Fleiri fréttir

Tíu manns fórust í sprengjuárás

Tíu manns létust og sautján særðust í tveimur sprengingum á leikvelli í bænum Kandahar í Afganistan í morgun. Almennir borgarar og lögreglumenn eru meðal hinna látnu.

Fengu loks að koma með soninn heim

Samkynhneigðir feður rúmlega tveggja ára drengs sem getinn var með staðgöngumóður í Úkraínu gátu loks komið heim til Belgíu með drenginn í dag, eftir rúmlega tveggja ára baráttu við skriffinsku í belgíska kerfinu.

Skora á stjórnvöld að stórefla atvinnulíf

Aðalfundur Félags málmiðnaðarmanna á Akureyri skorar á stjórnvöld að stórefla atvinnulíf í Þingeyjasýslum, varar við því að Reykjavíkurflugvöllur verði lagður niður og farið verði í forval vegna Vaðlaheiðarganga svo framkvæmdir við þau geti hafist í sumar.

Dregið hefur úr skjálftahrinunni

Dregið hefur úr skjálftahrinu sem hefur verið á Krýsuvíkursvæðinu frá því á fimmtudagskvöld. Hrinan náði hámarki í morgun þegar þrír skjálftar yfir 3 á richter mældust, sá stærsti fjórir að stærð.

Nýjar upplýsingar um Önnu Frank birtar í bók

Nokkur bréf eftir Önnu Frank og myndir af henni og fjölskyldu hennar, sem aldrei höfðu komið fyrir almenningssjónir, hafa nú verið birt. Bréfin og myndirnar þykja varpa nýju ljósi á líf Frank fjölskyldunnar í Amsterdam á meðan helförin stóð yfir.

Hvetja aðildarríki til að frysta eignir Gaddafi

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti að setja viðskiptabann með vopn á Líbýu í gærkvöldi og hvatti aðildarríki samtakanna til að frysta allar eignir Muhammars Gaddafi, fjögurra sona hans, dóttur og tíu helstu samstarfsmanna.

Gaus síðast á Krýsuvíkursvæðinu árið 1300

"Við getum í rauninni ekkert séð, ég fór og skoðaði mælana, og það var ekki að sjá að neitt slíkt væri í gangi,“ segir Sigþrúður Ármannsdóttir, landfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, aðspurð um hvort einhverjar líkur væru á eldgosi á Krýsuvíkursvæðinu, en margir skjálftar hafa mælst þar í morgun sá stærsti fjórir á richter.

Heldur rólegra síðasta hálftímann

"Þetta er heldur rólegra núna svona síðasta hálftímann,“ segir Sigþrúður Ármannsdóttir, landfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.

Annar stór jarðskjálfti

Auk stærsta jarðskjálftans sem varð klukkan rúmlega níu í morgun í Krýsuvík, upp á 4 stig, kom annar stór skjálfti klukkan 9:49 og mældist sá skjálfti upp á 3,3 stig samkvæmt vef Veðurstofunnar. Jarðskjálftinn fannst til dæmis mjög vel í Árbænum.

Heitt vatn komið á í Neðra-Breiðholti

Heitt vatn er nú komið á í þeim hluta Bakkahverfisins í neðra Breiðholti, sem verið hefur heitavatnslaus frá í nótt. Taka þarf vatnið aftur af síðar í dag, þegar gert verður við lögn sem bilaði.

Opið í Bláfjöllum í dag

Opið er í Bláfjöllum í dag frá klukkan 10 til 17. Fimm til tíu metrar eru á sekúndu og 0,5° gráðu frost. Það gengur á með éljum og bjart og lyngt yfir, segir í tilkynningu frá Bláfjöllum.

Uppgjör í uppsiglinu á Selfossi: Handtekinn með 60 cm járnstykki

Einn maður gisti fangageymslur hjá lögreglunni á Selfossi eftir nóttina. Rétt eftir klukkan þrjú barst lögreglu tilkynning um að þrír menn vopnaðir barefli væru á leið á skemmtistað í bænum og einhvers konar uppgjör væri í uppsiglinu, eins og varðstjóri orðaði það.

Ekkert heitt vatn í Neðra-Breiðholti - kalt í húsunum

Háspennubilanir í Kópavogi olli því að rafmagnslaust varð á stóru svæði á höfuðborginni í gær og meginæð hitaveitu í Mjóddinni brast. Varað var við slysahættu við Garðheima í gærkvöldi þar sem skemmdir urðu á hitaveitulögninni.

