Fleiri fréttir

HBT hætti við eftir mælingar

Vetnisbúnaður sem draga átti úr eldsneytisnotkun bifreiða stendur ekki undir væntingum, að því er fram kemur í umfjöllun Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB).

Árangurslaust fjárnám algengara

Alls hafa 363 fyrirtæki fengið tilboð frá viðskiptabanka sínum á grundvelli Beinu brautarinnar; samkomulagi stjórnvalda, atvinnulífsins og fjármálafyrirtækja um leiðir til úrvinnslu skuldamála smárra og meðalstórra fyrirtækja. Til meðferðar í bönkunum eru mál 949 fyrirtækja.

Plúton hefur fundist í jarðvegi utan ofna

Ástandið í kjarnorkuverinu í Fukushima verður æ hættulegra. Í gær fundust í fyrsta sinn merki um plúton í jarðvegi utan kjarnaofnanna, sem bendir til þess að alvarleg bráðnun hafi orðið í kjarna eins eða fleiri þeirra.

NATO segist aðeins vernda fólk

„Markmið okkar er að vernda og aðstoða almenna borgara og byggðakjarna sem eiga árásir á hættu,“ sagði kanadíski herforinginn Charles Bouchard, sem þessa dagana er að taka við yfirstjórn hernaðaraðgerða NATO í Líbíu af Bandaríkjamönnum.

Sextán danskir Vítisenglar fyrir dómi

Sextán danskir meðlimir í vélhjólaklíkum, eða „rokkarar“ eins og þeir eru kallaðir, voru leiddir fyrir dóm í Glostrup á Sjálandi í gær, ákærðir fyrir sex tilraunir til manndráps, alvarlega líkamsárás með kylfum og fleiri glæpi. Þetta eru viðamestu réttarhöld af sinni tegund sem fram hafa farið í Danmörku.

Foreldraráð mótmæla sameiningu leikskóla

Foreldraráð leikskólanna Seljaborgar og Seljakots hvetja borgarstjórn til að draga til baka fyrirhuguð áform um sameiningu leikskólanna tveggja. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá foreldrum.

Hagfræðingur svarar syni í bók fyrir börn

„Ég fann að mig langaði að prófa að skrifa bók fyrir börn en spurning sonar míns, sem ég gat ekki svarað, varð kveikjan að sögunni," segir Guðmundur Sverrir Þór, doktorsnemi í hagfræði og höfundur nýrrar barnabókar, Sjandri og úfurinn, sem kom út um miðjan marsmánuð.

Lögreglan leitar manns

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af manninum á meðfylgjandi mynd vegna máls sem hún hefur til rannsóknar. Ef einhverjir þekkja til mannsins, eða vita hvar hann er að finna, eru hinir sömu vinsamlegast beðnir um að hringja í lögregluna í síma 444-1000. Upplýsingum má einnig koma á framfæri á netfangið abending@lrh.is

Útilokar ekki skattahækkanir

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra vill ekki útiloka skattahækkanir á næsta ári. Hann segir hins vegar að engar stórkostlegar aðgerðir séu framundan í skattamálum, eins og hafi verið á árunum 2009 og 2010. Þetta kom fram í máli Steingríms í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag.

Kveikt í strætóskýli á Ísafirði

Kveikt var í strætisvagnaskýli við Hreggnasa í Ísafjarðarbæ í gær. Ekki var um miklar skemmdir að ræða og teljst málið upplýst, en þarna voru ungir drengir að verki. Þá voru skemmdir unnar á anddyri húss við Aðalstræti á Ísafirði um helgina, en lögregla leitar enn þess seka. Lögreglan á Vestfjörðum vill koma því á framfæri að undanfarið hefur borið á því að ungir ökumenn hafa ekið glannalega á hafnarsvæðinu á Ísafirði. Vart þarf að fjölyrða um það hvað gæti komið þar fyrir og vill lögregla biðja foreldra og forráðamenn ungra ökumanna að brýna fyrir börnum sínum, sem komin eru með ökuréttindi, þá hættu sem af þessu getur stafað.

