Fleiri fréttir

Lítið að frétta af kjaraviðræðum

Engin niðurstaða varð af fundarhöldum Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands en forystumenn þeirra hittust á fundi í hádeginu þar sem næstu skref í kjaraviðræðum voru rædd. Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri SA segir að á fundinum hafi menn borið saman bækur sínar en að engin sérstök niðurstaða hafi fengist.

Ungmenni lækka meðalaldurinn á borgarstjórarfundi

Á morgun munu fulltrúar Reykjavíkurráðs ungmenna sitja borgarstjórnarfund í Ráðhúsi Reykjavíkur ásamt borgarfulltrúum. Fundurinn fer fram í fundarsal borgarstjórnar og hefst kl. 14. Fundurinn verður sendur beint út á vef Reykjavíkurborgar. Þrátt fyrir að meðalaldur borgarstjórnar í Reykjavík hafi lækkað talsvert síðustu áratugina mun hann lækka verulega þriðjudaginn 12. apríl næst komandi en þá taka fulltrúar í Reykjavíkurráði ungmenna sæti á fundi með borgarstjórn sem fram fer í Ráðhúsi Reykjavíkur. Fundarefnið eru málefni ungs fólks og ræddar verða tillögur frá ungmennaráðum í Reykjavík sem fulltrúar Reykjavíkurráðsins munu flytja á fundinum. Átta fulltrúar Reykjavíkurráðs ungmenna sitja fundinn ásamt sjö borgarfulltrúum og því má segja að ungt fólk myndi tímabundið meirihluta í stjórn borgarinnar. Ungu fólki liggur ýmislegt á hjarta og á fundinum verða ræddar tillögur sem snúa að aðstöðu til íþróttaiðkunar og félagsstarfs, baráttunni gegn einelti og vanlíðan, bættum strætósamgöngum og einfaldari gjaldskrá, málefnum Vinnuskólans, veggjalist og tónlistarnámi, auk þess sem fyrir fundinum liggur tillaga um að tillögur ungs fólks um málefni sem þau varða verði betur fylgt eftir af hálfu borgarstjórnar. Fundur Reykjavíkurráðs ungmenna og borgarstjórnar er orðinn að árvissum viðburði og í ár er tíundi fundurinn á dagskrá. Með þessu móti er ungu fólki gefið tækifæri á að koma tillögum sínum og ábendingum um eigin málefni milliliðalaust til þeirra sem stýra borginni á hverjum tíma. Reykjavíkurráð ungmenna er samráðsvettvangur ungmennaráða í Reykjavík en alls starfa átta ungmennaráð í hverfum borgarinnar.

Íshellir hrundi á mann

Maður var fluttur á slysadeild með þyrlu um hádegisbilið eftir að þak á manngerðum íshelli féll á hann. Slysið átti sér stað í Bláfellshálsi á Kili og sinnti lögreglan á Selfossi útkallinu. Þá voru kallaðar til björgunarsveitir og þyrla Landhelgisgæslunnar. Um var að ræða hóp kvikmyndagerðarmanna sem var við tökur á Kili. Þar höfðu þeir búið til íshelli og var maðurinn inni í hellinum þegar hluti þaksins hrundi yfir hann. Mögulegt er talið að maðurinn sé hryggbrotinn og jafnvel með innvortis blæðingar.

Ásmundur Einar: "Ótrúleg vinnubrögð"

Ásmundur Einar Daðason þingmaður VG er ekki sáttur við vinnubrögð félaga sinna í þingflokki VG en í gær var Guðfríður Lilja Grétarsdóttir sett af sem þingflokksformaður. Árni Þór Sigurðsson var kjörinn formaður í hennar stað en Guðfríður Lilja var að snúa til baka úr fæðingarorlofi.