Skjálftahrina við Kleifarvatn

Jarðskjálfti upp á 3,2 á richter varð við Kleifarvatn klukkan 05:46. Annar álíka stór skjálfti varð klukkan 05:20 og hefur veðurstofu borist tilkynning að sá seinni hafi fundist á höfuðborgarsvæðinu. Þá varð annar stærri skjálfti klukkan rúmlega níu en sá fannst greinilega á höfuðborgarsvæðinu.

Jarðskjálfti í Reykjavík

Íbúar Reykjavíkur fundu greinilega fyrir jarðskjálfta sem varð fyrir stundu, eða klukkan rúmlega níu. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu er verið að vinna úr gögnum og munu nánari upplýsingar fást innan skammst.

Eins og geimvísindi á finnsku

Ásta Kristrún Ólafsdóttir, sálfræðingur, er þeirrar skoðunar að börn með þroskahömlun eigi að fá að vera í sérskólum en ekki í almenna skólakerfinu. Ásta, sem á sjálf son með þroskahömlun, segir Friðriku Benónýsdóttur frá baráttu sinni við skólakerfið.

Neita að yfirgefa torgið fyrr en forsetinn segir af sér

Þúsundir manna hafa mótmælt á torgi fyrir framan háskólann í Sanaa höfurborg Jemen frá því í gær. Mótmælendur hafa slegið upp tjaldbúðum á torginu og neita að yfirgefa það fyrr en Ali Abdullah Saleh forseti landsins hefur sagt af sér.

Þúsundir flýja Líbýu á hverjum degi

Þúsundir manna halda áfram að flýja Líbýu á degi hverjum, landleiðina, loftleiðina og sjóleiðina. Mikill fjöldi flóttamanna hefur komið yfir landamærin til Egypalands. Hundruð manna bíða afgreiðslu á pappírum sínum í landamærabænum Salloum.

Rafmagnslaust í Kópavogi

Rafmagnslaust varð í vesturhluta Kópavogs rétt fyrir klukkan átta í kvöld. Bilun varð í háspennulínu og gert er ráð fyrir að um klukkutíma taki að gera við bilunina.

Sagnfræðingur: Ólafur Ragnar hefur breytt forsetaembættinu

Þeir sem gegna embætti forseta Íslands í framtíðinni geta ekki vænst þess að sitja þar á friðarstóli að mati Guðna Th. Jóhannessonar, sagnfræðings. Hann segir að Ólafur Ragnar hafi breytt embættinu til frambúðar.

Eldur í fokheldri íbúð í Hafnarfirði

Eldur kom upp í íbúðarhúsnæði við Norðurhellu í Hafnarfirði um klukkan fimm í dag. Vel gekk að slökkva eldinn sem minniháttar. Íbúðin er fokheld.

Málið byggt á misskilningi - Bubbi getur sofið rólega

"Það stóð aldrei til að fara í meiðyrðamál við hann," segir Birgir Tjörvi Pétursson, lögmaður Heiðars Más Guðjónssonar fjárfestis, um afsökunarbeiðni Bubba Morthens sem hann birti í pistli á pressunni í morgun.

Biskupamyndin valin fréttaljósmynd ársins

Mynd Gunnars V. Andréssonar, ljósmyndara Fréttablaðsins og Vísis, af Karli Sigurbjörnssyni og Geir Waage var valin Fréttaljósmynd ársins á sýningunni Myndir ársins, sem opnaði í Gerðarsafni í dag.

Ógnarstjórn að enda komin

Við getum varist hverri árás og við munum, ef þörf krefur, útvega þjóðinni vopn,“ sagði Múammar Gaddafí á Græna torginu í Trípolí í gær, hvergi banginn og fékk að launum hávær fagnaðaróp stuðningsmanna sinna.

Særði blygðunarsemi nágranna sinna

Sextíu og sjö ára karlmaður var dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær fyrir kynferðisbrot með því að hafa sært blygðunarsemi nágranna sinna er hann stóð fyrir framan glugga á heimili sínu í fráhnepptri skyrtu og strauk á sér getnaðarliminn.

Pizzuát bjargaði lífi konu

Jean Wilson hafði pantað sér pizzu á Domino's á hverjum einasta degi í þrjú ár og þegar hún hafði ekki hringt í þrjá daga fóru starfsmenn fyrirtækisins eðlilega að hafa áhyggjur af henni.

