Fleiri fréttir

Frakkar senda flugmóðurskip sitt til Líbíu

Franskar herþotur skutu fyrstu skotum á líbísk skotmörk í dag. Þá hefur David Cameron, forsætisráðherra Breta, staðfest að breskar herþotur væru tilbúnar til árásar og bandarískir fjölmiðlar segja að hermenn Bandaríkjamanna hafi skotið stýriflaug.

Fálkasetur stofnað í Ásbyrgi

Fálkasetur Íslands hefur verið stofnað í Ásbyrgi. Stofnendur telja þennan tignarlega fugl skipa sérstakan sess, hann hafi verið í skjaldarmerki Íslands og talinn konungsdjásn. Það eru Vatnajökulsþjóðgarður, Náttúrustofa Norðausturlands, Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga og samtökin Fuglastígur á Norðausturlandi sem standa að Fálkasetrinu og verður það til húsa í þjóðgarðsmiðstöðinni í Ásbyrgi, Gljúfrastofu.

Segir orð Valtýs fráleitar dylgjur

Forsætisráðherra segir ríkissaksóknara fara með fráleitar dylgjur og hvetur hann til að draga orð sín um afskipti hennar af ákæruvaldinu til baka.

Bandamenn búa sig undir árásir á Gaddafi

Um 20 herþotur frá franska flughernum sveima nú í líbískri lofthelgi til að koma í veg fyrir að herlið Gaddafis Líbíuforseta geti ráðist á uppreisnarmenn í borginni Benghazi. Þá eru einnig franskar þotur yfir Líbíu.

Vilja að hagræðingarhugmyndir í skólum verði endurskoðaðar

Foreldrar leik- og grunnskólabarna í Laugardal, Háaleiti og Bústaðahverfi skora á borgarstjórn Reykjavíkur að endurskoða fyrirhuguð sameiningar- og breytingaráform í leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum borgarinnar. Þetta kemur fram í ályktun opins fundar sem haldinn var um málið í Réttarholtsskóla í dag.

Knútur er dauður

Frægasti ísbjörn allra tíma, björninn Knútur, drapst á heimili sínu í dýragarði í Þýskalandi í dag. Þýska blaðið Spiegel greinir ffrá þessu en segir jafnframt að ekki liggi fyrir af hverju Knútur drapst. Knútur hefur verið í dýragarði í Berlín frá því móðir hans hafnaði honum og bróður hans. Knútur var fjögurra ára gamall.

Ákæruvaldið láti orð ráðherra ekki hafa áhrif

Sigurður Líndal, fyrrverandi prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, segir að saksóknarar eigi ekki að þurfa að láta ummæli ráðherra hafa nein áhrif á sig. Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari sagði í gær að Jóhanna hefði haft óbein áhrif á ákæruvaldið með ummælum sínum meðal annars um handtökur útrásarvíkinga og í máli nímenninganna.

Safna fyrir heimilislausa í kvöld

Tónleikar verða haldnir í Háskólabíó til styrktar Kaffistofu Samhjálpar í kvöld klukkan átta. Tugir manna koma á kaffistofuna á hverjum degi til að fá sér kaffisopa að vild og meðlæti. Flestir hafa gestir kaffistofunnar verið 130 á einum degi. Í fyrra fékk Kaffistofan 45 þúsund heimsóknir.

Bandamenn ætla að ráðast á Gaddafi

Loftárásir bandamanna á Líbíu geta hafist á hverri stundu en leiðtogar Evrópu, nokkurra Arabaríkja og utanríkisráðherra Bandaríkjanna ákváðu á fundi í París rétt í þessu að hefja hernaðaraðgerðir.

Ásakanir ríkissaksóknara svakalega þungar

Ásakanir Valtýs Sigurðssonar ríkissaksóknara um að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefði haft bein áhrif á ákæruvaldið eru svakalega þungar, segir Vigdís Hauksdóttir, fulltrúi Framsóknarflokksins í allsherjarnefnd Alþingis.

