Fleiri fréttir

„Afsökunarbeiðni biskups er merkingarlaus"

Alþjóðleg samtök fólks sem hefur verið misnotað af prestum skora á biskup kaþólsku kirkjunnar á Íslandi að greina opinberlega frá nöfnum allra þeirra kirkjunnar manna sem misnotað hafa börn. Þá hvetja þau til þess að á vef kaþólsku kirkjunnar verði birt nöfn og búseta allra slíkra níðinga sem starfað hafa hjá kaþólski kirkjunni á Íslandi.

Segir bankana refsa þeim sem ekki nota heimabanka

Jóhannes Gunnarsson, formaður neytendasamtakanna, segir að ákveðin mismunun sé vissulega fólgin í því þegar viðskiptavinum banka er gert að greiða sérstakt gjald til að fá upplýsingar um stöðu reikninga sinna í gegnum síma.

Ungverjar elska Ronald Reagan

Þótt Ronald Reagan hafi aldrei komið til Ungverjalands tryggði barátta hans gegn kommúnisma honum sérstakan stað í hjörtum Ungverja. Því hefur nú verið ákveðið að reisa af honum tveggja metra háa styttu á frelsistorginu í Búdapest.

Birnan sem var skotin í maí: Ung að árum og nýfarin frá mömmu

Hvítabjörninn sem var felldur í Rekavík á Hornströndum 2. maí síðastliðinn var ung birna við það að verða kynþroska. Hún var einungis 95 kíló og 173 sentimetrar að lengd. Birnan var búin að vera hér á landi í einhvern tíma áður en hún var skotin úr þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Eflaust fyrstu „plankararnir“ - myndin tekin árið 1984

Nýjasta æðið hjá unga fólkinu þessa dagana er að taka mynd af sér „planka.“ Æðið byrjaði þegar nokkrir útlenskir piltar byrjuðu að taka myndir af sér liggjandi á hinum ýmsu stöðum og settu inn á Facebook-síðu sína fyrir nokkrum mánuðum síðan. Það barst svo til Íslands og hefur breiðst hratt út á meðal ungs fólks sem keppir við að taka myndir af sér liggjandi á skrýtnum stöðum.

Máli ísbjarnarlistakvenna vísað frá dómi

Kæru Umhverfisstofnunar á hendur tveimur listakonum sem máluðu mynd með matarlit á Langjökul á síðasta ári, hefur verið vísað frá af hálfu embætti Sýslumannsins í Borgarnesi.

Taka ekki afstöðu til spilavítis í Perlunni

Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar, segist ekki vita hvort fyrirspurn hafi borist frá rússneskum fjárfestum, sem greint hefur verið frá að hafi sýnt áhuga á að opna spilavíti í Perlunni. Hann segist ennfremur ekki vilja taka afstöðu til þess hvaða starfsemi verður rekin í byggingunni verði hún seld.

Hættir við umdeild prinsessunámskeið

„Þetta er bara búið,“ segir Anna Friðrika, eigandi fyrirtækisins utlit.is, en hún ákvað í sumar að bjóða upp á afar umdeilt prinsessunámskeið. Hún hefur ákveðið að hætta við námskeiðið vegna umræðu, sem hún telur óskiljanlega.

Fréttaskýring: Förgun skilakjöts kostar tugi milljóna

Hvað verður um kjöt sem verslanir senda til baka til kjötvinnslna? Förgun kjötvöru sem kjötvinnslufyrirtækið Norðlenska ehf. fær til baka vegna skilaréttar kostar fyrirtækið tugi milljóna króna á ári, að sögn Sigmundar Einars Ófeigssonar framkvæmdastjóra. Hann segir Norðlenska ekki bjóða mötuneytum kjötvöru sem sé að renna út á tíma.

Kaþólska rannsóknarskýrslan ekki birt almenningi

Í fréttatilkynningu frá Pétri Bürcher, biskupi kaþólsku kirkjunnar hér á landi, kemur fram að rannsóknarskýrsla, um kynferðisbrot starfsmanna kirkjunnar, verði ekki birt almenningi, heldur aðeins helstu niðurstöður og tillögur til úrbóta.