Bíða eftir myndum úr kjúklingabúum Matfugls

Starfsfólk Matfugls vinnur nú hörðum höndum að því að svara hópi áhugafólks um velferð dýra sem hefur á Facebook-síðu Matfugls óskað eftir myndum sem teknar eru inni í kjúklingabúum Matfugls til að neytendur geti betur áttað sig á aðstæðum á íslenskum kjúklingabúum. Sirrý Svöludóttir, markaðsstjóri Yggdrasils ehf., setti fyrst inn fyrirspurn til Matfugls þar sem hún sagðist vilja sjá aðstæður með eigin augum þar sem umræðan um verksmiðjubúskap hefur verið hávær að undanförnu. Fjöldi fólks hefur í kjölfarið tekið undir með Sirrý og óskað eftir bæði upplýsingum og myndum. Sigurveig Káradóttir, matgæðingur sem gert hefur úttekt á gæðum hráefnis í mötuneytum skóla, leggur einnig orð í belg. „Hef líka áhuga á að vita meira um hvernig málum er háttað hér á landi. Og að fá almennt frekari upplýsingum frá framleiðendum um aðbúnað dýra og eins þau aukaefni sem sett eru í matinn og af hverju þau eru sett. Hér er að vakna upp hópur sífellt kröfuharðari neytenda, og í raun kjörið tækifæri fyrir þá framleiðendur sem vilja fylgja þeirri jákvæðu þróun eftir að vakna strax til meðvitundar og koma til móts við þann hóp," segir hún. Sirrý heldur úti vefsíðu sem hún kallar „Lífrænt vottað blogg" þar sem hún greinir frá fyrirspurn sinni til Matfugls. http://svoludottir.wordpress.com/2011/04/09/kjuklingabu-a-facebook/ Facebook-síðu Matfugls má finna hér en þar kemur fram að búist er við að þeir séu að vinna að svörum og búist við að birta þau á síðunni á morgun. http://www.facebook.com/#!/pages/Matfugl-ehf/468525455393

Gbagbo tekinn höndum

Laurent Gbagbo fyrrverandi forseti Fílabeinsstrandarinnar hefur verið tekinn höndum í forsetahöllinni í Abidjan. Gbabgo hefur neitað að láta af völdum í landinu þrátt fyrir að hafa tapað í forsetakosningum og hafa hersveitir hliðhollir honum barist við hersveitir Alessane Outtara, sigurvegara kosninganna. Síðustu daga hafði Gbabgo komið sér fyrir ásamt mönnum sínum í kjallarara forsetahallarinnar en í dag réðust franskir sérsveitarmenn inn í höllina og tóku hann höndum.

Icesave hefur engin áhrif á aðildarviðræður við ESB

Synjun Icesave-samkomulagsins í þjóðaratkvæðagreiðslunni á laugardag hefur engin áhrif á aðildarviðræður Íslendinga við Evrópusambandið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stefan Fule stækkunarstjóra sambandsins og Michel Barnier framkvæmdastjóra innri markaðar bandalagsins. „Niðurstaða kosninganna hefur ekki áhrif á aðildarviðræðurnar sem nú standa yfir og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins styður heilshugar.

Fjögur umferðaróhöpp á Vestfjörðum

Í vikunni sem var að líða voru fjögur umferðaróhöpp tilkynnt til lögreglunnar á Vestfjörðum. Miðvikudaginn 6. apríl varð útafakstur á Holtavörðuheiðinni, um að ræða minniháttar óhapp og ekki slys á fólki. Fimmtudaginn 7. apríl varð óhapp í Vestfjarðargöngunum með þeim hætti að ekið var utan í vinnulyftu Vegagerðarinnar þar sem unnið var við viðgerð á ljósum. Ekki urðu miklar skemmdir og ekki slys á fólki. Föstudaginn 8. apríl varð bílvelta á Súðavíkurhlíð, þar hafnaði bifreið utan í vegriði með þeim afleiðingum að hún valt. Ökumaður og farþegi voru fluttir með sjúkrabíl á sjúkrahúsið á Ísafirði til skoðunar, um minniháttar meiðsl að ræða. Sunndaginn 10. apríl hafnaði bifreið út fyrir veg á veginum um Þröskulda, um minniháttar óhapp var að ræða og ekki slys á fólki. Sjö ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í umdæminu í vikunni. Einn ökumaður var stöðvaður á Ísafirði fyrir of hraðan akstur, þrír í nágreni við Hólmavíkur og þrír á Holtavörðuheiðinni. Sá sem hraðast ók, var mældur á 120 km/klst., þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km/klst.

