Erlent

Mubarak komi til móts við kröfur almennings

David Cameron.
David Cameron. Mynd/AP
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, hefur verulegar áhyggjur af ástandinu í Egyptalandi, en tugir eru látnir eftir mótmæli síðustu daga. Cameron ræddi við Hosni Mubarak, forseta Egyptalands, í dag. Hann segist hafa lagt áherslu á egypsk stjórnvöld komi til móts við kröfur almennings um lýðræðisumbætur. Cameron hvatti forsetann jafnframt til hafna ofbeldi og virða rétt Egypta til að tjá skoðanir sínar.

Ekkert lát er á mótmælum í stærstum borgum Egyptalands þrátt fyrir útgöngubann og hótanir hersins. Mubarak fól Ahmed Shafiq, fyrrverandi flugmálaráðherra, í dag að mynda nýja ríkisstjórn og þá skipaði hann Omar Suleiman, yfirmann leyniþjónustunnar, sem varaforseta. Það hefur ekki róað almenning sem mótmælir enn.




Tengdar fréttir

Mubarak kynnir nýja ríkisstjórn

Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, skipar nýja ríkisstjórn í dag. Hann hyggst þó sjálfur sitja sem fastast. Þúsundir Egypta taka nú þátt í mótmælum víðsvegar um landið þrátt fyrir útgöngubann. Víða loga eldar og þá hafa skothvellir heyrst í höfuðborginni, Kairó.

Eldar loga í Kaíró

Þrátt fyrir útgöngubann í stærstu borgum Egyptalands mótmæla þúsundir manna á götum úti. Í höfuðborginni, Kaíró, loga eldar víðar. Kveikt hefur verið í byggingum, bílum og hjólbörðum. Mótmælendur krefjast afsagnar Hosni Mubaraks, forseta landsins, en hann hefur verið einráður í Egyptalandi í yfir 30 ár.

Fyrrverandi ráðherra falið að mynda nýja stjórn

Byltingarástand er í Egyptalandi og tugir hafa látið lífið í átökunum. Ahmed Shafiq, fyrrverandi flugmálaráðherra, hefur verið falið að mynda nýja ríkisstjórn, en forseti landsins rak ríkisstjórnina í gær. Þá hefur ffirmaður leyniþjónustunnar, Omar Suleiman, verið skipaður varaforseti og er það í fyrsta skipti í 30 ár sem Mubarak skipar varaforseta.

Mubarak virði rétt Egypta til að mótmæla

Barack Obama, Bandaríkjaforseti, hvetur stjórnvöld í Egyptalandi til að hafna ofbeldi og virða rétt almennings til að mótmæla og tjá skoðanir sínar, þetta kom fram í sjónvarpsávarpi hans í gærkvöld. Hann lagði áherslu á að Egyptar héldu grundvallar mannréttindum sem Bandaríkin myndu berjast fyrir hvar sem er í heiminum. Með þessu vildi Obama hvetja stjórnvöld til að opna fyrir internet, samskiptasíður og símalínur sem lokað var eftir að átökin brutust út.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×