Fleiri fréttir

Lýst eftir alzheimersjúkum manni

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu ásamt Landsbjörgu leitar að 84 ára gömlum manni sem er alzheimersjúklingur og hefur ekkert sést til hans síðan 18.30, í Vesturbæ Reykjavíkur.

Fékk 80 högl í bakið

Fjórtán ára gamall piltur frá Nakskov í Danmörku var lagður inn á spítala á sunnudaginn eftir að hafa verið skotinn í bakið. Samkvæmt frásögn fréttavefjarins Folketidende.dk af málinu var maðurinn, ásamt átján ára gömlum kunningja sínum, í heimsókn hjá sameiginlegum kunningja þeirra. Skyndilega heyrði pilturinn brak og bresti og í sama mun fann hann fyrir gríðarlegum verki í bakinu. Í sama mund hrópaði sá átján ára gamli að hann hefði ekki gert þetta viljandi.

Svikin kærasta fær vægan dóm í Mikka mús málinu

Fyrrverandi ritari hjá Walt Disney fyrirtækinu, Bonnie Hoxie, var dæmd í þriggja ára skilorðsbundið fangelsi í dag í New York í Bandaríkjunum fyrir að hafa stolið talsvert af innherjaupplýsingum um Walt Disney fyrirtækið fyrir fyrrverandi kærasta sinn, Yonni Sebbag.

Siðaðra manna háttur að útkljá mál fyrir dómstólum

Hæstaréttarlögmaðurinn Ragnar Hall sagði í kastljósi að það væri hans mat að það væri Íslendingum fyrir bestu að gangast við nýju Icesave-frumvarpi en áréttaði þó að hann viðurkenndi ekki beinlínis greiðsluskyldu ríkissjóðs í málinu. Reimar Pétursson hæstaréttarlögmaður, sagði eðlilegt og í raun siðaðra manna háttur að láta reyna á málið fyrir dómstólum. Hann benti á að það væri svo hægt að semja á öllum tímum dómsmálsins þar til niðurstaða félli.

Fréttaskýring: Vinsæll á ný eftir tvær Icesave-synjanir

Þrír fyrstu forsetar lýðveldisins hreyfðu sig varla út fyrir landsteinana. Landkynningartímabil forseta hefst í tíð Vigdísar Finnbogadóttur. Kosning Ólafs Ragnars Grímssonar markar skil í sögu embættisins að mati sagnfræðings.

Ólafur Ragnar fær einkafund með páfanum

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, fer til Rómar í næstu viku til fundar við Benedikt páfa sextánda til að færa honum að gjöf styttu af Guðríði Þorbjarnardóttur. Forsetinn fær þá einkaáheyrn páfa.

Tannlæknar segja upp gjaldfrjálsri forvarnarskoðun barna

Langflestir tannlæknar landsins hafa sagt upp samningi við sjúkratryggingar um gjaldfrjálsa forvarnaskoðun barna en þeirri skoðun var komið á laggirnar til að reyna að tryggja að sem flest börn kæmust til tannlæknis.

Atlanta flytur hergögn fyrir Bandaríkin

Íslenska flugfélagið Atlanta flýgur með hergögn fyrir bandaríska herinn til Afganistans. Flugmálastjórn Íslands veitti leyfi til flutninganna í samráði við innanríkisráðuneytið.

Skaut mann á Black Swan út af háværu poppáti

Lögreglan í Lettlandi handtók 27 ára gamlan mann á laugardaginn eftir að hann skaut áhorfanda á kvikmyndinni Black Swan. Samkvæmt The Daily Telegraph þá var skotmaðurinn að horfa á kvikmyndina, sem hefur verið tilnefnd til fjölda óskarsverðlauna, þegar atburðurinn átti sér stað.

