Fleiri fréttir

Fyrsta Súperman blaðið endurheimt

Fyrsta tölublaðið um ofurhetjuna Súperman fannst á dögunum í læstum öryggisskáp í San Fernando dalnum í Bandaríkjunum. Blaðinu var stolið fyrir áratug síðan af kvikmyndastjörnunni Nicolas Cage.

Stal fullum poka af matvælum

Poka fullum af matvælum var stolið af íbúa í Vestmannaeyjum síðasta þriðjudag. Eigandinn var að bera muni úr bifreið sinni upp tröppur sem liggja að íbúð hans á Bárustíg 66.

Rændu ritstjórn dagblaðs

Fjórir vopnaðir menn ruddust inn á ritstjórn dagblaðs í mexíkóska bænum Villahermosa í Suður-Mexíkó.

Bloggari dæmdur í þriggja ára fangelsi

Egypski herinn fékk 28 ára gamlan bloggara dæmdan í þriggja ára fangelsi í gær fyrir að gagnrýna störf hersins. Hann var að auki dæmdur án þess að hafa lögmann viðstaddan.

Flestir segja sig úr Þjóðkirkjunni

Þann 1. janúar voru fullorðin sóknarbörn í Þjóðkirkjunni (18 ára og eldri) 183.697 eða 77,2% mannfjöldans. Fyrir ári síðan voru fullorðnir félagsmenn Þjóðkirkjunnar 3.000 fleiri og hlutfallið 78,8% af mannfjöldanum. Kaþólska kirkjan er næstfjölmennasta trúfélag landsins með 6.366 félagsmenn 18 ára og eldri. Utan trúfélaga voru 11.868 fullorðnir einstaklingar skráðir 1. janúar 2011, eða 5% mannfjöldans. Á síðasta ári voru8.483 utan trúfélaga, eða 3,6%, og fjölgar því fólki utan trúfélaga á milli ára. Um áramótin voru 14.846 í óskráðu trúfélagi eða með ótilgreinda trúfélagsaðild. Alls voru 6.810 breytingar á trúfélagsaðild skráðar árið 2010. Flestir skráðu sig úr Þjóðkirkjunni, alls 5.092. Það eru rúmlega helmingi fleiri en skráðu sig úr Þjóðkirkjunni árið 2009 (1.982). Flestir þeirra létu skrá sig utan trúfélaga, 3.619, en allnokkrir í einhvern fríkirkjusafnaðanna þriggja (960). Flestar nýskráningar voru utan trúfélaga árið 2010, alls 3.855. Af trúfélögum voru flestar nýskráningar í Kaþólsku kirkjuna (653). Flestir þeirra voru áður í óskráðu trúfélagi eða ótilgreindu (617).

Öll börn fædd á árinu bólusett

Öll börn fædd á árinu 2011 og síðar verða bólusett gegn pneumókokkasýkingum, og munu bólusetningarnar hefjast síðar í apríl, samkvæmt upplýsingum frá Landlæknisembættinu.

Rak vænginn í stélið á JFK flugvellinum

Tvær fullar farþegaþotur lentu í árekstri á flugbraut John F. Kennedy flugvallarins í Bandaríkjunum í gær. Önnur þotan var frá Air France-flugfélaginu en hin var að koma frá Boston.

Bruggari handtekinn á Akranesi

Lögreglan á Akranesi lagði hald á liðlega 200 lítra af gambra og 17 lítra af landa í vikunni. Vísbendingar höfðu borist um að bruggun stæði yfir í íbúð í bænum.

Borgin greiðir ekki fyrir börn alkóhólista

Reykjavíkurborg stöðvaði allar greiðslur til SÁÁ um síðustu áramót vegna þjónustu fyrir fjölskyldur áfengis- og vímuefnasjúklinga. Engar greiðslur hafa komið frá borginni til göngudeildar SÁÁ vegna þessarar þjónustu en stærsti hluti fjárveitingarinnar fór í sálfræðiþjónustu fyrir börn áfengis- og vímuefnasjúklinga sem sýna einkenni um álag og streitu. Þessi börn eru fæst byrjuð að nota vímuefni og eru á aldrinum 8-14 ára. Þau eru í mestri áhættu allra að eiga í erfiðleikum vegna vímuefna í framtíðinni. Þetta kemur fram í frétt á vef SÁÁ en fyrirsögnin þar er: „Reykjavíkurborg hættir að greiða fyrir börn alkóhólista.“ Þar segir að á árunum 2008-2010 var í gildi samstarfssamningur milli Reykjavíkurborgar og SÁÁ um þjónustu fyrir fjölskyldur áfengis- og vímuefnasjúklinga. Ekkert bólar á nýjum samstarfssamningi eða þjónustusamningi. Forráðamenn SÁÁ bíða og halda úti óskertri þjónustu en nú alfarið á reikning SÁÁ. Fréttin á vef SÁÁ.

Enn finnast fjöldagrafir í Mexíkó

Fjöldagröf fannst í Mexíkó síðustu helgi. Gröfin var fyrir utan smábæ nærri landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Alls voru 16 lík í gröfinni.

Garðyrkjumenn gegn ESB

Aðalfundur Sambands garðyrkjumanna lýsir andstöðu sinni við aðild Íslands að Evrópusambandinu og stuðningi við stefnu Bændasamtakanna í því máli.

Femínistar gagnrýna VG

Það er ekki í anda fæðingarorlofslaga að víkja Guðfríði Lilju Grétarsdóttur úr embætti þingflokksformanns þegar hún koma til baka úr fæðingarorlofi og hlýtur að vera á skjön við stefnu Vinstri grænna í jafnréttismálum, segir í ályktun Femínistafélags Íslands.