Opnuðu Air d'Islande í París

Opnunarhóf menningarhátíðarinnar Air d'Islande fór fram í sendiherrabústað Íslands í París í gærkvöldi.

Orð innanríkisráðherra umdeild

„Við vorum rænd," sagði Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra á málstofu um rannsókn og saksókn efnahagsbrota og stöðu ákæruvaldsins í gær, en þar vísaði ráðherrann til bankahrunsins.

Ástsæll ráðherra látinn

Warren Christopher, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lést í gær. Hann var 85 ára að aldri. Christopher var utanríkisráðherra á fyrra kjörtímabili Bills Clinton, forseta Bandaríkjanna, en Madeleine Albrigth tók svo við af honum. Í embættistíð sinni tók Christopher meðal annars virkan þátt í að móta Dayton samkomulagið sem batt enda á stríðið á Balkanskaga.

Hrikalegar myndir af árásinni í Líbíu

David Cameron, forsætisráðherra Breta, Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, eru í þann mund að hittast til að ræða stöðuna í Líbíu. Síðar í dag munu þau svo hitta leiðtoga fleiri Evrópuríkja og Arabaríkja til að ræða hernaðaraðgerðir. Þær eru hrikalegar myndirnar sem sýna þegar herþota er skotin niður í borginni Benghazi í Líbíu í nótt. Vélin var á vegum uppreisnarmanna og talið er að það hafi verið hersveitir Gaddafis sem skutu vélina niður.

Flýði menn á leigubíl

Sjö ára stúlka flýði tvo menn á dökkum bíl með Taxa merki á toppnum í Hjaltabakka á fimmtudaginn í Neðra-Breiðholti í Reykjavík. Að sögn móður stúlkunnar flýði stúlkan mennina tvo sem keyrðu fram og til baka, brostu til hennar og bökkuðu síðan að henni en þá hljóp hún burt og faldi sig bak við blokk. Síðan kom annar mannanna með hendur fyrir aftan bak gangandi á eftir stúlkunni fyrir aftan blokkina þangað sem hún flýði og reyndi að ná tali af henni en hún hafði vit á því að forða sér. Mennirnir voru dökkhærðir miðað við lýsingar stúlkunnar.

Opið í Bláfjöllum í dag

Það verður opið í Bláfjöllum í dag frá tíu til fimm. Þessa stundina er vindstyrkurinn þar um 5 metrar á sekúndu og frostið ein gráða, snjómugga, og alskýjað. Þá er opið í dag frá klukkan tíu til fjögur í Hlíðafjalli. Þar er átta gráðu frost, fimm metrar á sekúndu og snjókoma.

Herþota skotin niður

Herþota var skotin niður í borginni Benghazi í Líbíu í nótt þrátt fyrir að ríkisstjórn Líbíu hafi lýst yfir vopnahléi.

Ég var í Wuhan segir Gunnar

Hjálmar Hjálmarsson, bæjarfulltrúi Næst besta flokksins, hefur lagt fram fyrirspurn í bæjarráði Kópavogs um það hvort Gunnar I. Birgisson, fyrrverandi bæjarstjóri, hafi þegið boð Landsbankans á fótboltaleik í London.

Friðarsúla fyrir Japan í neyð

Kveikt verður á friðarsúlu japönsku listakonunnar Yoko Ono í Viðey annað kvöld á vorjafndægrum. Ferðin til Viðeyjar á morgun er tileinkuð fórnarlömbum hamfaranna í Japan að því er segir á vef Reykjavíkurborgar.

Aristide snúinn heim eftir sjö ára útlegð

HaítiJean-Bertrand Aristide, sem árið 1991 varð fyrsti lýðræðislega kjörni forsetinn á Haítí, sneri aftur þangað frá Suður-Afríku í gær eftir sjö ára útlegð. Fjölmennur hópur stuðningsmanna hans tók fagnandi á móti honum á flugvellinum.

