Fleiri fréttir Hryllilegur morðvettvangur var leikmynd í hryllingsmynd Lögreglan í Pittsburgh í Bandaríkjunum var kölluð að hóteli í borginni en þar virtist hafa verið framið hrottalegt morð. Í einu herbergjanna voru blóðslettur upp um alla veggi og höfuðleður lá á gólfinu. Málið var stórt og lögreglustjóri borgarinnar mætti á vettvang og lýsti því fyrir blaðamönnum að um væri að ræða hræðilegustu aðkomu sem hann hefði séð á sínum langa ferli sem spannaði 35 ár. 30.11.2010 23:00 Frú Clinton vildi vita hvort forseti Argentínu væri á lyfjum Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hvatti starfsmenn sendiráðs Bandaríkjanna í Buenos Aires til þess að fiska eftir mjög persónulegum upplýsingum um forseta landsins, Cristina Fernandez de Kirchner. 30.11.2010 22:27 Lesbískar Barbídúkkur á umdeildu dagatali Framleiðendur Barbí eru æfir og ætla að lögsækja listamenn sem búið hafa til dagatal með nektarmyndum af Barbídúkkum í lesbískum ástarlotum. Argentínsku listamennirnir Breno Costa and Guilherme Souza segjast hafa unnið dagatalið í samvinnu við leikfangaframleiðandann Matcbox sem er í eigu framleiðenda Barbí, Matell. 30.11.2010 22:00 Sveppi með sex dvd-diska „Þetta er náttúrlega bara rugl,“ segir Sverrir Þór Sverrisson, grínisti með meiru. 30.11.2010 20:15 Bannað að hangsa Frá og með næstu áramótum verður bannað að sitja eða liggja á hinum fjölförnu og líflegu gangstéttum San Francisco, og yfirleitt að hangsa þar. 30.11.2010 21:15 Hrædd um að brjóstin verði gerð upptæk Þjóðverji einn hefur krafist þess að fyrrverandi kærasta hans endurgreiði honum tæpar 600 þúsund krónur en hann hafði borgað fyrir brjóstastækkun hennar áður en þau hættu saman. Kærastan, sem kölluð er Anastasia í þýska blaðinu Bild, segist logandi hrædd um að brjóstin, eða sílíkon púðarnir öllu heldur, verði gerð upptæk. 30.11.2010 20:15 Kýldi og kjálkabraut karlmann við Krílið Karlmaður á þrítugsaldri var í Héraðsdómi Vestfjarða dæmdur í sjö mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa slegið annan karlmann ítrekað hnefahöggum í andlitið með þeim afleiðingum að hann kjálkabrotnaði, tveir endajaxlar losnuðu og slímhúð í kjálka rofnaði, ásamt því að tilfinning í neðri vör skertist. 30.11.2010 09:44 Fangar með torfæruhjól á Kvíabryggju Við skoðun sem fangelsismálayfirvöld gerðu á Kvíabryggju í lok síðustu viku kom í ljós að mótorhjól, bifreiðar og fjórhjól í eigu fanga hafa verið geymd í fangelsinu um eitthvert skeið. Hafa fangarnir haft tækin til umráða. Starfsmenn Ríkisendurskoðunar fóru að Kvíabryggju í gær, þar sem bókhald fangelsisins sætir nú rannsókn vegna gruns um fjárdrátt forstöðumannsins. 30.11.2010 06:00 Framtíð Aldrei fór ég suður í óvissu Hugsanlegt er að ísfirska tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður hafi sungið sitt síðasta og verði ekki haldin um næstu páska. Ástæðan er þreyta sem er kominn í mannskapinn sem hefur staðið að undirbúningnum undanfarin ár. 30.11.2010 06:00 Telja Picasso verkin stolin Fjölskylda Pablos Picasso hefur höfðað mál á hendur rafvirkja sem skaut upp kollinum með 271 áður óséð verk eftir listamanninn. 30.11.2010 21:30 Matarkarfan hækkað um rúmar þúsund krónur á tveimur árum Innfluttar vörur hafa hækkað um allt að áttatíu prósent í matarkörfu Stöðvar tvö frá því skömmu eftir bankahrun. Verð á innfluttum matvælum virðist því ekki hafa verið að fylgja styrkingu krónunnar. 