Enn finnast bein á ströndinni

Lögregluyfirvöld í New York grunar að raðmorðinginn sem leitað er í borginni geti verið fyrrverandi lögregluþjónn. Bein fundust í gær en ekki er búið að staðfesta að um enn eitt fórnarlamb morðingjans sé að ræða. Eitt lík af átta, sem fundist hafa á strönd á Long Island, er talið vera að barn, ekki eldra en átján mánaða.

Minnka á magndrykkju

Í nýju frumvarpi fjármálaráðherra til breytinga á lögum um Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins er lagt til að stofnunin verði án stjórnar og heyri beint undir fjármálaráðherra.

Vilja lög gegn dýrakynlífi

Stjórnmálamenn og dýraverndunarsamtök í Danmörku hafa kallað eftir löggjöf gegn kynlífi með dýrum eftir umdeilda heimildarmynd sem sýnd var nýverið í sjónvarpi.

Fukushima-kjarnorkuverið á sama hættustigi og Tsjernobyl-verið

Viðvörunarstig kjarnorkuversins í Fukushima í Japan hefur verið hækkað upp í sjöunda stig vegna leka úr verinu. Ekkert annað kjarnorkuver hefur hækkað viðvörunarstigið svo hátt nema verið í Tsjernobyl sem að lokum bræddi úr sér.

Jafnmargir hlynntir og andvígir hernaði

Svipað hlutfall landsmanna styður hernaðaríhlutun aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins (NATO) í Líbíu og er andvígt hernaðinum, samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins.

Óvæntur stormur og eldingum laust niður

„Þetta er svolítið vetrarlegt,“ viðurkennir Þorsteinn Jónsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, spurður um harðar sviptingar í veðrinu síðustu daga.

Engin áhrif á ESB-viðræður

Aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið skaðast ekki af því að Íslendingar hafi hafnað því að staðfesta Icesave-samninginn í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Nefnd þingmanna móti öryggisstefnu

Nefnd tíu þingmanna allra flokka sem sæti eiga á Alþingi verður falið að móta þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland nái þingsályktunartillaga sem utanríkisráðherra hefur lagt fyrir Alþingi fram að ganga.

Hópur fjárfesta kaupir MP Banka

„MP Banki er það lítill að hann þarf ekki að fara út í meiri háttar tiltektir. Hann hefur ekki þegið styrki eða fyrirgreiðslu frá hendi ríkisins. Það finnst mér skipta miklu máli,“ segir fjárfestirinn Skúli Mogensen, aðaleigandi MP Banka.

Ellefu fórust í sprengjutilræði

Ellefu létust og hundruð slösuðust í sprengingu í neðanjarðarlestakerfi Minsk, höfuðborgar Hvíta-Rússlands, um miðjan dag í gær.

Lífeyrissjóðsstjóri átti rétt á að fá gögn

Synjun Fjármálaeftirlitsins (FME) um afhendingu umbeðinna gagna til Ingólfs Guðmundssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs verkfræðinga, skorti lagastoð að mati umboðsmanns Alþingis.

Húsaleigumál 200 talsins á árinu

Neytendasamtökunum hafa borist í kringum 200 fyrirspurnir og erindi vegna húsaleigumála það sem af er ári. Samkvæmt tilkynningu frá samtökunum svarar þetta til um 800 erinda á ári, sem er helmingi meira heldur en var í fyrra. Árið 2009 voru rúmlega 200 fyrirspurnir af þessum toga.

Minnstu aukning vegna hernaðar síðan árið 2001

Útgjöld vegna hernaðar í heiminu jukust einungis um 1,3 prósent árið 2010 samkvæmt útreikningum sænsku stofnunarinnar SIPRI sem sérhæfir sig í að reikna útgjöld til hernaðar. .

Bjóðast til að borga afborganir af húsum fyrir auglýsingu

Fyrirtæki í Bretlandi hefur gert húseigendum í vanda sérkennilegt tilboð. Fyrirtækið, sem sérhæfir sig í að auglýsa snjallsíma, hefur auglýst eftir húseigandum sem eru tilbúnir að láta mála hús sín með auglýsingu fyrirtækisins.

Óþægilegt að vera bendlaður við svona mál

Lögreglan hefur á tæpum tveimur mánuðum fengið 23 tilkynningar um að óprúttnir aðilar hafi reynt að lokka börn upp í svartan bíl. Ekki eru allar þessar ábendingar á rökum reistar eins og leigubílstjóri hér í borg komst að fyrir helgi.

Mubarak í yfirheyrslu

Egypsk yfirvöld hafa boðað Hosni Mubarak í yfirheyrslur eftir gríðarlegan þrýsting almennings í landinu. Mubarak hrökklaðist frá völdum í byrjun febrúar eftir að hafa ríkst sem forsætisráðherra í landinu í um þrjátíu ár.

Kínverjar gagnrýna Bandaríkjamenn

Kínverjar hafa birt skýrslu þar sem þeir gagnrýna Bandaríkjamenn harðlega fyrir að virða ekki mannréttindi. Þá segir jafnframt í skýrslunni, að Bandaríkjamenn reyni að grafa undan öðrum ríkjum með því að tryggja frjálsan aðgang að internetinu.

Kínverjar hyggjast sigla til Íslands um Norðurpólinn

Kínversk stjórnvöld áforma að senda ísbrjót yfir Norðurheimskautið til Íslands í sumar og yrði þetta í fyrsta sinn sem skip kæmi þessa leið frá Kyrrahafinu til Íslands. Jafnframt gæti leiðangurinn orðið heimssögulegur viðburður.

Sjá næstu 50 fréttir