Fleiri fréttir

Meiri peningar settir í stjórnlagaþing en vegagerð

Kostnaður við stjórnlagaþing stefnir í að verða talsvert meiri en sem nemur allri nýrri vegagerð sem boðin hefur verið út í landinu frá því ákveðið var að efna til stjórnlagaþings.

Mannleg mistök orsökuðu lestarslysið

Að minnsta kosti tíu létust og tugir særðust þegar flutningalest og farþegalest skullu saman við þorpið Hordorf, skammt frá Magdeburg í Þýskalandi í gærkvöld.

Skiptust á skoðunum

Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, fundaði í dag með stjórnlagaþingsfulltrúum um þá stöðu sem upp er kominn eftir að Hæstiréttur ógilti kosningar til stjórnlagaþings.

„Ég er enn að bíða“

„Ég vildi fá svör strax því mér finnst standa upp á stjórnvöld að koma með einhverja lausn. Þau hafa ekki svarað okkur en ætla nú fyrst á sunnudegi að fá að tala við okkur,“ segir Inga Lind Karlsdóttir, stjórnlagaþingsfulltrúi.

Afbrotafræðingur ósáttur við „glamúrvæðingu“ ofbeldis

Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við HÍ, segir það fyllilega eðlilegt að ofbeldisumræða komi upp með jöfnu millibili, sérstaklega eftir mjög alvarleg tilfelli líkt og hafa sést að undanförnu. Það beri því vitni að almenningur á Íslandi sættir sig ekki við að ofbeldi sé beitt, og vilji sjá breytingar þar á. Hann gagnrýnir það sem hann kallar „glamúrvæðingu“ ofbeldis.

Öxnadalsheiði opnuð

Öxnadalsheiði hefur verið opnuð. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri virðist veður nú vera að ganga niður.

Öxnadalsheiði lokað: Ekkert ferðaveður

Öxnadalsheiði hefur verið lokað en ekkert ferðaveður er á heiðinni, að sögn lögreglunnar á Akureyri. Vindhraði hefur farið upp í 26 m/s og eru ökumenn farnir að lenda í vandræðum. Mokstri hefur verið hætt vegna veðurs og þá hefur björgunarsveitin Súlur verið kölluð til að aðstoða ökumenn á Öxnadalsheiði.

Margrét Tryggvadóttir: Brennum húsið og byggjum nýtt

„Mér finnst mjög mikilvægt að við leyfum okkur að byrja með hreint borð. Þetta hrun var eins og þegar þú færð veggjatítlur í húsið þitt þá reynir þú ekki að endurbyggja það úr sömu spýtunum. Þú bara brennir húsið og byggir nýtt. Við þurfum að gera það því þetta er allt orðið svo úrkynjað,“ segir Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Hreyfingarinnar. Þessu er Einar K. Guðfinnson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ósammála. „Ég get ekki tekið undir með Margréti að við þurfum að byrja á því að rífa allt niður til að byggja upp. Mér finnst í grunninn okkar íslenska samfélag gott.“

Hermenn taka þátt í mótmælunum

Fjölmennt lið hermanna er nú á götum Kaíró, höfuðborgar Egyptalands, en hermennirnir halda sér alfarið til hlés og láta mótmælendur óáreitta. Það sama má segja um lögreglumenn. Þá berast fréttir um að fjölmargir her- og lögreglumenn hafi slegist í lið með mótmælendum.

Öryggi sjúklinga ávallt mikilvægasta verkefnið

Árið 2010 létust jafnmargir á Landspítala og árið 2007 eða 497. Enginn marktækur munur er á meðaltali undanfarinna fjögurra ára hvað þetta varðar, að sögn Björns Zoëga, forstjóri Landspítala.

Vilja aðskilnað í Súdan

99,57% Suður-súdönsku þjóðarinnar kusu að aðskilja þjóðina frá Norður-Súdan. Þetta kemur fram í lokatölum frá kjörstjórn landsins sem kynntar voru í morgun.

Óskynsamlegt að hræra í innyflum annarra

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður VG, segir óskynsamlegt að formenn flokka séu að blanda sér í innri flokksmál hvor hjá öðrum. Ekki eigi að „hræra í innyflum hvers annars.“

Bæjarstjórinn gefur lítið fyrir gagnrýni á Landeyjahöfn

„Þeir sem mest gagnrýna ættu kannski að láta það eftir sér að lesa sér aðeins til og skoða hvernig staðan er í raun og veru," segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, um Landeyjahöfn en frá því að hún var tekin í notkun á síðasta ári hefur oft ekki verið hægt að sigla til og frá höfninni.

Stjórnlagaþingfulltrúar funda með ráðherra

Stjórnlagaþingsfulltrúarnir 25 funda með Ögmundi Jónassyni, innanríkisráðherra, í dag. Þar munu fulltrúarnir ræða við ráðherrann um þá stöðu sem upp er komin í kjölfar ákvörðunar Hæstaréttar um að ógilda kosningu þeirra.

