Erlent

Þjóðarleiðtogar þrýsta á Mubarak

Mynd/AP
Tala látinna í Egyptalandi er komin á annað hundrað síðan að mótmælin hófust á þriðjudaginn samkvæmt Reuters fréttaveitunni. Þúsundir eru særðir. Stjórnvöld halda nú, sjötta daginn í röð, áfram að berjast við mótmælendur, 17 voru skotnir af lögreglu þegar þeir reyndu að ráðast á tvær lögreglustöðvar í borginni Beni Suef sunnan Kairó.

Barack Obama, Bandaríkjaforseti, hélt áfram að þrýsta á Hosni Mubarak, forseta Egyptaland,s í gærkvöldi. Obama segir ekki nægilegt að stokka upp í stjórnkerfinu og skoraði á Mubarak að uppfylla loforð sín um róttækar umbætur í landinu. Undir þetta taka leiðtogar Bretlands, Frakklands og Þýskalands, þeir hvetja Mubarak til að halda aftur af öryggissveitum sínum og forðast blóðbað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×