Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Kári Mímisson skrifar 7. apríl 2025 17:17 Víkingar unnu sannfærandi sigur en voru þó ekki á allt sáttir með dómara leiksins. vísir/diego Víkingur tók á móti nýliðum ÍBV í fyrstu umferð Bestu deildarinnar nú í kvöld. Eftir markalausan fyrri hálfleik tókst Víkingum að skora tvö mörk í seinni hálfleik og í leiðinni sækja sín fyrstu stig í deildinni þetta árið. Fyrir leikinn bjuggust sennilega flestir við einstefnu Víkinga sem tefla fram gríðarlega sterku liði í Bestu deildinni í ár. Á sama tíma reikna flestir með að Eyjamenn verði í botnbaráttu í ár, liðið sigraði Lengjudeildina í fyrra en hefur gengið brösuglega á undirbúningstímabilinu. Leikurinn fór vel af stað hér í Víkinni og framan af leik var jafnræði með liðunum. Víkingar tók þó algjörlega yfir leikinn um miðbik fyrri hálfleiksins og þurfti Marcel Zapytowski, markvörður ÍBV að taka nokkrum sinnum á honum stóra sínum. Sveinn Gísli Þorkelsson komst næst því að skora í fyrri hálfleik þegar hann átti þrumu skot að marki Eyjamanna sem Marcel varði meistaralega. Undir lok fyrri hálfleiks urðu þó Víkingar fyrir áfalli þegar Aron Elís Þrándarson fór meiddur af velli eftir að hafa lent illa. Staðan markalaus í hálfleik. En það var ekki mikið liðið af seinni hálfleiknum þegar fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós. Þar var að verkum Daníel Hafsteinsson sem stangaði glæsilega sendingu frá Sveini Gísla Þorkelssyni í netið og heimamenn komnir yfir. Það dró svo heldur betur til tíðinda á 55. mínútu þegar Gylfi Þór Sigurðsson fékk að líta rautt spjald fyrir ljóta tæklingu á Bjarna Birnir Gunnarssyni. Helgi Mikael, dómari leiksins var í engum vafa og var fljótur að rífa rauða spjaldið upp. Manni fleiri fengu Eyjamenn vind í seglin og sóttu stíft næstu mínútur án þess þó að skapa sér nein alvöru færi. Í stað þess að ÍBV jafnaði leikinn þá var það Víkingur sem tókst að tvöfalda forystu sína og það gerði Gunnar Vatnhamar með glæsilegum skalla eftir hornspyrnu frá Helga Guðjónssyni. Meira markvert gerðist ekki í leiknum og lokatölur 2-0 fyrir Víkinga. Atvik leiksins Rauða spjaldið á Gylfa verður að vera atvik leiksins. Gylfi byrjar á því að tapa boltanum klaufalega og ætlaði sko heldur betur að vinna boltann strax til baka en endar á því að fara í þessa ljótu tæklingu. Gylfi mótmælti lítið þegar rauða spjaldið fór á loft enda ekki yfir miklu að kvart. Fyrstu leikur Gylfa í Bestu deildinni fyrir Víkinga var því í styttri kantinum. Stjörnur og skúrkar Gunnar Vatnhamar stóð fyrir sínu og skoraði annað mark Víkinga með glæsilegum skalla ásamt því að vera eins og klettur í vörninni. Sveinn Gísli átti sömuleiðis frábæran leik og það verður virkilega spennandi að fylgjast með þessum ungan leikmanni undir stjórn Sölvar Geirs sem virðist hafa trölla trú á honum. Við verðum svo að setja Gylfa sem skúrk leiksins en ég held að flestir séu sammála því að svona mistök eru ekki lík Gylfa sem hafði ekki fengið rautt spjald síðan í janúar árið 2015. Dómarinn Helgi Mikael og hans menn voru með allt upp á tíu í dag og gott betur en það. Frábær dagur hjá þriðja liðinu sem ganga væntanlega stoltir af velli. Stemning og umgjörð Rúmlega 1200 áhorfendur gerðu sér ferð í Víkina í dag sem er einn skemmtilegasti völlur landsins að heimsækja í dag. Besta deild karla Víkingur Reykjavík ÍBV
