Fleiri fréttir

Rafmagnsskúr Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi brennur

Fjölmennt lið slökkviliðs er nú á leið í Áburðarverksmiðjuna í Gufunesi. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði er kviknað í rafmagnsskúr sem er staðsettur nálægt verksmiðjunni. Ekki er vitað hversu mikill eldurinn er.

Stal 100 lítrum af olíu

Hundrað lítrum af díselolíu var stolið af gröfu sem staðsett var við Seyðishóla í Grímsnes- og Grafningshreppi. Svo mikið var tekið af gröfunni að vélin fór ekki í gang þegar til stóð að kveikja á henni í morgun. Tankurinn var alveg tómur. Við hliðina á gröfunni sást slanga sem lögreglan telur að hafi verið notuð til að dæla upp olíunni.

Eftirmálar Icesave - þjóðin afvegaleidd?

Íslenska þjóðin mun líklega ekki þurfa að greiða krónu af Icesave skuldinni, hugsanlega verður ekkert dómsmál höfðað fyrir EFTA dómstólnum og breska og hollenska ríkið munu fá sitt. Hvers vegna reyndu íslenskir ráðamenn þá allt sem í þeirra valdi stóð til að fá þjóðina til að samþykkja Icesavesamninginn í þjóðaratkvæðagreiðslu?

Fékk stútinn á loftpressu upp í rassinn og blés út eins og blaðra

Steven McCormack, vörubílstjóri frá Nýja-Sjálandi, lenti í heldur betur furðulegu atviki á dögunum. Þegar hann var að klifra upp í vörubílinn sinn rann hann í stiganum og lenti á tanki sem innihélt súrefni undir miklum þrýstingi. Og ekki nóg með það að hann hafi lent á tankinum heldur lenti hann á stútnum sitjandi þannig að súrefnið fór af miklu krafti upp í rassinn á honum.

Tók leigubíl frá Keflavík til Klausturs

Fjöldi erlendra fréttamanna hefur verið á öskusvæðinu í tengslum við gosið. Breki Logason rakst hinsvegar á mann í gærkvöldi sem fór á fætur í Keflavík en endaði óvænt á Klaustri.

Andstæðingar Icesave brutu persónuverndarlög

Icesave andstæðingar brutu persónuverndarlög í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Icesave lögin á dögunum. Þetta er niðurstaða Persónuverndar sem birti úrskurð sinn í gær.

Streita hefur aukist hjá konum eftir hrun

Efnahagshrunið hefur haft meiri áhrif á heilsu kvenna hér á landi en karla samkvæmt niðurstöðum nýrra rannsókna. Streita meðal kvenna hefur aukist töluvert eftir hrun. Á sama tíma hefur hefur nýburum með lága fæðingarþyngd fjölgast.

Stykkishólmur er gæðaáfangastaður

Stykkishólmsbær hefur verið útnefndur EDEN-gæðaáfangastaður í Evrópu í ár fyrir varðveislu og endurnýjun menningarminja og metnaðarfulla stefnu í sjálfbærri þróun í ferðaþjónustu. Viðurkenninguna fær bæjarfélagið vegna markvissrar uppbyggingar gömlu húsanna í bænum sem gengið hafa í endurnýjun lífdaga og öðlast nýtt hlutverk í ferðaþjónustu, þar sem sjálfbærni- og umhverfishugsun er í forgrunni.

Of snemmt að lýsa yfir goslokum

Of snemmt er að lýsa yfir goslokum í Grímsvötnum segja jarðeðlisfræðingur. Enginn gosmökkur kemur upp úr gígnum en það geta enn komið sprengingar sem skjóta upp gjósku. Mjög varhugavert er að ferðast um svæðið.

Þjóðverjinn fundinn - var kaldur og hrakinn

Þjóðverji sem leitað hefur verið að norðan Vatnajökuls í dag er fundinn heill á húfi. Það var TF-Gná, þyrla Landhelgisgæslunnar sem fann manninn en hann var þá staddur um 14 km suðvestur af Fjórðungsöldu. Var hann í ágætu ástandi miðað við aðstæður en kaldur og hrakinn.

90 milljónirnar gengu ekki út

Enginn var með allar tölur réttar í Víkingalottóinu í kvöld. Annar vinningur gekk ekki heldur út né jókerinn. Fyrsti vinningur í lottóinu í kvöld var rúmlega 90 milljónir króna því má gera ráð fyrir að vegleg upphæð verði í pottinum næsta miðvikudag.

