Erlent

Fyrrverandi ráðherra falið að mynda nýja stjórn

Mynd/AP
Byltingarástand er í Egyptalandi og tugir hafa látið lífið í átökunum. Ahmed Shafiq, fyrrverandi flugmálaráðherra, hefur verið falið að mynda nýja ríkisstjórn, en forseti landsins rak ríkisstjórnina í gær. Þá hefur ffirmaður leyniþjónustunnar, Omar Suleiman, verið skipaður varaforseti og er það í fyrsta skipti í 30 ár sem Mubarak skipar varaforseta.

Eldar loguðu í Egyptalandi í dag, fimmta daginn í röð. Tugþúsundir mótmælenda voru saman komnir í höfuðborginni, þrátt fyrir útgöngubann, og kröfðust þess að forseti landsins Hosni Mubarak segði af sér nú þegar. Egypski herinn varar mótmælendur við að vera á ferli í stærstu borgum landsins í dag og hafa flugfélög aflýst ferðum til Egyptalands vegna óstöðugleikans í landinu. Alþjóðlegar raddir verða sífellt háværari um að Mubarak þurfi að láta undan til að stoppa óeirðirnar.


Tengdar fréttir

Mubarak kynnir nýja ríkisstjórn

Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, skipar nýja ríkisstjórn í dag. Hann hyggst þó sjálfur sitja sem fastast. Þúsundir Egypta taka nú þátt í mótmælum víðsvegar um landið þrátt fyrir útgöngubann. Víða loga eldar og þá hafa skothvellir heyrst í höfuðborginni, Kairó.

Eldar loga í Kaíró

Þrátt fyrir útgöngubann í stærstu borgum Egyptalands mótmæla þúsundir manna á götum úti. Í höfuðborginni, Kaíró, loga eldar víðar. Kveikt hefur verið í byggingum, bílum og hjólbörðum. Mótmælendur krefjast afsagnar Hosni Mubaraks, forseta landsins, en hann hefur verið einráður í Egyptalandi í yfir 30 ár.

Mubarak virði rétt Egypta til að mótmæla

Barack Obama, Bandaríkjaforseti, hvetur stjórnvöld í Egyptalandi til að hafna ofbeldi og virða rétt almennings til að mótmæla og tjá skoðanir sínar, þetta kom fram í sjónvarpsávarpi hans í gærkvöld. Hann lagði áherslu á að Egyptar héldu grundvallar mannréttindum sem Bandaríkin myndu berjast fyrir hvar sem er í heiminum. Með þessu vildi Obama hvetja stjórnvöld til að opna fyrir internet, samskiptasíður og símalínur sem lokað var eftir að átökin brutust út.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×