Fleiri fréttir

Bætur fyrir eins dags töf á ferð til Tenerife

Farþegar Sumarferða í ferð til Tenerife í fyrra hafa fæstir heyrt af úrskurði um að fyrirtækið eigi að bæta sólarhringstöf sem varð á brottförinni. Forstjórinn segir flesta hafa verið sátta með þær bætur sem fyrirtækið bauð á þeim tíma.

Milljarður á ári til að efla samgöngur

Lagður verður til milljarður á ári næstu tíu ár til að efla almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu og áhrifasvæði þess, gangi tillögur starfshóps á vegum samgönguráðs eftir.

Ár liðið frá gosinu í Eyjafjallajökli

Nú er eitt ár liðið frá því að eldgosið hófst í Eyjafjallajökli, sem vakti heimsathygli þegar askan ur því truflaði flugumferð víða um heim.

Þrjú þýsk herskip á leið til Reykjavíkur

Þrjú þýsk herskip með hátt í 700 manns um borð, munu leggjast að Skarfabakka upp úr klukkan níu, þeirra á meðal herskipið Berlín, sem er stærsta herskip þjóðverja.

Blóðið "gölluð vara" eftir endaþarmsmök

"Þetta eru ljót orð,“ segir lögfræðingur átján ára pilts um þá samlíkingu Landspítalans að blóð úr körlum sem stunda endaþarmsmök með öðrum körlum sé "gölluð vara“.

Gaddafí fari strax frá

Muammar Gaddafi Líbíuleiðtogi verður að víkja frá völdum, að mati nýstofnaðs alþjóðlegs samráðshóps um málefni Líbíu. Krónprinsinn í Katar las upp yfirlýsingu þess efnis á ráðstefnu um Líbíu sem nú fer fram í Doha, höfuðborg Katar.

Ekki hægt að mæta öllum óskum

Meirihlutinn í menntaráði og íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkurborgar leggur til nokkrar smávægilegar breytingar á tillögum Besta flokksins og Samfylkingarinnar um fyrirkomulag skóla- og frístundamála í borginni í umsögnum sínum um málið.

Almenningur fær að hafa áhrif

Starfsreglur Stjórnlagaráðs voru samþykktar einhljóða á þriðja fundi ráðsins í gær. Í þingsályktun um skipun Stjórnlagaráðs var því falið að setja sér eigin starfsreglur.

Bókaútlán hafa stóraukist

Útlán bókasafna um allt land hafa stóraukist síðustu tvö til þrjú árin, að sögn Hrafnhildar Hreinsdóttur, formanns Upplýsingar, félags bókasafns- og upplýsingafræða. Hún telur að kreppan ráði þar mestu; fólk kaupi síður bækur og fái þær frekar lánaðar.

Sex varamenn fengu undanþágu

Sex varamenn fengu undanþágu frá almennum reglum til að taka sæti á þingi í gær, svo þingflokkar gætu verið fullmannaðir við atkvæðagreiðsluna um vantrauststillögu sjálfstæðismanna.

Vítt og breitt með Vísi - Vilhjálmur prins, Bob Dylan og Gaddafí

Ljósmyndarar AP fréttastofunnar voru á ferð og flugi um heiminn í þessari viku eins og venjulega. Hér gefur að líta nokkrar magnaðar myndir víðsvegar að af jörðinni. Á meðal þess sem ber fyrir sjónir eru myndir frá Japan, Líbíu, Fílabeinsströndinni og Þýskalandi. Vilhjálmur prins og tilvonandi eiginkona hans koma einnig við sögu auk Bob Dylans í Víetnam, boxara í Las Vegas og ofurhuga á mótorhjóli frá Íran.

Ásmundur Einar hættur í þingflokki VG

Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Vinstri grænna, mun segja sig úr þingflokki VG á morgun. Þetta sagði hann í samtali við fréttastofu eftir að atkvæðagreiðslum lauk í kvöld.