Kannanir MMR reyndust nærri úrslitunum

Niðurstöður kannana MMR í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Icesave þann 9. apríl síðastliðinn reyndust mjög nærri úrslitum kosninganna. Í tilkynningu frá MMR segir að þannig hafi niðurstöður beggja kannana MMR sem birtust í vikunni fyrir kosningarnar verið innan vikmarka frá niðurstöðum kosninganna. Kannanir MMR voru jafnframt þær fyrstu sem sýndu fram á meirihlutastuðning við "nei" atkvæði.

Eldingu laust niður í Hellisheiðarvirkjun

Eldingu laust niður í Hellisheiðarvirkjun í morgun og olli umtalsverðu tjóni. Raforkuframleiðsla datt niður í um klukkutíma en er nú aftur komin í gang.

Ævintýrið heldur áfram hjá loðdýrabændum

Verð fyrir íslensk minkaskinn hækkaði um fimm til sjö prósent á uppboði í Kaupmannahöfn í morgun og hefur aldrei í sögunni verið jafn hátt. Verðið hefur tífaldast frá því það var lægst fyrir tuttugu árum.

Fautaárás á Selfossi - tólf yfirheyrðir

Tilkynnt var um kröftug slagsmál við skemmtistaðinn Hvíta húsið á Selfossi um klukkan fjögur á sunnudagsmorgun. Lögreglumenn sem voru skammt frá fóru þegar á staðinn og er þangað kom var hópur fólks skammt frá skemmtistaðnum.

Jafnréttisstofa telur mál Guðfríðar Lilju á gráu svæði

Árni Þór Sigurðsson, nýkjörinn þingflokksformaður VG vísar því alfarið á bug að brotin hafi verið jafnréttislög þegar hann tók við stöðu þingflokksformanns Vinstri grænna í stað Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur sem gegndi embættinu, áður en hún fór í fæðingarorlof. Jafnréttisstofa telur málið á gráu svæði.

Breytingar á stjórnarsamstarfi útilokaðar

Nær útilokað er talið að breytingar verða á skipun stjórnarsamstarfsins. Þá hefur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn skilning á þeirri stöðu sem upp er komin og unnið er að því að sannfæra lánshæfisfyrirtækin um að lækka ekki lánshæfið.

Brotnar bílrúður í Borgarfirðinum

Óveður raskaði ferðum fjölda fólks síðdegis og í gærkvöldi. Nokkur hópur fólks þurfti að bíða af sér óveðrið á Hótel Brú en ökumenn lentu í grjótfoki á Borgarfjarðarbrúnni svo nokkrar rúður fóru í mask eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi. Fleiri hundruð manns gistu til dæmis í Hrútafirðinum í nótt, eftir að norðurleiðin lokaðist vegna ofsaveðurs.

Ísland fær tvo mánuði til þess að svara ESA

Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, hefur óskað eftir því að íslensk stjórnvöld svari áliti ESA frá því í maí, innan tveggja mánaða, vegna niðurstöðu þjóðatkvæðagreiðslunnar um Icesave.

Forsetinn í freyðivíns-fjölmiðlabaði

"Mér fannst hann vera í svolitlu freyðivíns-fjölmiðlabaði. Ég verð að segja eins og er," segir Atli Gíslason, þingmaður utan þingflokka og meðlimur Vinstri grænna, um Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, sem hélt blaðamannafund í gær um niðurstöðu Icesave-kosninganna. "Hann var eitthvað svo glaður, barnslega glaður, og hann var í mjög sterkum pólitískum málflutningi," segir Atli. Atli var gestur þáttarins Í bítið í morgun á Bylgjunni þar sem hann og Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ræddu niðurstöðu kosninganna. Atla finnst Ólafur Ragnar hafa gengið mun lengra en fyrir forsetar þegar kemur að pólitískum afskiptum. "Hann var að tala mjög pólitísk og gekk lengra en fyrirrennarar hans hafa gert," segir Atli. "Hann var í díalóg við ríkisstjórn, hann var í deilu við forystumenn atvinnulífsins. Hann gekk mjög langt," segir hann. Ragnheiður segir það afar sérstakt að forsetinn hafi boðað til blaðamannafundar daginn eftir kosningarnar, sem voru haldnar í framhaldi af því að hann sjálfur neitaði að staðfesta Icesave-samninginn. Ragnheiður benti á að Icesave hefur klofið þjóðina í tvær fylkingar. "Mér fannst þetta persónulega ekki eiga við," segir Ragnheiður. Henni hefði fundist fara betur á því að ef forsetinn ætlaði að halda blaðamannafund um málið, að hann héldi hann síðar, en Ólafur Ragnar hélt sinn fund skömmu eftir að blaðamannafund ríkisstjórnarinnar. Þannig fannst Ragnheiði blasa við að ekkert samstarf hefði verið á milli skrifstofu forsetans og forsætisráðuneytisins. "Margt af því sem hann sagði var hins vegar mjög gott," segir hún. Umræður þeirra Atla og Ragnheiðar Í bítinu má hlusta á heild sinni með því að smella á tengilinn hér að ofan.