Aukafundur í borgarráði um málefni OR

Borgarráð kom saman á sérstökum aukafundi í dag þar sem rætt var um málefni Orkuveitu Reykjavíkur. Fjárhagsstaða fyrirtækisins hefur verið mikið í umræðunni síðustu daga en erfiðlega hefur gengið að endurfjármagna lán OR. Fundi Borgarráðs var frestað í dag án niðurstöðu en fundarhöld halda áfram á morgun.

Geislamengun mælist fyrir utan kjarnorkuverið

Mjög geislamengað vatn hefur nú fundist í fyrsta sinn utan Fukushima kjarnorkuversins í Japan þar sem menn hafa reynt að kæla kjarnakljúfana sem urðu illa úti í jarðskjálftanum ellefta mars og flóðbylgunni sem kom á eftir.

Skemmdarverk unnin á húsnæði Landsbankans

Orðið "Glæpamenn“ var skrifað stórum stöfum á húsnæði útibús Landsbankans við Hamraborg um helgina. Starfsmenn bankans uppgötvuðu þetta þegar þeir mættu til vinnu í morgun. Málið hefur verið kært til lögreglu, samkvæmt upplýsingum frá Kristjáni Kristjánssyni, upplýsingafulltrúa Landsbankans, en ekki liggur fyrir hvort hinn óprúttni aðili sem skrifaði þetta hafi náðst.

Gæslan kölluð út vegna aflvana báts

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF GNA var kölluð út rétt eftir klukkan tólf í dag eftir að hjálparbeiðni barst frá skemmtibát sem varð aflvana við hafnargarðinn í Vogum. að auki voru björgunarskip og bátar Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á svæðinu. Einnig voru nærstaddir bátar beðnir um að fara til aðstoðar.

Barnaverndarstofa: Börn einstæðra mæðra í meiri hættu

"Almennt þá er hægt að segja að börn einstæðra mæðra séu í meiri áhættu," segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu. Hlutfall barna einstæðra mæðra er mjög hátt, eða um 40%, meðal þeirra barna sem tengjast málum sem koma til kasta barnaverndarnefnda. Bragi tekur fram að þessi tölfræði segi þó ekkert til um alvarleika umræddra mála. Í nýrri skýrslu, Konur í kreppu, sem unnin var fyrir velferðarvaktina segir að ástæða sé til að fylgjast sérstaklega með einstæðum mæðrum í þessu sambandi, í ljósi versnandi fjárhagsstöðu þeirra í kreppunni. Nýjustu opinberu tölum frá Barnaverndarstofu voru börn einstæðra mæðra í 43,7% mála barnaverndarnefnda á árinu 2008. Árið þar á undan var hlutfallið 42,4%. Stöðugt milli ára Ársskýrsla Barnaverndarstofu fyrir árið 2009 er væntanleg. Bragi segir að samkvæmt fyrirliggjandi gögnum hafi þetta hlutfall lækkað eilítið á milli ára, og hafi verið 41,3% í fyrra. Þetta er þó ekki marktæk breyting en hlutfallið hefur verið mjög stöðugt síðustu ár. Sambærileg göng frá nágrannalöndum okkar liggja ekki fyrir og segja má að skráningin sé ítarlegri hér en víðast hvar annars staðar. Bragi bendir á að í skýrslunni "Konur í kreppu" komi fram að fjárhagsstaða einstæðra mæðra fari versnandi. Þar er meðal annars vísað í rannsókn Seðlabanka Íslands frá miðju ári 2009 á stöðu íslenskra heimila í kjölfar bankahrunsins. Þar kemur fram að um 40% einstæðra foreldra eru með tekjur á bilinu 150 til 250 þúsund á mánuði, og að tæplega 30% einstæðra foreldra séu með tekjur undir 150 þúsund krónum á mánuði. Því ætti ekki að koma á ávart að vanskil hafi aukist hjá þessum hópi. Fáir einstæðir feður Seðlabankinn kyngreinir ekki þessi gögn. Hins vegar liggur fyrir að um 91% einstæðra foreldra eru konur. Þegar skoðuð eru mál barna sem búa hjá einstæðum feðrum sést að þau voru 5,4% heildarfjölda barnaverndarmála á síðasta ári. Árið þar á undan var hlutfallið 5,5% en 5,8% árið 2007. Bragi segir erfitt að bera þetta hlutfall saman við hlutfall mála þeirra barna sem búa hjá einstæðum mæðrum vegna þess hversu ólíkur raunfjöldinn er. Þá ítrekar hann að fjöldi mála segir ekkert til um alvarleika þeirra. "Það er akkílesarhællinn við alla svona skráningu. Það er erfitt að meta málaþyngd," segir hann.