30.11.2010 18:55 Þessir voru kjörnir á stjórnlagaþing Niðurstöður stjórnlagaþingskosninganna voru kynntar í Laugardalshöll nú síðdegis. Það var Ástráður Haraldsson sem kynnti niðurstöðurnar. Listinn sem við birtum hér er ekki í samræmi við magn atkvæða sem fólk hlaut heldur er um stafrófsröð að ræða. 30.11.2010 16:02 Saksóknari segist ekki hafa rætt við forseta landsdóms Saksóknari Alþingis fékk frumvarp Alþingis um breytingar á lögum um landsdóm ekki til umsagnar og átti engin samskipti við forseta landsdóms vegna frumvarpsins. Þetta segir Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis. Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, sem til stendur að ákæra fyrir landsdómi hefur gagnrýnt aðkomu saksóknarans að samningu frumvarpsins. 30.11.2010 15:23 Allir hættir að tala um Parísarklúbbinn „Það hefur enginn minnst á Parísarklúbbinn í heilt ár,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra við upphaf þingfundar í dag. Þar svaraði hann gagnrýni þingmanna stjórnarandstöðunnar þess efnis að endurreisn efnahagslífsins og uppbygging atvinnu gengi hægt. Parísarklúbburinn er stofnun sem gjaldþrota þjóðir leita til vegna úrlausna sinna mála. 30.11.2010 15:09 67 milljónir í viðbót frá ríkinu vegna eldgosanna Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun 67 milljóna króna framlag til verkefna í kjölfar eldgossins í Eyjafjallajökli og á Fimmvörðuhálsi. 27 milljónir króna verða veittar til greiðslu kostnaðar við átaksverkefni á gossvæðinu þar sem einstaklingar voru ráðnir af atvinnuleysisskrá til ýmissa verkefna og 12 milljónum króna verður varið til að mæta kostnaði við viðgerðir á varnargörðum í Markarfljóti. 30.11.2010 14:53 Leiðrétting: Lögregla hvatti til kæru Vísir greindi frá því 27. október síðastliðinn að 22. ára gömul kona hefði verið lött til þess að kæra nauðgun af yfirmanni kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Björgvini Björgvinssyni. Konan lýsti reynslu sinni þar sem hún sagðist hafa orðið fyrir nauðgun í Vestmannaeyjum síðustu verslunarmannahelgi. Þegar hún hafi ætlað kæra árásina sagði hún í viðtali við Vísi að hún hefði fengið þau svör að það væri tímasóun að kæra málið í ljósi þess að hún sá aldrei gerandann. 30.11.2010 14:43 Fjölskylduhjálpin opnar í Reykjanesbæ Fjölskylduhjálp Íslands opnar nýja starfsstöð í Reykjanesbæ þann 9. desember. Er þetta þriðja starfsstöð Fjölskylduhjálparinnar sem fyrir starfar í Reykjavík og á Akureyri. 30.11.2010 14:36 Útgerðarfélag stefnir íslenska ríkinu Útgerðarfélagið Rammi hf. hefur stefnt íslenska ríkinu vegna þeirrar ákvörðunar Jóns Bjarnasonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að gefa ekki út úthafsrækjukvóta á yfirstandandi fiskveiði. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir helgi og fær flýtimeðferð. 30.11.2010 13:48 Enn sótt að Obama vegna uppruna hans Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur vísað frá enn einu málinu þar sem því var haldið fram að Barack Obama væri ekki bandarískur ríkisborgari. 30.11.2010 13:46 Stærstur hluti launþega með lausa samninga Kjarasamningar aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins sem undirritaðir voru 17. febrúar 2008 renna út í dag. 30.11.2010 13:31 Úrslit kosninganna kynnt síðar í dag Formaður landskjörstjórnar segir að vel hafi gengið að vinna úr úrslitum stjórnlagaþingskosninganna í morgun og hann reikni með að hægt verði að kynna úrslitin seinnipartinn í dag. 30.11.2010 13:25 Björninn unninn á Langjökli Bjargey Ólafsdóttir myndlistarmaður teiknaði fjögur þúsund fermetra stóran ísbjörn á Langjökul á föstudag. 