Bera ekki nægilegt traust til réttarkerfis

Þolendur kynferðisofbeldis og stuðningssamtök þeirra bera ekki nægilegt traust til réttarkerfisins og brýnt er að á þeim vanda sé tekið. Þetta sagði Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra á fundi ríkissaksóknara og Ákærendafélags Íslands í Þjóðminjasafninu í gær.

Suðurnesjamenn áhyggjufullir

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra minntist ekki á álver í Helguvík þegar hún taldi upp fyrirhugaðar stórframkvæmdir hér á landi á Alþingi í vikunni. Vakti ræða Jóhönnu áhyggjur á Suðurnesjum.

Afhentu LSH hágæslubúnað

Taugalækningadeild Landspítala - háskólasjúkrahúss hefur fengið góða gjöf þar sem MND-félagið, Parkinsonsamtökin, MG-félagið og Heilaheill afhentu deildinni tækjabúnað. Um er að ræða hágæslubúnað sem eykur fagmennsku og öryggi á deildinni, eins og segir í fréttatilkynningu.

Málum sérstaks saksóknara fjölgar enn

Níu mál komu inn á borð sérstaks saksóknara í síðustu viku. Heildarfjöldi mála er þar með orðinn 119 en þar af teljast 89 virk. Talan mun að öllum líkindum halda áfram að hækka á næstu misserum en tugir mála eru til skoðunar hjá Fjármálaeftirlitinu. Þetta var meðal þess sem kom fram á fundi embættis ríkissaksóknara og Ákærendafélagsins í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins í gær. Rætt var um stöðu embættis sérstaks saksóknara og framtíð efnahagsbrotarannsókna á Íslandi.

Aðgerðaáætlun í burðarliðnum

Skúli Helgason, þingmaður Samfylkingarinnar, mælti á miðvikudag fyrir þingsályktunartillögu um menntun og atvinnusköpun ungs fólks. Flutningsmenn ásamt Skúla eru fjórtán þingmenn allra flokka.

Nagladekkjum fækkað um helming á níu árum

Nagladekkjum hefur fækkað um helming á 9 árum í Reykjavík. Í mars árið 2002 voru 67% bifreiða á nagladekkjum en nú eru 34% á nöglum. Þetta kemur fram á vefsíðu Reykjavíkurborgar.

Stakk sér 11 metra í vaðlaug

Bandarískur dýfingarmaður sló á dögunum sitt eigið met þegar að hann stakk sér 11 metra í vaðlaug með einungis um 30,5 sentimetra djúpt vatn. Darren Taylor er einnig þekktur undir heitinu Prófessor Splass. Hann stakk sér í jökulkalt vatn í Þrándheimi í Noregi og um var að ræða þrettánda staðfesta Guinnes heimsmetið hans. Taylor, sem er frá Colorado í Bandaríkjunum, hefur 25 ára reynslu af dýfingum og vinnur sem áhættuleikari.

Fréttaskýring: Örvæntingarfull barátta í Japan

Erfiðlega hefur gengið að kæla niður kjarnaofna kjarnorkuversins í Fukushima. Stefnt var á að tengja bráðabirgðarafmagnsleiðslu við verið í gær til að koma kælikerfum í gang á ný. Geislavirkni hækkaði eftir að vatni var sprautað með háþrýstislöngum á einn ofninn.

Kópavogur greiðir málskostnað vegna einkamáls

Bæjarráð Kópavogs hefur samþykkt að greiða málskostnað vegna einkamáls þriggja bæjarfulltrúa úr bæjarsjóði. Hópur bæjarbúa hefur ráðið lögfræðing og hyggst kæra málið ef niðurstaðan verður staðfest í bæjarstjórn.

Flóknar "alvöruviðræður" við Alcoa um Bakka

Lausafjárstaða Landsvirkjunar hefur aldrei verið sterkari. Forstjórinn segir að áherslan verði nú á Þingeyjarsýslur og staðfestir að samningaviðræður standi yfir við Alcoa.

