Fleiri fréttir

Viktoría á von á stelpu - draumurinn að rætast

Viktoría Beckham hefur fengið ósk sína uppfyllta því hún og eiginmaður hennar, David Beckham, eiga von á stelpu. Í síðasta mánuði tilkynnti Viktoría að hún væri ófrísk og í sextán vikna sónar nýlega kom í ljós að barnið sem hún ber undir belti er stúlka.

Mubarak á að fara frá völdum strax

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sendi starfsbróður sínum í Egyptalandi, Hosni Mubarak, skýr skilaboð á blaðamannafundi í gær.

Bundu snjóþotu aftan í bíl

Það var rólegt hjá lögreglu embættum víða um land í nótt. Lögreglan á Selfossi þurfti að aðstoða marga ökumenn eftir miðnætti í gær vegna snjóþunga en það snjóaði mikið í bænum í gærkvöldi.

Hlíðarfjall opið - Bláfjöll lokuð

Opið verður á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli á Akureyri í dag frá klukkan 10 til 16. Klukkan átta í morgun var þar 1 metri á sekúndu og fimm stiga frost.

Innlendar vörur hefðu hækkað mikið

„Það hefur fátt hjálpað íslenskum neytendum síðustu misseri eins og tollvernd,“ segir Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtakanna. Án tollverndar í landbúnaði, segir hann, er engin ástæða til að ætla annað en að bændur, aðrir framleiðendur og aðilar á markaði hefðu hækkað verð til neytenda um sextíu prósent í takt við þá hækkun sem varð á innfluttum vörum þegar krónan féll 2008.

Vill nýja menn við stýrið

„Þegar eigendastefnan er ekki sú sama og við höfum fylgt og ekki ljóst hvert skal stefna finnst mér að nýir menn eigi að taka við stýrinu,“ segir Finnbogi Baldvinsson, fráfarandi forstjóri fisksölufyrirtækisins Icelandic Group.

Guðbjarti dauðbrá við lestur ofbeldisskýrslu

Ekki hefur miðað sem skyldi við útrýmingu launamunar kynjanna og í ofbeldismálum gegn konum ættum við að vera að gera mun betur. Þetta kom fram í máli Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra á fjölmennu Jafnréttisþingi í gær. Ráðherrann kynnti skýrslu um stöðu og þróun jafnréttismála hér á landi.

SÞ segja yfir 300 hafa fallið

Sameinuðu þjóðirnar telja að yfir 300 manns hafi fallið í mótmælum í Egyptalandi frá 25. janúar og um fjögur þúsund manns séu sárir, margir lífshættulega. Samkvæmt frétt BBC hafa stjórnvöld í landinu hins vegar aðeins gefið upplýsingar um mannfall í höfuðborginni Kaíró og sagt að átta hafi látið lífið og yfir 800 séu þar sárir.

Keypti vörur fyrir 1,7 milljónir til einkanota

Engin gögn eða fylgiskjöl er að finna í bókhaldi fyrir fangelsið á Kvíabryggju vegna kaupa á eldsneyti fyrir rúmlega 750 þúsund krónur. Eldsneytið var keypt með svokölluðum N1-inneignarkortum, sem forstöðumanninum var óheimilt að nota, þar sem notkun þeirra hafði verið bönnuð í mörg ár.

Dómsmál margfalt áhættusamara

Nýr Icesave-samningur er betri en Lárus Blöndal, fulltrúi stjórnarandstöðunnar í samninganefndinni, bjóst við. Lárus segir að verði ekki gengið frá samningi þá blasi dómsmál við. Kostnaður við nýja samninginn sé brot af kostnaði sem hlytist af töpuðu máli. Núna deili viðsemjendur ábyrgð og kostnaði.

Vill stöðva aðildarviðræður vegna makríls

Umhverfis- og sjávarútvegsráðherra Breta tekur undir með gagnrýnisröddum stjórnarandstöðu þar í landi og segist „alveg sammála“ því að krefjast skuli af Evrópusambandinu að aðildarviðræður Íslands verði stöðvaðar uns leysist úr makríldeilunni, að því er kemur fram á skosku vefsíðunni Press and Journal.