Össur: Gaddafi sekur um stríðsglæpi

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir að ef fregnir frá Líbíu séu réttar þá hafi Gaddafi leiðtogi landsins gerst sekur um stríðsglæpi. Össur sagði fregnir greina frá því að flugvélum og þungum vopnum hafi verið beitt gegn saklausu fólki. "Íslenska ríkisstjórnin fordæmir mjög harkalega framferði stjórvalda í Líbíu,“ bætti hann við.

Gaddafi: Ég mun deyja píslarvættisdauða

Muammar Gaddafi Líbíuleiðtogi sagði í ávarpi á ríkissjónvarpsstöð landsins í dag að ekki komi til greina af sinni hálfu að segja af sér eða yfirgefa landið. Hann sagði að hann hafi áður staðist áhlaup frá Bandaríkjamönnum og Bretum og að hann muni standast þetta áhlaup eins og þau, en almenningur í landinu hefur risið upp gegn einræðisherranum sem ríkt hefur í Líbíu í 42 ár.

86 dagblöð í áskrift og 13 héraðsfréttablöð

Innanríkisráðuneytið og stofnanir þess eru alls með áskrift að 86 dagblöðum og 13 dagblöð í netáskrift. Mánaðarlega eru greiddar tæpar 307 þúsund krónur vegna þessa. Þá greiðir ráðuneytið og stofnanir þess mánaðarlega fyrir áskrift að 24 héraðsfréttablöðum, alls rúmar 33 þúsund krónur.

Buchheit um nýju samningana - myndband

Lee Buchheit sem var formaður nýju Icesave-samninganefndarinnar hélt fyrirlestur í Öskju, Háskóla Íslands, hinn 10. desember síðastliðinn, daginn eftir að samningarnir voru kynntir í Iðnó. Í fyrirlestrinum í Öskju fór hann ítarlega yfir nýju Icesave-samningana og kosti þeirra og galla.

Vancouver er besta borg í heimi - fimmta árið í röð

Vancouver í Kanada er sú borg í heiminum sem best er að búa í ef marka má árlega könnun The Economist intelligence unit. Þetta er fimmta árið í röð sem borgin trónir á toppnum og á meðal tíu efstu borga eru þrjár kanadískar borgir og fjórar ástralskar. Hinar þrjár eru í Nýja Sjálandi, Finnlandi og í Austurríki.

Banksy bannað að mæta í dulargervi á Óskarinn

Dularfulla listamanninum Banksy hefur verið synjað um leyfi til að mæta á Óskarsverðlaunahátíðina í dulargerfi. Heimildarmyndin hans, Exit through the gift shop, er þar tilnefnd til verðlauna. Banksy er hvað þekktastur fyrir veggjalistaverk sín.

Sómalskir sjóræningjar myrtu fjóra Bandaríkjamenn

Fjórir bandaríkjamenn sem sómalskir sjóræningjar tóku í gíslingu á dögunum hafa verið myrtir. Fólkið, tvær konur og tveir karlar voru á siglingu í kringum heiminn á skútu þegar þau voru tekin höndum á Indlandshafi á föstudaginn var.

Könnun MMR: 70 prósent vilja bylta kvótakerfinu

Ný könnun MMR á afstöðu almennings til ráðstöfunar fiskveiðiheimilda bendir til þess að nokkur stuðningur sé við hugmyndir sem halla í þá átt að ríkið afturkalli fiskveiðiheimildir, fari sjálft með eignarhald eða innheimti leigu fyrir afnotarétt sem endurspegli markaðsverðmæti kvótans.

Skemmdi veggi með háhæla skóm

Lögreglan í Vestmannaeyjum þurfti að hafa afskipti af stúlku á átjánda ári sem olli skemmdum á einum af veitingastöðum bæjarins um helgina. Stúlkan hafði látið reiði sína bitna á veggjum inni á salerni staðarins með þeim afleiðingum að göt komu á veggina, en stúlkan var í háhæla skóm og komu göt á veggina eftir hælana. Nokkuð var um að lögreglan væri kölluð til á veitingastaði bæjarins vegna fólks sem var þar til vandræða vegna ölvunar.

