Fleiri fréttir

Eiturslanga slapp úr dýragarði

Íbúar í nágrenni við Bronx dýragarðinn í New York ættu að hafa varann á næstu daga. Egypsk Cobra eiturslanga slapp úr dýragarðinum á föstudaginn og geta bit eftir hana leitt til dauða.

Miðar í Herjólf rjúka út

Miðsala á sumarferðum Herjólf hófst í byrjun vikunnnar og hefur sölulínan verið rauðglóandi síðan. Íslendingar sem ætla sér að fara á Þjóðhátíð næsta sumar eru greinilega með vaðið fyrir neðan sig en uppselt er að verða í allar ferðir skipsins í kringum þessa mestu ferðahelgi ársins, fjóra mánuði fram í tímann. Þegar er búið að selja upp í allar ferðir skipsins til Eyja dagana 28. og 29. júlí, sem og frá Eyjum mánudaginn 1/8.

Skráning hafin í Ævintýraland

Skráning í Sumarbúðirnar Ævintýraland á Kleppjárnsreykjum í Borgarfirði er hafin og er þetta fjórtánda árið sem þessar vinsælu sumarbúðir starfa.

Harðir bardagar í Misrata

Uppreisnarmenn í Líbíu fullyrða að þeir hafi náð bæjunum Brega, Ras Lanuf og Ujala í austurhluta landsins á sitt vald í gær. Brega og Ras Lanuf eru mikilvægir fyrir olíuiðnað landsins en harðar bardagar geysa nú um borgina Misrata í vesturhluta landsins.

Komu í veg fyrir spriklandi þorska í Smáralind

Gestum í Smáralind brá heldur betur í brún í gær þegar að sprunga kom í risastórt fiskabúr í Smáralind og vatn flæddi um Vetrargarðinn. Sýningin Heilsa og hamingja er haldin um helgina í Smáralindinni og var fiskabúrið hluti af sýningunni.

Hundrað hermenn farist á þremur mánuðum

Eitt hundrað hermenn, á vegum Atlantshafsbandalagsins, hafa farist í Afganistan það sem af er þessu ári. Þetta sýna tölur frá Atlantshafsbandalaginu sem danska blaðið Jyllands Posten vísar í. Tölurnar benda til þess að enn sé mikill órói í Afganistan. Árið í fyrra var eitt það mannskæðasta frá árinu 2001 en þá fórust 709 hermenn á vegum Atlantshafsbandalagsins.

Heimsendir 21. maí 2011?

"Það verður heimsendir þann 21. maí árið 2011, klukkan sex að morgni að staðartíma í Kalíforníu,“ segir útvarpspredikarinn Harlold Camping, sem hefur spáð í tölur í um 70 ár en hann er verkfræðingur að mennt.

Eina stelpan í keppninni fyndnasti Verzlingurinn

Margréti Björnsdóttur, fyndnasta Verzlingnum, fannst vanta fleiri stelpur í keppnina, sem fór fram í vikunni. Hún bjóst ekki við að fólk myndi hlæja að uppistandinu sem tryggði henni sigur.

Útskrifaður af gjörgæslu í dag

Annar mannanna sem bjargað var af sökkvandi báti rétt norðan við Akurey á sundunum við Reykjavík á sjötta tímanum í gær verður útskrifaður af gjörgæsludeild í dag. Líðan hans er góð samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi lækni.

Tíu milljón sinnum meiri geislavirkni en við eðlilegar aðstæður

Geislavirkni í vatni í kjarnakljúfi tvö í kjarnorkuverinu í Fukushima í Japan er nú tíu milljónum sinnum meiri en við eðilegar aðstæður og hafa starfsmenn sem unnið hafa að kælingu kljúfsins nú verið sendir heim og svæðið í kringum kljúfinn verið rýmt.

Vill Landsvirkjun gangi inn í Hverahlíðarvirkjun

Björgvin G. Sigurðsson, alþingismaður og fyrrverandi viðskiptaráðherra, vill að Landsvirkjun gangi inn í framkvæmdir Orkuveitunnar við Hverahlíðarvirkjun á Hellisheiði sem myndi liðka fyrir orkusölu til álvers í Helguvík.

Range Rover brann til kaldra kola í Hveragerði

Range Rover jeppi brann til kaldra kola í Hveragerði um klukkan hálf sex í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra hjá lögreglunni á Selfossi eru eldsupptök ókunn en bíllinn er gjörónýtur. Málið er í rannsókn hjá lögreglu.