30.11.2010 13:09 Nítján Íslandsmet í ár Sundmaðurinn frækni, Jón Margeir Sverrisson, hefur sett nítján Íslandsmet i ellefu sundgreinum á þessu ári. Jón Margeir er átján ára gamall og þroskaheftur en hann lætur ekki fötlun sína aftra sér frá því að taka þátt í íþróttum fremur en öðru. 30.11.2010 13:06 Rændi verslun í Kópavogi Rán var framið í verslun í Kópavogi á föstudagskvöld. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni voru málsatvik þau að átján ára piltur kom í verslunina, ógnaði starfsmanni hennar og krafði um peninga og hafði síðan eitthvað af þeim á brott með sér. Kauði komst hinsvegar ekki langt með ránsfenginn því hann var handtekinn skömmu seinna í húsi skammt frá vettvangi. 30.11.2010 12:33 Grannt fylgst með landrisi við Krýsuvík Jarðvísindamenn fylgjast nú grannt með skjálftahrinum og landrisi við Krýsuvík og hafa upplýst almannavarnir um þróun mála. Aukinn þrýsingur í jarðskorpunni þar undir er talinn geta stafað annaðhvort af kvikuinnstreymi eða breytingum í jarðhitakerfum. 30.11.2010 12:15 Reykjavíkurborg hækkar skatta Skattar verða hækkaðir á borgarbúa í nýrri fjárhagsáætlun sem meirihlutinn í Reykjavík leggur fyrir borgarstjórn í dag. Stefnt er að blandaðri leið hagræðingar og gjaldahækkana til að stoppa upp í 5 milljarða halla á borginni. 30.11.2010 12:04 Veruleg hækkun á bensínverði Veruleg hækkun á verði bensíns liggur í loftinu eftir að tonnið af bensíni fór yfir 800 dollara á heimsmarkaði í gær. Sérfræðingar búast við að hækkunin geti orðið að minnsta kosti fimm krónur á lítrann og reið Skeljungur á vaðið nú á tólfta tímanum. 30.11.2010 11:28 Norðmenn blása á Wikileaks Jónas Gahr Störe utanríkisráðherra Noregs segir að norskir diplomatar verði ekki múlbundnir á nokkurn hátt í kjölfar Wikileaks skjalanna. 30.11.2010 11:21 Árásin á Ólaf: Gæsluvarðhald framlengt Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir manninum sem réðst á Ólaf Þórðarson tónlistamann hefur verið framlengdur til 27. desember næstkomandi. 30.11.2010 11:05 Handrukkari hvað? Ítalski handverksmaðurinn Giuseppe Raeli var ekkert að kalla til handrukkara þegar menn tregðuðust við að greiða reikninga hans. Hann einfaldlega drap þá sem borguðu ekki. 30.11.2010 10:56 Tók lögreglumann hálstaki Liðlega tvítugur karlmaður hefur verið ákærður fyrir að hafa veist að lögreglumanni, sem var að færa mann í lögreglutök, og tekið hann hálstaki með þeim afleiðingum að lögreglumaðurinn marðist. Árásin átti sér stað fyrir framan skemmtistaðinn Glaumbar þann 17. október í fyrra. 30.11.2010 10:47 Hlín Einars: „Þetta var rosalegt sjokk“ „Þetta var ekki alveg leiðin sem ég ætlaði að nota til að kynna vefinn, en þeir sem vissu ekki hvað bleikt.is var í gær þeir vita það í dag," segir Hlín Einardóttir, ritstjóri vefritsins bleikt.is, sem fór úr axlarlið í hljóðveri Bylgjunnar í gær þar sem hún ætlaði að kynna vefinn í þættinum Í bítið. Fjallað var um atvikið á öllum helstu fréttamiðlum landsins og því óhætt að segja að óhapp Hlínar hafi orðið til þess að enn fleiri en ella heyrðu af vefnum hennar sem væntanlegur er í loftið innan tíðar. 