Bændur farga dýrum vegna eiturs frá Funa

Niðurstöður díoxínmælinga Matvælastofnunar staðfesta staðbundna mengun frá sorpbrennslunni Funa á Ísafirði. Díoxín greinist í mjólk, kjöti og fóðri. Fella verður búpening, allt að 400 skepnur, og bann hefur verið sett á nýtingu búfjárafurða á bæjum í Skutulsfirði.

Áhersla lögð á að eyða óvissunni

Menntaráð Reykjavíkurborgar leggur áherslu á skjót vinnubrögð til að hægt verði að eyða óvissu um framtíðarskipulag skólamála í borginni. Þetta segir Oddný Sturludóttir, formaður menntaráðs, í samtali við Fréttablaðið, en hugmyndir um sameiningu skólastofnana og frístundaheimila Reykjavíkurborgar voru kynntar fyrir stjórnendum leikskóla, grunnskóla og frístundastarfs í gær.

Seldi ríkisbíl og hirti andvirðið sjálfur

Afdrif vörubíls í eigu Fangelsismálastofnunar, sem notaður var á Kvíabryggju, eru meðal atriða sem eru til rannsóknar vegna gruns um misferli fyrrverandi forstöðumanns fangelsisins, Geirmundar Vilhjálmssonar.

Í mál við JP Morgan fyrir að hlífa Maddoff

Lögfræðistofan Irving Picard, hefur stefnt næst stærsta banka Bandaríkjanna, JP Morgan Chase, fyrir að hafa þagað um Ponzi-svindl bandariska hrappsins Bernie Maddoffs.

Kári styður Unni Brá í Icesave málinu

Stjórn Sjálfstæðisfélagsins Kára í Rangarþingi eystra lýsir yfir fullum stuðningi við afstöðu Unnur Bráar Konráðsdóttir um að greiða atkvæði gegn icesave samningunum og beinir því til þingmanna sjálfstæðisflokksins að sjá til þess að samningurinn verði borinn undir atkvæði þjóðarinnar.

Svekkelsi á Skjánum

„Að vissu leyti eru þetta auðvitað vonbrigði og mér finnst eiginlega leiðinlegast að fólkið bak við Hæ Gosi skuli ekki vera tilnefnt," segir Kristjana Thors Brynjólfsdóttir, dagskrárstjóri Skjás eins.

Föstudagsviðtalið: Listamenn eiga að láta í sér heyra

„Ég frétti af þungum áhyggjum tónlistarkennara vegna næsta skólaárs eftir að fjárhagsáætlun lá fyrir. Þegar ég fór svo að rýna í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar á netinu sá ég að niðurskurðurinn var sláandi. Í framhaldinu fór ég að skoða framlög til tónlistarskóla undanfarin ár, aftur til 2004 sem er eins langt og maður kemst á netinu, og þá áttaði ég mig á vægast sagt furðulegu samhengi talnanna, hversu rýr hlutur tónlistarskóla varð í góðærinu," segir Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari, sem hefur undanfarið blandað sér í umræðuna um niðurskurð í framlögum til tónlistarskóla, til að mynda með grein í Fréttablaðinu í gær.

Innbrotsþjófur gleymdi símanum - löggan hringdi í vin hans

Lögreglan í Washington DC hafði hendur í hári seinheppins innbrotsþjófs sem gleymdi símanum sínum á einu heimilinu sem hann braust inn á. Innbrotsþjófurinn, hinn 25 ára Cody Wilkins, var í óða önn að gramsa í eigum íbúanna þegar hann heyrði einhvern koma heim, og flúði út um glugga. Síminn hans varð þó eftir og gátu lögreglumenn því haft uppi á honum með því að hringja í vini hans, tilkynna þeim að eigandi símans hefði lent í slysi og að þeim vantaði nafnið hans. Ástæða þess að Cody þurfti að hlaða símann er sú að hans eigin heimili varð rafmagnslaust í stormi nýverið og lá honum því á að hlaða hann. Cody ákvað að nota tækifærið en þá fór sem fór. Hann hefur verið ákærður fyrir að brjótast inn á tíu stöðum.