Blóðlítill Blóðbanki

Yfirlæknir Blóðbankans segir öryggisbirgðir bankans í lægra lagi og hvetur virka gjafa til þess að gefa blóð. Hann segir bíl blóðbankans einungis starfa að meðaltali tvo daga í viku vegna fjárskorts. Á Íslandi eru um tíu þúsund virkir blóðgjafar og hafa margir þeirra fengið sms skilaboð og tölvupóst að undanförnu þar sem þeir eru hvattir til þess að gefa blóð. Öryggisbirgðir bankans eru skilgreindar þannig að í honum eru á milli fimm og sex hundruð einingar með rauðkornum en Sveinn segist helst vilja hafa þær nær 700. Til þess að svo geti verið þarf um 70 blóðgjafa á dag. Sveinn Guðmundsson, yfirlæknir Blóðbankans, segir íslenska blóðgjafa ávallt bregðast vel við en þeir séu á ferð og flugi yfir sumartímann eins og aðrir. Hægt er að gefa blóð í Blóðbankanum við Snorrabraut en einnig er útstöð á Akureyri. Bíll blóðbankans er einnig starfræktur en þó aðeins í tvo virka daga í viku að meðaltali yfir sumartímann.

180 íslenskir strandaglópar á grískri eyju

Um 180 ferðalangar á vegum íslensku ferðaskrifstofunnar Vita eru nú strandaglópar á eyjunni Korfú undan ströndum Grikklands vegna alsherjarverkfallsins. Einn ferðalanganna segir þó fína stemmningu í hópnum og gerir ráð fyrir að komast heim á fimmtudag.

Dagur rabarbarans haldinn hátíðlegur

Dagur rabarbarans verður haldinn hátíðlegur á fimmtudag með örráðstefnu og bökukeppni á Árbæjarsafni. Dagur tileinkaður rabarbaranum er haldinn til að minna á mikilvægi þess að viðhalda ræktun rabarbarans og nýtingu hans sem hefur verið samofinn sögu Íslendinga og menningu í 130 ár. Dagskráin hefst klukkan þrjú á fimmtudag að Lækjargötu 4 á Árbæjarsafni og er sem hér segir: Kl: 15:00 Erfðaauðlindir og gildi þeirra - Áslaug Helgadóttir Kl: 15:20 Saga rabarbarans - Vilmundur Hansen Kl: 15:40 Nýting rabarbarabans - Brynhildur Bergþórsdóttir Kl: 16:00 Bökukeppni - Allir hvattir til að koma með böku - besta rabarbarabakan valin Dagur rabarbarans er á Facebook.

Peningum stolið úr íþróttatösku

Brotist var inn í bifreið sem stóð við Vilberg-kökuhús í Vestmannaeyjum aðfararnótt laugardagsins og stolið um 17 þúsund krónum úr íþróttatösku sem var í bifreiðinni. Ekki er vitað hver eða hverjir þarna voru að verki en þeir sem telja sig geta gefið upplýsingar um þá eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í Vestmannaeyjum. Þar sem Goslokahelgin er um næstu helgi vill lögreglan í Vestmannaeyjum minna foreldra á að fara eftir útivistareglum en þær eru í gildi alla daga ársins. Frá 1. maí mega 12 ára börn og yngri vera úti til klukkan 22.00. 13 til 16 ára unglingar mega vera úti til klukkan 24.00. Börn mega ekki vera á almannafæri utan fyrrgreinds tíma nema í fylgd með fullorðnum. Bregða má út af reglunum fyrir síðartalda hópinn þegar unglingar eru á heimleið frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu. Aldur miðast við fæðingarár.

Biskupinn biður fórnarlömb afsökunar

Biskup Kaþólsku kirkjunnar á Íslandi Pétur Bürcher biður alla þá sem kunna að hafa orðið fyrir kynferðislegum brotum af hálfu presta eða starfsmanna kirkjunnar, afsökunar og fyrirgefningar. Biskupinn segist með þessari yfirlýsingu vera að feta í fótspor Benedikts páfa sem gerði slíkt hið sama fyrir nokkru. Mikið hefur verið rætt og ritað um kynferðisbrot innan kirkjunnar síðustu daga og hefur biskupinn tekið þá ákvörðun að setja á fót óháða rannsóknarnefnd sem ætlað er að rannsaka þær ásakanir sem þar koma fram.

