Fleiri fréttir

Russell Brand varð fyrir vonbrigðum með Björgólf

Breski grínleikarinn Russell Brand heldur mikið upp á knattspyrnuliðið West Ham United og í viðtali í breska blaðinu The Sun segist hann vonsvikinn með að Björgólfi Guðmundssyni skyldi ekki takast að rífa liðið upp úr þeirri lægð sem það hefur verið í síðustu ár eftir að hann keypti það. „Þegar við fengum milljarðamæring hrundi allt íslenska bankakerfið stuttu síðar, við erum ekki mjög heppnir með milljarðamæringana okkar,“ segir hann í viðtalinu en í dag er liðið í eigu manna sem efnuðust á sölu kláms.

Herjólfur ekki til Landeyja fyrir helgi

Nú er ljóst að Herjólfur muni ekki geta siglt til og frá Landeyjahöfn fyrir helgi eins og vonast hafði veið til. Þetta kemur fram á Facebook síðu ferjunnar. Þar segir að það skýrist vonandi síðar í dag hvenær hægt verður að sigla. Dýpkunarframkvæmdir standa enn yfir í höfninni, eins og veður leyfir.

Allir með nema Inga Lind

24 af þeim 25, sem kjörnir voru á stjórnlagaþing, hafa ákveðið að þiggja sæti í stjórnlagaráði, sem varð til eftir að Hæstiréttur ógilti stjórnlagaþings-kosningarnar.

Mótorhjólagengin fylla dönsk fangelsi

Meðlimir mótorhjólagengja í Danmörku fylla nú fangelsin svo horfir til vandræða. Danska lögreglan hefur síðustu misserin hert aðgerðir sínar gegn mótorhjólagengjum á borð við Vítisengla, Bandidos og Outlaws og nú er svo komið að 320 meðlimir gengjanna sitja á bak við lás og slá.

Fimm ára stúlka særð eftir skotárás í London

Fimm ára gömul stúlka slasaðist í gærkvöldi þegar skotið var á hana í Suðurhluta Lundúna. Lögreglan var kölluð að verslun í hverfinu Lambeth og þar fundu þeir stúlkuna ásamt 35 ára gömlum manni sem einnig var særður.

Sjóbirtingsveiðin hefst á föstudag

Stangveiðitímabilið, eða sjóbirtingsveiðin, hefst á föstudag, eða eftir tvo daga, og er töluverð ásókn í veiðileyfi strax í bryjun. Ásókn er ekki hvað síst í vötn og ár í Vestur Skaftafellssýslu, en þar er meðal annars hinn frægi Grenlækur.

Sendi gervisprengju frá Bretlandi til Tyrklands

Bresk stjórnvöld hafa hafið rannsókn á því hvernig stóð á því að mönnum tókst að senda gervisprengju með flugfrakt frá Bretlandi til Tyrklands án þess að tollverðir tækju eftir því. 26 ára gamall maður hefur verið handtekinn grunaður um verknaðinn en hann er talinn hafa gert það í gríni og enginn grunur leikur á tengslum við hryðjuverk.

Obama útilokar ekki að uppreisnarmenn fái vopn

Barack Obama segist ekki útiloka það að Bandaríkjamenn muni leggja uppreisnarmönnum í Líbíu til vopn en slær því þó ekki föstu. Hann segir að sífellt styttist í endalok Gaddafís.

Lögreglan aðstoðaði álft í sjálfheldu

Lögreglan var kölluð að íbúðarhúsi í Hafnarfirði um miðnæturbil, þar sem álft var í sjálfheldu á svölunum og náði sér ekki til flugs. Hún lét heldur ófriðlega þegar lögreglumennirnir birtust og hvæsti á þá, en þeir náðu tökum á henni og hjállpuðu henni niður í húsagarðinn. Síðast sást til hennar ganga fyrir húshornið í leit að nægilega langri flugbraut.

Sjúkratryggingar vilja fá reikninga sérfræðilækna

Sjúkratryggingar Íslands hafa farið þess á leit við sérfræðilækna að þeir sendi rafræna reikninga til stofnunarinnar, ef til uppsagnar þjónustusamnings þeirra kemur um mánaðamótin, þannig að sjúklingar þeirra þurfi ekki að greiða fullt verð fyrir þjónustu þeirra.

