Fleiri fréttir

Oddný: Ekki tímabært að opinbera hugmyndirnar

Stjórnendur í leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum í Reykjavík, sem hugmyndir hafa komið fram um að verði sameinaðir öðrum skólum, fengu í gær bréf þar sem hugmyndirnar voru kynntar.

Tónlistarsala á Netinu: Besta árið hingað til

Tónlist.is hefur nú lokið uppgjöri fyrir árið 2010 en það er besta ár í sölu stafrænnar tónlistar frá upphafi. Í tilkynningu segir að aukning á sölu tónlistar milli árana 2009 og 2010 sé 27% en sú aukning er mun meiri en aukning á sölu stafrænnar tónlistar í heiminum á árinu sem leið. „Einnig stækkar hópurinn sem kýs að vera með tónlist í áskrift, greiða fast gjald og hlusta á allt efni sem er í boði á Tónlist.is. Íslenskir tónlistarmenn leið söluna eins og undanfarin ár, 80% sölunnar er íslenskt efni.“

Rýnt í hugmyndir um sameiningu leikskóla

Verið er að kynna fyrir leikskóla- og grunnskólastjórum og stjórnendum frístundastarfs í borginni hugmyndir um sameiningu skólastofnana og frístundaheimila. Alls er um að ræða á sjötta tug hugmynda sem eru afrakstur af vinnu starfshóps um um greiningu tækifæra til sameiningar stofnana í lærdómsumhverfi barna og samráðsferlis undanfarinna mánaða meðal stjórnenda, foreldra og starfsfólks leikskóla, grunnskóla og frístundastarfs. Nú rýna 120 manns í 12 rýnihópum foreldra og starfsfólks sömu hugmyndir. Starfshópur um greiningu tækifæri til sameiningar stofnana í lærdómsumhverfi barna, hóf störf í nóvember og skilar hann tillögum sínum síðar í þessum mánuði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Snjómokstur í Reykjanesbæ kostar milljón á dag

Hver dagur í snjómokstri hjá Reykjanesbæ getur kostað um eina milljón króna þegar „allur flotinn“ er kallaður út samkvæmt frétt sem birtist á vef Víkurfrétta, vf.is. Guðlaugur H. Sigurjónsson, framkvæmdarstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjanesbæjar, segir í samtali við Víkurfréttir að menn hafi verið heppnir með veðurfar að undanförnu.

Nýsköpun hluti byggðastefnu ESB

Þótt Ísland njóti nú þegar flestra kosta menningar- og listasamstarfs við Evrópusambandið í gegnum EES-samninginn, gæti aðild landsins skipt hinar skapandi greinar máli að öðru leyti, segir formaður samninganefndar Íslands í aðildarviðræðunum, Stefán Haukur Jóhannesson.

Vonandi hægt að opna í Bláfjöllum á morgun

Vonast er til að hægt verði að opna í Bláfjöllum á morgun. Snjótroðarar voru á fullu í alla nótt að færa til og fanga snjóinn sem hefur fallið síðustu daga. Starfsmenn skíðasvæðisins segja því að þetta sé allt að koma. Í dag er töluverður vindur í fjöllunum og snjókoma.

Aldrei fleiri erlendir gestir í janúar

Erlendir gestir hafa aldrei verið jafn margar í janúar og í ár, frá því Ferðamálastofa hóf talningar í Leifsstöð. Í tilkynningu frá Ferðamálastofu segir að um 22 þúsund erlendir gestir hafi farið landinu í nýliðnum janúarmánuði og er um að ræða 3.500 fleiri brottfarir en á árinu 2010. Erlendum gestum fjölgaði því um 18,5% í janúarmánuði á milli ára.

VÍS undirritar Jafnréttissáttmálann

VÍS hefur gerst aðili að Jafnréttissáttmála UN Women og UN Global Compact. Í því felst að VÍS skuldbindur sig siðferðilega til að vinna að jafnréttismálum í sínum ranni, sýna samfélagslega ábyrgð og hafa frumkvæði í jafnréttismálum. Haft er að leiðarljósi að fyrirtækið hafi á að skipa fjölbreyttum og hæfileikaríkum hópi starfsfólks sem eykur samkeppnishæfni þess. Skuldbindingar um samfélagslega ábyrgð og sjálfbærni eru í heiðri hafðar og stuðlað að efnahagslegum og félagslegum aðstæðum sem veita öllum jöfn tækifæri.

Hreindýraland, tónleikar á Skálholti og Þórbergssetur tilefnd

Eyrarrósin, árleg viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni, verður afhent í sjöunda sinn á Bessastöðum 13. febrúar næstkomandi. Þrjú verkefni hafa verið tilnefnd úr hópi umsækjenda: 700IS Hreindýraland á Egilsstöðum, Sumartónleikar í Skálholti og Þórbergssetur á Hala í Suðursveit.

Marel gerir samstarfssamning við Víkina

Marel er einn af máttarstólpum Víkurinnar – Sjóminjasafnsins í Reykjavík næstu þrjú árin en félögin gerðu nýverið með sér þriggja ára samstarfssamning.

