Fleiri fréttir

Drykkjupartý, misnotkun og dauði í þýsku skólaskipi

Skuggi hefur fallið á hið fræga þýska skólaskip Gorch Fock. Skipið þykir með fegurstu fleyjum og hefur nokkru sinni komið til Íslands á ferðum sínum um heiminn. Þann 7. janúar lést ung stúlka um borð í skipinu og hefur síðan þá komið í ljós að nauðganir, drykkjupartý og ofbeldi var daglegt líf um borð.

Konungur Jórdaníu rekur forsætisráðherrann

Abdullah, konungur Jórdaníu, hefur rekið forsætisráðherra sinn og falið öðrum að mynda nýja ríkisstjórn. Konungurinn grípur til þessara aðgerða í kjölfar mikilla mótmæla í landinu, en þar eins og víða annarsstaðar í miðausturlöndum hefur almenningur mótmælt lökum kjörum sínum og harðræði frá hendi stjórnvalda.

Konur á Suðurnesjum sameinast undir heitinu SKASS

Samstaða kvenna á Suðurnesjum hefur vakið athygli en í september komu rúmlega 100 konur saman til að stofna SKASS, Samtök kraftmikilla, alvöru, skapandi Suðurnesjakvenna. SKASS eru opin samtök fyrir konur á Suðurnesjunum. Tilgangurinn er að efla tengslanet kvenna á svæðinu, fræðast og fræða, efla okkur sjálfar og um leið hvor aðra og styðja konur á Suðurnesjunum til dáða í námi og starfi. Einkunnarorð SKASS eru gleði, kraftur og sköpun.

Baulað á borgarstjórann

Mörghundruð manna fundur tónlistarfólks og nema baulaði á Jón Gnarr borgarstjóra þegar hann ávarpaði mannfjöldann framan við ráðhúsið nú fyrir stundu.

Frestun slæm fyrir nemendur lögregluskólans

Frestun um mánuð á grunnnámi í Lögregluskóla ríkisins hefur komið illa við suma væntanlegra nemenda. Þeir hafa sagt upp vinnu sinni og gert ráðstafanir varðandi húsnæði miðað við að námið hæfist í dag, 1. febrúar, eins og til stóð.

Hörður Torfa afhenti forsetanum beiðni um náðun nímenningana

Hörður Torfason söngvaskáld fór með bréf til embættis forseta Íslands þar sem hann hvetur forsetann til þess að náða níumenninganna verði þeir fundir sekir. Hann segist telja að þau skilyrði sem þarf að uppfylla fyrir náðun séu fyrir hendi, og hvetur fólk til þess að gera slíkt hið sama.

Funamálið: Skortur á fagmennsku og jafnvel vanræksla

Málefni sorpbrennslunnar Funa á Ísafirði var til umfjöllunar hjá umhverfisnefnd Alþingis í morgun. Þar var farið yfir greinargerð Ólínu Þorvarðardóttur, nefndarmanns og þingmanns Samfylkingarinnar, þar sem hún tók sama löggjöf um umhverfismál og upplýsingaskyldu stjórnvalda.

Tónlistarnemar mótmæla fyrir utan ráðhús Reykjavíkur

Á þriðja hundrað manns mótmæla fyrirhuguðum niðurskurði til tónlistarskóla fyrir ráðhús Reykjavíkur. Mótmælin hófust formlega með tónlistaratriði klukkan hálf tvö. Þá verða lög eins og Maístjarnan, Ísland ögrum skorið og fleiri lög sungin.

Segir hrun blasa við í tónlistarkennslu

Reykjavíkurborg hefur boðað allt að átján prósenta niðurskurð á fjárveitingum til tónlistarskóla á komandi skólaári. Viðræður ríkis og borgaryfirvalda standa þó yfir og segir formaður menntaráðs Reykjavíkur að hún sé bjartsýn á að ná niðurskurðartölunni niður í ellefu prósent.

Gríðarlega fjölmenn mótmæli í Kairó

Mótmælendur streyma að Frelsistorginu í Kairó höfuðborg Egyptalands en þeir stefna að því að milljón manns gangi að forsetahöllinni í borginni síðar í dag til að krefjast afsagnar Hosni Mubaraks forseta landsins.

Laugardalshrottinn ákærður

Ríkissaksóknari hefur ákært karlmann á þrítugsaldri fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir hrottalega líkamsárás í Laugardal í Reykjavík síðastliðið haust.

Öllum sagt upp á Læknavaktinni

Öllum starfsmönnum Læknavaktarinnar 110 manns var sagt upp störfum í gær en samningur Læknavaktarinnar við Heilbrigðisráðuneytið rann út um áramótin.