Bubbi á nærbuxunum biður Heiðar Má afsökunar

Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens hefur beðið fjárfestinn Heiðar Má Guðjónsson opinberlega afsökunar á pistli sem hann skrifaði á pressuna fyrir nokkru síðan. Pistillinn bar yfirskriftina "Krónuníðingar" en þar fjallaði Bubbi um meinta stöðutöku Heiðars gegn krónunni og vitnaði þar í blaðið DV.

Hálka víða á landinu

Það er hálka á Hellisheiði og í Þrengslum, og hálkublettir víðast hvar á Suðurlandi. Éljagangur er á Suðurnesjum og hálkublettir.

Jamie Cullum spilar í Hörpunni í júní

Breski tónlistarmaðurinn Jamie Cullum kemur fram á tónleikum í Hörpunni 23. júní næstkomandi. Cullum verður þar með fyrsta erlenda poppstjarnan sem kemur fram í tónlistarhúsinu við höfnina.

Útilokar ekki að höfða skaðabótamál

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, útilokar ekki að ríkið muni höfða skaðabótamál á hendur fyrrverandi eigendum og stjórnendum Landsbankans vegna Icesave. Ekkert bendir þó til þess að fjármunir af Icesave reikningunum hafi verið notaðir í ólögmætum tilgangi samkvæmt rannsókn Deloite í Lundúnum.

Bæjarbúar hafðir að leiksoppum

Formaður íbúasamtaka Önundarfjarðar furðar sig á vinnubrögðum Byggðastofnunar en stjórn Byggðastofnunar ákvað í gær að rifta samningum við Lotnu. Hann segir ákvörðun byggðastofnunar ljótan leik, bæjarbúar á Flateyri hafi verið hafðir að leiksoppum.

Strætó hættir akstri klukkutíma fyrr

Frá og með morgundeginum munu strætisvagnar á höfuðborgarsvæðinu hætta akstri klukkutíma fyrr öll kvöld vegna niðurskurðar á fjárframlögum sveitarfélaganna til Strætó bs.

Tveir teknir ölvaðir undir stýri

Tveir ökumenn voru teknir grunaður um ölvun við akstur í gærkvöldi og nótt, annar á höfuðborgarsvæðinu og hinn í Vestmannaeyjum. Nóttin var heldur róleg hjá lögregluembættum landsins. Skemmtanahald í miðborg Reykjavíkur fór vel fram en fremur kalt var í veðri.

Brautskráning frá Háskóla Íslands í dag

Brautskráning frá Háskóla Íslands fer fram í Háskólabíói í dag og hefst hún klukkan eitt. 458 kandídatar verða brautskráðið fráskólanum með 460 próf.

Stjórnarflokkurinn bíður afhroð í kosningum

Fine Gael, stærsti stjórnarandstöðuflokkur Írlands vann stórsigur í þingkosningum ef marka má útgönguspár. Samkvæmt þeim fékk flokkurinn 36% atkvæða og því nær öruggt að leiðtogi hans, Enda Kenny, verði næsti forsætisráðherra Írlands.

Sigríður Dagbjört er ungfrú Reykjavík

Sigríður Dagbjört Ásgeirsdóttir, tvítug Kópavogsmær, var kosin ungfrú Reykjavík í gærkvöldi. Hún stundar nám við Verzlunarskóla Íslands og er á lokaári sínu þar. Keppnin var sýnd í beinni útsendingu á Skjá einum í gærkvöldi.

Um 430 viðskiptavinir eiga farminn

Talið er að um 20 prósent af farmi Goðafoss séu ótryggð. Verið er að safna saman gögnum frá öllum viðskiptavinum sem voru með vörur um borð í skipinu til að meta heildarvirði farmsins. Fjöldi viðskiptavina er svipaður og fjöldi gáma um borð, eða um 430 talsins.

Um fjörutíu þúsund Íslendingar búa úti

Alls búa 38.083 Íslendingar erlendis. Flestir búa á Norðurlöndunum, rúmur fjórðungur þeirra í Danmörku, eða 10.115 manns. Þeir Íslendingar sem búa í Noregi eru 6.970 talsins, 6.656 í Svíþjóð og 206 í Finnlandi. Þetta eru upplýsingar fengnar úr Þjóðskrá Íslands.

Andvíg staðgöngumæðrun

Miklu meiri og lengri umræðu er þörf áður en til greina kemur að heimila staðgöngumæðrun hér á landi. Þetta kemur fram í fjölda umsagna um þingsályktunartillögu um málið.

Sjá næstu 50 fréttir