Fleiri fréttir

Yfirmenn reknir frá Sjálfsbjörg

Framkvæmdastjóra og skrifstofustjóra Sjálfsbjargar hefur verið sagt upp störfum. Ekki var farið fram á vinnuskyldu út uppsagnarfrestinn.

Jussanam: Vonbrigði

„Ég bjóst við bréfi í dag þannig að ég varð fyrir vonbrigðum. Ég held í vonina að bréfið hafi farið í póst í dag, en ef á að segja alveg eins og er þá held ég að málið sé enn í vinnslu,“ sagði Jussanam da Silva, brasilíska söngkonan sem bjóst við að fá í dag svar við umsókn um dvalarleyfi á Íslandi eins og fram kom í viðtali í Fréttablaðinu í gær.

Samfylkingarfólk fundar

Flokksstjórn Samfylkingarinnar kemur saman í Reykjavík í dag. Fundurinn hefst klukkan 13 með ræðu formanns flokksins, Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra en á þriðjudaginn verða tvö ár frá því að hún tók við embætti forsætisráðherra fyrst kvenna.

Eldar loga í Kaíró

Þrátt fyrir útgöngubann í stærstu borgum Egyptalands mótmæla þúsundir manna á götum úti. Í höfuðborginni, Kaíró, loga eldar víðar. Kveikt hefur verið í byggingum, bílum og hjólbörðum. Mótmælendur krefjast afsagnar Hosni Mubaraks, forseta landsins, en hann hefur verið einráður í Egyptalandi í yfir 30 ár.

Börnin njóta vafans hálfan skóladaginn

Sorpbrennsla á Kirkjubæjarklaustri fer enn fram á skólatíma en hefur verið seinkað um fjóra klukkutíma. Sveitarstjóri segir það á misskilningi byggt að alfarið yrði hætt að brenna sorp yfir skóladaginn. Fréttablaðið greindi frá því 14. janúar að sorpbrennslan á staðnum, íþróttahúsið, sundlaugin, og grunnskólinn stæðu vegg í vegg.

Vatnsleki í fjölbýlishúsi

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út skömmu eftir klukkan sjö í morgun að fjölbýlishúsi í Hafnarfirði vegna vatnsleika, en kalt vatn hafði þá flætt um stigagang í húsinu. Ekki er vitað um skemmdir en slökkviliðsmenn eru enn á staðnum. Að sögn varðstjóra lítur út fyrir að skemmdarvargar hafi skrúfað frá brunaslöngu.

Frumvarp Árna og Sigmundar mjög óvenjulegt

„Þetta er mjög óvenjulegt,“ segir Róbert Marshall, formaður allsherjarnefndar Alþingis, um frumvarp sem sjálfstæðismaðurinn Árni Johnsen og Samfylkingar­maðurinn Sigmundur Ernir Rúnarsson hafa lagt fram um að veita rússneska rithöfundinum Madinu Salamovu íslenskan ríkisborgararétt.

Heilsudrykkir valda eyðingu glerungs

Ein af aðalástæðum fyrir eyðingu glerungs í tönnum Íslendinga er neysla súrra drykkja. Það eru drykkir með sýrustigi undir pH 5,5. Hólmfríður Guðmundsdóttir, tannlæknir hjá Lýðheilsustöð, og Alís G. Heiðar, nemi við Tannlæknadeild Háskóla Íslands, hafa rannsakað innihald ýmissa drykkja sem eru á markaðnum hér á landi og þá sérstaklega bragðbættra vatnsdrykkja sem innihalda sítrónusýru, sem og kóladrykkja.

Þúsund börn heimsótt 365 miðla

Meira en eitt þúsund tólf ára börn hafa heimsótt 365 miðla með bekknum sínum síðan í október. Í gegnum tíðina hefur fjöldi beiðna borist einstökum fjölmiðlum innan 365 miðla um heimsóknir skólabarna.