Nöfn og myndir af sölunum í Hörpu

Salirnir í Hörpu hafa nú fengið sín formlegu nöfn. Nöfn fjögurra stærstu salanna verða Eldborg, Norðurljós, Silfurberg og Kaldalón.

Logi Geirsson á Kanann

Handboltahetjan Logi Geirsson hefur verið ráðinn sem sölu- og markaðsstjóri útvarpsstöðvarinnar Kanans, sem er meðal annars í eigu eigu Einars Bárðarsonar, eitt sinn kallaður umboðsðmaður Íslands.

Alþjóðlegi krabbameinsdagurinn í dag

Um allan heim er fjórði febrúar ár hvert nýttur til að vekja athygli á vörnum gegn krabbameinum og heilbrigðis- og félagslegri þjónustu þeirra sjúklinga sem greinast með krabbamein. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin bendir á að krabbamein eru eitt algengasta dánarmeinið í veröldinni en um 84 milljónir munu látast af völdum krabbameina á árabilinu 2005-2015, ef ekkert er að gert.

Fréttaskýring: Tími uppgjörs í Arabaheiminum

Frá Jemen til Egyptlands loga mótmæli í Mið-Austurlöndum og Norður Afríku. Tími uppgjörs er komin og þykir um margt minna á þegar Berlínarmúrinn féll 1989 og kommúnistar hrökkluðust frá völdum í Austur-Evrópu.

Hægri sveifla í Háskólanum

Hægri sveifla virðist vera meðal nemenda í Háskóla Íslands, því framboðslisti Vöku til stúdentaráðs, fékk fimm menn kjörna í nýafstöðnum kosningum, en Röskva , listi vinstrisinnaðra stúdenta, þrjá menn.

Bandaríkjamenn í viðræðum um að Mubarak hætti strax

Stórblaðið New York Times hefur það eftir heimildum að bandarískir ráðmenn eigi nú í viðræðum við háttsetta egypska embættismenn um að Mubarak láti strax af störfum og að við taki bráðabirgðastjórn undir forystu Omar Suleiman varaforseta landsins.

Fé drapst á nokkrum bæjum

Kindur hafa drepist á að minnsta kosti sjö bæjum undir Eyjafjöllum af völdum lungnapestar sem herjað hefur á sauðfé á svæðinu, að sögn Þorsteins Ólafssonar, sérgreinadýralæknis nautgripa- og sauðfjársjúkdóma hjá Matvælastofnun.

Fjarlægja óætar furuhnetur

Matvælastofnun vinnur nú að því í samvinnu við innflytjendur og heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga að finna furuhnetur á markaði sem valda óbragði í munni og fjarlægja þær.

Ekki hægt að rekja atkvæði án samsæris

Samsæri hefði þurft til að rekja mætti atkvæðagreiðslu í stjórnlagaþingskosningunum sem fram fóru í lok nóvember og Hæstiréttur ógilti nýverið með úrskurði sínum. Fram kom í erindi Jóhanns P. Malmquist, prófessors í tölvunarfræði og ráðgjafa landskjörstjórnar við kosningarnar, að til hefði þurft að koma samsæri að minnsta kosti tveggja.

Rangárþing ytra vill fá Náttúruminjasafnið á Hellu

„Náttúruminjasafni Íslands yrði meiri sómi sýndur með því að staðsetja það á Hellu heldur en í Reykjavík,“ segir sveitarstjórn Rangárþings ytra. „Telur sveitarstjórn að aðsókn ferðamanna gæti verulega aukist með staðsetningu á Hellu sérstaklega í því ljósi að betra er að vera stór fiskur í lítilli tjörn en lítill fiskur í stórri og hér væri safnið í sínu rétta náttúrulega umhverfi,“

Aðalsalur Hörpunnar heitir Eldborg

Sölum tónlistarhússins Hörpu hafa nú verið gefin formleg nöfn. Stærsti salurinn heitir Eldborg. Í tilkynningu frá Steinunni Birnu Ragnarsdóttur, tónlistarstjóra Hörpunnar, segir að nöfnin í húsinu séu úr tónlistarsögunni auk nafna úr menningu og náttúru landsins.

Vaka hafði betur í HÍ

Vaka sigraði í kosningum til stúdentaráðs Háskóla Íslands, en atkvæði voru talin nú í kvöld. Vaka hlaut 1942 atkvæði og fimm menn kjörna, en Röskva fékk 1478 atkvæði og þrjá menn kjörna. Skrökva fékk 590 atkvæði og einn mann kjörinn en nýtt framboð, Hægri menn, fékk 266 atkvæði sem dugði þeim ekki til að ná inn manni.

Reyndi að senda hvolp með bögglapósti

Bandarísk kona hefur verið ákærð fyrir dýraníð en hún setti hvolp í kassa og reyndi að senda hann með bögglapósti á heimilisfang í 1700 kílómetra fjarlægð. Konan, sem er 39 ára gömul ætlaði að senda hvolpinn sem afmælisgjöf til barns sem býr í Atlanta í Georgíu en sjálf býr hún í Minneapolis.