30.11.2010 10:33 Ólafur kominn af gjörgæsludeild Ólafur Þórðarson, tónlistarmaður úr Ríó tríóinu, er kominn af gjörgæsludeild. Ólafur varð fyrir fólskulegri árás um miðjan nóvember og hefur legið á Landspítalanum síðan þá. Samkvæmt upplýsingum Vísis var Ólafur svo færður á heila- og taugadeild fyrir örfáum dögum og má merkja hægar en jákvæðar breytingar á líðan hans. 30.11.2010 10:25 Vill fund í allsherjarnefnd vegna kosninganna Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur óskað eftir fundi í allsherjarnefnd með landskjörstjórn og yfirlögfræðingi Alþingis vegna nýliðinna kosninga til stjórnlagaþings. Vigdis bendir á það í tölvubréfi til Róberts Marshall, formanns allsherjarnefndar, að fréttir hefðu borist af miklu magni ógildra og gallaðra atkvæðaseðla. Upphaflega stóð til að úrslit kosninganna yrðu kunngjörð í gær, en landskjörstjórn sendi frá sér yfirlýsingu síðdegis þar sem tilkynnt var að það myndi dragast vegna mikils fjölda vafaatkvæða. 30.11.2010 09:38 Fátækt í Danmörku: Biðraðir eftir mat aldrei verið lengri Það er ekki aðeins á Íslandi þar sem biðraðir eftir matargjöfum hafa verið að lengjast því í Danmörku hefur ástandið ekki verið verra á síðari tímum. Danska blaðið Politiken greinir frá þessu og segir að ásókn fólks í hjálp fyrir jólin hafi sjaldan eða aldrei verið meiri. 30.11.2010 08:22 Da Vinci fléttan: Hugði á húsakaup á Íslandi - parið enn í varðhaldi Hæstiréttur í New York ríki í Bandaríkjunum hefur hafnað beiðni Vickrams Bedi um að fá tryggingu sína lækkaða, en hann situr nú í gæsluvarðhaldi ásamt Helgu Ingvarsdóttur unnustu sinni. 30.11.2010 07:58 Wikileaks: Næsti leki afhjúpar bankakerfið Julian Assange, stofnandi Wikileaks, sem í gær birti 250 þúsund leyniskjöl úr bandarísku utanríkisþjónustunni, segir í samtali við Forbes tímaritið, að næsti leki muni afhjúpa spillingu bankakerfisins í heiminum. 30.11.2010 07:37 Kannabisræktun: Nafnlaus ábending kom lögreglu á sporið Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði í nótt kannabisræktun í heimahúsi og handtók sjö menn ef erlendum uppruna. 30.11.2010 07:09 Hélt bekkjarfélögum sínum í gíslingu Nemandi við menntaskóla í Wisconsins í Bandaríkjunum hélt 23 nemendum og kennara þeirra í gíslingu í nokkrar klukkustundir í gærkvöldi. Lögregla var kölluð að skólanum skömmu eftir að nemandinn sem var fimmtán ára gamall, dró upp tvær skammbyssur og hótaði að skjóta bekkjarfélaga sína. 30.11.2010 07:06 Brutust inn í Breiðholti og stálu sígarettum Brotist var inn í myndbandaleigu og söluturn í Breiðholti í nótt og þaðan stolið 17 kartonum af sígarettum. 30.11.2010 07:03 Síbrotamaður í varðhald Ungur maður, sem lögreglan á Selfossi handtók í Grímsnesi ásamt öðrum, snemma á föstudagsmorgun, hefur verið úrskurðaður í svonefnda síbrotagæslu, eða gæsluvarðhald til 22. desember. 30.11.2010 06:59 Wikileaks skjölin: Kínverjar orðnir þreyttir á N-Kóreumönnum Kínverjar virðast færast æ meira á þá skoðun að sameina eigi ríkin á Kóreuskaganum á ný. 30.11.2010 06:58 Meðferðarheimili skoðuð allt aftur til ársins 1996 Ríkisendurskoðun hefur hafið athugun á samningum við meðferðarheimili og starfslokum þeirra. Stofnunin sendi bréf á Barnaverndarstofu, félagsmálaráðuneytið og fjármálaráðuneytið fyrir helgi og óskaði eftir öllum gögnum sem varða samninga við meðferðarheimili barna frá árinu 1996 og samningslok þar sem það á við. 30.11.2010 06:00 Tryggingastofnun á Facebook Tryggingastofnun hefur opnað síðu á samskiptavefnum Facebook. Þar með bætist við leið til að koma upplýsingum um almannatryggingakerfið á framfæri, en auk þess koma þar fram tilkynningar um það sem hæst ber hjá stofnuninni hverju sinni. 30.11.2010 06:00 Stjórnvöld geirnegli áætlun Það er undir ríkisstjórninni komið hvort stofnað verður til nýs samstarfs á vinnumarkaði. Hún þarf að ganga þannig frá málum að ekki verði hægt að svíkja gefin loforð. 30.11.2010 06:00 Sjá næstu 50 fréttir
