Erlent

Hermenn taka þátt í mótmælunum

Mynd/AP
Fjölmennt lið hermanna er nú á götum Kaíró, höfuðborgar Egyptalands, en hermennirnir halda sér alfarið til hlés og láta mótmælendur óáreitta. Það sama má segja um lögreglumenn. Þá berast fréttir um að fjölmargir her- og lögreglumenn hafi slegist í lið með mótmælendum.

Þúsundir Egypta mótmæla nú á götum úti í stærstu borga landsins og sem fyrr krefjast þeir að Hosni Mubarak láti af völdum sem forseti. Mótmælin hafa staðið í sex daga og virðist ekki vera neitt lát á þeim.

Tala látinna eftir átökin undanfarna daga er komin á annað hundrað. Fangar hafa verið frelsaðir og þá er mikið rán og gripdeildir. Brotist hefur verið inn í fjölda verslana sem og þjóðminjasafnið í Kaíró.

Átökin eru nú þegar farin að hafa víðtæk áhrif um allan heim. Olíuverð hækkaði um rúm 4% á mörkuðum fyrir helgi vegna ótta um að átökin breiðist út á svæðinu og hafi áhrif á olíuframboð í heiminum. Þá er óttast að Súez-skurðurinn, lífæð flutninga á hrávörum frá Miðausturlöndum muni lokast, en vopnaðar sveitir gæta hans nú. Talið er að ef átökin halda áfram að olíuverð geti risið í yfir 100 dollara tunnan en hún er í um 89 dollurum nú.


Tengdar fréttir

Mubarak komi til móts við kröfur almennings

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, hefur verulegar áhyggjur af ástandinu í Egyptalandi, en tugir eru látnir eftir mótmæli síðustu daga. Cameron ræddi við Hosni Mubarak, forseta Egyptalands, í dag. Hann segist hafa lagt áherslu á egypsk stjórnvöld komi til móts við kröfur almennings um lýðræðisumbætur. Cameron hvatti forsetann jafnframt til hafna ofbeldi og virða rétt Egypta til að tjá skoðanir sínar.

Útgöngubann sett á Egyptalandi

Útgöngubann hefur verið sett í egypsku borgunum Kaíró, Alexandríu og Súez en tugir þúsunda mótmælenda hafa verið á götum landsins undanfarna daga til þess að mótmæla stjórn Mubaraks forseta.

Mubarak kynnir nýja ríkisstjórn

Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, skipar nýja ríkisstjórn í dag. Hann hyggst þó sjálfur sitja sem fastast. Þúsundir Egypta taka nú þátt í mótmælum víðsvegar um landið þrátt fyrir útgöngubann. Víða loga eldar og þá hafa skothvellir heyrst í höfuðborginni, Kairó.

Eldar loga í Kaíró

Þrátt fyrir útgöngubann í stærstu borgum Egyptalands mótmæla þúsundir manna á götum úti. Í höfuðborginni, Kaíró, loga eldar víðar. Kveikt hefur verið í byggingum, bílum og hjólbörðum. Mótmælendur krefjast afsagnar Hosni Mubaraks, forseta landsins, en hann hefur verið einráður í Egyptalandi í yfir 30 ár.

Fyrrverandi ráðherra falið að mynda nýja stjórn

Byltingarástand er í Egyptalandi og tugir hafa látið lífið í átökunum. Ahmed Shafiq, fyrrverandi flugmálaráðherra, hefur verið falið að mynda nýja ríkisstjórn, en forseti landsins rak ríkisstjórnina í gær. Þá hefur ffirmaður leyniþjónustunnar, Omar Suleiman, verið skipaður varaforseti og er það í fyrsta skipti í 30 ár sem Mubarak skipar varaforseta.

Þjóðarleiðtogar þrýsta á Mubarak

Tala látinna í Egyptalandi er komin á annað hundrað síðan að mótmælin hófust á þriðjudaginn samkvæmt Reuters fréttaveitunni. Þúsundir eru særðir. Stjórnvöld halda nú, sjötta daginn í röð, áfram að berjast við mótmælendur, 17 voru skotnir af lögreglu þegar þeir reyndu að ráðast á tvær lögreglustöðvar í borginni Beni Suef sunnan Kairó.

Mubarak virði rétt Egypta til að mótmæla

Barack Obama, Bandaríkjaforseti, hvetur stjórnvöld í Egyptalandi til að hafna ofbeldi og virða rétt almennings til að mótmæla og tjá skoðanir sínar, þetta kom fram í sjónvarpsávarpi hans í gærkvöld. Hann lagði áherslu á að Egyptar héldu grundvallar mannréttindum sem Bandaríkin myndu berjast fyrir hvar sem er í heiminum. Með þessu vildi Obama hvetja stjórnvöld til að opna fyrir internet, samskiptasíður og símalínur sem lokað var eftir að átökin brutust út.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×