Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Jón Ísak Ragnarsson skrifar 5. apríl 2025 23:55 Heiðar Guðjónsson er hagfræðingur, fjárfestir, og fyrrverandi stjórnarformaður Eykon Energy ehf. Vísir/Vilhelm Heiðar Guðjónsson, fjárfestir og fyrrverandi formaður Eykon Energy ehf., segir að mögulegar skatttekjur ríkisins af olíuvinnslu á Drekasvæðinu geti numið allt að þrjátíu og þrjú þúsund milljörðum króna. Hann kveðst engan skilning hafa á sjónarmiðum umhverfisráðherra sem segir það ekki á dagskrá að fara aftur í olíuleitarútboð. Olíuleit á Drekasvæðinu er aftur í umræðunni eftir að bæjarráð Fjarðarbyggðar beindi því til stjórnvalda að meta að nýju hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu í ljósi þess að orkuskipti hefðu gengið hægar en gert var ráð fyrir. Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-orku og loftslagsráðherra, sagði í viðtali við Ríkisútvarpið skömmu seinna að það væri ekki á dagskrá að fara aftur í olíuleitarútboð á svæðinu. Stóra verkefnið væri að fasa út jarðefnaeldsneytið og tækifæri Íslands væru í endurnýjanlegri orku. Drekasvæðið mögulega stærsta olíu- og gaslind í Norður-Atlantshafi Talið er að á Drekasvæðinu séu um tíu milljarðar olíutunna, sem þýðir að þar sé mögulega stærsta olíu- og gaslind í Norður-Atlantshafi. Heiðar Guðjónsson segir að það sé ábyrgðarhluti Íslendinga að nýta ekki auðlindirnar við landið. „Vegna þess að við höfum þannig auðlindasögu að segja að við göngum alveg svakalega vel um náttúruna. Þannig það er ábyrgðarhluti að nýta þetta ekki hér þar sem við værum að nýta þetta með ábyrgum hætti og frekar að kaupa olíu frá Mið-Asíu og Arabíuskaga, og einræðisríkjum víðar eins og í Afríku, þar sem umhverfissjónarmið hafa engan grunn,“ segir Heiðar. Heiðar var til viðtals um málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni fyrr í vikunni. Hann segir að tekjur ríkisins af olíunni á svæðinu geti numið þrjátíu og þrjú þúsund milljörðum króna á um það bil tuttugu árum. „Þegar þetta er svona mikið magn á einum stað, að þá getur þetta enst í nokkra áratugi, og það væri auðvitað bara betra fyrir okkur að dreifa þessari framleiðslu yfir einhvern ákveðinn tíma, ef þetta er svona mikið magn, að þá er auðvitað, ja íslensku fjárlögin á hverju einasta ári, í yfir tuttugu ár, sem kæmu þarna upp, bara í skattheimtu fyrir íslenska ríkið,“ segir Heiðar. Auðlindin sjálf sé metin á sextíu og sex þúsund milljarða. Enn langt í með rafvæðingu samgangna Heiðar segist ekki hafa skilning á sjónarmiðum Jóhanns Páls, sem sagði að tækifæri Íslands væru bara í endurnýtanlegri orku. „Nei ég hef engan skilning á þessu vegna þess að við erum eyja mjög einangruð frá okkar helstu mörkuðum og þjóðum sem við eigum samskipti við, og það eru engin skip sem ganga fyrir endurnýjanlegum orkugjöfum í dag, það eru engar flugvélar, og svo framvegis. Við erum og við eigum mjög langt í land með að rafvæða alla hluti.“ „Við erum í fararbroddi í Evrópu og í heiminum öllum með hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa af okkar orkunotkun. Við erum með svona 85 prósent endurnýjanlega orku sem við erum að nota hér á Íslandi á meðan Evrópa nær varla 15 prósentum, þannig það svo sannarlega dæmist ekki á okkur að gera eitthvað sérstaklega meira í þessu, við erum í algjörum sérflokki.“ Hann bendir á að í Noregi séu mörg þúsund virk olíuleitarleyfi virk, og á síðustu tveimur árum hafi 150 ný olíuleitarleyfi verið gefin út. Bjartsýnn á leyfi að lokum Hann kveðst bjartsýnn á að skynsemin muni sigra og segir að skynsemin í þessu máli sé einföld. „Hún er að við getum gert þetta og það regluverk sem við notum er norskt regluverk og norska ríkisolíufélagið er mjög tilbúið að vinna með okkur. Þannig að þetta á að vera gert á algjörlega frábæran hátt, og þá eins og ég segi nýtur umhverfið þess, vegna þess að þá minnkar framleiðsla á öðrum stöðum þar sem er ekki svona vandað til verka.