Hryllilegur morðvettvangur var leikmynd í hryllingsmynd Lögreglan í Pittsburgh í Bandaríkjunum var kölluð að hóteli í borginni en þar virtist hafa verið framið hrottalegt morð. Í einu herbergjanna voru blóðslettur upp um alla veggi og höfuðleður lá á gólfinu. Málið var stórt og lögreglustjóri borgarinnar mætti á vettvang og lýsti því fyrir blaðamönnum að um væri að ræða hræðilegustu aðkomu sem hann hefði séð á sínum langa ferli sem spannaði 35 ár. 30.11.2010 23:00
Frú Clinton vildi vita hvort forseti Argentínu væri á lyfjum Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hvatti starfsmenn sendiráðs Bandaríkjanna í Buenos Aires til þess að fiska eftir mjög persónulegum upplýsingum um forseta landsins, Cristina Fernandez de Kirchner. 30.11.2010 22:27
Lesbískar Barbídúkkur á umdeildu dagatali Framleiðendur Barbí eru æfir og ætla að lögsækja listamenn sem búið hafa til dagatal með nektarmyndum af Barbídúkkum í lesbískum ástarlotum. Argentínsku listamennirnir Breno Costa and Guilherme Souza segjast hafa unnið dagatalið í samvinnu við leikfangaframleiðandann Matcbox sem er í eigu framleiðenda Barbí, Matell. 30.11.2010 22:00
Sveppi með sex dvd-diska „Þetta er náttúrlega bara rugl,“ segir Sverrir Þór Sverrisson, grínisti með meiru. 30.11.2010 20:15
Bannað að hangsa Frá og með næstu áramótum verður bannað að sitja eða liggja á hinum fjölförnu og líflegu gangstéttum San Francisco, og yfirleitt að hangsa þar. 30.11.2010 21:15
Hrædd um að brjóstin verði gerð upptæk Þjóðverji einn hefur krafist þess að fyrrverandi kærasta hans endurgreiði honum tæpar 600 þúsund krónur en hann hafði borgað fyrir brjóstastækkun hennar áður en þau hættu saman. Kærastan, sem kölluð er Anastasia í þýska blaðinu Bild, segist logandi hrædd um að brjóstin, eða sílíkon púðarnir öllu heldur, verði gerð upptæk. 30.11.2010 20:15
Kýldi og kjálkabraut karlmann við Krílið Karlmaður á þrítugsaldri var í Héraðsdómi Vestfjarða dæmdur í sjö mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa slegið annan karlmann ítrekað hnefahöggum í andlitið með þeim afleiðingum að hann kjálkabrotnaði, tveir endajaxlar losnuðu og slímhúð í kjálka rofnaði, ásamt því að tilfinning í neðri vör skertist. 30.11.2010 09:44
Fangar með torfæruhjól á Kvíabryggju Við skoðun sem fangelsismálayfirvöld gerðu á Kvíabryggju í lok síðustu viku kom í ljós að mótorhjól, bifreiðar og fjórhjól í eigu fanga hafa verið geymd í fangelsinu um eitthvert skeið. Hafa fangarnir haft tækin til umráða. Starfsmenn Ríkisendurskoðunar fóru að Kvíabryggju í gær, þar sem bókhald fangelsisins sætir nú rannsókn vegna gruns um fjárdrátt forstöðumannsins. 30.11.2010 06:00
Framtíð Aldrei fór ég suður í óvissu Hugsanlegt er að ísfirska tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður hafi sungið sitt síðasta og verði ekki haldin um næstu páska. Ástæðan er þreyta sem er kominn í mannskapinn sem hefur staðið að undirbúningnum undanfarin ár. 30.11.2010 06:00
Telja Picasso verkin stolin Fjölskylda Pablos Picasso hefur höfðað mál á hendur rafvirkja sem skaut upp kollinum með 271 áður óséð verk eftir listamanninn. 30.11.2010 21:30
Matarkarfan hækkað um rúmar þúsund krónur á tveimur árum Innfluttar vörur hafa hækkað um allt að áttatíu prósent í matarkörfu Stöðvar tvö frá því skömmu eftir bankahrun. Verð á innfluttum matvælum virðist því ekki hafa verið að fylgja styrkingu krónunnar. 30.11.2010 18:55