Lítil joðneysla áhyggjuefni á Íslandi

Æ fleiri Íslendingar greinast með skjaldkirtilssjúkdóma sem skýrist að hluta af hækkandi aldri þjóðarinnar. Joð er mikilvægt fyrir myndun skjaldkirtilshormóna en neysla þess fer minnkandi.

Almenn laun hækka um 4,25%

Aðildarfélög Alþýðusambands Íslands hafa samþykkt nýundirritaða kjarasamninga með miklum meirihluta. Áður höfðu Samtök atvinnulífsins samþykkt samningana. Þetta þýðir að samningarnir taka strax gildi og almenn laun hækka um 4,25% 1. júní næstkomandi. Þá fá félagsmenn 50 þúsund króna eingreiðslu á sama tíma og auk þess 10 þúsund krónur í orlofsuppbót í júní. Aðildarfélög ASÍ samþykktu kjarasamningana með á bilinu 70 til 96% atkvæða.

Bauð stuðningshópi Eddu Heiðrúnar upp á jökul

Ný jöklarúta var tekin í notkun af Ice-ferðum um síðustu helgi og í jómfrúrferðina var Eddu Heiðrúnu Backman leikkonu og stuðningshópi hennar boðið. Enda er rútan sérútbúin með tilliti til aðgengis fyrir hreyfihamlaða.

Laugavegur verður Mannréttindavegur

Amnesty International fagnar 50 ára afmæli þann 28. maí næstkomandi og í tilefni af afmælinu hefur Reykjavíkurborg ákveðið að nefna Laugaveginn upp á nýtt í nokkra daga. Jón Gnarr borgarstjóri mun afhjúpa skilti með nýju heiti götunnar á föstudaginn kemur. Í þrjá daga mun laugavegurinn því heita Mannréttindavegur til heiðurs hálfrar aldar baráttu Amnesty International í þágu mannréttinda.

Hjúkrunarfræðingar vísa kjaradeilu til ríkissáttasemjara

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga vísaði í dag kjarasamningaviðræðum sínum við Fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs til sáttameðferðar hjá ríkissáttasemjara. Viðræðuáætlun var undirrituð í október í fyrra af viðræðuaðilum þar sem gert var ráð fyrir samningslokum fyrir nóvemberlok.

Sungu um Eyjafjallajökul fyrir börnin á spítalanum

Vinir Sjonna komu í heimsókn á vorfagnað Barnaspítala Hringsins í dag. Þeir tóku nokkur Eurovision-lög með ísbirninum Hring, sem reglulega hittir börnin á spítalanum, við mikla gleði barnanna, foreldra þeirra og starfsfólks. Þá tóku þeir einnig lagið Eyjafjallajökull sem Matthías Matthíasson söngvari flutti í forkeppni Eurovision hér á Íslandi í ár. Samkvæmt öruggum heimildum fréttastofu var mikil stemning og mikið fjör eftir tónleikana. Spurningakeppni var þá haldin á leikskóla Barnaspítalans, með tilheyrandi verðlaunum, og veitingum í lokin.

Hvetja bændur til að setja búfé út

Matvælastofnun mælir með að bændur á öskufallssvæðinu meti aðstæður og setji búfé út ef mögulegt er. Í tilkynningu segir að þó sé mikilvægt að hafa það á svæði þar sem auðvelt er að hafa eftirlit með því og smala því saman ef á þarf að halda. Jafnframt þarf að tryggja því aðgang að hreinu drykkjarvatni, góðu fóðri, salti og steinefnum.

Tveir bréfberar bitnir til viðbótar í Mosfellsbæ

Tveir bréfberar voru bitnir þegar þeir voru að bera út póstinn í Mosfellsbæ í dag. Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem slíkt gerist í bænum en á dögunum var bréfberi bitinn af hundi. Hún stórslasaðist þegar hún datt við árásina og braut á sér fótinn en ekki er ljóst hvort bréfberarnir sem bitnir voru í dag séu illa sárir.

Landsfundur haldinn í haust

Fertugasti landsfundur Sjálfstæðisflokksins verður haldinn 17. til 20. nóvember næstkomandi. Miðstjórn flokksins tók þessa ákvörðun í dag að tillögu Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins. Samkvæmt lögum flokksins á að halda landsfund að jafnaði á tveggja ára fresti. Síðast var landsfundur haldinn árið 2009 en í maí í fyrra hélt flokkurinn auka landsfund þar sem Ólöf Nordal var kjörin varaformaður.

