Fleiri fréttir

Samtök lánþega gagnrýna SP

SP Fjármögnun hefur rift bílakaupleigusamningum við áttatíu viðskiptavini sína. Fólkið, sem hefur allt sótt um greiðsluaðlögun hjá umboðsmanni skuldara, fékk tilkynningu um málið sent heim í bréfi í síðustu viku.

Formaður á ferð og flugi

Formaður samninganefndar Íslands gagnvart ESB, Stefán Haukur Jóhannesson, fer víða þessa dagana að kynna aðildarferlið. Hann hóf vikulega fundaröð um þetta hjá Mími-símenntun fyrir skemmstu, eftir fund hans með fulltrúum skapandi greina, sem sagt var frá í blaðinu.

Greip inn í fíkniefnaviðskipti

Lögreglan á Akureyri stöðvaði kannabisræktun í íbúð á Akureyri um helgina. Hald var lagt á fjórtán kannabisplöntur, nokkra græðlinga og búnað til ræktunar.

Drap mann með kjöthamri

Svíþjóð Héraðsdómur í Svíþjóð hefur dæmt mann í 18 ára fangelsi fyrir morð og limlestingu.

Átökin magnast enn í Líbíu

Mörg hundruð manns eru sagðir hafa verið drepnir í mótmælum í Líbíu. Mótmælin halda áfram og hafa nú náð til höfuðborgarinnar Tripoli. Þar var skotið á mótmælendur og herma fréttir að meðal annars hafi herflugvélar skotið á fólk úr lofti. Íbúar í Tripoli sögðu einnig að sprengjum hefði verið varpað á borgina.

Lögðu hald á kannabis og stera

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á um 800 gröm, af kannabisefnum og talsvert magn af sterum, sem hún fann við húsleit í íbúð í Kópavogi á föstudag.

Styður samningana en segir misskilning í umræðunni um þá

"Samninganefndin sem tók upp þráðinn eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna á síðasta ári fylgdi eftir sjónarmiðum sem ég hafði talað fyrir,“ segir Ragnar H. Hall, hæstaréttarlögmaður um nýju Icesave-samningana sem hann sjálfur styður. Hann segir samt að ákveðins misskilnings hafi gætt í umræðunni um samningana.

Átökin magnast í Líbýu

Átök hafa magnast í dag í Líbýu þar sem almenningur hefur risið upp gegn einræðisherranum Muammar Gaddaffi. Dómsmálaráðherra landsins sagði af sér í dag til þess að mótmæla ofbeldinu sem lögregla og her landsins hefur beitt mótmælendur síðustu daga, en talið er að hundruð manna hafi látist.

Nefnd um erlenda fjárfestingu sátt við kaupin

Nefnd um erlenda fjárfestingu hefur skilað ráðherra áliti vegna kaupa Global Geothermal Limited á rafmagnsframleiðslustöð Orkuveitur Húsavíkur sem tilkynnt var um á dögunum. Mat nefndarinnar er að kaupin gangi ekki gegn ákvæðum laga um erlenda fjárfestingu.

Halldór: Ég skil ekki alveg viðkvæmnina

"Mér dettur ekki í hug að ráðast á þessa mikilvægu stétt, kennara. Það er alveg af og frá. Ég er einfaldlega að vitna í skýrslu OECD,“ segir Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Katrín friðar Kaffibarinn

Húsið að Bergstaðastræti 1, þar sem Kaffibarinn er til húsa, hefur verið friðað. Mennta- og menningarmálaráðherra Katrín Jakobsdóttir ákvað þetta að fenginni tillögu frá húsafriðunarnefnd. Friðunin nær til ytra byrðis húsanna sem standa á lóðinni.

Fréttaskýring: Í verri stöðu ef málið tapast fyrir dómi

Hvað tekur við ef samkomulag um Icesave verður ekki staðfest? Fari svo að þjóðin hafni Icesave-samningnum í þjóðaratkvæðagreiðslu er hætt við því að Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) muni höfða mál gegn Íslendingum fyrir brot á EES-samningnum. Þá eru einnig líkur á því að Bretar og Hollendingar höfði mál. Óvíst er hvaða niðurstaða myndi fást úr slíkum dómsmálum og ekki víst að hún yrði hagstæðari Íslendingum en núverandi samningar. Þetta segir Stefán Már Stefánsson lagaprófessor í samtali við Fréttablaðið.

Síbrotamaður dæmdur í meðferð

Karlmaður var í dag dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir alls 23 brot, aðallega fjársvik og þjófnaði. Maðurinn játaði brot sín skýlaust. Dómurinn er skilorðsbundinn en dómari skikkaði manninn, sem á langan brotaferil að baki, til þess að sæta vistun á hæli til þess að vinna bug á fíknefnaneyslu sinni. Ákærði skal hefja dvölina inna viku frá uppkvaðningu dómsins.