Þessir voru kjörnir á stjórnlagaþing Niðurstöður stjórnlagaþingskosninganna voru kynntar í Laugardalshöll nú síðdegis. Það var Ástráður Haraldsson sem kynnti niðurstöðurnar. Listinn sem við birtum hér er ekki í samræmi við magn atkvæða sem fólk hlaut heldur er um stafrófsröð að ræða. 30.11.2010 16:02
Saksóknari segist ekki hafa rætt við forseta landsdóms Saksóknari Alþingis fékk frumvarp Alþingis um breytingar á lögum um landsdóm ekki til umsagnar og átti engin samskipti við forseta landsdóms vegna frumvarpsins. Þetta segir Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis. Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, sem til stendur að ákæra fyrir landsdómi hefur gagnrýnt aðkomu saksóknarans að samningu frumvarpsins. 30.11.2010 15:23
Allir hættir að tala um Parísarklúbbinn „Það hefur enginn minnst á Parísarklúbbinn í heilt ár,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra við upphaf þingfundar í dag. Þar svaraði hann gagnrýni þingmanna stjórnarandstöðunnar þess efnis að endurreisn efnahagslífsins og uppbygging atvinnu gengi hægt. Parísarklúbburinn er stofnun sem gjaldþrota þjóðir leita til vegna úrlausna sinna mála. 30.11.2010 15:09
67 milljónir í viðbót frá ríkinu vegna eldgosanna Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun 67 milljóna króna framlag til verkefna í kjölfar eldgossins í Eyjafjallajökli og á Fimmvörðuhálsi. 27 milljónir króna verða veittar til greiðslu kostnaðar við átaksverkefni á gossvæðinu þar sem einstaklingar voru ráðnir af atvinnuleysisskrá til ýmissa verkefna og 12 milljónum króna verður varið til að mæta kostnaði við viðgerðir á varnargörðum í Markarfljóti. 30.11.2010 14:53
Leiðrétting: Lögregla hvatti til kæru Vísir greindi frá því 27. október síðastliðinn að 22. ára gömul kona hefði verið lött til þess að kæra nauðgun af yfirmanni kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Björgvini Björgvinssyni. Konan lýsti reynslu sinni þar sem hún sagðist hafa orðið fyrir nauðgun í Vestmannaeyjum síðustu verslunarmannahelgi. Þegar hún hafi ætlað kæra árásina sagði hún í viðtali við Vísi að hún hefði fengið þau svör að það væri tímasóun að kæra málið í ljósi þess að hún sá aldrei gerandann. 30.11.2010 14:43
Fjölskylduhjálpin opnar í Reykjanesbæ Fjölskylduhjálp Íslands opnar nýja starfsstöð í Reykjanesbæ þann 9. desember. Er þetta þriðja starfsstöð Fjölskylduhjálparinnar sem fyrir starfar í Reykjavík og á Akureyri. 30.11.2010 14:36
Útgerðarfélag stefnir íslenska ríkinu Útgerðarfélagið Rammi hf. hefur stefnt íslenska ríkinu vegna þeirrar ákvörðunar Jóns Bjarnasonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að gefa ekki út úthafsrækjukvóta á yfirstandandi fiskveiði. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir helgi og fær flýtimeðferð. 30.11.2010 13:48
Enn sótt að Obama vegna uppruna hans Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur vísað frá enn einu málinu þar sem því var haldið fram að Barack Obama væri ekki bandarískur ríkisborgari. 30.11.2010 13:46
Stærstur hluti launþega með lausa samninga Kjarasamningar aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins sem undirritaðir voru 17. febrúar 2008 renna út í dag. 30.11.2010 13:31
Úrslit kosninganna kynnt síðar í dag Formaður landskjörstjórnar segir að vel hafi gengið að vinna úr úrslitum stjórnlagaþingskosninganna í morgun og hann reikni með að hægt verði að kynna úrslitin seinnipartinn í dag. 30.11.2010 13:25
Björninn unninn á Langjökli Bjargey Ólafsdóttir myndlistarmaður teiknaði fjögur þúsund fermetra stóran ísbjörn á Langjökul á föstudag. 30.11.2010 13:09
