Innlent

Baulað á borgarstjórann

Mörghundruð manna fundur tónlistarfólks og nema baulaði á Jón Gnarr borgarstjóra þegar hann ávarpaði mannfjöldann framan við ráðhúsið nú fyrir stundu.

Jón sagðist vilja leysa málefni tónlistanámsins eins farsællega og unnt væri. Viðræður væru í gangi við ríkið sem gengið hefðu mjög vel.

Jón sagði að ekkert barn ætti að þurfa að hrekjast úr tónlistarnámi en uppskar þá aðhlátur og baul fundarmanna. Einn ræðumanna úr hópi tónlistarfólks sagði að það vildi gleymast að tónlist væri atvinnugrein og að þeir atvinnumenn hefðu einhversstaðar lært.

Mótmælendur flykktust svo inn í ráðhúsið en málefni tónlistarskólanna verður tekið fyrir á borgarstjórnarfundi á eftir.


Tengdar fréttir

Tónlistarnemar mótmæla fyrir utan ráðhús Reykjavíkur

Á þriðja hundrað manns mótmæla fyrirhuguðum niðurskurði til tónlistarskóla fyrir ráðhús Reykjavíkur. Mótmælin hófust formlega með tónlistaratriði klukkan hálf tvö. Þá verða lög eins og Maístjarnan, Ísland ögrum skorið og fleiri lög sungin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×