Björn í eitt besta lið Noregs því að peningar tala Sindri Sverrisson skrifar 27. janúar 2021 13:00 Björn Bergmann Sigurðarson er á leið í eitt besta lið Noregs eftir stutta dvöl hjá Lilleström. mynd/lsk.no Knattspyrnumaðurinn Björn Bergmann Sigurðarson er á leið til síns gamla félags Molde frá Lilleström ef fað líkum lætur, þrátt fyrir að hafa sýnt því mikinn áhuga að vera áfram hjá Lilleström. „Ég fékk tilboð sem ég gat ekki hafnað,“ segir Björn. Það er norski miðillinn Romsdals Budstikke sem greinir frá þessu og hefur eftir Birni að félögin séu nú að komast að samkomulagi um kaupverð. Björn hafnaði tilboði frá Molde á mánudaginn og var viss um að hann yrði áfram hjá Lilleström, sem vann sig upp í norsku úrvalsdeildina á síðustu leiktíð. Molde varð í 2. sæti deildarinnar á síðustu leiktíð og forráðamenn félagsins voru staðráðnir í að fá Björn: „Þeir spurðu hvað þyrfti til að ég kæmi. Ég sagði hvað ég vildi og þeir sögðu já,“ sagði Björn og fór ekki leynt með það að launakjör hefðu ráðið því að hann samþykkti tilboð Molde: „Ég hef haft áhuga á að vera í Lilleström en ég á í mesta lagi 2-3 ár eftir af fótboltaferlinum og verð að hugsa líka um sjálfan mig. Þegar ég fæ tilboð sem færir mér meiri peninga þá er það eitthvað sem ég verð að skora, burtséð frá því hversu vel mér líður hér hjá félaginu,“ sagði Björn. Varð Noregsmeistari með Molde og raðaði inn mörkum Björn varð norskur meistari með Molde 2014 og síðar markakóngur liðsins með 17 mörk 2017, undir stjórn Ole Gunnar Solskjær. Hann lék með Lilleström á árunum 2009-2012, var að láni hjá Molde frá Wolves árið 2014 og kom svo aftur til Molde og lék með liðinu 2016-2017. Eftir að hafa verið í Rússlandi og á Kýpur sneri hann svo á ný til Noregs í fyrrahaust, til Lilleström, og gerði samning sem gilti til loka síðasta árs. Fresturinn til að skrá leikmenn í Evrópukeppni rennur út 31. janúar. Ætli Molde sér að nýta krafta Björns í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar, þar sem liðið mætir Hoffenheim í febrúar, þarf því að ganga frá félagaskiptum fyrir þann tíma. Norski boltinn Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjá meira
Það er norski miðillinn Romsdals Budstikke sem greinir frá þessu og hefur eftir Birni að félögin séu nú að komast að samkomulagi um kaupverð. Björn hafnaði tilboði frá Molde á mánudaginn og var viss um að hann yrði áfram hjá Lilleström, sem vann sig upp í norsku úrvalsdeildina á síðustu leiktíð. Molde varð í 2. sæti deildarinnar á síðustu leiktíð og forráðamenn félagsins voru staðráðnir í að fá Björn: „Þeir spurðu hvað þyrfti til að ég kæmi. Ég sagði hvað ég vildi og þeir sögðu já,“ sagði Björn og fór ekki leynt með það að launakjör hefðu ráðið því að hann samþykkti tilboð Molde: „Ég hef haft áhuga á að vera í Lilleström en ég á í mesta lagi 2-3 ár eftir af fótboltaferlinum og verð að hugsa líka um sjálfan mig. Þegar ég fæ tilboð sem færir mér meiri peninga þá er það eitthvað sem ég verð að skora, burtséð frá því hversu vel mér líður hér hjá félaginu,“ sagði Björn. Varð Noregsmeistari með Molde og raðaði inn mörkum Björn varð norskur meistari með Molde 2014 og síðar markakóngur liðsins með 17 mörk 2017, undir stjórn Ole Gunnar Solskjær. Hann lék með Lilleström á árunum 2009-2012, var að láni hjá Molde frá Wolves árið 2014 og kom svo aftur til Molde og lék með liðinu 2016-2017. Eftir að hafa verið í Rússlandi og á Kýpur sneri hann svo á ný til Noregs í fyrrahaust, til Lilleström, og gerði samning sem gilti til loka síðasta árs. Fresturinn til að skrá leikmenn í Evrópukeppni rennur út 31. janúar. Ætli Molde sér að nýta krafta Björns í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar, þar sem liðið mætir Hoffenheim í febrúar, þarf því að ganga frá félagaskiptum fyrir þann tíma.
Norski boltinn Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjá meira