Stórt timburhús rýmt á Klapparstíg í nótt

Slökkvilið frá öllum stöðvum á höfuðborgarsvæðinu var kallað að stóru fjórlyftu fjölbýlishúsi úr timbri, við Klapparstíg í Reykjavík, eftir að reyks varð vart á efstu hæð hússins um klukkan þrjú í nótt.

Jón mætti ekki á fund með SA og LÍÚ

Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, mætti ekki til fundar sem hann hafði verið boðaður á með forsætisráðherra, fjármálaráðherra og forystumönnum Samtaka atvinnulífsins og útvegsmanna síðdegis á mánudag.

Lögreglan tók heimilisbúnað og verkfæri

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur í vörslu sinni talsvert af munum sem haldlagðir voru við húsleit hjá Geirmundi Vilhjálmssyni, fyrrverandi fangelsisstjóra á Kvíabryggju, fyrr í þessum mánuði. Talið er að greitt hafi verið fyrir munina með fjármunum sem ætlaðir voru til reksturs fangelsisins á Kvíabryggju.

Mæla lestur allra blaða á dagblaðaformi

Fréttablaðið er sem fyrr langmest lesna dagblað landsins, samkvæmt nýrri mælingu Capacent. Lestur á Fréttatímanum er nú í fyrsta skipti inni í lestrarmælingum og lestur á DV er mældur aftur eftir nokkurt hlé.

Telur tíð forstjóraskipti Orkuveitu mistök

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir aðgerðaráætlun fyrirtækisins að mörgu leyti skynsamlega. Hann telur þó að tíð forstjóraskipti fyrirtækisins og uppsögn fjármálastjóra á síðustu mánuðum hafi haft slæm áhrif á viðhorf erlendra banka. Hann segir yfirlýsingar bankanna gríðarleg vonbrigði. Kjartan situr einnig í stjórn OR.

Garðbæingar ósáttir við veislur í rólóhúsi

Auður Hallgrímsdóttir, varamaður minnihluta Fólksins í bænum í skipulagsnefnd Garðabæjar, segir mikla óánægju meðal íbúa við göturnar Faxatún og Goðatún vegna ónæðis frá skátaheimili og húsi Kiwanismanna í hverfinu.

Fá bætur vegna samráðs

Verið er að leggja lokahönd á samninga á milli þriggja olíufélaga og hátt í 100 einstaklinga sem lögðu fram kvartanir til Neytendasamtakanna (NS) þegar samkeppnisyfirvöld afhjúpuðu níu ára langt verðsamráð fyrirtækjanna árið 2005.

Engir stígar neðan sjávarlóða

Kynna á drög að nýju deiliskipulagi fyrir Arnarnes á íbúafundi á morgun. Þar er meðal annars tekið á þáttum eins og nýtingarhlutfalli lóða og göngustígum um hverfið.

Samstaða um að koma Gaddafí frá

„Það er engin framtíð lengur fyrir Líbíu með Gaddafí við stjórnvölinn,“ sagði William Hague, utanríkisráðherra Bretlands, að lokinni alþjóðlegri ráðstefnu í Lundúnum um hernaðaraðgerðirnar í Líbíu.

Lið Gbagbos á undanhaldi

Uppreisnarmenn, sem berjast fyrir réttkjörinn forseta Fílabeinsstrandarinnar, hafa náð fleiri borgum á sitt vald í átökum, sem kostað hafa hundruð manna lífið.

Leita enn gagna vegna Kaupþings í útlöndum

Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar, sérstakur saksóknari og Lúxemborgarlögregla leituðu í gær gagna á fimm stöðum í Lúxemborg. Tvær leitanna voru á vegum sérstaks saksóknara. Sjötíu tóku þátt í aðgerðunum sem halda áfram í dag.

Gætu skýrt upphaf kristninnar

Merkur handritafundur, sem gæti varpað nýju ljósi á sögu frumkristninnar, er nú deiluefni Ísraela og Jórdana.