Lesbíum meinað að gifta sig

Stjórnarskrárréttur í Frakklandi úrskurðaði í dag að lesbískt par mætti ekki gifta sig. Parið á fjögur börn en rétturinn úrskurðaði að það væri í höndum stjórnmálamanna að breyta lögum.

Adam Sandler fær stjörnu

Hollywoodleikarinn Adam Sandler mun fá sína eigin stjörnu á svokallaðri Hollywood Walk of Fame á þriðjudaginn. Tíu dögum síðar verður nýjasta kvikmynd hans Just Go With It frumsýnd.

Knattspyrnustjarna tók upp kynlífsmyndband

Knattspyrnustjarna sem leikur í efstu deild á Englandi tók upp kynlífsmyndband með liðsfélaga sínum í landsliðinu og tveimur stelpum á hótelherbergi á dögunum.

Sprengdi sig í loft upp í stórverslun

Að minnsta kosti átta fórust þegar maður sprengdi sig í loft upp í vinsælli stórverslun í höfuðborg Afganistan, Kabúl, í dag. Konur og börn eru á meðal hinna látnu.

Niðurdrepandi að lifa á ölmusu

Síðustu mánuðir hafa verið erfiðir fyrir Jussanam Da Silva. Í marga mánuði hefur hún beðið eftir því að fá svar um atvinnu- og dvalarleyfi á Íslandi og hefur því þurft að framfleyta sér með aðstoð velgjörðarmanna. Hún sagði Sigríði Björgu Tómasdóttur frá lífinu á Íslandi, draumavinnunni á frístundaheimilinu Hlíðaskjóli og tónlistaráhuganum.

Hreyfingin skorar á ríkisstjórnina

Hreyfing skorar á Jóhönnu Sigurðardóttur og ríkisstjórnina að krefjast þess að stjórnvöld í Egyptalandi hlusti á kröfur almennings auk þess að fordæma harðlega ritskoðun, glæpsamlegt harðræði og frelsisskreðingu Hosni Mubaraks. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum.

Halldór og Eiki stofna snjóbrettafyrirtæki

Halldór Helgason keppir á X Games í annað sinn um helgina. Snjóbrettaíþróttin er hans aðalstarf en hann og Eiríkur bróðir hans hafa stofnað fyrirtækið Lobster og hanna snjóbretti undir því nafni.

Hélt eiginkonunni fanginni í 16 ár

Joao Batista Groppo hefur verið handtekinn fyrir að halda eiginkonu sinni fanginni í kjallaranum á heimili þeirra í sextán ár. Á meðan bjó hann með annarri konu á efri hæðinni.

„Björgunarliðið stóð sig frábærlega“

„Auðvitað er ég ánægður því nóttin var ekki sérlega þægileg," segir fimmtugur Þjóðverji sem björgunarsveitir leituðu að á Eyjafjallajökli í alla nótt og fundu undir morgun, hann segir að björgunarlið hafa sýnt mikla fagmennsku í aðgerðum sínum. Hann óttaðist aldrei um líf sitt og stefnir á að fara upp á Vatnajökul við fyrsta tækifæri.

Kísilver í Helguvík frestast

Fulltrúar frá bandarísku fyrirtæki, sem vill reisa kísilver í Helguvík, héldu heim í dag án þess að samningar kláruðust en búist hafði verið við undirskrift í þessari viku. Vonir eru bundnar við að málið komist í höfn í febrúar.

Sérstakur saksóknari fær gögnin frá Lúxemborg

Hæstiréttur Lúxemborgar hefur úrskurðað að lögregluyfirvöld afhendi sérstökum saksóknara á Íslandi öll gögn úr Banque Havilland bankanum í Lúxemborg. Gögnin eru talin hafa verulega þýðingu fyrir rannsókn á Kaupþingi.

