Fleiri fréttir

Lögregla gæti hafa gert mistök í máli barnaníðings

Meintur barnaníðingur í Vestmannaeyjum gekk laus í um það bil eitt ár eftir að myndir sem hann tók af fórnarlambi sínu komust í hendur lögreglu. Hann er grunaður um að hafa níðst á fórnarlambi sínu, átta ára stjúpdóttur sinni, svo mánuðum skipti.

Monty Python hópurinn kemur saman að nýju

Hinn þekkti grínhópur Monty Python hefur sameinast að nýju til að raddsetja þrívíddarmynd sem byggð er á minningum Graham Chapman eins af hópnum en Chapman lést af völdum krabbameins árið 1989 aðeins 48 ára gamall.

Ung fimleikastúlka illa fótbrotin eftir trampólínslys

Fjórtán ára fimleikastúlka gekkst undir mikla aðgerð á Slysadeild Landsspítalans í gærkvöldi, eftir að hafa tví fótbrotnað á báðum fótum þegar hún féll af trampólíni skömmu fyrir æfingu, í íþróttasal Sunnulækjarskóla á Selfossi um sex leitið í gær.

Ávinningurinn tíu milljarðar

Tíu milljarða ávinningur var af mennta- og vísindasamstarfi Íslands við Evrópusambandið síðustu fimmtán ár. Þetta kemur fram í grein Ágústs Hjartar Ingþórssonar, forstöðumanns Rannsóknaþjónustu Háskóla Íslands, í Fréttablaðinu í dag.

Áfram fundað með flugmönnum

Samningafundi flugmanna hjá Icelandair og viðsemjenda þeirra, sem hófst hjá Ríkissáttasemjara um hádegisbil í gær, var frestað klukkan tvö í nótt. Honum verður svo fram haldið fyrir hádegi.

Örlagadagur í Grikklandi í dag

Örlagadagur er runninn upp í Grikklandi en síðar í dag mun gríska þingið greiða atkvæði um aðhaldsaðgerðir George Papandreou forsætisráðherra landsins.

Áhöfn ISS í lífshættu vegna geimrusls

Sex manna áhöfn Alþjóðlegu geimstöðvarinnar ISS var í lífshættu um tíma í gærdag og neyddist til að yfirgefa stöðina með engum fyrirvara.

Fluttu inn 1,5 kíló af kókaíni frá Spáni

Tveir karlmenn, Andri Þór Valgeirsson og Guðmundur Berg Hjaltason, hafa verið dæmdir í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að standa saman að smygli á 1,5 kílóum af kókaíni til landsins. Andri Þór var dæmdur í tveggja ára fangelsi en Guðmundur í átján mánaða fangelsi.

Mannhelgi í stjórnarskrána

Ákvæði um mannlega reisn, að allir skuli njóta mannhelgi, ítarlegt ákvæði um upplýsingaskyldu stjórnsýslu og nýtt ákvæði um frelsi fjölmiðla er meðal þeirra nýjunga sem finna má í mannréttindakafla A-nefndar stjórnlagaráðs. Ráðið hefur nú afgreitt kaflann í áfangaskjal.

Flug á ekki að raskast í dag

„Menn eru ennþá að ræða saman og vonandi boðar það eitthvað gott,“ segir Kjartan Jónsson framkvæmdastjóri Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Kjaradeila flugmanna hjá Icelandair var rædd hjá Ríkissáttasemjara í gærkvöldi og var fundi ekki lokið þegar Fréttablaðið fór í prentun.

Þurfa skírteini vegna rítalíns

Samkvæmt nýjum tillögum landlæknis verður gerð krafa um að allir á methylhpenidat-lyfjum (rítalíni) séu með lyfjaskírteini til að fá þeim ávísað. Samkvæmt nýjum reglum sem tóku gildi um áramót, geta einungis geðlæknar, barna- og unglingageðlæknar, taugalæknar og barnalæknar sótt um lyfjaskírteini fyrir þá einstaklinga sem þurfa á lyfjunum að halda.

Sviku út fé í gegnum síma

Fangi á Litla-Hrauni hefur verið dæmdur fyrir að svíkja út fé og samfangi hans fyrir að hjálpa honum. Sá sem þyngri dóminn fékk var dæmdur í fimm mánaða fangelsi en hinn í tveggja mánaða fangelsi.