Víkingur tók á móti nýliðum ÍBV í fyrstu umferð Bestu deildarinnar nú í kvöld. Eftir markalausan fyrri hálfleik tókst Víkingum að skora tvö mörk í seinni hálfleik og í leiðinni sækja sín fyrstu stig í deildinni þetta árið. Fyrir leikinn bjuggust sennilega flestir við einstefnu Víkinga sem tefla fram gríðarlega sterku liði í Bestu deildinni í ár. Á sama tíma reikna flestir með að Eyjamenn verði í botnbaráttu í ár, liðið sigraði Lengjudeildina í fyrra en hefur gengið brösuglega á undirbúningstímabilinu. Leikurinn fór vel af stað hér í Víkinni og framan af leik var jafnræði með liðunum. Víkingar tók þó algjörlega yfir leikinn um miðbik fyrri hálfleiksins og þurfti Marcel Zapytowski, markvörður ÍBV að taka nokkrum sinnum á honum stóra sínum. Sveinn Gísli Þorkelsson komst næst því að skora í fyrri hálfleik þegar hann átti þrumu skot að marki Eyjamanna sem Marcel varði meistaralega. Undir lok fyrri hálfleiks urðu þó Víkingar fyrir áfalli þegar Aron Elís Þrándarson fór meiddur af velli eftir að hafa lent illa. Staðan markalaus í hálfleik. En það var ekki mikið liðið af seinni hálfleiknum þegar fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós. Þar var að verkum Daníel Hafsteinsson sem stangaði glæsilega sendingu frá Sveini Gísla Þorkelssyni í netið og heimamenn komnir yfir. Það dró svo heldur betur til tíðinda á 55. mínútu þegar Gylfi Þór Sigurðsson fékk að líta rautt spjald fyrir ljóta tæklingu á Bjarna Birnir Gunnarssyni. Helgi Mikael, dómari leiksins var í engum vafa og var fljótur að rífa rauða spjaldið upp. Manni fleiri fengu Eyjamenn vind í seglin og sóttu stíft næstu mínútur án þess þó að skapa sér nein alvöru færi. Í stað þess að ÍBV jafnaði leikinn þá var það Víkingur sem tókst að tvöfalda forystu sína og það gerði Gunnar Vatnhamar með glæsilegum skalla eftir hornspyrnu frá Helga Guðjónssyni. Meira markvert gerðist ekki í leiknum og lokatölur 2-0 fyrir Víkinga. Atvik leiksins Rauða spjaldið á Gylfa verður að vera atvik leiksins. Gylfi byrjar á því að tapa boltanum klaufalega og ætlaði sko heldur betur að vinna boltann strax til baka en endar á því að fara í þessa ljótu tæklingu. Gylfi mótmælti lítið þegar rauða spjaldið fór á loft enda ekki yfir miklu að kvart. Fyrstu leikur Gylfa í Bestu deildinni fyrir Víkinga var því í styttri kantinum. Stjörnur og skúrkar Gunnar Vatnhamar stóð fyrir sínu og skoraði annað mark Víkinga með glæsilegum skalla ásamt því að vera eins og klettur í vörninni. Sveinn Gísli átti sömuleiðis frábæran leik og það verður virkilega spennandi að fylgjast með þessum ungan leikmanni undir stjórn Sölvar Geirs sem virðist hafa trölla trú á honum. Við verðum svo að setja Gylfa sem skúrk leiksins en ég held að flestir séu sammála því að svona mistök eru ekki lík Gylfa sem hafði ekki fengið rautt spjald síðan í janúar árið 2015. Dómarinn Helgi Mikael og hans menn voru með allt upp á tíu í dag og gott betur en það. Frábær dagur hjá þriðja liðinu sem ganga væntanlega stoltir af velli. Stemning og umgjörð Rúmlega 1200 áhorfendur gerðu sér ferð í Víkina í dag sem er einn skemmtilegasti völlur landsins að heimsækja í dag.