Íslenskur kjötiðnaðarnemi Danmerkurmeistari

Íslendingurinn Dagný Björk Örlygsdóttir sigraði árlega keppni verk- og iðnnema í kjötiðn í Danmörku. Keppninni lauk í gærkvöld en hún var haldin í Óðinsvéum á Fjóni. Alls voru tíu kjötiðnaðarnemar sem kepptu í úrslitum.

Þjóðarleiðtogar þrýsta á Mubarak

Tala látinna í Egyptalandi er komin á annað hundrað síðan að mótmælin hófust á þriðjudaginn samkvæmt Reuters fréttaveitunni. Þúsundir eru særðir. Stjórnvöld halda nú, sjötta daginn í röð, áfram að berjast við mótmælendur, 17 voru skotnir af lögreglu þegar þeir reyndu að ráðast á tvær lögreglustöðvar í borginni Beni Suef sunnan Kairó.

Líkamsárás fyrir utan skemmtistað kærð

Eitt líkamsárásarmál kom upp í miðborg Reykjavíkavíkur í nótt þegar tveimur mönnum lenti saman fyrir utan skemmtistaðinn Prikið. Annar mannanna var fluttur á slysadeild til aðhlynningar en áverkar hans voru ekki alvarlegir, samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá lögreglu. Árásin hefur verið kærð.

Ók á ofsahraða innanbæjar

Ungur karlmaður var stöðvaður á ofsahraða á Selfossi rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi. Ökumaðurinn, sem samkvæmt lögreglu er tiltölulega nýkominn með bílpróf, ók á 114 km. hraða í götu þar sem hámarkshraði er 50 km. á klst. Hann verður sviptur ökuréttindum og gert að greiða háa sekt, að sögn lögreglu.

Fyrrverandi ráðherra býr til mynd um klám

Fyrrverandi ráðherra í ríkisstjórn Gordon Browns hyggst framleiða heimildarmynd um klámiðnaðinn og mun BBC sýna myndina. Ráðherrann sagði af sér embætti fyrir tveimur árum eftir að greint var frá því að eiginmaður hans hefði leigt klámmyndir á kostnað almennings.

Lag Sigurjóns komst áfram

Lag Sigurjóns Brink, Aftur heim, komst í kvöld í úrslitaþáttinn í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Það gerðu einnig lögin Ég trúi á betra líf eftir Hallgrím Óskarsson og Ég lofa eftir þá Vigni Snæ Vigfússon og Jógvan Hansen.

Mubarak komi til móts við kröfur almennings

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, hefur verulegar áhyggjur af ástandinu í Egyptalandi, en tugir eru látnir eftir mótmæli síðustu daga. Cameron ræddi við Hosni Mubarak, forseta Egyptalands, í dag. Hann segist hafa lagt áherslu á egypsk stjórnvöld komi til móts við kröfur almennings um lýðræðisumbætur. Cameron hvatti forsetann jafnframt til hafna ofbeldi og virða rétt Egypta til að tjá skoðanir sínar.

Vilja semja stjórnarskrá

Stjórnlagaþingsfulltrúar vilja að Alþingi veiti sér heimild til að koma saman og leggja drög að nýrri stjórnarskrá sem kosið yrði um í þjóðaratkvæðagreiðslu áður en Alþingi fjallaði um málið. Þetta kom fram á fundi stjórnlagaþingsfulltrúa í morgun.

Alþingi einfaldi ferlið

Héraðsdómslögmaður segir vinnslu umsókna til greiðsluaðlögunar vera of flókna. Hann vill að Alþingi einfaldi ferlið svo hægt sé að stytta biðlista hjá umboðsmanni skuldara.

Perlan verður seld

Orkuveita Reykjavíkur hyggst selja eignir á borð við Perluna, Elliðárvatnshúsin og jörð við Úlfljótsvatn í næsta mánuði. Ýmsar eignir sem til stendur að selja eru metnar á mörg hundruð milljónir. Stjórn Orkuveitunnar tekur ákvörðun um söluna á mánudag.

Einn með allar tölurnar réttar

Einn heppinn lottóspilari var með allar tölur réttar í lottóinu í kvöld og er hann rúmum 5 milljónum ríkari fyrir vikið. Vinningurinn kom á miða með tölunum 5, 11, 13, 19 og 31. Vinningshafinn var með tölurnar í áskrift.

Fyrrverandi ráðherra falið að mynda nýja stjórn

Byltingarástand er í Egyptalandi og tugir hafa látið lífið í átökunum. Ahmed Shafiq, fyrrverandi flugmálaráðherra, hefur verið falið að mynda nýja ríkisstjórn, en forseti landsins rak ríkisstjórnina í gær. Þá hefur ffirmaður leyniþjónustunnar, Omar Suleiman, verið skipaður varaforseti og er það í fyrsta skipti í 30 ár sem Mubarak skipar varaforseta.

Forsætisráðherra haldi ró sinni

Samtök atvinnulífsins telja brýnt að Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, haldi ró sinni. Hún hafi ráðist með fordæmalausum hætti á samtökin og eitt aðildarfélag þess, Landssamband íslenskra útvegsmanna, á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar í dag. LÍÚ gagnrýnir rangfærslur í máli Jóhönnu.