Íslendingar fari inn á undan Norðmönnum

Íslendingar ættu að gerast aðilar að Evrópusambandinu á undan Norðmönnum, segir Carl B. Hamilton sem var í samninganefnd Svía þegar aðildarviðræður þeirra við ESB stóðu yfir.

Obama ver ákvörðun sína um loftárásir á Líbíu

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, keppist nú við að verja þá ákvörðun sína að heimila hernaðaríhlutun Bandaríkjamanna í Líbíu en loftárásirnar eru fyrsta dæmið um slíkt í stjórnartíð forsetans. Obama sagði í ræðu í nótt að aðgerðirnar í Líbíu hefðu bjargað óteljandi mannslífum en bætti við að afskipti Bandaríkjamanna af málinu yrðu takmörkuð. Bandaríkjamenn hafa hingað til farið með stjórnina á aðgerðunum en þær verða hér eftir á hendi Atlantshafsbandalagsins. Hægt hefur á sókn uppreisnarmanna í vesturátt og virðist nú víglínan vera dregin fyrir utan bæinn Sirte, sem er fæðingarstaður Gaddafís. NATO hefur verið gagnrýnt fyrir túlkun sína á ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna sem mælir fyrir um leyfi til að koma í veg fyrir mannfall á meðal óbreyttra borgara. Rússar vilja meina að með aðgerðum síðustu daga hafi NATO tekið sér stöðu með öðru liðinu í borgarastríði sem nú geisi í Líbíu og slíkt sé óheimilt samkvæmt ályktun ráðsins. Löndin sem hafa komið að aðgerðunum funda í London í dag um framtíð þeirra. Þar á meðal annars að ræða um tillögu frá Ítölum, sem gengur út á að bjóða Gaddafí að fara í útlegð.

Ráðherra vill bæta réttarstöðu transfólks

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra hefur skipað nefnd til að gera tillögur að úrbótum um réttarstöðu transfólks (transgender) á Íslandi með hliðsjón af áliti umboðsmanns Alþingis og tillögu til þingsályktunar um málefni þeirra sem lögð var fram á síðasta þingi. Í máli því sem umboðsmaður Alþingis tók til umfjöllunar (mál nr. 4919/2007) varð niðurstaða hans í fyrsta lagi sú að vekja athygli stjórnvalda á nauðsyn þess að lagt verði mat á hvort setja þurfi skýrari og fyllri reglur um rétt einstaklinga sem haldnir eru kynskiptahneigð til að óska eftir breytingu á skráningu nafns og eftir atvikum kyns í Þjóðskrá og þá um skyldur stjórnvalda í því sambandi. Í öðru lagi taldi umboðsmaður tilefni til að vekja athygli á nauðsyn þess að meta hvort mæla skuli með skýrum hætti fyrir í lögum um þær reglur sem eiga að gilda um möguleika þess fólks sem um ræðir til að gangast undir leiðréttandi kynskiptiaðgerð. Í því fælist einnig að fjalla um málsmeðferð og skyldur stjórnvalda í því sambandi og þau réttaráhrif sem læknisfræðileg greining á kynskiptahneigð og kynskiptiaðgerðin kann að hafa í för með sér fyrir þá einstaklinga sem í hlut eiga. Lögð var fram tillaga til þingsályktunar um málið á Alþingi í fyrra sem ekki hlaut afgreiðslu en þar var ályktað að fela ríkisstjórninni að skipa nefnd til þess að gera tillögur að úrbótum á stöðu transfólks á Íslandi. Formaður nefndarinnar sem velferðarráðherra hefur skipað er Laufey Helga Guðmundsdóttir, velferðarráðuneytinu. Aðrir nefndarmenn eru Skúli Guðmundsson, tilnefndur af innanríkisráðuneytinu, Óttar Guðmundsson, tilnefndur af landlæknisembættinu, Margrét Steinarsdóttir, tilnefnd af Mannréttindaskrifstofu Íslands, og Anna K. Kristjánsdóttir, tilnefnd af Trans Ísland. Nefndinni er falið að skila tillögum sínum til velferðarráðherra fyrir árslok 2011.