Hagsmunamál Íslands rædd

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra átti, í framhaldi af ríkjaráðstefnu Evrópusambandsins og Íslands í Brussel, fundi með Stefan Füle, stækkunarstjóra í framkvæmdastjórn ESB, Mariu Damanaki, sem fer með sjávarútvegsmál í framkvæmdastjórninni, og Olli Rehn, sem fer með efnahags- og gjaldeyrismál.

SFR semur við Fríhöfnina

Samninganefndir SFR – stéttarfélags í almannaþjónustu og Fríhafnarinnar skrifuðu undir nýjan kjarasamning í gær. Hann er á svipuðum nótum og þeir samningar sem stéttarfélagið hefur gert að undanförnu.

Með e-töfluduft falið innvortis

Íslensk kona á þrítugsaldri hefur verið ákærð fyrir tilraun til stórfellds fíkniefnasmygls. Konunni er gefið að sök að hafa í janúar staðið að innflutningi á 144,68 grömmum af e-töfludufti ætluðu til sölu hér á landi í ágóðaskyni.

Loka Byko-búð og segja upp 20

Rúmlega tuttugu starfsmönnum Byko í Kauptúni í Garðabæ hefur verið sagt upp og versluninni verður lokað í september. Þá hefur Sigurður E. Ragnarsson, forstjóri fyrirtækisins, látið af störfum.

Ótrúlegir fiskar sem stökkva ofan í bátinn

Þær eru margar eiginkonurnar sem hafa orðið fyrir vonbrigðum þegar að karlinn kemur til baka úr veiðiferðinni með strákunum án fisks. "Það var ekkert að fá“ eða "Sólin skein allan tímann svo fiskurinn var bara í skugganum“ hafa einhverjar þeirra eflaust heyrt nokkuð oft.

Umsátur í Kabúl

Sprengingar og skothljóð kveða nú við frá alþjóðlegu hóteli í Kabúl, höfuðborg Afganistans, en byssu- og sjálfsvígssprengjumenn réðust inn í hótelið fyrr í kvöld. Fréttir af mannfalli eru á reiki en fullyrt er að 10 séu að minnsta kosti látnir og að þrír lögreglumenn séu særðir. Þá er talið að minnsti kosti einn árásarmannanna hafi sprengt sig í loft upp.

Stærstu ríkin studdu Lagarde

Fulltrúar Bandaríkjanna, Rússlands og Kína, sem saman hafa meirihluta í stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, studdu allir Christine Lagarde þegar kom að því að velja næsta forstjóra sjóðsins, en valið stóð að lokum á milli hennar og Agustin Carstens, seðlabankastjóra Mexíkó. Fjölmörg önnur ríki studdu Lagarde.

Kallar eftir afsögn sýslumannsins á Selfossi

Fulltrúi í stjórnlagaráði segir að Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi, sé ekki fær um að vernda fólk og eigi því að segja af sér þegar í stað.

Uppsagnir og forstjóraskipti hjá Byko

Ríflega 20 starfsmönnum verslunar Byko í Garðabæ hefur verið sagt upp störfum en versluninni verður lokað í september. Þá hefur Sigurður E. Ragnarsson, forstjóri BYKO, látið af störfum hjá félaginu.

Dæmi um ógnir við vörslusviptingu

Lánþegi segir fjármögnunarfyrirtæki hafa sent kraftajötunn að heimili sínu að kvöldi sem krafðist vörslusviptingar með óljósum hótunum. Innanríkisráðherra segir ráðuneytinu hafa borist fjöldi ábendinga um að fjármögnunarfyrirtæki fari fram með offorsi við vörslusviptingar.

Skimun í ristli og endaþarmi myndi spara miklar upphæðir

Reglubundin skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi myndi spara þjóðarbúinu miklar upphæðir á hverju ári segir sérfræðingur í meltingarsjúkdómum. Meðferð vegna sjúkdómsins kostar íslenska heilbrigðiskerfið um einn milljarð á ári.

Lýsa siglingunni til Íslands sem svaðilför

Bandaríska skólaskipið Eagle liggur nú við Reykjavíkurhöfn. Skipið er glæsileg þriggja mastra skúta sem siglir um heimsins höf með nemendur í bandarísku strandgæslunni innanborðs.