Styður ekki tillöguna - Hægt að laga gallað hjónaband

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingmaður VG, sagði á Alþingi nú fyrir stundu að hún myndi ekki styðja vantrausttilögu Sjálfstæðisflokksins á ríkisstjórnina. Hún myndi hinsvegar segja já við trausti.

Ásmundur Einar styður ekki ríkisstjórnina lengur

Ásmundur Einar Daðason, þingmaður VG, sagði á Alþingi fyrir stundu að hann myndi ekki styðja ríkisstjórnina lengur. Hann sagðist ekki geta stutt ríkisstjórn sem heldur ESB-ferlinu áfram að jafn miklum þunga og raun ber vitni.

Afskriftir hjá Íbúðalánasjóði hafnar

Um fimmtán hundruð manns hafa sótt um að nýta sér 110 prósent leiðina svokölluðu hjá Íbúðalánasjóði. Alþingi samþykkti nýverið lögin og ganga nú fasteignasalar um borgina og verðmeta húsnæði þeirra sem skulda meira en þeir eiga.

Atli styður tillöguna einungis vegna Evrópusambandsmálsins

Atli Gíslason, sem sagði sig úr þingflokki VG nýlega, sagði á Alþingi í dag að hann styddi vantrausttillögu Sjálfstæðisflokksins en það myndi hann gera einungis vegna umsóknar ríkisstjórnarinnar um aðild að Evrópusambandinu.

Styður tillöguna - reyndi að fá bara vantraust á Steingrím og Jóhönnu

Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, sagði á Alþingi fyrir stundu að þegar hann frétti af vantrausttillögu Sjálfstæðisflokksins á ríkisstjórnina hafi hann reynt að fá vantrausttillögu bara á Steingrím J. Sigfússon, fjármálaráðherra og Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, en hafi verið meinað að gera það.

Jóhanna: Vilja nú svínið og hundurinn gæða sér á brauðinu?

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra var næst í pontu á eftir Bjarna Benediktssyni eftir að hann hafði lagt fram tillögu um vantraust á ríkisstjórnina á Alþingi í dag. Jóhanna það kaldhæðni örlaganna að vantrauststillagan kæmi frá Sjálfstæðisflokknum á ársafmæli rannsóknarskýrslu Alþingis þegar öllum bæri saman um að sami flokkur sé helsti sökudólgur hrunsins. Nú stígi forystumenn flokksins fram, þegar loks væri farið að sjá til sólar og krefðust kosninga. Jóhanna vitnaði að lokum í Litlu gulu hænuna og spurði hvort hundurinn og svínið vilji nú gæða sér á brauðinu sem litla gula hænan bakaði ein.

Ríkisstjórnin verði sett af og við fáum nýja allt öðruvísi

"Það er sama hvar maður lítur inn á erlenda fjölmiðla þar sem hæstvirtur forsætisráðherra er til svara, allsstaðar eru svörin eins, að Íslendingar hafi valið versta hugsanlega kostinn - að hún óttist pólitíska upplausn, kaos,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, í umræðum um vantrausttillögu Sjálfstæðisflokksins á ríkisstjórnina.

Bjarni: Hagsmunir þjóðarinnar að kosið verði hið fyrsta

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins lagði fram tillögu sína um vantraust á ríkisstjórnina klukkan fjögur í dag. Bjarni sagði tillöguna lagða fram fyrir hönd allra þeirra sem gefist hafi upp á samstarfi núverandi stjórnarflokka. Hann líkti ríkisstjórninni við grindahlaupara sem hafi misstigið sig sig í upphafi hlaups og aldrei náð taktinum. Enginn hefði trú á því að hann nái í mark. Bjarni hvatti til þess að tillagan verði samþykkt svo Alþingi geti endurheimt virðingu og traust, sem séu forsendur uppbyggingar.

Stjórnarskráin í máli og myndum á Youtube

Í dag var opnuð vefsíðan www.stjornlogungafolksins.is. Þar er að finna skemmtileg fræðslumyndbönd þar sem stjórnarskráin er skoðuð með nýstárlegum hætti. Um tímamótaverkefni er að ræða, þar sem flókið umfjöllunarefni er einfaldað og sett fram í máli og myndum. Efnið á heimasíðunni hefur verið unnið af UNICEF á Íslandi, umboðsmanni barna og Reykjavíkurborg, með það fyrir augum að fræða börn og ungmenni um grunnþætti stjórnarskrárinnar að því er fram kemur í tilkynningu frá skipuleggjendum.