Umferð gengið vel þrátt fyrir mikinn snjó

Þrátt fyrir að snjó hafi kyngt niður og færðin í Reykjavík verið afar slæm í dag hafa fá óhöpp orðið í umferðinni, samkvæmt upplýsingum Vísis. „Það er nú bara mesta furða. Það hafa ekki orðið margir árekstrar í dag. Umferðin hefur náttúrlega gengið mun hægar en í venjulegu árferði, en fólk virðist hafa farið varlega,“ segir lögreglumaður hjá umferðardeild lögreglunnar sem Vísir talaði við.

Landsdómur kemur saman í næstu viku

Landsdómur verður að öllum líkindum kallaður saman í næstu viku, í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins. Fyrsta mál dómsins verður að úrskurða um hæfi dómenda.

Íslendingar og Þjóðverjar með hæsta kólesterólmagnið

Hæst mælist kólesteról magn hjá Íslendingum og Þjóðverjum en lægst hjá Afríkubúum samkvæmt niðurstöðum sem birtar voru í læknatímaritinu Lancet.Meðaltalsþyngd hefur tvöfaldast frá árinu 1980 og þyngdaraukningin virðist ekki ætla að taka enda.

Vopnað rán framið á Evrópuþinginu

Vopnaðir ræningjar ruddust inn á pósthús sem staðsett er í byggingu Evrópuþingsins í Brussel í dag og kröfðust þess að fá peninga afhenta. Ránið var framið á sama tíma og margir evrópuleiðtogar voru saman komnir í næstu byggingu á fundi.

Díoxínmengað kjöt og mjólk í Skutulsfirði

Matvælastofnun, MAST, hefur fengið niðurstöður mælinga á díoxíni og díoxínlíkum efnum úr búfjárafurðum og fóðri, sem tekin voru á Vestfjörðum og í Öræfum. Þessi sýnataka fór fram í kjölfar gruns um díoxínmengun sem kom fram við sýnatöku MS í desember síðastliðnum á bæ í Skutulsfirði.

Breytingar á dreifikerfi póstsins

Íslandspóstur hefur gert breytingar á dreifingu bréfapósts sem mun leiða til mikillar hagræðingar í rekstri. Breytingin hefur lítil sem engin áhrif á viðtakendur. Meginbreytingin er sú að magnpóstur frá stórnotendum verður framvegis borinn út í færri en stærri skömmtum en hingað til.

Sautján svínaflensutilfelli á sex vikum

Sautján manns hafa greinst með Svínaflensu á síðustu sex vikum samkvæmt upplýsingum á vef landlæknaembættisins en eftir áramótin varð nokkur aukning á fjölda þeirra sem leituðu læknis með inflúensulík einkenni. Fjórir greindust síðustu vikuna í janúar.

Amnesty hvetur Suleiman til að stöðva ofbeldið

Amnesty International skorar á Omar Suleiman, varaforseta Egyptalands, að stöðva ofbeldið sem stuðningsmenn stjórnarinnar hafa beitt friðsama mótmælendur í Kairó og víðar í landinu á undanförnum dögum.

Ók á dæluhús Orkuveitu Reykjavíkur

Rúmlega tvítug kona var dæmd í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrri fjölmörg afbrot. Konan var meðal annars dæmd fyrir að svíkja út vörur með stolnum kortum auk þess sem hún var dæmd fyrir fíkniefnamisferli. Konan ók einnig margsinnis undir áhrifum fíkniefna.

Könnun ASÍ: Útsvar og álagning eftir sveitarfélögum

Verðlagseftirlit ASÍ skoðaði breytingar á útsvari og álagningu fasteignagjalda í fjölmennustu sveitarfélögum landsins. Útsvarsprósentan er óbreytt frá árinu 2010 í 13 sveitafélögum af 15 en mesta hækkun er á Seltjarnarnesi úr 12,1 í 12,98%. Þrettán af þeim 15 sveitarfélögum sem skoðuð voru, innheimta hámarks leyfilegt útsvar 13,28%. Lægst er útsvarið 12,46% í Garðabæ.

Nítján ára sveik út flatskjá og uppþvottavél

Nítján ára gamall piltur var dæmdur í tveggja mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir fjársvik í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Pilturinn játaði skýlaust að hafa svikið út flatskjá og uppþvottavél í Elko í ágúst á síðasta ári.