Gróðurhús við Norræna húsið fauk út í veður og vind

Flytja verður athöfn vegna undirritunar Háskóla Íslands, Reykjavíkurborgar og Norræna hússins, um að gera Vatnsmýrina að opinni rannsóknastofu, á annan stað en fyrirhugað var, þar sem gróðurhúsið við Norræna húsið, þar sem til stóð að undirrita samkomulagið, fauk út í veður og vind í gærkvöldi.

Einn féll útbyrðis og annar fótbrotnaði

Einn skipverji á hvalaskoðunarbátnum Knerri féll útbyrðis í nótt og ofkældist á meðan annar skipverji brotnaði illa á öðrum fæti. Hvalaskoðunarbáturinn var að draga skútuna Áróru, sem er upprunalega frá Ísafirði, til Húsavíkur þegar atvikið átti sér stað.

Sérfræðingur segir allt óvíst um skaðabótamál

Það er alls óvíst að Bretar og Hollendingar geti höfðað skaðabótamál gegn Íslendingum, jafnvel þótt EFTA dómstóllinn kæmist að þeirri niðurstöðu að Íslendingar hefðu brotið gegn EES samningnum í Icesave málinu.

Ótrúlegt augnablik - náði myndum af eldingunni

"Ég var fyrir utan pósthúsið í Garðabænum þegar ég ætlaði að taka grínmyndband til þess að setja á Facebook og óska öllum gleðilegt sumar,“ segir Sævar Már Kjartansson, sem fyrri hreina tilviljun náði myndbandi af eldingu sem sló niður sunnan við Hafnarfjörðinn.

Elding lýsti upp Reykjavík

Þremur eldingum sló niður austur af höfuðborgarsvæðinu laust fyrir klukkan hálf sjö í morgun með viðeigandi þrumum á eftir. Eldingarnar voru meðal annars vel sjáanlegar í Reykjavík.

Ekki forsenda til að lækka lánshæfismat

Ekki eru efnislegar forsendur til að lánshæfismat ríkissjóðs verði lækkað þrátt fyrir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Icesave. Þetta er mat Árna Páls Árnasonar, efnahags- og viðskiptaráðherra. Hann segir að koma verði í ljós hvað alþjóðlegir lánveitendur aðhafist í kjölfar niðurstöðunnar. Áminningarbréfi Eftirlitsstofnunar EFTA verði svarað sem fyrst og málstað Íslands haldið kröftuglega á lofti.

Skammtímasamningar líklegir

Gylfi Arnbjörnsson, formaður ASÍ, segir í samtali við Fréttablaðið að í ljósi úrslita þjóðaratkvæðagreiðslunnar sé líklegra að nú verði gerðir kjarasamningar til skemmri tíma í stað þriggja ára eins og viðræður aðila vinnumarkaðarins hafi gert ráð fyrir fram að þessu.

Ákveðinn í að endurheimta traustið

„Ég hef ekki skipað mér í hóp þeirra sem hafa spáð hér dramatískum afleiðingum af því að samningarnir féllu í þjóðaratkvæðagreiðslunni þó að ríkisstjórnin hafi gert það,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.

Komu í veg fyrir tjón á Túngötu 6

Það er farið að hægjast örlítið um hjá björgunarsveitamönnum eftir erilsaman dag. Björgunarsveitir sinntu í heild yfir 400 aðstoðarbeiðnum, þar af voru um 240 á höfuðborgarsvæðinu og 140 á Suðurnesjum auk nokkurra annarsstaðar.