Þetta var eins og í helvíti

"Það er allt annað ástand í dag en það var í gær og fyrradag, nú sér maður rigningadropa og það er ekkert mistur úti," segir Sigurður Kristinsson, bóndi á Hörgslandi II sem er sjö kílómetrum austan við Kirkjubæjarklaustur.

Gæsluvarðhald yfir Black Pistons staðfest í Hæstarétti

Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að tveir meðlimir vélhjólasamtakanna Black Pistons verði í gæsluvarðhaldi til 27. maí á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Mennirnir eru grunaðir um að hafa haldið þriðja manninum nauðugum í yfir hálfan sólarhring og barið hann illilega. Sá var nefbrotinn og með áverka víðs vegar um líkamann. Talið er að um uppgjör innan vélhjólaklúbbsins hafi verið að ræða, en annar hinna handteknu er forsprakki Black Pistons á Ísland.

Síðustu andartökin í Grímsvötnum - fór að gígnum

Karl Ólafsson ljósmyndari tók þetta myndband um klukkan fimm í morgun sem sýnir glögglega stöðuna á gosinu í Grímsvötnum. Karl fór á öflugum fjallabíl bókstaflega á barm gígsins eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. Þar sést hvernig öðru hvoru koma sprengingar úr gígnum og segja vísindamenn að þær geti verið mjög öflugar og komið fyrirvaralaust.

Rauðar blöðrur á Austurvelli

Rauðum blöðrum var sleppt á Austurvelli nú klukkan tvö til að minnast þeirra barna sem aldrei ná fimm ára aldri. Viðburðurinn var liður í veigamikilli dagskrá sem stendur yfir í tilefni þess að árlegur Dagur barnsins er á sunnudag. Barnaheill bera hitann og þungann af dagskránni en í samstarfi við þá voru að félagar í Sambandi íslenskra framhaldsskólanema og Sérsveit Hins hússins sem mættu á Austurvöll í dag. Þingmenn gerðu hlé á störfum sínum og stigu út til að fylgjast með. Þá voru þeir hvattir til að leggja sitt af mörkum til að þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna um að dregið verði úr ungbarnadauða um tvo þriðju, nái fram að ganga fyrir árið 2015. Samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnar frá því í oktober árið 2007, er dagur barnsins haldinn hátíðlegur síðasta sunnudag í maí. Þetta er því í þriðja sinn sem hann er haldinn hátíðlegur. Vegna samstarfs við skóla á ólíkum skólastigum, heilsugæslur og Barnaspítala Hringsins var ákveðið að fagna þessum mikilvæga degi á virkum degi. Fjölmargir leikskólar á höfuðborgarsvæðinu taka þátt í uppákomunum. Börn á leikskólum í Seljahverfi ætla að hittast við tjörn í hverfinu til að minnast barna sem eiga um sárt að binda og á leikskólanum Furuborg ætla nemenduur til að mynda að hengja rauðar blöðrur á tré á skólalóðinni og tileinka það börnum á gossvæðinu sem ekki geta leikið sér úti. Barnaheill - Save the Children á Íslandi telja afar brýnt að tryggja velferð þeirra barna og fjölskyldna sem búa á gossvæðunum. Á Barnaspítala Hringsins og heilsugæslum víða á höfuðborgarsvæðinu og víða um land fá öll börn sem þangað koma rauða blöðru að gjöf. Börn háskólanema og Stúdentaráð Háskóla Íslands taka höndum saman og velta því fyrir sér hvað það þýðir að eiga kost á því að læra að lesa, reikna og skrifa. Þau munu í sameiningu koma fyrir 69 risablöðrum á lóð leikskólans Mánagarðs til að minna á að enn eru 69 milljónir barna í heiminum sem ekki njóta þessara mannréttinda sem þeim eru þó tryggð í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Grunnskólanemum býðst að fræðast um réttindi sín í ratleik um miðborg Reykjavíkur sem hefst við klukkuturninn á Lækjartorgi. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna hefur verið staðfestur af öllum löndum heims, utan Bandaríkin og Sómalíu. Hann tryggir börnum réttinn til griða, tækifæra og áhrifa. Ratleikurinn verður opinn gestum og gangandi. Hann hófst klukkan hálf tíu í morgun og stendur til klukkan fjögur síðdegis.

