að hafa sakað þingmenn stjórnarandstöðunnar um málþóf. „Það er vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir. Kannski bara að draga það sérstaklega fram að það hefur enginn notað orðið málþóf hér í ræðustól nema þeir sjálfir. Ég veit ekki hvort þeir séu svona spenntir fyrir því að þeir eru strax farnir að rífa það spil fram, en það eru þeirra orð,“ sagði Guðmundur í ræðustól Alþingis í kvöld. Eftir það hélt umræðan áfram og ræddu Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar, áðurnefndur Jón Gunnarsson og Karl Gauti Hjaltason, varaformaður þingflokks Miðflokksins, til að mynda um verðleika kjarnorku sem raforkukosts á Íslandi. Klukkan 23:50 lauk umræðu svo loks um málið og var samþykkt að frumvarpið færi áfram í aðra umræðu á þinginu og til umhverfis- og samgöngunefndar. Var þingfundi slitið klukkan 23:51. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum um lok þingfundar.
Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Orkumál Alþingi Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Sjá meira