Lífið samstarf

Flytur sitt uppáhalds jólalag í Hörpu eftir langt hlé

Sigga Beinteins og Ölgerðin
Þau Ellen Kristjáns, Katrín Halldóra, Bjarni Ara og Gissur Páll Gissurarson stíga á Svið með Siggu Beinteins í Eldborgarsal í Hörpu 3. og 4. desember á árlegum jólatónleikum Siggu. 
Þau Ellen Kristjáns, Katrín Halldóra, Bjarni Ara og Gissur Páll Gissurarson stíga á Svið með Siggu Beinteins í Eldborgarsal í Hörpu 3. og 4. desember á árlegum jólatónleikum Siggu. 

Árlegir jólatónleikar Siggu Beinteins fara fram 3. og 4. desember í Eldborgarsal í Hörpu.

„Jólaskap? já þegar maður er að vinna með jólalögin svona snemma að fer maður óneitanlega í jólagírinn og jólaskapið fylgir með í því,“ segir söngkonan Sigga Beinteins en undirbúningur jólatónleika hennar, Á hátíðlegum nótum, er í fullum gangi. Miðasala hófst í gær en þetta verður í tólfta sinn sem jólatónleikarnir fara fram í Eldborgarsal í Hörpu og öllu tjaldað til.

„Sviðið verður alveg stórglæsilegt, eins og alltaf og mikið lagt upp úr því að gera það eins hátíðlegt og hlýlegt og kostur er. Prógramið verður klárt innan fárra daga en ég tek mér alltaf góðan tíma í að velja lögin, það skiptir svo miklu máli að ná góðu lagavali á svona tónleika,“ segir Sigga sem mögulega mun lauma sínu uppáhalds jólalagi á listann.

„Ég held ég verði að segja að öll jólalögin sem eru á tónleikunum mínum séu uppáhalds en það er alltaf eitt lag sem stendur upp úr hjá mér og það er Ó helga nótt. Það lag er með fallegri jólalögum sem samin hafa verið og ég býst við að það fái að fljóta með í ár, það er nefnilega svolítið síðan að það fékk að vera með síðast,“ segir Sigga.

Fyrirkomulag tónleikanna verður með svipuðu sniði og áður, hljómsveit ásamt bakröddum og eins og fyrri ár stíga góðir gestir á svið með Siggu.

„Í ár eru það þau Ellen Kristjáns, Katrín Halldóra, Bjarni Ara og Gissur Páll Gissurarson. Síðast en ekki síst verða með mér strákarnir í Karlakórnum Fóstbræðrum en þeir voru með mér 2019 og þeir eru svo magnaðir að það kom ekki annað til greina en að fá þá með aftur,“ segir Sigga og auðheyrt að hún hlakkar mikið til.

„Stemningin á jólatónleikunum hefur alltaf verið lyginni líkust! Ég hef alltaf haft tónleikna mína hlýlega, einlæga og heimilislega sem ég held að skipti máli til að koma áhorfendum í jólagírinn. Og þó ég segi sjálf frá að þá held ég að það hafi bara tekist nokkuð vel hingað til.“

Tónleikarnir fara fram 3. og 4. desember klukkan 20 í Eldborgarsal í Hörpu.  Miða má nálgast á Tix.is og í Hörpu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.