“ Formenn stjórnarandstöðuflokkanna hafa lýst yfir stuðningi við því að olíuleitarleyfi verið gefið út að nýju, í umfjöllun Viðskiptablaðsins um málið í vikunni. Sigurður Ingi sagðist ekki vilja útiloka olíuleit, en það væri eftir sem áður forgangsverkefni stjórnvalda að hraða orkuskiptum og það væri áhersla Framsóknarflokksins. Sigmundur Davíð sagði að Miðflokkurinn hefði talaað fyrir olíu- og gasleit fyrir kosningar og að olíuleitin myndi strax hafa jákvæð áhrif á samfélagið. Guðrún Hafsteinsdóttir sagði að skoða ætti olíuleit með opnum huga. Olíuleit á Drekasvæði Orkumál Reykjavík síðdegis Bylgjan Orkuskipti Loftslagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Afturkalla leyfi Eykon til olíuleitar á Drekasvæðinu Stofnunin telur fyrirtækið ekki hafa tæknilega né fjárhagslega getu til að takast á við kröfur og skilyrði leyfisins. 7. mars 2018 15:35 Neitar að hætta olíuleitinni og segir málið lykta af pólitík Olíuleit á Drekasvæðinu gæti verið lokið eftir að kínverska ríkisolíufélagið CNOOC og norska ríkisolíufélagið Petoro ákváðu að skila inn sérleyfi sínu. Íslenska félagið Eykon vill halda áfram þótt Orkustofnun telji forsendur brostnar. 22. janúar 2018 18:39 Íslenska olíuleitarfélagið Eykon Energy lagt niður Eykon Energy ehf., það íslenska félag sem lengst stóð að olíuleit á Drekasvæðinu, er hætt starfsemi. Eigendur þess ákváðu í mars á þessu ári að slíta félaginu. 9. desember 2021 13:26 Mest lesið Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Sjá meira
Olíuleit á Drekasvæðinu er aftur í umræðunni eftir að bæjarráð Fjarðarbyggðar beindi því til stjórnvalda að meta að nýju hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu í ljósi þess að orkuskipti hefðu gengið hægar en gert var ráð fyrir. Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-orku og loftslagsráðherra, sagði í viðtali við Ríkisútvarpið skömmu seinna að það væri ekki á dagskrá að fara aftur í olíuleitarútboð á svæðinu. Stóra verkefnið væri að fasa út jarðefnaeldsneytið og tækifæri Íslands væru í endurnýjanlegri orku. Drekasvæðið mögulega stærsta olíu- og gaslind í Norður-Atlantshafi Talið er að á Drekasvæðinu séu um tíu milljarðar olíutunna, sem þýðir að þar sé mögulega stærsta olíu- og gaslind í Norður-Atlantshafi. Heiðar Guðjónsson segir að það sé ábyrgðarhluti Íslendinga að nýta ekki auðlindirnar við landið. „Vegna þess að við höfum þannig auðlindasögu að segja að við göngum alveg svakalega vel um náttúruna. Þannig það er ábyrgðarhluti að nýta þetta ekki hér þar sem við værum að nýta þetta með ábyrgum hætti og frekar að kaupa olíu frá Mið-Asíu og Arabíuskaga, og einræðisríkjum víðar eins og í Afríku, þar sem umhverfissjónarmið hafa engan grunn,“ segir Heiðar. Heiðar var til viðtals um málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni fyrr í vikunni. Hann segir að tekjur ríkisins af olíunni á svæðinu geti numið þrjátíu og þrjú þúsund milljörðum króna á um það bil tuttugu árum. „Þegar þetta er svona mikið magn á einum stað, að þá getur þetta enst í nokkra áratugi, og það væri auðvitað bara betra fyrir okkur að dreifa þessari framleiðslu yfir einhvern ákveðinn tíma, ef þetta er svona mikið magn, að þá er auðvitað, ja íslensku fjárlögin á hverju einasta ári, í yfir tuttugu ár, sem kæmu þarna upp, bara í skattheimtu fyrir íslenska ríkið,“ segir Heiðar. Auðlindin sjálf sé metin á sextíu og sex þúsund milljarða. Enn langt í með rafvæðingu samgangna Heiðar segist ekki hafa skilning á sjónarmiðum Jóhanns Páls, sem sagði að tækifæri Íslands væru bara í endurnýtanlegri orku. „Nei ég hef engan skilning á þessu vegna þess að við erum eyja mjög einangruð frá okkar helstu mörkuðum og þjóðum sem við eigum samskipti við, og það eru engin skip sem ganga fyrir endurnýjanlegum orkugjöfum í dag, það eru engar flugvélar, og svo framvegis. Við erum og við eigum mjög langt í land með að rafvæða alla hluti.