Gaddafí verður að fara frá

Nýstofnaður samráðshópur um málefni Líbíu hefur biðlað til Múammars Gaddafís leiðtoga Líbíu að hverfa úr embætti. Samráðshópurinn, sem samanstendur af evrópuveldunum, Bandaríkjunum, bandamönnum þeirra í Mið-Austurlöndum og nokkrum alþjóðastofnunum, hittist í Doha í dag þar sem rætt er um ástandið í Líbíu. Fulltrúar uppreisnarmanna í Líbíu voru einnig viðstaddir fundinn. Krónprinsinn af Katar hélt opnunarræðu á fundinum þar sem hann sagði almenning í Líbíu í bráðri hættu.

Gerir útttekt á nýtingu lóða bensínstöðva

Skipulagsstjóri í Reykjavík mun gera útttekt og hugsanlega endurskoða skipulagiog nýtingu lóða afgreiðslustöðva olíufélaganna. Settur verður á fót stýrihópur í þessum tilgangi með fulltrúum frá viðkomandi sviðum borgarinnar. Þetta kemur fram í tillögu sem fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn lögðu fram í skipulagsráði í morgun og var samþykkt. Gert er ráð fyrir að skipulagsstjóri greini skipulagsráði frá niðurstöðum hópsins eigi síðar en 1. júní 2011. Í greinargerð sem lögð var fram með tillögunni segir: Með tilliti til þess að aðalskipulag Reykjavíkur til ársins 2030 er nú í vinnslu er eðlilegt að starfsemi og staðsetning bensínstöðva komi til endurskoðunar eins og flest annað. Bensínstöðvar í Reykjavík eru 44 talsins. Samkvæmt úttekt stýrihóps um orkustöðvar sem skilaði af sér í maí 2009 eru 2.700 íbúar á hverja bensínstöð í borginni en algengt er í Evrópu að 25.000 íbúar séu á hverja stöð. Staðsetningar bensínstöðva eiga sér víða sögulegar forsendur enda eru fá dæmi um að stöðvar hafi verið færðar úr stað eða lagðar niður. Starfsemi þeirra hefur óvíða tekið tillit til þróunar byggðar og breyttra áherslna í umferðarskipulagi að öðru leyti en því að á síðustu árum hafa sumar bensínafgreiðslustöðvar tekið á sig mynd matvöruverslana og veitingastaða og dæmi eru um að sá rekstrarþáttur sé orðinn ríkjandi. Vegna þess að fyrr á árum var minni áhersla en nú lögð á nýtingu borgarlands og þéttleika byggðar eru nokkrar bensínstöðvar á of stórum lóðum sem nýta má betur. Nokkrar eru augljóslega leifar fyrri tíma og væri æskilegt að þær yrðu lagðar niður í þeirri mynd sem þær eru nú. Með hækkandi verði á eldsneyti og minnkandi notkun einkabíla getur verið lag að fækka afgreiðslustöðvum olíufélaganna sem mun leiða til lækkunnar rekstrarkostnaðar.

Þuríður Backmann líklega þingflokksformaður

Ákveðið var á þingflokksfundi VG í dag þar sem Árni Þór Sigurðsson vék til hliðar sem formaður þingflokksins að Þuríður Backman tæki við keflinu. Hún var varaformaður þingflokksins. Þuríður hafði hinsvegar ekki fengið þessar fregnir þegar fréttastofa náði tali á leið til útlanda. Hún sagðist því ekki vilja tjá sig um það hvort hún taki við sæti þingflokksformanns, fyrst vildi hún heyra í sínu fólki.

