Fleiri fréttir

Stúlkan sem var skotin er enn í lífshættu

Ástand hinnar fimm ára gömlu stúlku sem varð fyrir skotárás í London í gær er ennþá metið alvarlegt. Stúlkan er talin vera yngsta fórnarlamb byssuskots í London í langan tíma en hún fannst lífshættulega særð í verslun einni í hverfinu Lambeth, ásamt 35 ára gömlum manni sem hafði verið skotinn í höfuðið. Lögreglan leitar nú þriggja ungmenna sem eru taldir hafa skotið mörgum skotum inni í versluninni en þangað höfðu þeir elt tvo aðra unglinga. Þeir sluppu hinsvegar báðir að því er virðist og biðlar lögreglan nú til þeirra að koma fram og veita upplýsingar.

Það sækir uggur að Jóhönnu

Það vekur upp áhyggjur og grunsemdir ef fjársterkir aðilar eru að koma hér og sækja um ríkisborgararétt til að geta fjárfest í íslenskum orkuauðlindum. Þetta sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Björn Valur Gíslason, þingmaður VG, spurði forsætisráðherra út í málið.

Hópurinn vildi ríkisborgararétt strax í desember

Hópur erlendra ríkisborgara sem sótt hefur um íslenskan ríkisborgararétt fyrir stefndi að því að fá Alþingi til að taka umsóknirnar til afgreiðslu í desember 2010, þegar aðrar umsóknir um ríkisborgararétt fengu umfjöllun. Það gekk ekki eftir því innanríkisráðuneytið lagði "alla mögulega steina í götu þess að Alþingi fengi að fjalla um framangreindar umsóknir."

Fer ekki að vekja upp þennan dauða hest

"Þetta er alveg úr lausu lofti gripið," segir Sölvi Blöndal tónlistarmaður. Vísir greindi frá því í gær að hljómsveitin Quarashi væri að íhuga endurkomu í sumar. Sagði í frétt á vefnum að sveitin myndi leika á tónleikum á útihátíð í júlí sem kallast Besta hátíðin.

Björgunaraðgerðir OR koma illa niður á Borgarbyggð

Björgunaraðgerðir eigenda Orkuveitu Reykjavíkur, koma harkalega niður á fjárhag Borgarbyggðar sem á tæplega eitt prósent í fyrirtækinu. Í Skessuhorni er greint frá því þetta muni kosta sveitarfélagið 75 milljónir króna í ár, og 35 milljónir á næsta ári, peninga, sem ekki eru til.

Lítil grásleppuveiði

Veiðin, það sem af er þessari grásleppuvertíð, er ekki nema 40 prósent af því sem hún var á sama tíma í fyrra. Það má að mestu leiti skýra með þrálátum brælum, sem hafa komið í veg fyrir að menn gætu róið, því þokkalega veiðist þegar verður leyfir.

Hart barist á Fílabeinsströndinni

Hermenn hliðhollir forsetaframbjóðandanum Alassane Outtara á Fílabeinsströndinni hafa lagt undir sig eina stærstu borg landsins. Miklir bardagar hafa geisað í landinu eftir að sitjandi forseti Laurent Gbagbo neitaði að láta af völdum þrátt fyrir að hafa tapað í kosningum og hefur enn töglin og hagldirnar í stærstu borginni Abidjan.

Strípalingar á ferð í Hveragerði

Nokkrum Hvergerðingum brá í brún um tíu leitið í gærkvöldi þegar þeir sáu sex unga karlmenn hlaupa þar kviknakta um stræti.

Rýmingarsvæðið verði stækkað um helming

Kjarnorkueftirlitsmenn á vegum Sameinuðu þjóðanna hafa lagt til við japönsk stjórnvöld að þau íhugi alvarlega að stækka öryggissvæðið í kringum kjarnorkuverið í Fukushima og flytja íbúa á brott.

Musa Kusa snýr baki við Gaddafí

Utanríkisráðherra Líbíu, Musa Kusa, hefur flúið land og er nú í Bretlandi. Hann segist ekki vilja starfa lengur fyrir einræðisherrann Muammar Gaddafí. Kusa flaug til Túnis þar sem hann var yfirheyrður af breskum hermönnum áður en hann fékk að fara áfram til Bretlands.

Máli tannlæknisins var vísað frá dómi

Máli tannlæknis á Suðurnesjum sem ákærður hafði verið fyrir fjársvik, með því að framvísa til Tryggingastofnunar reikningum vegna tannviðgerða sem hann hafði ekki unnið, var í gær vísað frá dómi í Héraðsdómi Reykjaness. Dómurinn sagði „bresta svo mjög á skýrleika verknaðarlýsingar í ákæru að ákærða verði með réttu ekki talið fært að taka afstöðu til sakargifta og halda uppi vörnum gegn þeim“.