Lang flestir vilja jafna lífeyrisréttindi launafólks

Lang flestum finnst mikilvægt að ASÍ leggi áherslu á að jafna lífeyrisréttindi launafólks á almennum og opinberum markaði, eða 90%. 60% töldu það mjög mikilvægt og 30% frekar mikilvægt. 6% töldu ekki mikilvægt að jafna lífeyrisréttindi á almenna og opinbera markaðnum og 3% alls ekki mikilvægt.

Eignatjón hjá Íslendingum í Christchurch - brúðkaupsgestirnir óhultir

Fjórtán manna hópur Íslendinga sem fór til Christchurch á Nýja Sjálandi til að vera viðstaddur brúðkaup er heill á húfi. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu er ekki vitað til annars en að þeir Íslendingar sem eru á svæðinu séu óhultir eftir jarðskjálftann sem þar reið yfir.

Sink talið gott gegn flensu en læknir mælir þó ekki með því

Sink virðist geta dregið úr flensueinkennum og jafnvel gagnast sem lyf við kvefi. Þetta sýna nýjar og viðamiklar rannsóknir. Læknir á Íslandi varar fólk við því að taka inn of mikið sink þar sem aukaverkanir af því gætu orðið alvarlegar.

Íslendingur í Christchurch: Allt úr skorðum

Líney Weishappel býr í Christchurch, þar sem öflugur jarðskjálfti reið yfir í nótt, ásamt manni sínum og tveimur börnum. Hún var við vinnu í miðborginni þegar skjálftinn reið yfir. „Hann hefur varað í svona 20 sekúndur og þetta var mjög mikill hristingur." Líney segist hafa búið á Íslandi sumarið 2000 þegar tveir öflugir skjálftar skullu á með skömmu millibili og segir hún að skjálftinn í gær hafi verið mun öflugri. Heima hjá Líney fór allt úr skorðum, vatnspípur hrukku í sundur og rafmagnið er farið af.

Allar virkjanir í neðri Þjórsá staðfestar

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur staðfest aðalskipulag Skeiða- og Gnúpverjahrepps vegna Holta- og Hvammsvirkjana. Þar með eru allar virkjanirnar þrjár, sem áformaðar eru í neðri Þjórsá, komnar inn á aðalskipulag.

500 milljarðar í viðbót ef allt fer á versta veg

Fulltrúi stjórnarandstöðunnar í samninganefnd Íslands um Icesave segir að ef allt fari á versta veg í dómsmáli vegna Icesave og ítrustu kröfum Breta og Hollendinga verði mætt, gætu 500 milljarðar til viðbótar lagst á íslenska ríkið. Samningaleiðin feli hins vegar í sér að kostnaður verði allt að 47 milljarðar króna.

Magnús sá eini sem hreinsaður var af sök

Magnús Ármann er eini sakborningurinn í Ímon-málinu sem hefur verið hreinsaður af sök af embætti sérstaks saksóknara. Embættið hefur ekki sent mörg bréf til einstaklinga sem höfðu réttarstöðu sakbornings.

Íslendingum ráðlagt frá Líbíuferðum

Utanríkisráðuneytið ræður Íslendingum frá ferðalögum til Líbíu vegna ótryggs ástands þar í landi. Ráðuneytið fylgist með þróun mála og ráðleggur fólki ennfremur að fylgjast með ferðaleiðbeiningum annarra ríkja, til dæmis Norðurlandanna.

Íhuga úrsögn úr ASÍ

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, hélt tvo fundi með starfsmönnum Elkem Ísland og Klafa í gær og voru fundirnir haldnir á Gamla kaupfélaginu á Akranesi. Á heimasíðu verkalýðsfélagsins segir að gríðarleg samstaða hafi ríkt á fundinum en kjaradeila vegna stóriðjusamninganna á Grundartanga er komin í "algjöran hnút", eins og það er orðað. Vilhjálmur segir þá stöðu komna upp að verkalýðsfélagið þurfi nú að skoða alvarlega hvort það eigi samleið með ASÍ.

