Fleiri fréttir

Dr. Bond varar við klámvæðingu í símum

Börn eru í auknu mæli að nota farsímana sína í þeim tilgangi að nálgast klámefni, þróa kynferðisvitund sína og til þess að nálgast hvort annað kynferðislega, segir Dr Emma Bond, kennari við háskóla í Suffolk í Ipswich í Bretlandi. Hún hefur skrifað lærða grein um málið sem mun birtast í tímaritinu international journal New Media and Society.

Fær ekki að halda skrá yfir fólk í greiðsluaðlögun

Persónuvernd hefur hafnað ósk Creditinfo Lánstrausti hf um að fá leyfi til þess að skrá og selja upplýsingar um einstaklinga sem fengið hafa greiðsluaðlögun. Þetta kemur fram í úrskurði sem birtur er á vef Persónuverndar.

Finnst niðurskurðurinn ömurlegur

Jóni Gnarr borgarstjóra finnst ömurlegt að þurfa að standa fyrir niðurskurði og hagræðingum. Hann segist ekki hafa farið út í borgarstjórastarfið af sérstökum áhuga fyrir slíku.

Ástráður gagnrýnir úrskurð Hæstaréttar

Ástráður Haraldsson, fyrrverandi formaður landskjörstjórnar, gagnrýnir úrskurð Hæstaréttar um að ógilda kosningar til stjórnlagaþings. Sem kunnugt er sagði landskjörstjórn af sér á föstudag vegna úrskurðar Hæstaréttar um að ógilda kosningarnar.

Ölvaður ökumaður með barn í bílnum

Karlmaður á miðjum aldri var tekinn fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Með honum í bílnum var ungt barn ökumannsins og sat það í framsæti bílsins. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni hafði ökumaðurinn þegar verið sviptur ökuleyfi.

Svíar hafa réttindi af Íslendingum

Dæmi eru um að íslenskir námsmenn í Svíþjóð hafi lent í því að fá ekki þær félagslegu bætur sem þeir eiga rétt á samkvæmt norrænum samningi um félagsleg réttindi. Um er að ræða fæðingarorlof og húsaleigubætur. Þetta kom fram í máli Sivjar Friðleifsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, á Alþingi í dag.

SÞ gagnrýna Íslendinga vegna mikillar rítalínnotkunar

Ávana- og fíkniefnanefnd Sameinuðu þjóðanna hefur sent íslenskum heilbrigðisyfirvöldum athugasemdir þar sem mikil ávísun á rítalín hér á landi er harðlega gagnrýnd. Alltof stór hluti þessara efna lendir í höndum óprúttinna aðila að sögn geðlæknis.

Skattahækkanir höggva í innanlandsflugið

Stjórnvöld setja íbúa landsbyggðarinnar í spennitreyju með því að leggja 400 milljónir króna skattahækkanir á innanlandsflugið á sama tíma og farþegum hefur fækkað um fimmtung á tveimur árum. Þetta var fullyrt í umræðum á Alþingi í dag.

Færri hreindýr skotin á þessu ári

Veiðikvóti á hreindýr minnkar um 27% á þessu ári. Heimilt verður að veiða 1.001 hreindýr í ár samkvæmt ákvörðun umhverfisráðuneytisins að fengnum tillögum Umhverfisstofnunar og Náttúrustofu Austurlands. Heimilt var að veiða 1.272 dýr á liðnu ári. Helsta ástæða þess að kvóti minnkar milli ára er að færri dýr fundust við talningu á Fljótsdalsheiði, samkvæmt tilkynningu frá umhverfisráðuneytinu.

Krefur Agnesi um afsökunarbeiðni og miskabætur

Lögmaður Inga Freys Vilhjálmssonar, blaðamanns á DV, Vilhjálmur Vilhjálmsson, sendi Agnesi Bragadóttur, blaðamanni Morgunblaðsins, bréf í dag. Í því eru gerðar þær kröfur að Morgunblaðið biðjist afsökunar á fréttaflutningi Morgunblaðsins í dag og einnig að Inga Frey verði greiddar miskabætur.

Fréttamaður barinn í Kaíró: Er því miður allt of vanur þessu

„Ég kenni lögreglunni um hvernig fór. Hún bara sigaði múginum á okkur," segir Jón Björgvinsson, fréttaritari RÚV, sem varð fyrir árás æstra íbúa Kaíróborgar í morgun. Jón var þar ásamt fréttateymi að vinna efni fyrir svissneska sjónvarpið. Honum var ýtt í götuna, hann barinn og fötin hans rifiin, auk þess sem tækjabúnaður hans er ónýtur.