Þjóðvegurinn lokaður milli Stóru Tjarna og Kross

Vegna ófærðar, óveðurs og umferðaróhappa er þjóðvegur 1 við Ljósavatn, milli Stóru Tjarna og Kross, lokaður og verður það líklega allt til hálf átta. Þarna hafa orðið í það minnsta þrjú umferðaróhöpp. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni urðu slys á fólki en ekki er vitað hve alvarleg.

Fara til Bandaríkjanna í staðgöngumæðrun

Að minnsta kosti tvö nýleg dæmi eru um að íslensk pör hafi eignast börn með aðstoð bandarískra staðgöngumæðra. Í Fréttatímanum kemur fram að pörin komu með tvö börn hvort til landsins. Annað parið er skráð sem foreldrar barnanna á bandarísku fæðingavottorði. Það greiddi um 20 milljónir króna fyrir staðgönguna. Þá greinir Fréttatíminn frá því að Nokkur íslensk pör undirbúa för til Bandaríkjanna þar sem þau hyggjast eignast börn með þessum hætti.

Kynnt framkvæmdaáætlun Reykjavíkurborgar á Útboðsþingi

Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, kynnti framkvæmdaáætlun Reykjavíkurborgar á Útboðsþingi í dag. Áætlunin gerir ráð fyrir að 6,5 milljörðum verði varið í nýframkvæmdir og stærri viðhaldsverkefni. Í máli Dags kom fram að við forgangsröðun verkefna hefði verið horft til þess að framkvæmdir væru vinnuaflsfrekar og jafnframt að þær hefðu sem minnst áhrif til hækkunar á rekstrarkostnaði Reykjavíkurborgar. Einnig var horft til þeirra framkvæmda sem líklegt er að leiði af sér auknar tekjur í framtíðinni. Dagur kynnti einnig Framkvæmdasjá, en þar má finna nánari upplýsingar um framkvæmdir Reykjavíkurborgar.

Engar uppsagnir á leikskólum Reykjavíkur um þessi mánaðamót

Það verða engar uppsagnir um næstu mánaðamót, segir Ragnhildur Erla Bjarnadóttir, sviðsstjóri Leikskólasviðs. Vegna áformaðra hagræðingaraðgerða á Leikskólasviði má búast við því að segja þurfi upp starfsmönnum. Hagræðingaraðgerðirnar hafa hins vegar ekki verið samþykktar á æðstu stöðum í borgarkerfinu.

Styttist í opnun Hörpu

Nú styttist í að Harpan verði opnuð en opnunarhátíð tónlistarhússins verður 13. maí næstkomandi. Iðnaðarmenn keppast nú við að leggja lokahönd á verkið og Björn Sigurðsson myndatökumaður Stöðvar 2 heimsótti húsið á dögunum og tók meðfylgjandi myndir.

Íslendingar styrkja Japani um 10 milljónir

Íslensk stjórnvöld munu veita 10 milljónum króna til neyðaraðstoðar í Japan að tillögu Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra sem hann kynnti á ríkisstjórnarfundi í morgun. Í Japan ríkir neyðarástand af völdum jarðskjálftans og flóðbylgjunnar sem gekk á land hinn 11. mars síðastliðinn. Áætlað er að um 430 þúsund manns hafi misst heimili sín eða verið flutt á brott vegna hættu á geislavirkni. Fólkið hefst við í neyðarskýlum og bráðabirgðahúsnæði. Framlag stjórnvalda mun renna til Rauða krossins í Japan samkvæmt tilmælum japanskra stjórnvalda þar að lútandi, ýmist í gegnum Rauða kross félögin í hlutaðeigandi ríkjum eða beint til japanska Rauða krossins. Utanríkisráðuneytið hefur átt samráð við Rauða kross Íslands og mun framlagið renna til fjársöfnunar RKÍ til styrktar hjálparstarfinu. Samkvæmt ósk japanskra stjórnvalda samhæfir Evrópusambandið aðgerðir sem miða að því að senda hjálpargögn á hamfarasvæðið. Utanríkisráðuneytið, með aðstoð almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, er í tengslum við vöktunarmiðstöð ESB en Ísland hefur átt aðild að því samstarfi frá árinu 2002. Ráðuneytið mun áfram fylgjast grannt með þróun mála í Japan og ákvörðun um frekari framlög verður tekin eftir því sem þörf fyrir neyðaraðstoð verður skýrari.