Tuttugu unglingum undir aldri vísað heim

Nokkur erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Hún hafði afskipti af tuttugu unglingum sem voru saman komnir á skemmtistaðnum Re-Play á Grensásvegi í gærkvöldi. Þeir reyndust allir vera undir lögaldri og var komið til síns heima.

Færri giftingar en síðustu 20 ár

Um 31 þúsund pör gengu í hjónaband í Danmörku í fyrra, en það er 6 prósenta samdráttur frá fyrra ári og fæstu giftingarnar frá árinu 1989. Þetta kemur fram hjá tölfræðistofnun Danmerkur.

Fækkun glæpa hjá nýbúum

Hlutfall afbrotamanna í hópi nýbúa í Danmörku og afkomenda þeirra hefur dregist verulega saman.

Fóstureyðingar ekki færri síðan 1991

Efnahagshrunið virðist ekki hafa haft neikvæð áhrif á frjósemi í landinu. Fjöldi fæðinga hefur aukist jafnt og þétt síðan árið 2003 en árin 2008 og 2009 voru þriðju fjölmennustu fæðingarár sögunnar frá því að mælingar hófust. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni fæddust 5.027 börn á Íslandi árið 2009 en árið 2007 voru þau 4.560.

Ætlar í mál eftir hanaárás

Bandaríkjamaður hefur farið í mál við dýragarð í Illinois í Bandaríkjunum eftir að hani réðst á hann þegar hann var að festa girðingu í dýragarðinum.

Íhuga að ganga að tilboði Reykjanesbæjar

Ríkið íhugar alvarlega að ganga að tilboði Reykjanesbæjar um kaup á jörðinni undir Reykjanesvirkjun en jörðinni fylgir nýting á flestum auðlindum á Reykjanesskaga.

Fimm máltíðir á dag á heimavistinni á Laugum

Einn af síðustu skólum landsins þar sem ungmenni geta búið á heimavist úti í sveit er að Laugum í Þingeyjarsýslu. Þar fer aðeins helmingur námstímans fram í kennslustofum og þangað komast færri nemendur en vilja.

Konan vissi ekki um fíkniefnin

Tuttugu og tveggja ára gömul kona sem handtekin var í Leifsstöð á miðvikudag í tengslum við innflutning á um 36 þúsund E-töflum, segist ekkert hafa vitað um efnin. Þau voru falin í fölskum botni ferðatösku en þetta mun vera mesta magn E-taflna sem reynt hefur verið að smygla hingað til lands.

Tveimur mönnum bjargað frá sökkvandi báti

Ekki mátti tæpara standa þegar björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu björguðu tveimur mönnum af sökkvandi báti rétt norðan við Akurey á sundunum við Reykjavík á sjötta tímanum í dag.

Fréttaskýring: Hvaða aðgerða ætlar ESB að grípa til?

Leiðtogar Evrópusambandsins samþykktu í gær heildarreglur um björgun evruríkja úr efnahagsvanda. Þeir segja nýju reglurnar marka tímamót, en stjórnarkreppa í Portúgal varpaði skugga á leiðtogafundinn í Brussel sem lauk í gær.

Vilja flytja inn sæði

Á aðalfundi Landssambands kúabænda í dag var skorað á sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að beita sér fyrir því að mögulegt verði að flytja inn holdnautasæði.

Segir hermenn Gadafís ræna konum og nauðga þeim

Iman al-Obeidi gekk inn á hótel þar sem erlendir fréttamenn voru að borða morgunmat fullyrti að líbískir hermenn hefðu nauðgað sér eftir að þeir handtóku hana við eftirlitshlið í Trípólí. Hún segist hafa dvalið í fangelsi í tvo daga og fimmtán menn hafi nauðgað sér á meðan.

Óbreyttir borgarar féllu í skotárás Nató

Sjö óbreyttir borgarar féllu þegar að flugsveitir Nató skutu á tvo bíla á Helmandsvæðinu í Afganistan í gær. Talsmaður Nató segir að fregnir hafi borist af því að leiðtogi talíbana og fylgdarsveinar hans væru í öðrum bílnum.

67 kaupsamningum þinglýst í vikunni

Sextíu og sjö kaupsamningum vegna fasteignakaupa var þinglýst á höfuðborgarsvæðinu í vikunni. Heildarveltan nam rúmum sautján hundruð milljónum króna.