Dansarinn útskrifaður af gjörgæslu og á batavegi

Dansarinn Steve Lorenz er útskrifaður af gjörgæsludeild og á batavegi. Í yfirlýsingu frá Íslenska dansflokknum og Borgarleikhúsinu kemur fram að hann muni ekki bera skaða eftir slysið og stefnir að því að mæta aftur til æfinga og sýninga innan skamms.

„Kallinn sló mig í hnakkann, ég sneri mér við og bombaði í hann"

Aðalmeðferð fer nú fram í máli sem höfðað hefur verið gegn Viktori Má Axelssyni og Axel Karli Gíslasyni sem ákærðir hafa verið fyrir að ráðast á karlmann á sjötugsaldri, eiginkonu hans og dóttur þeirra við heimili fjölskyldunnar í Reykjanesbæ í byrjun maí á síðasta ári.

Lýsir yfir framboði til formanns VR

Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, nemi í alþjóðaviðskiptum og stjórnarmaður í VR hefur ákveðið að bjóða sig fram til embættis formanns félagsins. Kosningin fer fram í mars en þegar hefur Stefán Einar Stefánsson siðfræðingur lýsti yfir framboði. Ekki liggur fyrir hvort núverandi formaður, Kristinn Örn Jóhannesson, sækist eftir embættinu að nýju.

Hæstiréttur Danmerkur ákveður framtíð Kristjaníu

Hæstiréttur Danmerkur mun á næstu fjórum dögum ákveða framtíð Kristjaníu í Kaupmannahöfn. Rétturinn mun úrskurða um hvort ríkið eða íbúar Kristjaníu eigi búseturéttinn á frístaðnum.

Minna atvinnuleysi vegna brottfluttra Íslendinga

Ætla má að atvinnuleysi væri mun meira eða í kringum ellefu prósent ef þúsundir Íslendinga hefðu ekki flúið land eftir hrun. Vinnumálastofnun hefur greitt um fimmtíu milljarða í atvinnuleysisbætur á síðastliðnum tveimur árum.

Hótanapólitík af því tagi sem olli hruninu

„Mér finnst mjög hættulegt þegar flokksformenn beita hótunum til þess að fá þingmenn til fylgis við stefnu ríkisstjórnarinnar," segir Lilja Mósesdóttir, þingmaður Vinstri grænna.

Lögregla óskar eftir vitnum að umferðarslysi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að umferðarslysi sem varð á gatnamótum Breiðholtsbrautar og Skógarsels í Reykjavík um klukkan hálfellefu í morgun.

Umhverfisfræðingur óttast eiturefni í gömlum húsum

Engin rannsókn hefur farið fram á því hversu mikið af PCB-eiturefnum kann að leynast í gömlum byggingum hérlendis. Mjög langt er gengið á Norðurlöndunum við að uppræta efnin og er viðhafður mikill viðbúnaður til að komast hjá því að þau sleppi út og valdi skaða á umhverfinu. Sérstök hætta er talin steðja að byggingaverkamönnum sem sjá um niðurrif eða viðhald bygginga, en návist við efnin hefur mikla heilsufars­áhættu í för með sér.

Skóladagvistun hækkar mest í Kópavogi

Gjaldtaka fyrir skóladagvist í yngri bekkjum grunnskólanna og verð á skólamáltíðum hækkaði víða um áramótin. Mest hækkaði gjald fyrir skóladagvist í Kópavogi, þar sem þriggja tíma dagleg vistun ásamt síðdegishressingu hækkaði um 35% milli ára og í Reykjavík hækkaði gjaldið um 22%.

Þingsályktun lögð fram um að ESB umsókn verði dregin til baka

Þrír þingmenn úr þremur flokkum hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar þess efnis að aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu verði dregin til baka. Flutningsmennirnir eru þau Unnur Brá Konráðsdóttir, Sjálfstæðisflokki, Ásmundur Einar Daðason, VG og Gunnar Bragi Sveinsson, Framsóknarflokki.

Buddy Holly aflýst - Sjonni Brink lék söngvara sem dó ungur

„Þetta var mikið áfall fyrir okkur í sýningunni," segir Ingólfur Þórarinsson sem lék aðalhlutverkið í söngleiknum Buddy Holly. Í dag var tekin sú ákvörðun að hætta sýningum á söngleiknum vegna fráfalls Sigurjóns Brink.

Íslendingar varaðir við að ferðast til Egyptalands

Utanríkisráðuneytið hefur sent frá sér tilkynningu þar sem Íslendingum er ráðið frá því að ferðast til Egyptalands vegna ótryggs ástands þar í landi. Ráðuneytið fylgist náið með þróun mála og ráðleggur fólki ennfremur að fylgjast með ferðaleiðbeiningum annarra ríkja, til dæmis Norðurlandanna.