Nítján Íslandsmet í ár Sundmaðurinn frækni, Jón Margeir Sverrisson, hefur sett nítján Íslandsmet i ellefu sundgreinum á þessu ári. Jón Margeir er átján ára gamall og þroskaheftur en hann lætur ekki fötlun sína aftra sér frá því að taka þátt í íþróttum fremur en öðru. 30.11.2010 13:06
Rændi verslun í Kópavogi Rán var framið í verslun í Kópavogi á föstudagskvöld. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni voru málsatvik þau að átján ára piltur kom í verslunina, ógnaði starfsmanni hennar og krafði um peninga og hafði síðan eitthvað af þeim á brott með sér. Kauði komst hinsvegar ekki langt með ránsfenginn því hann var handtekinn skömmu seinna í húsi skammt frá vettvangi. 30.11.2010 12:33
Grannt fylgst með landrisi við Krýsuvík Jarðvísindamenn fylgjast nú grannt með skjálftahrinum og landrisi við Krýsuvík og hafa upplýst almannavarnir um þróun mála. Aukinn þrýsingur í jarðskorpunni þar undir er talinn geta stafað annaðhvort af kvikuinnstreymi eða breytingum í jarðhitakerfum. 30.11.2010 12:15
Reykjavíkurborg hækkar skatta Skattar verða hækkaðir á borgarbúa í nýrri fjárhagsáætlun sem meirihlutinn í Reykjavík leggur fyrir borgarstjórn í dag. Stefnt er að blandaðri leið hagræðingar og gjaldahækkana til að stoppa upp í 5 milljarða halla á borginni. 30.11.2010 12:04
Veruleg hækkun á bensínverði Veruleg hækkun á verði bensíns liggur í loftinu eftir að tonnið af bensíni fór yfir 800 dollara á heimsmarkaði í gær. Sérfræðingar búast við að hækkunin geti orðið að minnsta kosti fimm krónur á lítrann og reið Skeljungur á vaðið nú á tólfta tímanum. 30.11.2010 11:28
Norðmenn blása á Wikileaks Jónas Gahr Störe utanríkisráðherra Noregs segir að norskir diplomatar verði ekki múlbundnir á nokkurn hátt í kjölfar Wikileaks skjalanna. 30.11.2010 11:21
Árásin á Ólaf: Gæsluvarðhald framlengt Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir manninum sem réðst á Ólaf Þórðarson tónlistamann hefur verið framlengdur til 27. desember næstkomandi. 30.11.2010 11:05
Handrukkari hvað? Ítalski handverksmaðurinn Giuseppe Raeli var ekkert að kalla til handrukkara þegar menn tregðuðust við að greiða reikninga hans. Hann einfaldlega drap þá sem borguðu ekki. 30.11.2010 10:56
Tók lögreglumann hálstaki Liðlega tvítugur karlmaður hefur verið ákærður fyrir að hafa veist að lögreglumanni, sem var að færa mann í lögreglutök, og tekið hann hálstaki með þeim afleiðingum að lögreglumaðurinn marðist. Árásin átti sér stað fyrir framan skemmtistaðinn Glaumbar þann 17. október í fyrra. 30.11.2010 10:47
Hlín Einars: „Þetta var rosalegt sjokk“ „Þetta var ekki alveg leiðin sem ég ætlaði að nota til að kynna vefinn, en þeir sem vissu ekki hvað bleikt.is var í gær þeir vita það í dag," segir Hlín Einardóttir, ritstjóri vefritsins bleikt.is, sem fór úr axlarlið í hljóðveri Bylgjunnar í gær þar sem hún ætlaði að kynna vefinn í þættinum Í bítið. Fjallað var um atvikið á öllum helstu fréttamiðlum landsins og því óhætt að segja að óhapp Hlínar hafi orðið til þess að enn fleiri en ella heyrðu af vefnum hennar sem væntanlegur er í loftið innan tíðar. 30.11.2010 10:33
Ólafur kominn af gjörgæsludeild Ólafur Þórðarson, tónlistarmaður úr Ríó tríóinu, er kominn af gjörgæsludeild. Ólafur varð fyrir fólskulegri árás um miðjan nóvember og hefur legið á Landspítalanum síðan þá. Samkvæmt upplýsingum Vísis var Ólafur svo færður á heila- og taugadeild fyrir örfáum dögum og má merkja hægar en jákvæðar breytingar á líðan hans. 30.11.2010 10:25