Fjórar kindur drápust þegar gólf hrundi í fjárhúsi

Fjórar kindur drápust, þegar gólf hrundi í heilu lagi undan 90 kindum í fjárhúsi að bænum Fagraneskoti í Aðaldal í gær. Gólfið og ærnar höfnuðu ofan í svonefndu taðhúsi undir fjárhúsinu, eftir tveggja metra fall. Bóndinn kallaði eftir aðstoð björgunarsveitarmanna, sem hjálpuðu til við að koma fénu út og sleppa því á túnið, sem er nánast snjólaust.

Þrjúhundruð kílóa grjót féll á bíl

Það lá við stórslysi þegar um 300 kílóa grjót féll á amerískan pallbíl sem ekið var um Ólafsvíkurenni um eittleytið í nótt. Fréttavefurinn Skessuhorn segir að ekki hafi orðið slys á fólki en felga á bílnum og brettakantur hafi brotnað og dekk skemmst. Á meðan lögregla og vegfarendur unnu við að koma bílnum frá og velta grjótinu af veginum urðu menn varir við meira grjóthrun fyrir ofan veginn.

Tignarlegur fálki í bæjarferð

Mér fannst þetta mjög sérstakt. Hann var svo tignarlegur og flottur og var bara svo spakur líka að ég varð eiginlega meira en hissa,“ segir Gunnlaugur Örn Valsson, sem rakst á þennan fallega fálka á göngutúr um Leirvogstungu í gær. Gunnlaugur var úti að ganga með hundinn sinn þegar að hann sá fuglinn og segir að hann hafi verið mjög spakur. Hann hafi ekki verið í nema um tveggja til þriggja metra fjarlægð frá sér.

Maður á íslenskum hesti fann týndan dreng

Mikil leit var gerð í alla nótt að þriggja ára gömlum dreng í Danmörku en hann hljópst á brott frá foreldrum sínum á sunnudagsmorgun á Norður-Jótlandi og kom ekki í leitirnar fyrr en í morgun.

Fíkniefnamál þingfest - ákærði í útlöndum

Ríkissaksóknari hefur ákært karlmann á fimmtugsaldri fyrir að hafa í nóvember 2009 fjármagnað og flutt inn 318 grömm af kókaíni til Íslands. Í ákæru segir að efnið hafi verið flutt frá Bandaríkjunum um Keflavíkurflugvöll og að það hafi verið ætlað til sölugreifingar í ágóðaskyni. Þingfesting málsins átti að fara fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun en þar sem ákærði er staddur erlendis, eftir því sem embætti ríkissaksóknara kemst næst, var málinu frestað þar til í maí. Maðurinn er einnig ákærður fyrir að hafa drýgt hluta efnisins með íblöndunarefni og að hafa þann 26. nóvember, viku síðar, haft í vörslu sinni fíkniefni sem að hluta voru ætluð til söludreifingar; rúm 482 grömm af kókaíni, um 341 grömm af amfetamíni og hálft gramm af tóbaksblönduðu kannabisefni. Þá mætti fyrir dóm í morgun kona á þrítugsaldri, sem var ákærð ásamt karlmanninum, og er henni gefið að sök að hafa, þann 26. nóvember 2009, haft í vörslu sinni 482 grömm af kókaíni, um 341 grömm af amfetamíni. Konan neitaði sök fyrir dómi. Maðurinn hefur einnig verið ákærður fyrir að hafa í desember 2008 flutt inn til landsins tæp 147 grömm af kókaíni auk steralyfja til söludreifingar í ágóðaskyni. Ákærði er sagður hafa falið kókaínið og sterana í ferðatöskum sem hann sendi með fraktflugi frá Amsterdam til Íslands, en tollverðir á Keflavíkurflugvelli fundi efnin. Honum eru sömuleiðis gefin að sök nokkur smærri fíkniefnabrot, umferðarlagabrot vegna aksturs undir áhrifum áfengis og fíkniefna, auk ræktunar á kannabisplöntum og vörslu á kannabisefnum. Nýjustu brotin er sögð framin í september á síðasta ári.

