Meðal mála sem voru til umræðu á síðasta þingfundi fyrir páskafrí voru frumvarp um breytingu á lögum um veiðigjöld, gjaldtaka fyrir nýtingu á heitu vatni, útfærsla úrræða í húsnæðiskerfinu fyrir bændur.
Mestur tími fór þó í 1. umræðu um frumvarp dómsmálaráðherra um breytingu á lögum um útlendinga. Verði frumvarpið að lögum fá stjórnvöld heimild til að afturkalla alþjóðlega vernd þeirra sem brjóta alvarlega af sér hér á landi.
Næsti þingfundur verður mánudaginn 28. apríl. Má reikna með að þingið starfi til miðs júní þegar það fer allajafna í sumarfrí fram í september.