Saka Halldór um árásir og andúð í garð kennara

"Ekki verður annað séð en að inngrip formanns Sambands sveitarfélaga sé eingöngu ætlað að skapa andúð almennings á störfum kennara. Með því er verið að reyna að réttlæta áframhaldandi niðurskurð sveitarfélaga í skólamálum," segir í yfirlýsingu sem Félag grunnskólakennara hefur sent frá sér.

SAF: Umfang gistirýmis án starfsleyfa er gríðarlegt

Samtök ferðaþjónustunnar hafa gert úttekt á framboði gistirýmis á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri og skoðað hótel, gistiheimili, íbúðir og heimagistingu þar sem leigt er til skamms tíma til ferðamanna en slíkir staðir þurfa starfsleyfi skv. lögum.

Goðafoss: Norðmenn skjóta sjófugla sem lenda í olíunni

Skjóta þarf fleiri hundruð sjófugla sem lent hafa í olíubaði eftir að Goðafoss strandaði í Oslófirði í síðustu viku. Umhverfisstofnunin í Noregi hefur gefið leyfi fyrir því að þeir fuglar sem lent hafa í olíunni verði skotnir þar sem til þeirra næst.

Axarárásin upplýst

Lögreglan á Selfossi hefur upplýst að ástæða þess árás með öxi sem átti sér stað um helgina var vegna uppgjörs árásarmanns og brotaþola. Fjórir menn voru handteknir vegna árásar á tvo menn, en þeim hefur öllum verið sleppt. Næst tekur við vinna við úrvinnslu ganga svo ákæruvald geti tekið afstöðu um framgang málsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. Þess má geta að lögreglan á Selfossi naut aðstoðar frá Sérsveit og fjarskiptamiðstöðvar ríkislögreglustjóra auk Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu í þessu máli og þegar mest var voru um tólf lögreglumenn samtímis að sinna þessu verkefni.

Skjólastjórar vilja að fagfólk komi að sameiningu

„Stjórn Skólastjórafélags Íslands mótmælir og harmar þá aðför sem gerð er að starfi og hlutverki skólastjórnenda í þeim sameiningar og samrekstrarhugmyndum sem fram hafa komið að undanförnu. Í fjárhagslegum þrengingum síðustu ára hafa sum sveitarfélög gripið til þess ráðs að sameina grunn-, leik- og tónlistarskóla í eina stofnun í hagræðingarskyni. Stjórn Skólastjórafélags Íslands krefst þess að slíkt sé ekki gert án vandaðs undirbúnings og samráðs við hagsmunaaðila. Gæta þarf þess að ekki halli á faglegt starf einstakra skóla og stjórn deilda í samreknum skóla sé ávallt í höndum fagmanna á viðkomandi sérsviði."

Síðustu Þorrablótin á Suðurlandi fóru vel fram

Nú um síðastliðna helgi lauk Þorrablótum í umdæmi lögreglunnar á Hvolsvelli. Þau voru þrjú að tölu, að Laugalandi í Holtum, Heimalandi undir Eyjafjöllum og síðan að Eyrarlandi í Reynishverfi í Mýrdal.

Kannabisræktun stöðvuð á Akureyri

Lögreglan á Akureyri stöðvaði síðastliðinn föstudag kannabisræktun í íbúð í bænum. Hald var lagt á 14 kannabisplöntur, nokkra græðlinga og búnað til ræktunar. Við leit í íbúðinni var síðan lagt hald á um 20 grömm af marihuana sem er talið vera afgangur af fyrri ræktun á sama stað. Á síðasta ári lagði lögreglan á Norðurlandi hald á rúmlega kíló af maríjúana sem er mun meira en árin áður að því er fram kemur í tilkynningu.

Cameron í heimsókn í Kaíró

David Cameron, forsætisráðherra Breta kom í heimsókn til Kaíró í Egyptalandi í dag. Hann var þar með fyrstur þjóðarleiðtoga til þess að heimsækja landið eftir að Mubarak forseta var steypt af stóli.

Þrjátíu létust í sprengingu í Afganistan

Að minnsta kosti þrjátíu létust í sjálfsmorðssprengjuárás í norðurhluta Afganistans í morgun. Fréttastofa BBC greinir frá því að árásarmaðurinn hafi látið til skarar skríða þar sem fólk stóð í biðröð eftir persónuskilríkjum. Ofbeldi hefur farið vaxandi í landinu síðustu vikur og mánuði og í gær var mannskæð árás í borginni Jalalabad. Talíbanar hafa lýst ábyrgðinni á þeirri árás á hendur sér en þar sprengdi maður sig í loft upp í banka þar sem lögreglumenn biðu eftir að fá laun sín greidd.

Björn Valur: Ákvörðun forsetans illa ígrunduð

Varaformaður fjárlaganefndar segir rökstuðning forseta Íslands fyrir því að senda Icesave lögin í þjóðaratkvæðagreiðslu, benda til að forsetinn hafi verið búinn að ákveða það áður en Alþingi lauk afgreiðslu málsins. Forsetinn hafi ekki leitað upplýsinga hjá fjárlaganefnd eins og eðlilegt hefði verið.