Sérstakur saksóknari yfirheyrði Björgólf

Sérstakur saksóknari hefur yfirheyrt Björgólf Guðmundsson, fyrrverandi stjórnarformann Landsbanka Íslands, vegna rannsóknar á starfsemi bankans í aðdraganda að hruni hans. Rannsókn bresku efnahagsbrotadeildarinnar á millifærslum tengdum Icesave kom þó ekki til tals í skýrslutökunni.

Árásir gerðar á fæðingarbæ Gaddafís

Herþotur bandamanna réðust í nótt á borgina Sirte, sem er fæðingarstaður Muammars Gaddafís einræðisherra Líbíu. Skömmu síðar fór sá orðrómur af stað í höfuðvígi uppreisnarmanna í Bengasí að hersveitir þeirra hefðu tekið borgina en uppreisnarmennirnir fara nú hraðbyri vestur í átt að höfuðborginni Trípólí. Sá orðrómur reyndist þó ekki á rökum reistur og hafa menn Gaddafís því enn stjórn á Sirte.

Dauðarefsingum fer fækkandi

Dauðarefsingum á heimsvísu fer fækkandi að því er fram kemur í nýrri skýrslu Amnesty International. Þrátt fyrir að 23 ríki hafi framkvæmt dauðarefsingu á síðasta ári, sem er fjórum ríkjum fleira en árið 2009, fækkaði fjölda þeirra sem teknir voru af lífi.

Harður árekstur við Miklubrautina

Harður árekstur varð á tíunda tímanum í morgun á afrein þar sem Sæbraut og Reykjanesbraut mætast og ekið er upp á Miklubraut. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu urðu meiðsl á fólki, en lögreglan segir jafnframt að þau séu minniháttar.

1300 manns vilja að Rottweilertíkin lifi

Tæplega 1300 manns hafa nú skráð nafn sitt á undirskriftarlista á Facebook þar sem hvatt er til þess að Rottweilertíkin Chrystel fái að lifa. Hún er vistuð á hundahótelinu Arnarstöðum, rétt fyrir utan Selfoss, þar til framtíð hennar verður ákveðin. Chrystel beit konu í handlegginn í byrjun þessa mánaðar og vill héraðsdýralæknir Suðurlandsumdæmis láta lóga tíkinni. Eins og Vísir hefur fjallað ítarlega um þá er eigandi Chrystel afar ósátt við þá niðurstöðu þar sem hundurinn er „ekki hættulegur í daglegri umgengni" samkvæmt skapgerðarmati. Konan sem tíkin beit hefur ennfremur tjáð sig við Vísi og hún vill einnig að tíkin fái að lifa. Eigandi Chrystel hefur ráðið sér lögmann og er málið enn í fullum gangi. Undirskriftasíðuna má finna hér. http://www.facebook.com/pages/Undirskriftarlisti-Rottweilerinn-Chrystel-lifi/190499364325073

Fálkaorða til sölu á 170 þúsund

Fálkaorða er nú til sölu á Netinu og vill eigandinn fá fjórtánhundruð og fimmtíu dollara fyrir hana, eða tæplega 170 þúsund krónur. Orðan er sögð í góðu ásigkomulagi og að hún hafi verið veitt einhverntíma fyrir árið 1977. Ekki fylgir þó sögunni hver hafi verið sæmdur henni á sínum tíma. Í forsetabréfi segir að við andlát orðuþega eigi aðstandendur að skila orðunni aftur til forsetaritara og því er ekki ætlast til að hún gangi kaupum og sölum.

Lundúnalögreglan kærir mótmælendur

Lundúnalögreglan hefur kært 149 manns fyrir þátt þeirra í óeirðunum í borginni yfir helgina þar sem hundruð þúsunda manna komu saman til þess að mótmæla niðurskurðaráformum ríkisstjórnarinnar.