Vill fund í allsherjarnefnd vegna kosninganna Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur óskað eftir fundi í allsherjarnefnd með landskjörstjórn og yfirlögfræðingi Alþingis vegna nýliðinna kosninga til stjórnlagaþings. Vigdis bendir á það í tölvubréfi til Róberts Marshall, formanns allsherjarnefndar, að fréttir hefðu borist af miklu magni ógildra og gallaðra atkvæðaseðla. Upphaflega stóð til að úrslit kosninganna yrðu kunngjörð í gær, en landskjörstjórn sendi frá sér yfirlýsingu síðdegis þar sem tilkynnt var að það myndi dragast vegna mikils fjölda vafaatkvæða. 30.11.2010 09:38
Fátækt í Danmörku: Biðraðir eftir mat aldrei verið lengri Það er ekki aðeins á Íslandi þar sem biðraðir eftir matargjöfum hafa verið að lengjast því í Danmörku hefur ástandið ekki verið verra á síðari tímum. Danska blaðið Politiken greinir frá þessu og segir að ásókn fólks í hjálp fyrir jólin hafi sjaldan eða aldrei verið meiri. 30.11.2010 08:22
Da Vinci fléttan: Hugði á húsakaup á Íslandi - parið enn í varðhaldi Hæstiréttur í New York ríki í Bandaríkjunum hefur hafnað beiðni Vickrams Bedi um að fá tryggingu sína lækkaða, en hann situr nú í gæsluvarðhaldi ásamt Helgu Ingvarsdóttur unnustu sinni. 30.11.2010 07:58
Wikileaks: Næsti leki afhjúpar bankakerfið Julian Assange, stofnandi Wikileaks, sem í gær birti 250 þúsund leyniskjöl úr bandarísku utanríkisþjónustunni, segir í samtali við Forbes tímaritið, að næsti leki muni afhjúpa spillingu bankakerfisins í heiminum. 30.11.2010 07:37
Kannabisræktun: Nafnlaus ábending kom lögreglu á sporið Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði í nótt kannabisræktun í heimahúsi og handtók sjö menn ef erlendum uppruna. 30.11.2010 07:09
Hélt bekkjarfélögum sínum í gíslingu Nemandi við menntaskóla í Wisconsins í Bandaríkjunum hélt 23 nemendum og kennara þeirra í gíslingu í nokkrar klukkustundir í gærkvöldi. Lögregla var kölluð að skólanum skömmu eftir að nemandinn sem var fimmtán ára gamall, dró upp tvær skammbyssur og hótaði að skjóta bekkjarfélaga sína. 30.11.2010 07:06
Brutust inn í Breiðholti og stálu sígarettum Brotist var inn í myndbandaleigu og söluturn í Breiðholti í nótt og þaðan stolið 17 kartonum af sígarettum. 30.11.2010 07:03
Síbrotamaður í varðhald Ungur maður, sem lögreglan á Selfossi handtók í Grímsnesi ásamt öðrum, snemma á föstudagsmorgun, hefur verið úrskurðaður í svonefnda síbrotagæslu, eða gæsluvarðhald til 22. desember. 30.11.2010 06:59
Wikileaks skjölin: Kínverjar orðnir þreyttir á N-Kóreumönnum Kínverjar virðast færast æ meira á þá skoðun að sameina eigi ríkin á Kóreuskaganum á ný. 30.11.2010 06:58
Meðferðarheimili skoðuð allt aftur til ársins 1996 Ríkisendurskoðun hefur hafið athugun á samningum við meðferðarheimili og starfslokum þeirra. Stofnunin sendi bréf á Barnaverndarstofu, félagsmálaráðuneytið og fjármálaráðuneytið fyrir helgi og óskaði eftir öllum gögnum sem varða samninga við meðferðarheimili barna frá árinu 1996 og samningslok þar sem það á við. 30.11.2010 06:00
Tryggingastofnun á Facebook Tryggingastofnun hefur opnað síðu á samskiptavefnum Facebook. Þar með bætist við leið til að koma upplýsingum um almannatryggingakerfið á framfæri, en auk þess koma þar fram tilkynningar um það sem hæst ber hjá stofnuninni hverju sinni. 30.11.2010 06:00
Stjórnvöld geirnegli áætlun Það er undir ríkisstjórninni komið hvort stofnað verður til nýs samstarfs á vinnumarkaði. Hún þarf að ganga þannig frá málum að ekki verði hægt að svíkja gefin loforð. 30.11.2010 06:00