Dýravændishús í Danmörku - hvatt til lagabreytingar á Íslandi

Kynlíf með dýrum er löglegt í Danmörku og hefur þar í landi skapast mikil umræða í kjölfar þess að sjónvarpsstöðin TV2 sýndi þátt um málið. Sjónvarpsmaðurinn Niels Christian Meyer, betur þekktur sem Bubber, vildi með þættinum vekja athygli á málinu í því skyni að þrýst á að lögunum yrði breytt. Hvergi í íslenskum lögum um dýravernd er nú fjallað um kynferðislega misnotkun þó vissulega sé óleyfilegt að fara illa með dýr. Sömu sögu er að segja um dýraverndarlög í Danmörku, Svíþjóð og Noregi. Dýraverndunarsamtök í þessum löndum berjast þó fyrir lagabreytingum og innan Norræna dýraverndarsambandsins er einhugur um að bann verði lögfest í öllum löndum. Ólafur R. Dýrmundsson, formaður Dýraverndarsambandsins, sagði í samtali við Vísi í janúar að trúverðugar upplýsingar liggi fyrir um að íslensk hross hafi verið notuð á dýravændishúsum í Danmörku á síðari árum. Íslenskir fjölmiðlar fjölluðu á sínum tíma um að rannsóknablaðamaður hjá danska blaðinu 24timer komst að því að dýravændishús væri starfrækt á Norður-Jótlandi. Þar er íslenski hesturinn Max seldur í vændi, ásamt fleiri dýrum. Skiptar skoðanir eru meðal danskra stjórnmálamanna um hvort þurfi að setja lög gegn kynlífi fólks með dýrum en margir hafa kallað eftir slíku í kjölfar umfjöllunar Bubber á TV2. Af þessu tilefni hefur dómsmálaráðherrann, Lars Barfoed, gefið út að hann sé vissulega á móti þessu athæfi en hann sé ekki sannfærður um nauðsyn löggjafar.

Árni Þór víkur sæti sem þingflokksformaður

Árni Þór Sigurðsson þingmaður VG hefur ákveðið að víkja úr starfi formanns þingflokksins sem hann var kjörinn í á sunnudaginn var. Kjörið hefur verið umdeilt en Guðfríður Lilja Grétarsdóttir hafði gegnt stöðunni þangað til hún fór í fæðingarorlof. Þegar hún sneri aftur var kosið um stöðuna og sigraði Árni Guðfríði með 2/3 atkvæða. Ýmsir þingmenn VG hafa hinsvegar gagnrýnt málið og nú hefur Árni ákveðið að stíga til hliðar.

Hvað gera framsóknarmenn?

Formaður framsóknarflokksins lét í það skína á sunnudag að hann styddi ríkisstjórnina þrátt fyrir niðurstöðu Icesave-þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Hinsvegar var haft eftir honum í gær að framsóknarflokkurinn ætli að styðja vantrauststillögu Sjálfstæðisflokksins á núverandi ríkisstjórn. Þingflokkur Framsóknarflokksins hittist í dag og fer yfir málið.

Vantrauststillagan umdeild á meðal stjórnarandstöðuliða

Meirihluti stjórnarþingmanna telja öruggt að vantrauststillaga Sjálfstæðismanna verði felld við atkvæðagreiðslu í kvöld. Óánægja er meðal stjórnarandstöðuþingmanna með framgöngu Bjarna Benediktssonar í málinu.

Ingibjörg um Icesave: Sært stolt og Þórðargleði

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar og utanríkisráðherra, segir að Icesave hafi í hennar huga alltaf snúist um ískalt hagsmuna- og áhættumat en einhverra hluta vegna hafi tilfinningar tekið völdin. Henni finnst umræðan nú helst snúast um þjóðarstolt þar sem siðferðiskennd er sett fram andspænis staðfestu. „Nú hefur sært stolt og Þórðargleði bæst ofan á allt hitt. Er ekki kominn tími til að lægja tilfinningaöldurnar í stað þess að kynda undir þeim?," spyr Ingibjörg Sólrún á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi. Fjöldi fólks lýsir yfir ánægju sinni með þessi orð Ingibjargar Sólrúnar. Sigþór Ari Sigþórsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Klæðningar, er fyrstur til að gera athugasemd. „Allir verða að fá að vinna sína sigra. Kannski var þessi nauðsynlegur fyrir meirihluta þjóðarinnar til að geta byrjað upp á nýtt," segir hann. Ingibjörg Sólrún kemur því áréttingu á framfæri: „Sigþór. Ég er ekki að vísa til meirihluta þjóðarinnar sem ég held að sé ekki í neinu sérstöku tilfinningarúsi. Þetta á við um hina talandi stétt - Þessa sem stjórnar umræðunni í fjölmiðlunum.“