Stjórnlagaþingmenn funduðu í dag: Útilokum ekki neitt fyrirfram

„Við áttum fyrst fund með undirbúningsnefndinni til þess að hún gæti fengið viðbrögð okkar við þessu ástandi," segir Ómar Ragnarsson sem var einn þeirra sem náði kjöri í stjórnlagaþingskosningunum í haust. 22 af 25 fulltrúum áttu fund í dag þar sem farið var yfir stöðuna sem upp er komin eftir að Hæstiréttur ógilti kosninguna.

Steinunn Valdís ráðin verkefnisstjóri hjá Samfylkingunni

Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fyrrverandi borgarstjóri og þingmaður Samfylkingarinnar, hefur verið ráðin sem verkefnisstjóri hjá Samfylkingunni. Um að ræða tímabundið hlutastarf og er Steinunni ætlað að halda utan um vinnu málefnanefnda Samfylkingarinnar og skipuleggja vinnu þeirra framundan.

„Mjög mikilvægt skref í baráttunni“

„Ég er fullviss um að það sé til mikil vísindaleg þekking sem er vannýtt. Þetta er því mjög mikilvægt skref í baráttunni," segir Auður Guðjónsdóttir, formaður Mænuskaðastofnunar Íslands, um samþykkt velferðarnefndar Norðurlandaráðs, en nefndin samþykkti í vikunni tillögu Íslandsdeildar Norðurlandaráðs um samhæfðar upplýsingar á Norðurlöndum um mænuskaða.

Góð stemmning á Japanshátíð

Góð stemmning er á Japanshátíð sem fer fram á Háskólatorgi í dag. Fjölmargir hafa lagt leið sína á hátíðina en þar er gestum boðið að kynna sér japanskt líf og menningu í fjölbreyttum kynningum og fyrirlestrum.

Herinn hótar ofbeldi

Egypski herinn varar mótmælendur við að vera á ferli í stærstu borgum landsins í dag og þeir sem brjóti útigöngubannið sem sett var á í gær séu í hættu. Undanfarna fimm daga hafa tugþúsundir mótmælt í helstu borgum Egyptalands, en mótmælendur krefjast þess að Hosni Mubarak láti án tafar af völdum sem forseti landsins. Forsetinn rak ríkisstjórn sína í gærkvöldi en hefur sjálfur ekki í hyggju að láta af embætti.

Órólega deildin leikur sér að eldinum

Þeir stjórnarliðar sem líta á stjórnarsáttmálann sem plagg sem ekki þurfi að taka mark á eru að leika sér að eldinum, að mati Jóhannu Sigurðardóttur, forsætisráðherra. Hún segir óróleika innan VG hafa skaðað ríkisstjórnarsamstarfið og dregið úr trúverðugleika ríkisstjórnarinnar.

Afsögn forsætisráðherra væri eðlileg

Fyrrverandi forsætisráðherra segir viðbrögð ráðherra við ákvörðun Hæstaréttar að ógilda stjórnagalþingskosningarnnar meiri áfall en sjálf ógildingin. Afsögn forsætisráðherra væri ekki óeðlileg í þessu samhengi.

Kannabisræktun olli vatnsleka í fjölbýlishúsi

Lögreglumenn lögðu hald á kannabisplöntur á lokastigi ræktunar í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði í morgun. Upp komst um málið þegar vatn fór að leka á stigagangi hússins. Líkt og fram kom á Vísi í morgun var í fyrstu talið að skemmdarvargar hefðu dregið brunaslöngu fram og skrúfað frá vatni. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu telur nú ljóst að vökvakerfi hafi gefið sig með fyrrnefndum afleiðingum.

Átak í dönskum fátækrahverfum

Danska lögreglan mun á næstunni stórauka viðveru sína í fátækrahverfum landsins. Takmarkið er að vinna bug á glæpavandamálum sem hafa verið landlæg í þeim 26 hverfum sem hafa verið skilgreind á þennan hátt.

Heiðra minningu Sjonna: Hann batt okkur alla saman

„Sjonni var mjög spenntur fyrir því að taka þátt, hann hafði lagt mikla vinnu í lagið sitt ásamt Vigni Snæ. Hann hlakkaði mikið til að keppa með það,“ segir Hreimur Örn Heimisson tónlistarmaður.

Rítalín of mikið notað

Notkun Íslendinga á rítalíni er að verða sú mesta í heiminum, Alþjóðafíkniefnaráð hefur varað við mikilli notkun hér á landi. Dæmi eru um að foreldrar selji lyf barna sinna á svörtum markaði.

Þingmenn sameinist um stjórnlagaþing

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir eðlilegt að stjórnarþingmenn og þingmenn úr röðum stjórnarandstöðu sameinist um nýtt frumvarp til laga um stórnlagaþing eftir ákvörðun Hæstaréttar um ógildingu kosninganna.

Landsbyggðin fái fleiri fulltrúa

Stjórnlagaþingsfulltrúi telur að efna eigi til nýrra stjórnlagaþingskosninga. Þá eigi kosningin að vera að hluta landshlutabundin til að tryggja að landsbyggðin fái fleiri fulltrúa á þingið.

Sjá næstu 50 fréttir