Ragnar Hall segir ekki skynsamlegt að taka áhættu með dómsmáli

Ragnar Hall, hæstaréttarlögmaður, sem var á móti eldri Icesave-samningum segir best að samþykkja þá samninga sem nú liggja fyrir. Niðurstaða dómsmáls um að íslenska ríkið hefði vanrækt skyldur sínar gæti falið í sér margfalt hærri upphæð en samningar hafa nú tekist um.

Flestir á Engjaveginum flýttu sér um of

Brot 49 ökumanna voru mynduð á Engjavegi í Reykjavík á föstudag. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Engjaveg í vesturátt, gegnt Laugardalshöll. Á einni klukkustund, eftir hádegi, fóru 67 ökutæki þessa akstursleið og því ók meirihluti ökumanna, eða 73%, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 49,65 km/klst en þarna er 30 km hámarkshraði. Tuttugu og tveir óku á 50 km hraða eða meira en sá sem hraðast ók mældist á 65. Eftirlit lögreglunnar var tilkomið vegna ábendinga um hraðakstur á þessum stað.

Orkuveitan framkallar jarðskjálfta í Henglinum

Tvær manngerðar jarðskjálftahrinur urðu á Hengilssvæðinu í nótt og í morgun, sem rekja má til umsvifa Orkuveitu Reykjavíkur á svæðinu. Fyrri hrinan varð frá klukkan tvö til hálf fjögur í nótt og sú síðari og snarpari frá klukkan hálf sex til sex í morgun.

Mæður sem gefa brjóstamjólkina sína

Alþjóðlegu mjólkurskiptasamtökin svokölluðu Eats On Feets hafa nú náð til Íslands og hefur verið stofnuð síða á Facebook fyrir íslenskar mæður sem vantar brjóstamjólk fyrir barnið sitt og langar að finna mjólkandi konur sem vilja gefa af mjólkinni sinni.

Kolbeinn aðstoðar iðnaðarráðherra

Kolbeinn Marteinsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður iðnaðarráðherra og tekur hann við af Arnari Guðmundssyni. Kolbeinn lauk BA námi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands árið 2002 og Meistaragráðu í almannatengslum frá University of Stirling árið 2004. Kolbeinn hefur undanfarin ár unnið við markaðs- og kynningarmál hjá Skaparanum auglýsingastofu. Kolbeinn er í sambúð með Hörpu Katrínu Gísladóttur og eiga þau þrjú börn.

Samstarfsáætlun í jafnréttismálum samþykkt

Jafnréttisráðherrar norrænu ríkjanna hafa samþykkt samstarfsáætlun í jafnréttismálum fyrir árin 2011-2014 sem ber heitið Jafnrétti skapar sjálfbært þjóðfélag. Í áætluninni er sérstaklega fjallað um nauðsyn þess að karlmenn taki þátt í jafnréttisstarfi og umræðum um jafnréttismál og að tekið sé tillit til jafnréttissjónarmiða á öllum sviðum samfélagsins. „Með þetta að leiðarljósi verður áhersla á virka þátttöku karla og drengja í jafnréttisstarfi og samþætting kynja- og jafnréttissjónarmiða fléttuð inn í öll verkefni sem kveðið er á um í samstarfsáætluninni,“ segir í tilkynningu frá Jafnréttisstofu.

33 milljónir í úrbætur á ferðamannastöðum

Göngubrú yfir Markarfljót, hjólaleið umhverfis Mývatn og tröppur við Seljalandsfoss eru á meðal 28 verkefna sem nýlega fengu styrki sem Ferðamálastofa veitir og ætlaðir eru til úrbóta á ferðamannastöðum á árinu 2011. Alls nema styrkirnir um 33 milljónum en auk þeirra voru settir fjármunir í viðbragðssjóð sem hugsaður er fyrir aðstæður sem kunna að skapast á komandi sumri.

Tækifæri til að kynna samninginn

Lárus Blöndal, fulltrúi stjórnarandstöðunnar í Icesave-samninganefndinni, telur að með synjun forsetans gefist tækifæri á að kynna samninginn betur fyrir þjóðinni.

Ég er hömlulaus ofæta - Missti 200 kíló alls

"Ég vinn miklu betur úr áföllum í lífi mínu. Ég fell ekki lengur saman. Ég þarf ekki lengur að innbyrða 5 þúsund kalóríur því einhver í vinnunni sagði eitthvað við mig sem mér leið illa út af,“ segir kona um fimmtugt sem hefur glímt við offitu frá því hún var unglingur. Hún hefur verið í OA-samtökunum í þrjú ár og segir þau bókstaflega hafa bjargað lífi sínu.

Innbrot á Akureyri

Brotist var inn i höfuðstöðvar Endurvinnslunnar á Akureyri um miðnætti.

Gríðarlegt líf í Breiðafirðinum

Gríðarlegt líf er nú í Breiðafirðinum þar sem háhyrningar bjóða meðal annars upp á ókeypis hvalaskoðun nánast upp í landsteinum og láta sér ekkert bregða við forvitið fólk, sem skoðar þá úr fjörunni í Grundarfirði.

Sjá næstu 50 fréttir