Nóróveira í frosnum hindberjum

Aðföng hafa tilkynnt matvælaeftirliti Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um innköllun á Alletiders frosnum hindberjum. Um er að ræða varúðarráðstöfun þar sem Aðföngum hefur borist tilkynning frá A Frost A/S í Danmörku um að þar hafi greinst nóróveira í vörunni. Þetta er í annað skiptið sem hindber eru innkölluð af þessari ástæðu. Matvælastofnun innkallaði einnig hindber frá Euroshopper á síðasta ári vegna ótta við Nóróveiruna.

Vilhjálmur ánægður með afsögn: Fagnar því að menn axli ábyrgð

„Þetta er bara skynsamleg ávörðun hjá Kristjáni og það ber að fagna því að menn axli ábyrgð," segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, en hann kallaði eftir því í fréttatíma Ríkisútvarpsins í hádeginu í dag að Kristján segði af sér sem formaður Starfsgreinasambandsins og úr stjórn Festu-lífeyrissjóði.

Vonar að mál Jóels leiði til þess að staðgöngumæðrun verði leyfð

Einar Þór Færseth, faðir Jóels Færseth, sem fæddist á Indlandi með hjálp staðgöngumóður, segir að fjölskyldan sé himinlifandi með að vera komin heim til Íslands. Jóel kom í heiminn í desember og var honum veittur íslenskur ríkisborgararéttur fyrir áramót. Málið flæktist þó í kerfinu og var fjölskyldan föst á Indlandi þar til fyrir tveimur dögum að þau flugu til Frankfurt í Þýskalandi eftir að Jóel hafði fengið útgefið vegabréf. Fjölskyldan kom svo heim til Íslands síðdegis í gær.

Uppboð sýslumanns á húsbúnaði og veiðigræjum

Ýmis konar húsbúnaður og heimilistæki, antik orgel og veiðigræjur eru meðal þess varnings sem boðinn verður upp af Sýslumanninum í Reykjavík á morgun, laugardaginn 5. febrúar, í Vörumiðstöð Samskipa við Kjalarvog.

Bjarni boðar til fundar um Icesave í Valhöll

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur boðað til fundar um Icesave-málið á morgun, laugardaginn 5. febrúar, í Valhöll. Fundurinn hefst klukkan eitt eftir hádegi en Friðrik Sophusson verður fundarstjóri.

Áttatíu stöðvaðir í umferðareftirliti

Rúmlega áttatíu ökumenn voru stöðvaðir í umferðareftirliti lögreglunnar í miðborginni í gærkvöld. Einn ökumaður reyndist ölvaður við stýrið og var hann sviptur ökuréttindum til bráðabirgða. Annar ökumaður var líka látinn hætta akstri en sá hafði sömuleiðis neytt áfengis en var þó undir leyfilegum mörkum. Sem fyrr var ljósabúnaði nokkurra ökutækja áfátt en lögreglan hvetur ökumenn til að hafa hann alltaf í lagi.

Segir af sér sem formaður Starfsgreinasambandsins

Kristján Gunnarsson hefur sagt af sér sem formaður Starfsgreinasambands Íslands og dregið sig út úr stjórnarstörfum fyrir ASÍ og Festu-lífeyrissjóði. Þetta kemur fram í tilkynningu sem hann birti á heimasíðu Starfsgreinasambandsins í dag.

Skrímslið til sýnis í Hafnarfirði

Markus Ruhl, einn stærsti vaxtarræktarmaður í heimi, er væntanlegur til landsins á morgun. Hann á að baki líflegan feril í vaxtarræktinni, hefur hlotið fjölda titla og var síðast Herra Ólympía árið 2009. Þetta er sami titill og Arnold Schwarzenegger landaði ótal sinnum á sínum tíma.

Bretar vilja að ESB viðræðum við Íslendinga verði hætt

Sjávarútvegsráðherra Breta tók í gær undir kröfur þess efnis að Evrópusambandið hætti viðræðum við Íslendinga um aðild að ESB uns makríldeilan svokallaða leysist. Síðar dró hann í land. Málið var tekið upp á breska þinginu í gær og þar kallaði Tom Greatrex, sem fer með málefni sjávarútvegsins í skuggaráðuneyti stjórnarandstöðunnar eftir því að viðræðum um ESB aðild Íslands verði hætt þegar í stað.

Sjá næstu 50 fréttir