Ekki tilefni til afsagnar

„Það er mín persónulega skoðun að ekki hafi verið tilefni til afsagnar, hvorki af hálfu landskjörstjórnar né af hálfu annarra aðila sem önnuðust framkvæmd þessarar kosningar," segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra. Hann segir þó að um sé að ræða sjálfstæða stjórn sem taki eigin ákvarðanir á eigin forsendum. „Fyrst þetta er þeirra mat þá bera að virða það,“ segir Ögmundur.

Ungmenni játuðu innbrot í Reykjavík

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur upplýst tvö innbrot sem voru framin í Reykjavík í nótt. Við sögu komu fjögur ungmenni á aldrinum 17 til 19 ára og voru tvö þeirra vistuð í fangageymslu fram eftir degi. Hinum stolnu munum hefur verið komið aftur í réttar hendur, segir í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Útgöngubann sett á Egyptalandi

Útgöngubann hefur verið sett í egypsku borgunum Kaíró, Alexandríu og Súez en tugir þúsunda mótmælenda hafa verið á götum landsins undanfarna daga til þess að mótmæla stjórn Mubaraks forseta.

Gillz er opinn fyrir nýrri þáttaröð

„Það rigndi inn sms-um í gær og það er alltaf jákvætt. Ef þú ert að byrja með nýjan þátt og færð engin sms að þá er það ekki jákvætt," segir Egill „Gillzenegger" Einarsson um nýja þáttinn sinn sem fór í loftið á Stöð 2 í gær. Þátturinn heitir Mannasiðir Gillz og byggir á bók sem Egill skrifaði.

Hafnarfjarðarbær segir upp 20 manns

Stöðugildum hjá Hafnarfjarðarbæ hefur verið fækkað um 20 og breytingar hafa verið gerðar á starfshlutföllum á nokkru stöðum. Breytingarnar taka gildi um mánaðarmótin. Þetta er liður í hagræðingaraðgerðum hjá Hafnarfjarðarbæ en sparnaður vegna fyrirhugaðra breytinga er áætlaður um 90 til 100 milljónir króna. Hlutaðeigandi starfsmönnum var kynnt um aðgerðirnar í morgun.

Myndir frá björgunaraðgerðum á Eyjafjallajökli

Freyr Ingi Björnsson liðsmaður björgunarsveitarinnar Ársæls tók meðfylgjandi myndir frá björgunaraðgerðum á Eyjafjallajökli í nótt. Leitað var að þýskum göngumanni sem hafði orðið viðskila við félaga sína. Maðurinn fannst í morgun heill á húfi en aðstæður á jöklinum voru slæmar miðað við árstíma því jökullinn er krossprunginn eftir eldgosið í fyrra.

Borgin opnar ábendingagátt

Á bilinu 5-600 manns hafa nú með beinum hætti komið að samráði um tækifæri til samrekstrar og/eða sameiningar leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila í borginni.

Enn engin viðbrögð frá landskjörstjórn

Ástráður Haraldsson, formaður landskjörstjórnar, vildi ekkert tjá sig um málefni landskjörstjórnar eða kosningarnar til stjórnlagaþingsins þegar Vísir náði tali af honum í dag. „Ég ætla ekkert að tjá mig um það núna,“ segir hann.

Dæmdur fyrir vopnað rán í Sunnubúð

Átján ára karlmaður hefur verið dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir vopnað rán. Drengurinn játaði að hafa farið inn í verslunina Sunnubúð vopnaður hnífi, ógnað starfsmanni og skipað honum að afhenda sér peninga úr sjóðsvél. Drengurinn hafði á brott með sér 33 þúsund krónur. Dómur féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun en ránið átti sér stað í febrúarbyrjun 2010.