Jóel á leiðinni heim

Jóel Einarsson, litli drengurinn sem fæddist á Indlandi fyrir jól, er á leið heim til Íslands.

Mandela bregst vel við meðferð

Læknar Nelsons Mandela segja að hann bregðist vel við meðferð og sé á batavegi. Mandela, sem er 92 ára, var lagður inn á spítala í Jóhannesarborg í Suður-Afríku vegna sýkingar í lungum, en var útskrifaður á föstudag.

Staðfesti aldrei meðflutning

Sigmundur Ernir Rúnars­son Samfylkingunni stendur ekki að frumvarpi um að norsk-rússnesku skáldkonuninni Marie Amelie verði veittur íslenskur ríkisborgararéttur.

Doktor Gunni gagnrýnir auglýsingar í Húsdýragarði

„Við höfum að leiðarljósi að auglýsingar eða kostunarsamningar séu raunveruleikatengdir," segir Tómas Óskar Guðjónsson, forstöðumaður Húsdýra og Fjölskyldugarðsins. Tónlistarspekúlantinn Gunnar Lárus Hjálmarsson gagnrýnir Húsdýragarðinn á bloggsíðu sinni og birtir mynd af leiktæki sem er þakið skiltum frá Atlantsolíu.

Vissi um andlát móður sinnar - fékk þó aldrei formlega staðfestingu

„Það láðist bara að senda þetta vottorð,“ segir dóttir Steinþóru Eyjólfsínu Steinþórsdóttur, en Tryggingastofnun vissi ekki að hún væri látin fyrr en tíu árum eftir andlát hennar. Þá hafði stofnunin greitt fjórtán milljónir króna til hennar í lífeyri. Steinþóra var búsett í smábæ í Bandaríkjunum, nærri Fargo. Hún bjó þar þegar hún lést.

St. Jósefs verður Landspítalinn

St. Jósefsspítali í Hafnarfirði sameinast í dag Landspítalanum, samkvæmt upplýsingum frá velferðarráðuneytinu. Gert er ráð fyrir því að allir núverandi starfsmenn St. Jósefsspítala verði starfsmenn Landspítalans eftir sameininguna.

Ekki heldur með réttarstöðu grunaðs í Milestone-málinu

Björgvin Björgvinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hefur nú staðfest að Ingi Freyr Vilhjálmsson blaðamaður á DV hefur ekki stöðu grunaðs manns, hvorki í hinu svokallaða njósnatölvumáli á Alþingi né í máli sem varðar meintan gagnastuld frá lögmanni Milestone.

Fjögur ungmenni handtekin vegna fíkniefnamisferlis

Lögreglan í Vestmannaeyjum handtók fjóra 16 ára gamla pilta sem voru að koma til eyja með Herjólfi á föstudaginn. Við leit á einum þeirra fannst kannabis og viðurkenndu allir piltarnir aðild sína að málinu. Að skýrslutöku lokinni voru drengirnir frjálsir ferða sinna. Þeir hafa ekki komið áður við sögu lögreglu vegna fíkniefnamisferlis.

Ingibjörg Sólrún vill bann við því að hylja andlitið á almannafæri

„Ögmundur vill ekki banna búrkur. Gott og vel. Ekki skal ég hafa á móti því að fólk beri það utan á sér hverrar trúar það er þó að mér finnist það hvimleitt. Ég get hins vegar ekki fallist á að fólk hylji andlit sitt - hverrar trúar sem það er," segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, á Fésbókarsíðu sinni.

Tölvan var útbúin sem gagnamiðlari

Fartölvan sem fannst í Alþingishúsinu fyrir ári var útbúin sem gagnamiðlari, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Rannsókn lögreglu á henni hefur leitt í ljós að ekkert stýrikerfi var inni á henni, þannig að einungis var hægt að ræsa hana með stýrikerfi sem var utan hennar. Tölvan var forrituð með þeim hætti að hún gat tekið við gögnum og sent þau áfram, án þess að þess sæjust nokkur merki í henni eftir að búið var að slökkva á henni.

Bílvelta á Grindavíkurvegi

Ökumaður og tveir farþegar sluppu ómeiddir þegar bíll valt út af Grindavíkurvegi í gærkvöldi.

Vinna við Búðarhálsvirkjun sett á fulla ferð

Landsvirkjun veitti Ístaki í dag heimild til að setja framkvæmdir við Búðarhálsvirkjun á fulla ferð, þó með fyrirvara um að stöðva megi verkið, ef ekki rætist úr fjármögnun á næstunni. Þetta þýðir að starfsmannafjöldinn þar mun margfaldast á næstu vikum og mánuðum.

Sjá næstu 50 fréttir