Ekkert fararsnið á Saleh

Forseti Jemens, Ali Abdullah Saleh, er ekkert á þeim buxunum að segja af sér ef marka má yfirlýsingar hans. Harðir bardagar hafa nú staðið í þrjá daga samfleytt í höfuðborginni Sana og hafa tugir fallið. Barack Obama Bandaríkjaforseti og David Cameron forsætisráðherra Breta ítrekuðu báðir á blaðamannafundi í dag þá skoðun sína að Saleh eigi að láta af völdum en mótmæli gegn forsetanum hafa nú staðið í þrjá mánuði.

Öskumistrið liggur eins og teppi yfir jöklinum

Vísindamenn sem fóru að eldstöðvunum í Grímsvötnum í morgun staðfesta að enn er þar smávægileg eldvirkni. Hún fer þó minnkandi. Sprengjuvirknin kemur í hviðum og öflugar sprengingar verða inn á milli. Hrafnhildur Brynja Stefánsdóttir, úr upplýsingafulltrúateymi Samhæfingarstöðvarinnar Almannavarna, segir ekkert hægt að fullyrða um hvenær gosinu ljúki. Allt eins megi búast við smávægilegri virkni í nokkra daga. Þá er aldrei hægt að útiloka að virknin taki við sér og aukist að nýju. Vél Landhelgisgæslunnar fór í könnunarflugið með vísindamönnunum, og var meðal annars flogið upp á milli Vatnajökuls og Hofsjökuls. "Þeir sáu þar undir öskumistrið sem liggur eins og teppi yfir jöklinum,“ segir Hrafnhildur. Vitað er til þess að áhugafólk og ferðamenn hafa lagt leið sína í átt að gosstöðvunum en vegna þess hversu óútreiknanlegar sprengingarnar eru er fólk hvatt til að fara ekki nær en að skála Jöklarannsóknafélagsins sem er í um 6 kílómetra fjarlægð.

Ferðaþjónustuaðilar bjartsýnir á framhaldið

Ferðaþjónustuaðilar á Suðurlandi eru bjartsýnir um framhaldið þrátt fyrir erfiðleika undanfarinna daga, enda hefur dregið verulega úr gosinu og merki eru um að því sé jafnvel lokið. Markaðsstofa Suðurlands hvetur þá sem ætla að ferðast um Suðurland á næstu dögum og í sumar að fylgjast með fréttum næstu daga og afla sér upplýsinga áður en ferðaáætlunum er breytt.

NORNA-ráðstefna á Nordica

Samtök norrænna skurðhjúkrunarfræðinga halda fast við fyrri áætlanir um að halda ráðstefnu á Íslandi, þrátt fyrir eldgosið í Grímsvötnum. Um 300 félagsmenn sækja ráðstefnu samtakanna Nordic Operating Room Nurses Association, eða NORNA.

Ferðamaðurinn hafði samband við Neyðarlínuna

Þýskur ferðamaður, sem leitað var að í nótt, hafði samband við Neyðarlínuna nú fyrir skömmu og óskaði eftir aðstoð. Björgunarsveitir af Suðausturlandi eru nú á leiðinni að leita mannsins en hann mun vera einhversstaðar norðan Vatnajökuls.

Fann pýramída með aðstoð gervihnattar

Vísindamenn hafa fundið yfir þúund grafir og 3000 þúsund heimili Egypta til forna. Allt þetta fundu þeir með aðstoð gervihnattar. Þá hafa 17 pýramídar einnig fundist.

Lífið í öskuskýinu

Nú þegar svo virðist sem gosinu í Grímsvötnum sé að ljúka er við hæfi að rifja upp ástandið á svæðinu síðustu daga. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá áhrif gossins á samfélagið næst gosstöðvunum en á tímabili var hrikalegt um að lítast á Kirkjubæjarklaustri og í sveitunum í kring. Frétta- og myndatökumenn Stöðvar 2 voru á staðnum frá upphafi og lýstu hamförunum.

Lagarde vill verða framkvæmdastjóri AGS

Fjármálaráðherra Frakklands, Christine Lagarde, hefur tilkynnt formlega að hún ætli að gefa kost á sér sem forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Varað við ferðum að gosstöðinni