Dýpkunarprammi á reki

Dýpkunarprammi frá íslensku fyrirtæki slitnaði aftan úr færeyskum dráttarbáti í gærkvöldi, um 80 sjómílur suður af Hornafirði. Báturinn var með tvo pramma í togi, áleiðis í verkefni í Færeyjum. Áhöfn bátsins hefur ekki enn tekist að koma böndum á lausa prammann og er í athugun að senda honum aðstoð annaðhvort frá Íslandi eða Færeyjum. Skipum á ekki að stafa hætta af prammanum því svonefndur AIS búnaður er þar um borð , sem stöðugt gefur upp staðsetningu hans.

Braust inn í Rimaapótek

Brotist var inn í Rimapótek í Grafarvogi í Reykjavík upp úr klukkan fimm í morgun. Þjófurinn, eða þjófarnir brutu rúðu í aðal dyrum apóteksins og fóru þar inn. Þeir rótuðu töluvert í varningi þar innandyra , en virðast ekki hafa fundið nein lyf, sem vinsæl eru til ofneyslu, og sem gjaldmiðill, í undirheimunum. Þeir komust undan, en lögregla er nú að skoða upptökur úr eftirlitsmyndavélum apóteksins.

Ekki svaravert segir borgarstjóri

„Við teljum þetta ekki svaravert,“ segir Björn Blöndal, aðstoðarmaður Jóns Gnarr borgarstjóra, spurður um frétt Stöðvar 2 í gærkvöld um að ein ástæða þess að illa gangi með endurfjármögnun lána Orkuveitunnar sé Facebook-færsla Jóns um að fyrirtækið sé „á hausnum“.

Hreinsun tekur mánuði eða ár

„Við getum ekkert sagt sem stendur um það hve marga mánuði eða hve mörg ár það mun taka,“ sagði Sakae Muto, aðstoðarforstjóri orkufyrirtækisins TEPCO, sem rekur kjarnorkuverið í Fukushima, spurður hvenær búið yrði að hreinsa kjarnorkuverið svo engin hætta stafaði af geislamengun þar.

Ráðherrar skyldaðir til að ganga í takt

Óánægju gætir í ráðherraliði VG með nýtt frumvarp til breytinga á lögum um Stjórnarráðið. Frumvarpið var kynnt og samþykkt á fundi ríkisstjórnarinnar á föstudag. Eftir því sem næst verður komist lýstu tveir ráðherrar VG andstöðu við frumvarpið; Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra. Jón mun hafa bókað andstöðu sína en Ögmundur samþykkt málið með fyrirvara.

Áfall fyrir hægristjórn Merkel

„Við höfum tryggt okkur sögulegan kosningasigur,“ sagði Winfried Kretschmann, leiðtogi Græningja í þýska sambandslandinu Baden-Württemberg, í gær.

Selja rafjeppa fyrir 4,5 milljarða

Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Northern Lights Energy (NLE) hefur samið við breska fyrirtækið Liberty Electric Cars um að selja rafknúna jeppa af gerðinni Liberty E-Range á Norðurlöndunum. NLE mun selja 150 bíla á næstu fjórum árum, en samningurinn er að upphæð 24 milljóna punda, sem jafngildir tæplega 4,5 milljörðum króna.

Sat saklaus í fangelsi í 21 ár

Hinn 43 ára Maurice Caldwell, sem setið hefur í fangelsi í Kaliforníu í 21 ár, hefur verið látinn laus. Sakfellingardómi hans var snúið við á síðasta ári.

Vilja kjarasamninga klára í lok vikunnar

„Við stefnum að því að ljúka gerð kjarasamninga í næstu viku. Þess vegna er orðið mjög brýnt að það fari að sjást í ákvarðanir frá stjórnvöldum,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands.

Sonur háttsetts yfirmanns í lögreglunni í haldi

Fimm karlmenn eru sagðir vera í haldi lögreglu eftir að kona ruddist inn á hótel erlendra fréttamanna í Trípólí í gær þar sem hún sagði menn á vegum Gaddafís einræðisherra hafa nauðgað sér. Konan mun vera við góða heilsu og er komin með lögfræðing.

Uppskriftin leyndarmál

Undirbúningur að brúðkaupi Vilhjálms Prins og Kate Middleton sem fer fram í lok næsta mánaðar er í fullum gangi. Brúðkaupstertan var kynnt í dag en uppskriftin er hins vegar leyndarmál.

Sjá næstu 50 fréttir