Ráðist á Íslending í Kaíró

Ráðist var á fréttaritara Ríkisútvarpsins, Jón Björgvinsson, sem staddur er í Egyptalandi. Jón var á ferð um fátækrahverfi í höfuðborginni Kaíró ásamt félögum sínum þegar íbúar gerðu aðsúg að þeim. Að sögn Ríkisútvarpsins var Jón barinn í götuna og tökuvél hans brotinn.

Bændur segja lagabreytingar setja túnrækt í uppnám

Bændasamtökin telja að drög að breytingum á náttúruverndarlögum muni hefta og hindra eðilega búskaparhætti, koma í veg fyrir framþróun í landbúnaði og setja venjulega túnræktun í uppnám.

Viðræður ríkisstjórnar og eigendur HS Orku hefjast í dag

Viðræður ríkisstjórnarinnar við eigendur HS Orku um aðkomu hins opinbera að fyrirtækinu hefjast í dag. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur ítrekað gefið til kynna að eignarnám komi til greina nái ríkisstjórnin ekki fram markmiðum sínum.

Ráðuneytið ræður fólki frá ferðalögum til Egyptalands

Utanríkisráðuneytið ræður Íslendingum frá ferðalögum til Egyptalands vegna ótryggs ástands þar í landi. Ráðuneytið fylgist náið með þróun mála og ráðleggur fólki ennfremur að fylgjast með ferðaleiðbeiningum annarra ríkja, til dæmis Norðurlandanna. Þetta kemur fram í tilkynningu sem ráðuneytið hefur sent frá sér. Á annað hundrað manns hafa látist í mótmælunum sem staðið hafa þar yfir undanfarna viku. Þúsundir Egypta mótmæla nú á götum úti í stærstu borga landsins og sem fyrr krefjast þeir að Hosni Mubarak láti af völdum sem forseti. Mikið er um rán og gripdeildir í landinu samhliða mótmælunum, brotist hefur verið inn í fjölda verslana sem og þjóðminjasafnið í Kaíró.

Stálu tækjum sem eru milljóna virði úr bíl

Lögreglan á Selfossi óskar eftir upplýsingum frá almenningi varðandi innbrot í lítinn sendibíl sem brotist var inní aðfararnótt sunnudags. Þjófarnir höfðu töluvert af þýfi upp úr krafsinu samanlagt að virði tveggja til fjögurra milljóna króna.

John Barry er látinn

Tónskáldið John Barry lést í morgun eftir hjartaáfall, 77 ára að aldri. John var rómaður fyrir tónverk sín en hann samdi meðal annars tónlistina fyrir myndina Dances with wolves og fjölda James Bond mynda. Hann fékk átta Óskarsverðlaun um ævina og fjögur Grammyverðlaun. Barry lætur eftir sig eiginkonu til 33ja ára, fjögur börn og fimm barnabörn.

„Aðför að heiðri Inga Freys"

Reynir Traustason, ritstjóri DV, segir frétt Morgunblaðsins um tengsl blaðsins og Wikileaks og hugsanlega greiðslu fyrir stolin gögn aðför að heiðri Inga F. Vilhjálmssonar blaðamanns DV. Morgunblaðið segir Inga með réttarstöðu grunaðs manns í rannsókn lögreglunnar á málinu.

Níu ára drekka vikulega 2,5 lítra af gosi og sætum drykkjum

Fyrsta vikan í febrúar ár hvert er helguð tannvernd og í ár er áhersla lögð á glerungseyðingu og hvernig stemma megi stigu við henni. Af því tilefni hefur Lýðheilsustöð gefið út veggspjaldið „Þitt er valið" þar sem lýst er á myndrænan hátt innihaldi algengustu vatns-, ávaxta- og gosdrykkja á markaðnum og áhrifum innihaldsins á tannheilsu.

Sanddæluskipið Skandia kemur í næstu viku

Sanddæluskipið Skandia, sem Íslenska gámafélagið hefur tekið á leigu til að dýpka Landeyjahöfn, fer í skoðun ytra í dag. Vegna athugasemda sem geraðr voru við skipið við skoðun í síðustu viku, gat það ekki lagt af stað til Íslands.

Manndráp af gáleysi í dómi

Ríkissaksóknari hefur ákært tæplega sextugan karlmann fyrir manndráp af gáleysi. Hann neitaði sök við þingfestingu.

Nágranni vita þorir ekki að vera nakinn

„Bærinn treystir bara á að fólk geti vaðið yfir garðinn hjá mér og garðana í kring,“ segir Helgi Arndal Davíðsson, íbúi á Vitastíg 12 í Hafnafirði, sem er langþreyttur á umferð að gömlum vita við baklóð hans.

Sjá næstu 50 fréttir