Hækkandi bensínverð truflar kórastarf á landsbyggðinni

„Þetta er rosaleg hækkun. Þetta kemur mjög illa við fólk og leiðir til aukins samdráttar sem tilheyrandi margfeldisáhrifum," segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Bensín hækkaði í gærkvöldi á flestum stöðvum um allt að fjórar krónur. Hækkunina má rekja til hækkandi heimsmarkaðsverðs vegna átaka í Mið-austurlöndum, sérstaklega í Líbíu.

Aka ölvaðir en halda vinnunni

Fimmtíu og fimm sænskir lögreglumenn hafa verið dæmdir fyrir ölvunarakstur á síðustu fimm árum. Aðeins einn þeirra hefur misst vinnuna í kjölfar slíks dóms.

BHM: Ánægja með launahækkanir dómara

Ákvörðun kjararáðs um að hækka laun dómara er að mati stjórnar BHM skiljanleg og málefnaleg. Í ályktun stjórnarinnar segir að erfiðlega gangi að ráða háskólamenntaða sérfæðinga til starfa hjá hinu opinbera, bæði vegna mikils álags og lakra launakjara. Stjórnin áréttar að starfsálag sé almennt mjög mikið hjá hinu opinbera og að launakjör félagsmanna BHM hafi rýrnað mjög frá hruni samfara auknum álögum á millitekjuhópa. Því skorar stjórnin á opinbera vinnuveitendur að setja kraft í kjaraviðræður.

Flestir á hóflegum hraða í Seljaskógum

Brot 16 ökumanna voru mynduð í Seljaskógum í Reykjavík í gær. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Seljaskóga í suðurátt, að Ásaseli. Á einni klukkustund, síðdegis, fóru 182 ökutæki þessa akstursleið og því óku allnokkrir ökumenn, eða 9%, of hratt eða yfir afskiptahrað

Ekkert heyrst frá Íslendingum í Christchurch - hópur á leið í brúðkaup

Utanríkisráðuneytið hefur enn ekki náð í neina Íslendinga í Christchurch á Nýja Sjálandi eftir að öflugur jarðskjálfti reið yfir borgina. Jarðskjálftinn var um hádegisbil að staðartíma en um miðnætti að íslenskum tíma. Vitað er að hópur Íslendinga var á leið til borgarinnar til að vera viðstaddur brúðkaup. Auk þess er talsverður fjöldi Íslendinga sem er þar búsettur. Ekki fást þó nákvæmar upplýsingar um það frá ráðuneytinu.

Enn hækkar bensínið

Verð á bensíni hækkaði í gærkvöldi hjá flestum bensínstöðvum. Mest var hækkunin hjá N1 og Olís sem hækkuðu lítrann af 95 oktana bensínu um 4 krónur.

Íslenskir karlar þeir langlífustu í Evrópu

Árið 2010 dóu 2.017 einstaklingar sem búsettir voru á Íslandi, 1.063 karlar og 954 konur. Dánartíðni var 6,3 látnir á hverja 1.000 íbúa og stóð í stað frá árinu 2009. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands.

Brotist inn í tvo söluturna

Brotist var inn í tvo söluturna og vídeóleigur í Breiðholti og Grafarvogi í nótt og þaðan stolið talsverðu af sígarettum.

Erlendir ríkisborgarar streyma frá Líbýu

Evrópskar ríkisstjórnir og fyrirtækja keppast nú við að koma starfsfólki sínu út úr Líbýu þar sem hundruðir manna hafa fallið í átökunum undanfarna daga.

Lánastofnanir á leigumarkað

Verið er að kanna hvort leigja eigi út þær tvö þúsund íbúðir sem eru í eigu lífeyrissjóða, banka og annarra lánastofnana í gegnum fasteignafélög sem starfrækt yrðu á leigumarkaði.

Sjá næstu 50 fréttir