Tólf milljónir í neyðaraðstoð til Líbíu

Íslensk stjórnvöld munu veita 12 milljónum króna til alþjóðlegrar neyðaraðstoðar í Líbíu samkvæmt ákvörðun Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra. „Neyðarástand ríkir í landinu og tugir þúsunda flóttamanna hafa farið yfir landamærin frá Líbíu til Egyptalands og Túnis,“ segir í tilkynningu frá ráðuneytinu.

Umtalsverðar skemmdir á Laxárvirkjun

Laxárvirkjun tvö í Suður-Þingeyjarsýslu hefur verið stöðvuð eftir að grjót komst inn í vatnshjól virkjunarinnar og olli umtalsverðum skemmdum. Landsvirkjun segir að verið sé að meta ástandið og ákvörðun um viðgerð verður tekin í framhaldi en ekki sé ljóst hvenær stöðin kemst aftur í rekstur.

BSRB: Minnisblaði ASÍ og SA harðlega mótmælt

Stjórn BSRB mótmælir harðlega innihaldi minnisblaðs ASÍ og SA um stöðu lífeyrismála. Stjórnin segir að í minnisblaðinu, sem dagsett er 25. febrúar síðastliðinn, komi fram hugmyndir um skerðingu lífeyrisréttinda opinberra starfsmanna. Í ályktun stjórnar sem samþykkt var í dag er þessum áherslum er hafnað og ASÍ átalið fyrir að einbeita sér ekki að hagsmunabaráttu fyrir eigin félaga frekar en að berjast fyrir réttindaskerðingu hjá félögum annarra launþegasamtaka. „Það er umhugsunarefni á hvaða vegferð launabaráttan er þegar slík vinnubrögð eru viðhöfð.“

Stefnir DV - vill fimm milljónir í miskabætur

Jón Snorri Snorrason, lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, hefur ákveðið að stefna DV vegna frétta blaðsins af gjaldþroti Siguplasts, þar sem Jón var stjórnarformaður. Blaðið hélt því meðal annars fram að Jón sætti lögreglurannsókn en hann segist hafa það staðfest frá ríkislögreglustjóra að það sé ekki rétt.

Bæjarstjórnin komin með matsgerðina - hafa tíu daga til að taka afstöðu

Fulltrúar í bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar hafa fengið matsgerð tveggja dómkvaddra matsmanna sem komust að þeirri niðurstöðu að Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar, hafi lagt Ólaf Melsted, fyrrum framkvæmdastjóra Tækni- og umhverfissviðs hjá bænum, í einelti.

Marijúana útrýmir hassinu

Samkvæmt tölum frá lögreglu hefur algjör viðsnúningur orðið í neyslu kannabisefna á síðustu árum. Á árunum 2001 til 2008 var meira tekið af hassi en marijúna. Á árunum 2009 og 2010 varð hinsvegar viðsnúningur og seinna árið var hald lagt á 27 kíló af maríjuana en fimmtán kíló af hassi. Enn virðist halla á hassið því á þessu ári hafa lögreglu- og tollayfirvöld lagt hald á 12.5 kíló af marijúana en aðeins 124 grömm af hassi.

Vopnahléi lýst yfir í Líbíu

Stjórnvöld í Líbíu hafa lýst yfir vopnahléi sem tekur gildi nú þegar. Öryggisráð sameinuðu þjóðanna samþykkti í gærkvöldi flugbann yfir landinu auk þess sem hernaðaraðgerðir til varnar óbreyttum borgurum eru heimilaðar. Utanríkisráðherra Líbíu hefur nú tilkynnt um skilyrðislaust vopnahlé sem ætlað er að vernda almenning.

Sjá næstu 50 fréttir