Lagfæra brotalamir í ættleiðingarlöggjöf

Innanríkisráðherra mun á næstu dögum skipa starfshóp sem ætlað er að móta framtíðarstefnu um ættleiðingar hér á landi og undirbúa nauðsynlegar lagabreytingar.

Beitið skussana dagsektum

Íbúasamtök miðborgar Reykjavíkur segja í bréfi til borgaryfirvalda að ótækt sé „að tilteknir eigendur fasteigna fari þannig að ráði sínu að tjón hljótist á eignum annarra eigenda í nágrenninu“.

Óvíst hvort varamaður þiggur sæti

Óvíst er hvort sá sem lenti í 26. sæti í kosningum til stjórnlagaþings þiggur sæti í stjórnlagaráði. Fyrsti fundur stjórnlagaráðs er áformaður næstkomandi miðvikudag.

Áhrif Icesave ofmetin

Tómas Ingi Olrich, fyrrum þingmaður, ráðherra og sendiherra, segir of mikið gert úr skaðlegum áhrifum þess að hafa Icesave-deiluna óleysta.

Samskiptin batna ekki með nei-i

Mat Lees C. Buchheit, formanns íslensku samninganefndarinnar, er að ómældur hliðarkostnaður geti verið í því falinn að hafa Icesave-deiluna óleysta yfir höfði þjóðarinnar. Er þá ekki litið til áhættunnar af því að málið gæti tapast "með skelfilegum afleiðingum“ að hans mati.

Fiskveiðikerfið ekki í aðgerðapakkanum

Ríkisstjórnin mun í dag kynna víðtæka aðgerðaáætlun til að örva atvinnu- og efnahagslíf landsins. Með því er leitast við að svara kröfum aðila vinnumarkaðarins og liðka um fyrir kjaraviðræðum milli ASÍ og Samtaka atvinnulífsins (SA). Forsætisráðherra segir að þar verði ekki kveðið á um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu.

Nóg komið af áhættusækni

„Mín skoðun er að það verði svo sem engin ragnarök þótt Icesave verði hafnað eins og sumir vilja halda fram,“ segir Margrét Kristmannsdóttir, formaður Samtaka verslunar og þjónustu.

Barði mann í höfuð með röri

Ríkissaksóknari hefur ákært tvítugan mann fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Manninum er gefið að sök að hafa slegið annan mann með járn- eða álröri í höfuðið.

Kýldi starfsmann barnaverndarnefndar

Ríkissaksóknari hefur ákært konu fyrir ofbeldisverk og hótanir gagnvart starfskonu barnaverndarnefndar Reykjanesbæjar á árunum 2008 og 2009.

Höfuðkúpubrot-inn eftir árás

Rúmlega tvítugur karlmaður hefur verið ákærður fyrir stórfellda líkamsárás. Manninum er gefið að sök að hafa kýlt annan mann í andlit og bringu og ýtt honum.

Við höfum val út úr reiðinni

„Þetta er ævaforn mantra sem er til þess fallin að glæða með okkur hugrekki, eldmóð og staðfestu. Hún virkar í dagsins önn,“ segir listamaðurinn Þorlákur Kristinsson Morthens, betur þekktur sem Tolli.

Geri tillögu um hafnarsvæðið

Borgarráð hefur samþykkt skipan fimm manna stýrihóps á vegum borgarinnar og Faxaflóahafna til að endurskoða skipulag við höfnina frá Grandagarði að tónlistar- og ráðstefnuhúsinu.

Útivistarleiðir en ekki stígar á Arnarnesi

„Þessi fundur er til að leggja fram kynningu og fá athugasemdir íbúanna,“ segir Stefán Konráðsson, formaður skipulagsnefndar Garðabæjar, um fund í Sjálandsskóla í kvöld um skipulagsmál á Arnarnesi.

Uppreisnarmenn á undanhaldi

Liðsmenn Múammars Gaddafí náðu olíuborginni Ras Lanúf aftur á sitt vald í gær úr höndum uppreisnarmanna. Einnig var hart sótt að uppreisnarmönnum í olíuborginni Brega.

Fjórir ofnar teknir úr notkun

Hvert bakslagið á fætur öðru hefur komið í baráttuna við að halda niðri geislamengun frá kjarnorkuverinu í Fukushima. Ákveðið hefur verið að leggja endanlega niður starfsemi í þeim fjórum ofnum versins sem til vandræða hafa verið.

Vítt og breitt með Vísi

Í meðfylgjandi myndaalbúmi má skoða myndir víðsvegar að úr heiminum af atburðum undanfarinna daga. Ástandið í Japan, stríðið í Líbíu og óeirðir í London er á meðal viðfangsefna ljósmyndara AP. Smelltu hér til þess að skoða myndirnar.