Segir gagnaveituna vera hliðargrein

Gagnaveitan er hliðargrein í starfsemi Orkuveitu Reykjavíkur og telst tæplega til kjarnastarsemi, sagði Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, á blaðamannafundi í dag. Hann segir að vinnsla raforku til að selja til stóriðju sé ekki kjarnastarfsemi. Bjarni sagði á fundinum að hann vildi færa Orkuveituna nær upprunanum þannig að hún myndi sinna veitustarfsemi.

Menntamálaráðherra varar við sameiningarhugmyndum

Menntamálaráðuneytið varar við hugmyndum Reykjavíkurborgar um samrekstur og sameiningu leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila. Þetta kemur fram í áliti sem ráðuneytið hefur skilað til borgarinnar. Þar segir að tillögurnar stangist ekki á við lög. Þær hins vegar feli í sér umfangsmiklar breytingar sem kunni að leiða til umróts í skólasamfélaginu, og að ef Reykjavíkurborg ákveðnur að hrinda þeim í framkvæmd þrátt fyrir varnarorð ráðuneytisins þurfi að hafa öryggi barna og vellíðan að leiðarljósi.

Sjö menn á vegum sérstaks saksóknara aðstoðuðu við húsleit

Tvær af þeim fimm húsleitum sem lögreglan í Lúxemborg réðst í fyrr í dag vegna rannsóknar á Kaupþingi voru gerðar að beiðni sérstaks saksóknara. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá embættinu. Þrjár húsleitir voru svo gerðar á vegum efnahagsbrotadeildar bresku lögreglunnar.

Björgunarpakki Orkuveitunnar kynntur í dag

Blaðamannafundur um björgunaraðgerðir til handa Orkuveitu Reykjavíkur verður haldinn síðar í dag. Nú stendur yfir stjórnarfundur hjá Orkuveitunni þar sem rekstur fyrirtækisins er til umræðu. Ljóst er að grípa verður til margvíslegra aðgerða til að bregðast við slæmri stöðu fyrirtækisins. Milljarða þarf til að bæta lánshæfismat fyrirtækisins. Stjórnarfundurinn er haldinn í framhaldi af fundi borgarráðs í morgun um Orkuveitunnar.

Lögreglan leitar vitna

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að umferðarslysi sem varð á gangbraut í Rofabæ í Reykjavík, skammt frá frístundamiðstöðinni Árseli síðastliðið fimmtudagskvöld um klukkan hálfníu. Þar var ekið á gangandi vegfaranda en ökumaðurinn fór strax af vettvangi án þess að skeyta um hinn slasaða. Talið er að þarna hafi sennilega verið á ferðinni Ford F-150 pallbíll, líklega svart- eða dökklitaður.

Fjórði hver hefur tekið út lífeyrissparnað

Landsmenn hafa nýtt tímabundna heimild til að taka út séreignarsparnað til að taka 54,8 milljarða króna út úr lífeyriskerfinu, samkvæmt upplýsingum frá ríkisskattstjóra. Alls hafa rúmlega 54 þúsund manns nýtt sér þetta úrræði, um fjórðungur fólks á aldrinum 18 til 67 ára.

Húsleitir í Lúxemborg vegna Kaupþingsmálsins

Lögreglan í Lúxemborg gerði húsleitir í dag að beiðni Serious Fraud Office og sérstaks saksóknara vegna rannsóknar á Kaupþingsmálinu. Fram kemur í fréttatilkynningu frá Serious Fraud Office að húsleitirnar tengist rannsókn SFO og sérstaks saksóknara á hruni Kaupþings.

Málari breyttist í bókhaldara

"Úff, síminn hefur varla stoppað," segir Hannes Birgisson málari sem varð fertugur á dögunum. Vinir hans ákváðu að gera Hannesi grikk og settu auglýsingu í Fréttablaðið með mynd af Hannesi. Í auglýsingunni var hann sagður bókhaldari með margra ára reynslu af skattaframtölum. Því fylgdi sögunni að hvert skattaframtal kostaði aðeins 7500 krónur og að einstæðar mæður þyrftu ekkert að borga.

