Arnór hóf leikinn á bekknum líkt og Ari Sigurpálsson hjá gestunum á meðan Júlíus Magnússon hóf leik á miðjunni hjá Elfsborg. Það stefndi í draumabyrjun gestanna þegar þeir fengu vítaspyrnu strax á 2. mínútu leiksins. Því miður fór spyrna Simon Hedlund forgörðum og staðan markalaus í hálfleik.
Anders Christiansen kom heimamönnum í Malmö yfir í upphafi síðari hálfleiks. Gestirnir brugðust við með því að taka Júlíus af velli og senda Ara inn af bekknum í sömu andrá þegar klukkustund var liðin. Skömmu síðar kom Arnór inn af bekknum hjá Malmö.
Innkoma Arnórs hefði getað byrjað betur en hann tapaði boltanum og Hedlund jafnaði metin með frábæru skoti á 71. mínútu.
SMACK! Simon Hedlund kvitterar för IF Elfsborg med en riktig smäll karamell! 🟡⚫
— Sports on Max 🇸🇪 (@sportsonmaxse) April 7, 2025
📲 Se matchen på Max pic.twitter.com/sAbXwH6rEJ
Aðeins sjö mínútum kvittaði Arnór þó fyrir mistökin. Hann renndi sér þá á sendingu Taha Ali fyrir markið og lak boltinn í hornið fjær. Staðan orðin 2-1 og reyndust það lokatölur í Malmö.
Arnór Sig og félagar hafa nú unnið báða sína leiki til þessa í deildinni á meðan Elfsborg hefur unnið einn og tapað einum.
2-1 Malmö FF! Arnór Sigurdsson revanscherar sig efter bjudningen vid 1-1 när han vinklar in bollen i mål efter Taha Alis förarbete! 🔵
— Sports on Max 🇸🇪 (@sportsonmaxse) April 7, 2025
📲 Se matchen på Max pic.twitter.com/kQSJuEUELJ
Í Danmörku kom Mikael Anderson inn af bekknum þegar AGF tapaði 2-1 fyrir Bröndby á útivelli. Bæði lið eru nú með 39 stig í 3. og 4. sæti að loknum 24 leikjum, átta stigum á eftir toppliði FC Kaupmannahafnar.