Nóttin var róleg í nágrenni gosstöðvanna og virðist gosið í rénun. Lögreglan varar við ferðum að gosstöðinni því ennþá kemur sprengjuvirknin í hviðum og öflugar sprengingar inn á milli. Er fólk beðið um að fara ekki nær gosstöðinni en að skála Jöklarannsóknafélagsins sem er í um 6 kílómetra fjarlægð. Björgunarsveitarmenn hafa farið á milli bæja á svæðinu og meta með íbúum áhrif gossins og það sem er framundan við hreinsunar og uppbyggingarstörf. Á fundi vísindamanna í Skógarhlíð í morgun kom fram að gosórói hefur farið minnkandi og er ekki lengur um að ræða samfelldan gosmökk. Ekki búist við miklu öskufoki. Gjóskuframleiðsla er óveruleg og er að mestu um að ræða gjóskufok á sunnanverðum jöklinum. Að sögn sérfræðinga veðurstofunnar mældist um klukkan 21:00 í gærkvöldi strókur í um 7 kílómetra hæð og þá mældust tvær eldingar. Milli klukkan 02:10 og 02:30 kom strókur sem mældist upp í 12 kílómetra hæð á radar og 12 eldingar mældust. Klukkan 03:30 mældist virkni í 5 kílómetra hæð á radar sem er talinn hafa verið gufustrókur. Síðan þá hefur ekkert mælst á radar og sjónarvottar á svæðinu upplýstu um að komið hafi litlir strókar upp í 100-300 metra hæð, sem eru mest megnis gufustrókar, en ösku megi þó sjá öðru hvoru. Strókar sem fara upp í þessa hæð, hafa ekki áhrif á flugumferð, einungis á nær umhverfis sitt. Gosóróinn minnkaði mjög mikið upp úr 21:15 í um 30 mínútur Upp úr klukkan 02:00 féll hann afur niður og hefur verið mun minni síðan. Ekki er hægt að útiloka að öflugri ösku strókar geti komið fyrirvaralaust.

The Grimsvotn eruption seems to be over

The eruption in Grimsvotn seems to be all but over. Eyewitnesses who ventured close to the crater reported this morning that the activity is almost noneexistent. Scientists are on their way in an airplane to assess the situation but as it stands it seems like the volcano has stopped spewing ash into the atmosphere.

Opnun flugvalla endurmetin eftir hádegi

Flugvellirnir í Reykjavík og Keflavík voru opnaðir á ný klukkan átta í morgun, en þeim var lokað í gærkvöldi vegna ösku í háloftunum.

Of snemmt að fullyrða um goslok

Of snemmt er að fullyrða að gosinu í Grímsvötnum sé lokið. Lítil virkni mælist í gosstöðvunum og í morgun bárust myndir af svæðinu þar sem aðeins gufa sást stíga upp úr gígnum. "Þetta hefur fallið verulega niður en þeir segja að þetta sé enn virkt,“ segir Hjálmar Björgvinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á embætti ríkislögreglustjóra. Hópur vísindamanna lagði af stað í vél Landhelgisgæslunnar að gosstöðvunum nú á tíunda tímanum. Hjálmar býst við þeim úr könnunarleiðangrinum um hádegisbilið og verður þá betur hægt að segja til um stöðuna á gossvæðinu. Hann bendir á að það hafi ekki verið vísindamenn sem vitnuðu um goslokin í morgun heldur áhugafólk sem hafði lagt leið sína að Grímsvötnum. Upp úr hádeginum munu hins vegar liggja fyrir niðurstöður úr mati vísindamanna. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur er meðal þeirra sem eru í vélinni. Hjálmar segir því ekki tímabært að segja að gosinu sé lokið: "Alls ekki"

Flugvellir í Norður-Þýskalandi opnaðir eftir hádegi

Flugvellirnir í Bremen og Hamburg verða aftur opnaðir um hádegisbilið í dag samkvæmt AP fréttastofunni. Völlunum var lokað í nótt vegna öskuskýs frá Grímsvötnum sem hefu verið að færast norður Evrópu.

Breskir fjölmiðlar lýsa yfir endalokum gossins

Eldgosinu í Grímsvötnum er lokið að samkvæmt Sky fréttastofunni í Bretlandi. Enn eru þó strandaglópar víðsvegar um Bretland en búist er við því að þeir munu komast leiðar sinnar næstu daga.

Þjófapar handtekið

Lögreglumenn handtóku í nótt ungt par, sem brotist hafði inn í vídeóleigu og söluturn í Seljahverfi í Reykjavík. Fólkið var með þýfi á sér og gistir nú fangageymslur.

Enn leitað að þýskum ferðamanni

Eftirgrennslan björgunarsveitarmanna eftir þýskum ferðamanni, sem saknað er norðan Vatnajökuls, hefur ekki borið árangur í nótt þrátt fyrir ákjósanleg leitarskilyrði í góðu skyggni.

Sjá næstu 50 fréttir