Myndi ekki slá hendinni á móti djammi með Charlie Sheen

"Þetta væri fínt tækifæri til að flýja veruleikann á Íslandi og upplifa eitthvað nýtt,“ segir fyrrum útvarps- og blaðamaðurinn Atli Már Gylfason sem er kominn í lotu númer þrjú um að verða næsti aðstoðarmaður leikarans Charlie Sheen.

Sjórinn við Fukushima geislavirkur

Geislavirkni hefur mælst í sjónum nálægt Fukushima kjarnorkuverinu í Japan, en mælingin sýnir töluvert magn af geislavirkni í sjónum. Geislavirknin var mæld þrjú hundruð metrum frá landi en japanir óttast að geislavirknin breiðist nú í öll vötn á svæðinu.

Þúsundir í mótmælagöngu í Lundúnum

Búist er við allt að 250 þúsund manns taki þátt í mótmælagöngu í miðborg Lundúna í dag gegn niðurskurðaráformum bresku ríkisstjórnarinnar.

Höfðu betur gegn hersveitum Gaddafís

Líbískir uppreisnarmenn hafa nú náð olíuborginni Ajdabiya á sitt vald og höfðu þar betur gegn hersveitum Gaddafís einræðisherra í nótt. Gaddafí virðist þó ekki vera á þeim buxunum að gefast upp.

Skálmöld slær í gegn

Víkingarokkssveitin Skálmöld situr nú í toppsæti Tónlistans aðra vikuna í röð með plötu sína Baldur. Þetta telst að mörgu leyti óvenjulegt, yfirleitt eiga harðar rokksveitir á borð við Skálmöld ekki upp á pallborðið hjá almenningi en blómstra frekar í einangruðum kreðsum tónlistarinnar.

Skráning í sumarbúðir KFUM og KFUK

Skráning í sumarbúðir KFUM og KFUK, Vatnaskóg, Vindáshlíð, Ölver, Kaldársel og Hólavatn hefst á vorhátíð félagsins á Holtavegi 28 í dag kl. 12:00. Í sumar verður 51 dvalarflokkur í boði fyrir ólíka aldurshópa.

Rétt slapp

Ökumaðurinn sem lögreglan á Selfossi stöðvaði í gærkvöldi slapp heldur betur með skrekkinn, ef svo má að orði komast.

Pústrar á 800 bar á Selfossi

Einn ökumaður var tekinn grunaður um fíkniefnaakstur í umdæmi lögreglunnar á Akureyri í gærkvöldi. Þá voru þrír ökumenn teknir grunaðir um ölvun við akstur á höfuðborgarsvæðinu og tvær minniháttar líkamsárásir komu upp í miðbænum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var heldur fámennt í bænum.

Með 36 þúsund e-töflur og 4000 skammta af LSD

Karl og kona á þrítugsaldri voru tekin með um 36 þúsund skammta af e-töflum á Keflavíkurflugvelli aðfaranótt miðvikudags. Parið var að koma frá Las Palmas þegar tollverðir stöðvuðu þau. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag, þar segir einnig að samkvæmt heimildum blaðsins hafi þau einnig verið tekin með yfir 4000 skammta af ofskynjunarlyfinu LSD.

Þjóðaröryggisstefna mótuð

Tillaga utanríkisráðherra um þingsályktun um mótun öryggisstefnu Íslands í þjóðaröryggismálum var rædd á fundi ríkisstjórnarinnar í gær. Tillagan verður lögð fram á þingflokksfundum í næstu viku, en efnislega vill utanríkisráðuneytið ekki gefa upplýsingar um tillöguna fyrr en hún hefur verið kynnt þingflokkunum.

Viðamesta þýðing íslenskrar ritsögu

Stefnt er að því að allar Íslendingasögurnar komi út í nýjum þýðingum á norsku, dönsku og sænsku árið 2012. Útgáfan var kynnt á kynningarfundi á Hótel Loftleiðum í gær. Um er að ræða umfangsmesta þýðingarverkefni í sögu íslenskra bókmennta, jafnvel í heiminum að mati Jóhanns Sigurðssonar, útgefanda hjá Sögu forlagi, sem stendur að verkefninu.

Finnar tefja afgreiðslu Evrópusambands

Ein stærsta snurðan sem hljóp á þráð leiðtogafundar Evrópusambandsins stafar af tregðu finnsku stjórnarinnar til að fallast á aukna fjárhagslega ábyrgð Finnlands á hugsanlegum aðgerðum til bjargar evruríkjum í vanda.

Sjá næstu 50 fréttir