“ „Við erum í fararbroddi í Evrópu og í heiminum öllum með hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa af okkar orkunotkun. Við erum með svona 85 prósent endurnýjanlega orku sem við erum að nota hér á Íslandi á meðan Evrópa nær varla 15 prósentum, þannig það svo sannarlega dæmist ekki á okkur að gera eitthvað sérstaklega meira í þessu, við erum í algjörum sérflokki.“ Hann bendir á að í Noregi séu mörg þúsund virk olíuleitarleyfi virk, og á síðustu tveimur árum hafi 150 ný olíuleitarleyfi verið gefin út. Bjartsýnn á leyfi að lokum Hann kveðst bjartsýnn á að skynsemin muni sigra og segir að skynsemin í þessu máli sé einföld. „Hún er að við getum gert þetta og það regluverk sem við notum er norskt regluverk og norska ríkisolíufélagið er mjög tilbúið að vinna með okkur. Þannig að þetta á að vera gert á algjörlega frábæran hátt, og þá eins og ég segi nýtur umhverfið þess, vegna þess að þá minnkar framleiðsla á öðrum stöðum þar sem er ekki svona vandað til verka.“ Formenn stjórnarandstöðuflokkanna hafa lýst yfir stuðningi við því að olíuleitarleyfi verið gefið út að nýju, í umfjöllun Viðskiptablaðsins um málið í vikunni. Sigurður Ingi sagðist ekki vilja útiloka olíuleit, en það væri eftir sem áður forgangsverkefni stjórnvalda að hraða orkuskiptum og það væri áhersla Framsóknarflokksins. Sigmundur Davíð sagði að Miðflokkurinn hefði talaað fyrir olíu- og gasleit fyrir kosningar og að olíuleitin myndi strax hafa jákvæð áhrif á samfélagið. Guðrún Hafsteinsdóttir sagði að skoða ætti olíuleit með opnum huga.
Olíuleit á Drekasvæði Orkumál Reykjavík síðdegis Bylgjan Orkuskipti Loftslagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Afturkalla leyfi Eykon til olíuleitar á Drekasvæðinu Stofnunin telur fyrirtækið ekki hafa tæknilega né fjárhagslega getu til að takast á við kröfur og skilyrði leyfisins. 7. mars 2018 15:35 Neitar að hætta olíuleitinni og segir málið lykta af pólitík Olíuleit á Drekasvæðinu gæti verið lokið eftir að kínverska ríkisolíufélagið CNOOC og norska ríkisolíufélagið Petoro ákváðu að skila inn sérleyfi sínu. Íslenska félagið Eykon vill halda áfram þótt Orkustofnun telji forsendur brostnar. 22. janúar 2018 18:39 Íslenska olíuleitarfélagið Eykon Energy lagt niður Eykon Energy ehf., það íslenska félag sem lengst stóð að olíuleit á Drekasvæðinu, er hætt starfsemi. Eigendur þess ákváðu í mars á þessu ári að slíta félaginu. 9. desember 2021 13:26 Mest lesið Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Sjá meira
Afturkalla leyfi Eykon til olíuleitar á Drekasvæðinu Stofnunin telur fyrirtækið ekki hafa tæknilega né fjárhagslega getu til að takast á við kröfur og skilyrði leyfisins. 7. mars 2018 15:35
Neitar að hætta olíuleitinni og segir málið lykta af pólitík Olíuleit á Drekasvæðinu gæti verið lokið eftir að kínverska ríkisolíufélagið CNOOC og norska ríkisolíufélagið Petoro ákváðu að skila inn sérleyfi sínu. Íslenska félagið Eykon vill halda áfram þótt Orkustofnun telji forsendur brostnar. 22. janúar 2018 18:39
Íslenska olíuleitarfélagið Eykon Energy lagt niður Eykon Energy ehf., það íslenska félag sem lengst stóð að olíuleit á Drekasvæðinu, er hætt starfsemi. Eigendur þess ákváðu í mars á þessu ári að slíta félaginu. 9. desember 2021 13:26