Lögregla rannsaki ásakanir í stað pukurslegrar karlakirkju

Talskona alheimssamtaka fórnarlamba kynferðisofbeldis innan kaþólsku kirkjunnar segir kirkjuna ekki færa um að rannsaka sig sjálfa. Í stað sjálfstæðrar rannsóknarnefndar ætti lögreglan að rannsaka málið. Biskup kaþólikka hér á landi baðst fyrirgefningar í yfirlýsingu í dag.

Lagarde er nýr framkvæmdastjóri AGS

Christine Lagarde var í dag skipuð framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Lagarde, sem er 55 ára gömul, er fyrsta konan til að gegna embættinu. Lagarde hefur verið fjármálaráðherra Frakklands frá árinu 2007.

Ábyrgðarhluti að gefa mönnum réttarstöðu sakbornings á veikum grunni

Formaður Lögmannafélagsins segir að það sé ábyrgðarhluti hjá sérstökum saksóknara að gefa mönnum réttarstöðu sakbornings á veikum grunni. Þá segir hann að handtökur í ræktinni og á öðrum áberandi stöðum séu niðurlægjandi og hefur áhyggjur af réttarfarsslysi.

Landsvirkjun verður ígildi olíuiðnaðar Noregs

Arð- og skattgreiðslur Landsvirkjunar verða svo háar á næstu tíu til fimmtán árum, samkvæmt nýrri spá, að forstjórinn líkir því við norska olíuiðnaðinn. Áætlað er að tólf þúsund ný störf geti skapast á næstu 5-6 árum vegna nýrra raforkusamninga og fjárfestinga fyrirtækisins.

Össur: Markríldeilan tengist ekki aðildarviðræðunum

Stækkunarstjóri Evrópusambandsins telur rétt að nýta góðan anda í aðildarviðræðum Íslands við sambandið til að leysa makríldeiluna við Íslendinga. Utanríkisráðherra segir deiluna ekki tengjast aðildarviðræðunum, en ágætis framvinda eigi sér stað um makríldeiluna á öðrum vettvangi.

Nafn mannsins sem lést í Kverkfjöllum

Maðurinn sem lést síðdegis í gær mánudaginn 27. júní við íshellinn í Kverkfjöllum hét Jesus Martinez Barja f. 1952. Hann var spænskur ríkisborgari sem bjó í Hafnafirði og lætur eftir sig 3 börn.

Sýslumaður átti að krefjast gæsluvarðhalds yfir stjúpföðurnum

Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, gagnrýnir Ólaf Helga Kjartansson, sýslumann á Selfossi, og segir að eðlilegt hefði verið að krefjast gæsluvarðhalds yfir manni sem talinn er hafa nauðgað stjúpdóttur sinni í Vestmannaeyjum síðari hluta árs 2009 og fyrri hluta ársins 2010. Að auki eru grunur um að maðurinn hafi misnotað tvær aðrar stúlkur á sama reki en grófustu brotin tók hann upp á myndband. Rætt var við Björgvin kvöldfréttum Ríkisútvarpsins.

Sömdu við Þýðingarmiðstöð ESB til eins árs

Fulltrúar íslenska þýðingafyrirtækisins Markmáls og Þýðingamiðstöðvar Evrópusambandsins (e. Translation Centre for the Bodies of the European Union) skrifuðu í gær undir samning um þýðingar á almennu efni sambandsins yfir á íslensku. Samningurinn er gerður til eins árs með möguleika á framlengingu til þriggja ára.

Ræddi við yfirmenn framkvæmdastjórnar ESB

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, átti í dag og í gær fundi með þremur yfirmönnum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, auk tveggja fulltrúa Evrópuþingsins. Fundirnir voru í framhaldi ríkjaráðstefnu ESB og Íslands í Brussel, þar sem eiginlegum samningaviðræðum var hrundið úr vör með opnun fjögurra fyrstu kaflanna.

Vilja ekki að rekstur Fjöruhússins leggist af

Talsmenn fyrirtækisins Hótel Hellnar ehf. segjast harma fréttaflutning af málinu sem byggður hafi verið á einhliða málflutningi Ólínu og rekstraraðila Fjöruhússins.

Sjá næstu 50 fréttir