Mönchengladbach niður­lægði Shak­htar og At­letico fékk bara eitt stig í Rúss­landi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Borussia fagnar einu af sex mörkunum í Úkraínu í kvöld.
Borussia fagnar einu af sex mörkunum í Úkraínu í kvöld. Christian Verheyen/Borussia Moenchengladbach

Borussia Mönchengladbach gerði sér lítið fyrir og skellti Shakhtar Donetsk, 6-0, í B-riðli Meistaradeildar Evrópu. Í A-riðlinum gerðu Lokomotiv Moskva og Atletico Madrid 1-1 jafntefli.

Alassane Plea kom Borussia yfir á áttundu mínútu og níu mínútum síðar varð staðan 2-0 er Valeriy Bondar varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Alassane Piea skoraði þriðja markið á 26. mínútu með sínu öðru marki.

Fjórða markið skoraði Ramy Bensebaini og þannig stóðu leikar í hálfleik. Lars Stindl gerði fimmta markið á 65. mínútu og veislunni var ekki lokið því Alssane Piea fullkomnaði þrennuna tólf mínútum fyrir leikslok. Lokatölur 6-0.

Mönchengladbach er því á toppi riðilsins með fimm stig, Shahktar er í öðru með fjögur, Inter í þriðja með tvö stig og Real á botninum með eitt stig. Real og Inter mætast í kvöld.

Jose Gimenez kom Atletico yfir á 18. mínútu í Moskvu en heimamenn jöfnuðu metin úr vítaspyrnu á 25. mínútu. Eftir skoðun VARsjánnar var dæmd vítaspyrna og úr henni skoraði Anton Miranchuk. Lokatölur 1-1.

Bayern er á toppi A-riðils með sex stig og Atletico Madrid er í öðru með fjögur. Lokomotiv er með tvö stig í þriðja sætinu en Salzburg er á botninum með eitt stig.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira