Íslenski boltinn

„Höfum af­sannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því á­fram“

Arnar Skúli Atlason skrifar
Tindastóll byrjar á sigri.
Tindastóll byrjar á sigri. Vísir/Anton Brink

Tindastóll hóf tímabilið í Bestu deild kvenna með 1-0 sigri á nýliðum FHL. María Dögg Jóhannesdóttir skoraði sigurmark Stólanna og sagði planið að afsanna enn eina spána.

Stólarnir voru betri aðilinn í kvöld og unnu verðskuldaðan sigur þó mörkin hafi látið á sér standa. María Dögg var því eðlilega gríðarlega sátt að leik loknum

„Tilfinningin að vinna fyrsta leikinn er æðisleg. Þetta var svona leikurinn sem við þurftum að koma dýrvitlausar í og heimta þrjú stig. Var smá sex stiga leikur fyrir okkur, vildum koma sterkar inn í mótið og byrja vel.“

„Þær áttu sín augnablik en mér fannst við gera vel í því sem við ætluðum að gera. Leikplanið virkaði fullkomlega hjá okkur í dag.“

„Það er alltaf uppleggið (að halda markinu hreinu) en Donni var kampakátur með það hérna í lokin.“

Stólunum er ekki spáð góðu gengi í sumar en það hefur ekki mikil áhrif á Maríu Dögg.

„Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×