Vorrallið sýnir sterka stöðu þorskstofnsins

Niðurstöður úr vorralli Hafrannsóknarstofnunnar sýna að staða þorskstofnsins er sterk. Stofnvísitala þorsks hækkaði fjórða árið í röð, var nú svipuð og árin 1998 og 2004.

Þýsk þyrla verður á bakvakt fyrir Landhelgisgæsluna

Sea King þyrla þýska herskipsins Berlin verður bakvakt fyrir þyrlu Landhelgisgæslunnar dagana 14.-18. apríl eða þá daga sem skipið er í kurteisisheimsókn í Reykjavík, ásamt þýsku freigátunum Brandenburg og Rheinland-Pfalz.

Hættur fylgja heita vatninu

Upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur vekur athygli á því að veruleg hætta stafar af því þegar heitavatnsleiðslur bila og heitt vatn flæðir um götur eins og gerðist í Rofabæ í gærkvöldi. "Vatnið er meira en 80 gráðu heitt og djúpur 2. stigs bruni getur myndast á einnar sekúndu snertingu við vatnið. Þar sem hugsanlegt er að þrýstihöggið í gær hafi veikt kerfið í Árbæ er mikilvægt að fólk hafi í huga hættuna sem getur stafað af heitavatnsbilunum,“ segir í tilkynningu. Til nánari upplýsinga er bent á vefinn www.stillumhitann.is http://www.stillumhitann.is sem unnin var í samvinnu OR, Landspítala-Háskólasjúkrahúss og Sjóvá-Forvarnarhúss.

Sjaldgæfan höfrung rak á land

Sjaldgæfa höfrungategund rak á land í Víkurfjöru aðfararnótt 2. apríl. Á heimasíðu Hafrannsóknarstofnunar segir Gísli Víkingsson hvalasérfræðingur að um sé að ræða stökkul (Tursiops truncatus). "Hann telst til sjaldgæfra flækingstegunda við Ísland en er algengur sunnar í N-Atlantshafi og í öllum hitabeltis- og tempruðu hafsvæðunum.“

Byrjað að hleypa heitu vatni á Árbæinn

Nú klukkan tíu var farið að hleypa heitu vatni á í þeim hluta Árbæjarins, sem verið hefur heitavatnslaus frá því í gærkvöldi. Byrjað var á að hleypa vatni á þann hluta hverfisins sem er vestan Bæjarbrautar og hefur það gengið áfallalaust til þessa. Reikna má með að það taki um eina og hálfa klukkustund að ná upp fullum þrýstingi. Telji fólk sig hafa orðið fyrir bótaskyldu tjóni af hálfu OR vegna bilunarinnar er því bent á að hafa samband við VÍS, sem OR er tryggt hjá.

Vantraust rætt í dag klukkan 16

Umræða um tillögu þingflokks Sjálfstæðisflokksins um vantraust á ríkisstjórnina, þingrof og nýjar kosningar hefst klukkan fjögur í dag og stendur fram á kvöld. Umræðunni eru ætlaðar fimm klukkustundir og verður atkvæðagreiðsla að henni lokinni.