Til í að sleppa dönsku gíslunum gegn því að fá að eiga dótturina

Sjóræningjaforinginn sem hefur haldið danskri fjölskyldu í gíslingu í rúman mánuð í Sómalíu hefur boðist til að sleppa allri fjölskyldunni og falla frá fimm milljón dollara lausnargjaldskröfu sinni gegn því að hann fái að giftast stúlkunni í fjölskyldunni, sem er aðeins þrettán ára gömul.Blaðamaður Ekstra blaðsins í Danmörku fór á slóðir sjóræningjanna og hafði upp á foringja þeirra. Hann fékk ekki að hitta dönsku hjónin eða börn þeirra þrjú en hann fékk þessa óhugnanlegu kröfu upp úr foringjanum.

Sögulegar sættir Jóhanns og dagskrárstjóra

Jóhann G. Jóhannsson tónlistarmaður hefur ákveðið að afnema bann sitt við flutningi tónlistar minnar á Bylgjunni og öðrum útvarpsstöðvum á vegum 365 miðla. Jóhann segir að bannið hafi tekið gildi 22. febrúar og leitt til málefnalegra viðræðna milli sín, Pálma Guðmundssonar, framkvæmdastjóra dagskrársvið 365 miðla, og Eiríks Tómassonar, framkvæmdastjóra STEFs.

Patreksfirðingar sjósettu nýjan bát

Nýr bátur var sjósettur á Patreksfirði á sunnudaginn. Báturinn heitir Fönix BA - 123 og er 15 brúttótonn. Skelin var keypt hjá Bátasmiðju Guðmundar í Hafnarfirði en smíði hans var fullkláruð á Patreksfirði í vetur, samkvæmt upplýsingum frá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða.

Kærir aflífun Chrystel til innanríkisráðuneytisins

Eigandi Rottweiler-tíkarinnar Chrystel hefur kært þá ákvörðun sýslumannsins á Selfossi að aflífa skuli tíkina. Stjórnsýslukæran var lögð fram til innanríkisráðuneytisins í síðustu viku. Krefst eigandinn þess að ákvörðun sýslumannsins verði felld úr gildi.

Íbúum fjölgaði lítillega í fyrra

Hinn 1. janúar síðastliðinn bjuggu 318.452 manns á Íslandi, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Íbúum landsins hafði þá fjölgað um 0,3% frá sama tíma ári áður eða um 822 einstaklinga. Á árinu fæddust 4.907 börn en 2.017 manns létust. Fæddir umfram dána voru því 2.890. Í fyrra fluttu 7.759 einstaklingar til útlanda en 5.625 fluttu til landsins. Brottfluttir umfram aðflutta voru því 2.134.

Brotist inn á Bíldshöfða

Brotist var inn í fyrirtæki við Bíldshöfða í Reykjavík í nótt, en ekki er vitað hverju, eða hvort einhverju var stolið þar. Þótt vart líði sú nótt að ekki sé brotist einhvernstaðar inn á höfuðborgarsvæðinu, gerast innbrot æ tíðari að degi til, og þá einkum í íbúðahverfum.

Gríðarleg óvissa í Japan - plútóníum í jarðvegi

Forsætisráðherra Japans Naoto Kan segir að ríkisstjórnin sé á hæsta viðbúnaðarstigi vegna ástandsins í Fukushima kjarnorkuverinu. Plútóníum hefur fundist í jarðvegi við verið og mjög geislavirkt vatn lekur einnig frá verinu. Yfirvöld segja að enn sé aðaláherslan lögð á að kæla kjarnakljúfa versins sem skemmdust í jarðskjálftanum á dögunum. Þá er ítrekað að þótt plútóníum, sem er lífshættulegt fólki í smáum skömmtum, hafi fundist í jarðvegi sé það í örlitlum mæli.

Ætlaði að jafna um öryggisvörð en datt á hausinn

Ölvaður karlmaður, sem ætlaði að berja öryggisvörð í 10-11 verslunininni við Engihjalla um klukkan tvö í nótt, hrasaði í miðri atlögunni og féll á andlitið svo það fór að fossblæða úr nefi hans. Kallað var á sjúkrabíl og hann fluttur á Slysadeild, þar sem blóðstreymið var stöðvað.

Sjá næstu 50 fréttir