Íhugar að skrifa aðra grein um frægðina - og öndum með nefinu

"Mér sýnist stefna í follow-up celebrity grein,“ skrifar Ragnar Egilsson á Facebook-síðu sína, en hann ritaði umdeilda grein í Reykjavík Grapevine á dögunum. Þar fer Ragnar hörðum orðum um umtalaðasta fólkið á Íslandi í dag, þau Jón Hilmar Hallgrímsson, Völu Grand, Gillzenegger, Tobbu Marínós og Ásdísi Rán. Segja má að hann geri stólpagrín að þeim öllum.

Heimilar leynilegan hernaðarstuðning við líbíska uppreisnarmenn

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, undirritaði sérstakan samning fyrir tveimur eða þremur vikum, um leynilegan stuðning við uppreisnarmenn í Líbíu umfram samþykkt Öryggisráðsins sem gengur út á flugbann og að tryggja að saklausir borgarar verði ekki fyrir árásum af hálfu herliðs Muammar Gaddafis, leiðtoga Líbíu.

Vilja ríkisborgararétt til þess að fjárfesta í orkuauðlindum Íslands

Tíu fjársterkir aðilar frá Bandaríkjunum og Kanada, hafa óskað eftir íslenskum ríkisborgararétti fyrir sig og börn sín. Samkvæmt fréttastofu RÚV, þá er um fjársterka reynslubolta úr orkubransanum að ræða en þeir hafa hug á að fjárfesta í endurnýjanlegri orku hér á landi.

Stefnt að þriggja ára samningum

Ef Samtök atvinnulífsins láta af fyrirvara sínum um útfærslu á stjórn fiskveiða í tengslum við gerð kjarasamninga, segir forsætisráðherra mögulegt að ná samningum til þriggja ára. Ríkisstjórnin kynnir á morgun aðgerðir í atvinnumálum og skattaívilnanir til fyrirtækja sem ætlað er að liðka fyrir samningagerðinni.

Ólga meðal félagsmanna VR vegna nýs formanns

Félagsmenn í VR hafa í auknum mæli í dag haft samband við Bandalag háskólamanna, BHM, til að kanna hver staða þeirra er ef það skiptir um stéttarfélag. Nýr formaður VR, Stefán Einar Stefánsson, var kjörinn í dag og virðast félagsmenn ekki á eitt sáttir við hann taki við félaginu. Mikil umræða hefur skapast á Fésbókarsíðum um kjörið og fjöldi fólks segist ætla að segja sig úr VR. Stefán Einar þykir umdeildur vegna þátttöku sinnar í starfi ungliðahreyfingar Sjálfstæðisflokksins. "Það hefur verið svolítið hringt og spurt um rétt í félögunum. Ekkert ofboðslega mikið en samt meira en venjulega," segir Halldór Valdimarsson, framkvæmdastjóri Huggarðs þjónustuskrifstofu sem sér um fimm af BHM-félögunum. "Það hefur komið þó nokkuð af fyrirspurnum frá félagsmönnum VR," segir hann aðspurður. Almennt er ekki mikið mál fyrir fólk að skipta um stéttarfélag á almennum markaði enda ræður fólk sjálft í hvaða stéttarfélagi það er, svo lengi sem það uppfyllir kröfur félagsins, til að mynda um menntun. Stefán Einar fékk um 20% atkvæða í formannskjörinu. Sú sem næst flest atkvæði fékk hlaut um 18% atkvæða. Kosningaþátttaka var mjög dræm, en tæplega fimm þúsund manns greiddu atkvæði, eða um 17 prósent félagsmanna í VR.

Harpa ræður yfirumsjónarmann húsvörslu

Ráðið hefur verið í fjögur ný stöðugildi hjá tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu. Um er að ræða stöður ritara, mótttökuritara, umsjónarmanns húsvörslu og yfirumsjónarmann húsvörslu.

Stefán Einar formaður VR

Stefán Einar Stefánsson var kjörinn formaður VR. Hann hlaut 20,6% atkvæða. Helga Guðrún Jónasdóttir fékk næstflest atkvæði. Sjö frambjóðendur gáfu kost á sér. Kosningu lauk á hádegi í dag og voru úrslit kynnt nú rétt eftir klukkan eitt. Við segjum nánari fréttir af úrslitum kosninganna síðar í dag.

Grenlækur eða Grænlækur?

Stangveiðimenn eru ekki fyrr farnir að fagna upphafi veiðitímabilsins á föstudag, en risinn er ágreiningur um nafnið á einu vinsælasta veiðisvæðinu.