Ráðherra mælir fyrir brottvísum ofbeldismanns af heimili

Innanríkisráðherra mælti á Alþingi í gær fyrir frumvarpi til laga um nálgunarbann og brottvísun af heimili en brottvísun af heimili er úrræði sem fram til þessa hefur einungis verið að finna í barnaverndarlögum. Þetta er hliðstætt því sem gerist í nágrannalöndum og hefur verið nefnt austurríska leiðin. Helstu efnisatriði frumvarpsins eru þau að lagt er til að bráðabirgðaákvörðun um nálgunarbann og/eða brottvísun af heimili verði í höndum lögreglustjóra eða löglærðs fulltrúa hans. Lögreglustjóra er gert skylt, hvort sem um er að ræða ákvörðun um nálgunarbann eða brottvísun, að bera hana undir héraðsdóm innan þriggja sólarhringa frá birtingu ákvörðunarinnar en dómaranum er þannig falið að taka endanlega ákvörðun um það hvort nálgunarbanni og/eða brottvísun verði beitt. Er lagt til að heimilt verði að beita nálgunarbanni ef rökstudd ástæða er til að ætla að sakborningur hafi framið refsivert brot eða raskað á annan hátt friði brotaþola, eða hætta er á að viðkomandi muni koma til með að gera slíkt. Þá verði heimilt að beita brottvísun af heimili ef rökstudd ástæða er til að ætla að sakborningur hafi framið eða hætta er á að hann fremji refsivert brot gegn tilteknum ákvæðum almennra hegningarlaga (til dæmis ákvæðum laganna um kynferðisbrot, líkamsmeiðingar, brot gegn frjálsræði manna, hótanir, eignaspjöll og fleira), enda hafi verknaðurinn beinst að einhverjum sem er honum nákominn og að tengsl þeirra þykja hafa aukið á grófleika verknaðarins. Ennfremur er það gert að skilyrði fyrir brottvísun af heimili að brotið varði fangelsi allt að sex mánuðum. Nýmæli um samskipti lögreglu og sveitarfélaga Af öðrum efnisatriðum frumvarpsins má nefna að nálgunarbanni verður ekki afmarkaður lengri tími en eitt ár í senn, líkt og nú gildir samkvæmt lögum um nálgunarbann, en ekki verður heimilt að beita brottvísun lengur en fjórar vikur í senn. Í frumvarpinu er jafnframt að finna sérreglur sem gilda skulu við meðferð mála hjá lögreglu og fyrir dómi. Loks er í frumvarpinu að finna sérstakan kafla sem fjallar um samskipti lögreglu og sveitarfélaga í málum sem varða nálgunarbann og brottvísun af heimili og er þar um nýmæli að ræða. Frumvarpið var samið af starfshópi sem skipaður var af innanríkisráðherra til þess að gera tillögur að lagaákvæðum til innleiðingar á hinni svokölluðu austurrísku leið og er gerð frumvarpsins þannig í samræmi við samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Var það mat starfshópsins að vel færi á því að ákvæði um nálgunarbann og brottvísun af heimili væri að finna í einum og sama lagabálki enda búa sambærileg sjónarmið að baki beitingu þeirra, sömu málsmeðferðarreglur geta þar átt við og er það jafnframt í samræmi við norræna löggjöf á þessu sviði. Að auki er fyrirséð að úrræðum þessum verði beitt samhliða í nokkrum fjölda tilvika. Við gerð frumvarpsins átti starfshópurinn fundi með fulltrúum Samtaka um kvennaathvarf, Stígamóta, Jafnréttisstofu, Samtaka kvenna af erlendum uppruna, Dómarafélags Íslands og ríkislögreglustjóra. Sjá frumvarpið í heild sinni á vef Alþingis. http://www.althingi.is/dba-bin/ferill.pl?ltg=139&mnr=706

Tveir handteknir vegna árásarinnar í Minsk

Að minnsta kosti tveir menn hafa verið handteknir vegna gruns um að þeir hafi staðið á bak við hryðjuverkaárásina í neðanjarðarlestarstöð í Minsk í Hvíta Rússlandi í byrjun vikunnar.

Braust inn í söluturn

Brotist var inn í söluturninn Hjartarbúð við Suðurlandsbraut í nótt og hafði þjófurinn peningakassann, eða sjóðsvélina , í heilu lagi á brott með sér.

Sjá næstu 50 fréttir