Jussanam vill fá sama stuðning og Marie Amelie

„Þetta er svolítið skrýtið af því að þessi kona hefur engin tengsl við Ísland. Hún er ekki hérna og vill ekki vera hérna," segir Jussanam da Silva, brasilísk kona sem hefur dvalið hér um skeið. Jussanam starfaði í tvö ár í Hlíðarskóla en vinnuveitandi hennar þurfti að segja henni upp störfum þar sem hún fékk ekki áframhaldandi atvinnu- og dvalarleyfi. Ástæðan fyrir því var sú að hún skildi við íslenskan eiginmann sinn. Hún á sér hins vegar þá ósk heitasta að búa hér til frambúðar.

Vinsælasti sjónvarpsmaður ársins - forval á Vísi

Edduverðlaunin 2011, uppskeruhátíð íslenska kvikmynda- og sjónvarpsgeirans, verða afhent í tólfta sinn hinn 19. febrúar næstkomandi og verður verðlaunaafhendingin í beinni útsendingu á Stöð 2. Áhorfendur ráða ferðinni í kosningunni um Vinsælasta sjónvarpsmann ársins en hægt er að taka þátt í kosningunni hér fyrir neðan.

Flygillinn á flæðiskerinu farinn - dúkað borð dúkkaði upp

Sagan um dularfulla flyglinum sem fallst á flæðiskeri í Biscayne flóa í Miami heldur áfram. Píanóið er þó löngu farið enda var það fjarlægt eftir að upp komst um að ungur maður hafði flutt það á sandrifið til að auka líkur sínar á að komast inn í virtan listaskóla. Sandrifið var autt um tíma en nú er engu líkara en þar hafi verið skipulagt rómantískt stefnumót. Á rifinu má nú sjá dúkað borð fyrir tvo, vínflösku, blóm og styttu af kokki. Fréttastöðvar í Bandaríkjunum hafa flutt fréttir af borðinu dularfulla og enn er ekki vitað hver kom því á flæðiskerið, eða í hvaða tilgangi.

Víðtækt reykingabann samþykkt í New York

Víðtækt reykingabann tekur gildi í New York borg á næstunni. Þegar það tekur gildi verða reykingar bannaðar í almenningsgörðum, á ströndum og á torgum líkt og á Times torgi. Þetta þýðir að borgin státar nú af einni ströngustu reykingalöggjöf í heiminum en reykingar á veitingastöðum voru bannaðar einna fyrst í New York og nú hafa flestar borgir á vesturlöndum fylgt í kjölfarið.

Bílvelta á Þingvallavegi

Toyotabifreið valt á Þingvallavegi við Lyngdalsheiðaafleggjarann rúmlega átta í kvöld. Ökumaðurinn, ung stúlka, var ein í bílnum og eftir því sem sjónarvottur sagði við Vísi slapp hún ómeidd. Þó var sjúkrabíll sendur á staðinn til að veita aðhlynningu.

Nefnd um stjórnlagaþing kemur saman á morgun

Stefnt verður að því að nefnd um stjórnlagaþing komi fram til fyrsta fundar á morgun. Samkvæmt upplýsingum úr forsætisráðuneytinu hafa allir flokkar nema Sjálfstæðisflokkurinn tilnefnt fulltrúa en búist er við því að sjálfstæðismenn tilnefni mann fyrir fyrsta fund. Formaður nefndarinnar er svo skipaður úr forsætisráðuneytinu.

Fyrst og fremst ánægjulegt fyrir ljóðið

Blóðhófnir eftir Gerði Kristnýju og Sveppabókin eftir Helga Hallgrímsson hlutu Íslensku bókmenntaverðlaunin sem afhent voru í gær. Gerður er glöð fyrir hönd ljóðsins en Helgi segir mikið verk enn óunnið í ritun náttúrufræðirita á Íslandi.

Fréttaskýring: Náttúruperlur eða hentugar námur?

Lausleg könnun Veiðimálastofnunar árið 2008 leiddi í ljós að möl var tekin úr yfir 80 vatnsföllum á fimm ára tímabili. Malartekjan var mismikil eftir stöðum en mest nærri stærri þéttbýlisstöðum og stórum framkvæmdum. Mikið er um að framkvæmt sé án lögboðinna leyfa en Fiskistofa hyggst taka harðar á slíkum brotum með tilurð refsiheimilda í lögum.

Þrettán hafa fallið í Egyptalandi

Þrettán manns hafa fallið og um tólf hundruð særst í átökum mótmælenda og útsendara ríkisstjórnar Hosni Mubaraks forseta Egyptalands. Forsætisráðherra landsins hefur beðist afsökunar á árásum á mótmælendur og lofar rannsókn.

Formaður Sjálfstæðisflokksins segist finna fyrir stuðningi

Flestir þingmenn Sjálfstæðisflokksins styðja Icesave-samningana. Þá hefur óánægja meðal flokksmanna ekki birst í mörgum úrsögnum úr flokknum þótt andstaðan sé hörð á veraldarvefnum. Formaður flokksins segist finna fyrir miklum stuðningi.

Sjá næstu 50 fréttir