Forsetinn um Icesave: „Þetta er auðvitað miklu betri samningur“

Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands segir að nýja Icesave samkomulagið sé miklu betra en það gamla. Þetta kemur fram í viðtali við Bloomberg fréttaveituna í dag en Ólafur er nú staddur í Davos í Sviss á árlegri ráðstefnu World Economic Forum. Hann segir að Bretar og Hollendingar hafi nú fallist á málflutning Íslendinga þess efnis að fyrri samningurinn hafi verið ósanngjarn í grundvallaratriðum. „Þetta er auðvitað mikið betri samningur," segir Ólafur Ragnar.

Orkuveitan verður ekki einkavædd

Orkuveita Reykjavíkur verður ekki einkavædd á vakt sitjandi borgarstjórnarmeirihluta. Þetta segir Björn Blöndal, aðstoðarmaður borgarstjóra. Ummæli Haraldar Flosa Tryggvasonar í Morgunblaðinu í gær hafa vakið upp vangaveltur um hvort til standi að einkavæða Orkuveituna. Björn segir það af og frá. Hann telur þó alla umræðu um eignarhald á Orkuveitunni hins vegar holla, og vekur athygli á því að þar sem Orkuveitan er í opinberri eigu fylgi opinber trygging á greiðslum vegna lána sem fyrirtækið fær. Sú trygging hafi mögulega haft áhrif á hversu stórtækar fjárfestingar var farið út í á vegum fyrirtækisins á liðnum árum.

Fésbókin stuðlar að vöruþróun

Foreldrar sem voru þreyttir á því að geta ekki ferðast með opnar fernur af Stoðmjólk handa barninu sínu tóku sig til fyrir ellefu mánuðum og stofnuðu síðu á Fésbókinni þar sem því var beint til Mjólkursamsölunnar að framleiða Stoðmjólk með skrúftappa. Um níu hundruð manns skráðu sig í hópinn.

Lögreglan á Hvolsvelli þakkar fyrir aðstoð

Yfirlögregluþjónninn á Hvolsvelli, Sveinn Kristján Rúnarsson, þakkar öllum þeim sem komu að erfiðri björguna á Eyjafjallajökli í gærkvöld. Eftirfarandi er orðsending sem Sveinn bað fjölmiðla um að koma á framfæri.

Eignarhald OR: Boðað til eigendafundar

Samþykkt var á stjórnarfundi Orkuveitu Reykjavíkur sem var að ljúka nú skömmu fyrir fréttir, að eigendafundur verði haldinn sem fyrst þar sem eignarhald á Orkuveitunni verður rætt.

Mandela útskrifaður af spítala

Nelson Mandela, fyrrverandi forseti Suður Afríku, var útskrifaður af spítala í morgun. Þar hafði hann dvalið í tvær nætur. Læknir hans sagði í samtali við fréttamenn að Mandela, sem er 92 ára gamall, þjáðist af kvillum sem væru algengir hjá fólki á hans aldri. Hann hefði það hins vegar gott.

Ríkissaksóknari tekur afstöðu til manndrápstilrauna

Skotárásin í Ásgarði á aðfangadag og árásin á Ólaf Þórðarson, tónlistarmann í Ríó tríó, eru komnar á borð Ríkissaksóknara sem mun á næstu dögum taka ákvörðun um hvort ákært verður í málunum. Þau hafa verið til meðferðar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu undanfarnar vikur. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis hafa bæði málin verið rannsökuð sem tilraunir til manndrápa.

Sóley mótmælir hugmyndum um einkavæðingu OR

Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi vinstri grænna, mótmælir harðlega hugmyndum stjórnarformanns Orkuveitu Reykjavíkur um að æskilegt sé að einkavæða fyrirtækið. Stjórnarfundur Orkuveitunnar hófst nú klukkan níu og stendur til ellefu. Sóley gaf út fyrir fundinn að á honum myndi hún leggja fram tillögu þar sem hún krefst þess að eigendafundur verði kallaður saman til að fara yfir viðbrögð við einkavæðingarstefnu stjórnarformannsins.

Sjá næstu 50 fréttir