Rafmagni tvisvar slegið út á Vestfjörðum

Rafmagni hefur slegið út tvisvar á Vestfjörðum í kvöld. Vísir hefur ekki nákvæmar upplýsingar um á hversu stóru svæði rafmagnsleysið er en þess hefur að minnsta kosti orðið vart á Ísafirði og í Bolungarvík. Daníel Jakobsson, bæjarstjóri á Ísafirði segir að rafmagnsleysið hafi varað í að minnsta kosti korter. "Það er komið rafmagn á höfnina og inni í firði en annars sýnist mér bara vera rafmagnslaust hér. Ég er bara kominn með kerti og kósý," segir Daníel Jakobsson bæjarstjóri.

Blaðamannafundur forsetans í heild

Þjóðaratkvæðagreiðslurnar um Icesave hafa gert þjóðinni kleift að endurheimta lýðræðislegt sjálfstraust sitt, sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, á blaðamannafundi í dag.

Biluð umferðarljós

Umferðarljósin í Engidal í Hafnarfirði, Hafnarfjarðarvegur, Reykjavíkur, Fjarðarhraun og Álftanesvegur eru biluð. Þau blikka á gulu. Lögreglan segir að ekki sé búist við að hægt verði að laga þau fyrr en á morgun.

Árni Þór tekur við af Guðfríði Lilju

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir var felld úr embætti þingflokksformanns Vinstri grænna í óvæntri kosningu um embættið á þingflokksfundi í dag. Árni Þór Sigurðsson, sem gengt hefur embættinu í fæðingarorlofi hennar, var kosinn í hennar stað.

Gætu þurft að sitja í nokkra tíma í vélunum

Hugsanlegt er að ekki verði hægt að reyna að hleypa farþegum, sem sitja fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli, út úr vélunum fyrr en klukkan níu í kvöld, samkvæmt upplýsingum frá Isavia. Þó verður reynt fyrr ef mögulegt er.

Talningu atkvæða lokið

Talningu atkvæða við þjóðaratkvæðagreiðslu um gildi Icesave laganna lauk klukkan hálffjögur í dag. Samkvæmt skýrslum yfirkjörstjórna voru 232.422 kjósendur á kjörskrá og greiddu 175.114 manns atkvæði.

Farþegar sitja fastir í vélunum

Farþegar í nokkrum farþegaþotum sitja fastir í vélunum á Keflavíkurflugvelli. Ástæðan er sú að vegna vonskuveðurs komast farþegarnir ekki inn landganginn. Þeir þurfa því að bíða af sér veðrið. Ekki liggur fyrir um hve margar flugvélar er að ræða.

Niðurstaðan má ekki sundra Íslendingum

"Niðurstaðan þjóðaratkvæðagreiðslunnar má ekki sundra okkur né leiða til langvarandi deilna því brýnna er nú en nokkru sinni að við stöndum saman," sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, á Bessastöðum í dag. Hann segir að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar sýni að þjóðin geti leitt mál til lykta. Kenningin um að þjóðin geti ekki farið með vald í flóknum málum hafi reynst tilhæfulaus.

Bretar og Hollendingar fá greitt úr Landsbankanum

Bretar og Hollendingar munu frá greitt úr þrotabúi Landsbankans þrátt fyrir að "Nei“ hafi orðið ofan á í þjóðaratkvæðagreiðslunni í gær. Þetta hefur Jyllands Posten eftir Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra á blaðamannafundi sem hann hélt í Þjóðmenningarhúsinu í morgun.

Miðlun biðst afsökunar

Miðlun ehf hefur gripið til ráðstafana til að efla öryggiskerfi fyrirtækisins eftir að viðkvæmum persónuupplýsingum var stolið frá fyrirtækinu í haust.

Fyrsta skrefið að svara áminningarbréfi EFTA

Stjórnvöld munu svara áminningarbréfi frá Eftirlitstofnun EFTA frá 26. maí síðastliðinn að höfðu samráði við utanríkismálanefnd Alþingis. Af hálfu íslenskra stjórnvalda verður lögð áhersla á að meðferð málsins verði hraðað eins og kostur er þar sem óvissa um lyktir málsins er engum í hag. Þetta segir í tilkynningu frá ríkisstjórn Íslands vegna niðurstöðu kosninganna í gær þar sem Icesave samningunum var hafnað.

Sjá næstu 50 fréttir