Forstjóri OR með 1,3 milljónir á mánuði

Forstjóri Orkuveitunnar er með 1,3 milljónir á laun á mánuði. Hann boðar nýjan hugsunarhátt hjá fyrirtækinu og segir alla þurfa að herða sultarólina. Formaður borgarráðs segir samfélagið þurfa að sýna samstöðu með Orkuveitunni til að tryggja endurreisn fyrirtækisins. Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, boðaði í gær nýja tíma og hugsun hjá fyrirtækinu en björgunarpakki borgarinnar felur í sér 12 milljarða króna víkjandi lán frá eigendum til Orkuveitunnar sem kemur á móti umfangsmiklum niðurskurðaraðgerðum hjá Orkuveitunni sjálfri. Bjarni Bjarnason sagði að nú þyrftu menn að herða sultarólina. "Það sem við erum að gerast snýst um lágmarksarðsemi. Greiðsluþol almennings er ekki mikið. Við vvildum sjá hærri arðsemi en við munum herða ólina allsstaðar og líka hjá okkur sjálfum,“ segir Bjarni. Meðal aðgerða Orkuveitunnar er fækkun starfsfólks og sala eigna. Spurður hvað hann væri sjálfur með í laun svaraði Bjarni: "Ég er með 1340 þúsund.“ Þegar fréttamaður spurði Bjarna hvort hann stefndi á að lækka laun sín, svaraði hann: "Þessi laun hafa lækkað um 40%, meiri launaskerðing en hjá flestum,“ segir hann. Haraldur Flosi Tryggvason, stjórnarformaður Orkuveitunnar, sagði að stjórnin hefði ákveðið að laun forstjóra fylgdu kjararáðsúrskurði um sambærilegar stöður hjá sambærilegum fyrirtækjum. Dagur B. Eggertsson borgarfulltúi var þá spurður hvort hægt væri að bera Orkuveitu reykjavíkur við önnur orkufyrirtæki - fréttir dagsins væru jú þær að Orkuveitan væri tæknilega gjaldþrota. "Ég held við ættum frekar að miða laun Bjarna við lækninn sem kemur á slysstað en þann sem veldur slysinu,“ segir Dagur.

Frumvarp um fiskveiðistjórnun verði afgreitt með afbrigðum

Búist er við að frumvarp til nýrra laga um fiskveiðistjórnun verði lagt fram á þessu vorþingi. Málið yrði þá afgreitt með afbriðgum. Frestur til að leggja fram frumvarp til afgreiðslu á Alþingi á þessu vorþingi rennur út á morgun.

Tobba Marínós kvartar undan einelti

Þorbjörg Marínósdóttir fjölmiðlakona, eða Tobba eins og hún er venjulega kölluð, segir ummæli sem birtust um hana og aðra nafngreinda einstaklinga í nýjasta tölublaði Reykjavík Grapevine vera særandi og niðrandi.

Stjórnlagaráð kemur saman 6. apríl - Írisi Lind boðið sæti

Gert er ráð fyrir að stjórnlagaráð komi saman til fyrsta fundar miðvikudaginn 6. apríl 2011. Írisi Lind Sæmundsdóttur hefur verið boðið þar sæti í stað Ingu Lindar Karlsdóttur. Í tilkynningu frá undirbúningsnefnd stjórnlagaráðs segir að Inga Lind hafi ekki svarað nefndinni þegar þeim 25 sem var úthlutað sæti eftir kosningar til stjórnlagaþings var sent boð Alþingis um sæti í stjórnlagaráði. Íris Lind var í 26. sæti í kosningunni til stjórnlagaþings sem fram fór í nóvember. Fulltrúar í stjórnlagaráði eru því, auk Írisar: Andrés Magnússon, Ari Teitsson, Arnfríður Guðmundsdóttir, Ástrós Gunnlaugsdóttir, Dögg Harðardóttir, Eiríkur Bergmann, Erlingur Sigurðarson, Freyja Haraldsdóttir, Gísli Tryggvason, Guðmundur Gunnarsson, Illugi Jökulsson, Katrín Fjelsted, Katrín Oddsdóttir, Lýður Árnason, Ómar Ragnarsson , Pawel Bartoszek, Pétur Gunnlaugson, Salvör Nordal, Silja Bára Ómarsdóttir , Vilhjálmur Þorsteinsson , Þorkell Helgason, Þorvaldur Gylfason, Þórhildur Þorleifsdóttir og Örn Bárður Jónsson Fyrsti fundurinn fer fram í húsakynnum ráðsins að Ofanleiti 2 í Reykjavík, klukkan tvö síðdegis þann 6. apríl, eftir rúma viku.

Landlækni bárust rúmlega 250 kvartanir

Einn heilbrigðisstarfsmaður var sviptur starfsleyfi á síðasta ári og einum var veitt lögformleg áminning, samkvæmt gögnum Landlæknis. Landlæknisembættinu bárust alls 252 kvartanir í fyrra en árið á undan voru þær 237. Landlæknisembættið segir að umkvörtunarefnin hafi verið af margvíslegum toga, allt frá hnökrum í samskiptum til alvarlegra mistaka.

Sjá næstu 50 fréttir