Fjögur flug felld niður í dag: Algjörlega óviðunandi ástand

Vegna yfirvinnubanns Félags íslenskra atvinnuflugmanna hefur Icelandair orðið að fella niður 4 flug á þessum sólarhring: Flug til og frá Kaupmannahöfn í nótt sem leið og flug til og frá Berlín síðdegis í dag. Alls eru um 600 farþegar á þessum flugum.

Gallaðir Hummer-bílar

Neytendastofa vekur athygli á innköllun frá General Motors framleiðanda Hummer H3. Um er að ræða bifreiðar framleiddar á árunum milli 2006 og 2010, módel e13*2001/116*0209*00, týpu GM345. Ástæða innköllunarinnar er sú að öryggiskrækja sem heldur húddinu niðri getur brotnað, eða í hana komið sprunga, sem getur valdið því að hún losni á meðan bifreið er á ferð. Engin umboðsaðili er fyrir Hummer bifreiðar hér á landi en Neytendastofa bendir eigendum á að snúa sér til bifreiðaverkstæða til að láta laga krækjuna til að tryggja að hún losni ekki. Sjá tilkynningu frá Rapex http://ec.europa.eu/consumers/dyna/rapex/rapex_search_print_en.cfm?zoek=0484/11

Tæpir þrír dagar til stefnu vegna 110% leiðarinnar

Vakin er athygli á því að þeir sem vilja óska eftir niðurfærslu veðskulda af íbúðalánum samkvæmt svokallaðri 110% leið þurfa að sækja um það fyrir 1. júlí næstkomandi. Frestur til að sækja um niðurfærslu veðskulda samkvæmt samkomulagi lánveitenda <http://www.efnahagsraduneyti.is/Forsida_IVR/nr/3196> á íbúðalánamarkaði rennur út 30. júní næstkomandi. Efnahags- og viðskiptaráðuneytið vekur athygli á þessu í tilkynningu. Í samkomulaginu sem stjórnvöld, Íbúðalánasjóður, Samtök fjármálafyrirtækja, Landssamtök lífeyrissjóða og Drómi hf. gerðu með sér og undirritað var 15. janúar á þessu ári er kveðið á um niðurfærslu veðskulda sem eru umfram 110% af verðmæti fasteignar að gefnum ákveðnum skilyrðum. Niðurfærsla skulda getur numið allt að 4 milljónum króna hjá einstaklingi og allt að 7 milljónum króna hjá einstæðum foreldrum, sambýlisfólki og hjónum. Lántakar sem eru með veðsetningu umfram 110% af verðmæti fasteignar, þrátt fyrir lækkun veðskulda um 4 eða 7 milljónir króna geta óskað eftir frekari niðurfærslu. Niðurfærslan getur í heild numið allt að 15 milljónum króna hjá einstaklingum og 30 milljónum króna hjá einstæðum foreldrum, sambýlisfólki og hjónum. Mörk niðurfellingar ráðast af 110% veðsetningarhlutfalli af verðmæti eigna og að greiðslubyrði umsækjanda af lánum, sem samkomulagið tekur til, fari ekki niðurfyrir 18% af brúttótekjum. Allir sem uppfylla skilyrði samkomulagsins eiga rétt á niðurfærslu veðskulda.

Hjólaleiðsögn um Viðey

Þriðjudagsgangan í Viðey er í dag farin með Íslenska fjallahjólaklúbbnum. Þarna er um að ræða árvissa hjólaferð Fjallahjólaklúbbsins til Viðeyjar. Hjólað verður um eyna og sagan skoðuð, hús og minjar. Hjólaleiðin er hvorki löng eða strembin og því geta allir notið ferðarinnar, - hjólagarpar og byrjendur. Leiðsögnin er ókeypis og öllum heimil og fá göngumenn og -konur Kristal í boði Ölgerðarinnar til að svala þorstanum. Leiðsögnin hefst við Viðeyjarstofu klukkan 19.30 og tekur eina og hálfa til tvær klukkustundir. Siglt er frá Skarfabakka klukkan 18.15 og 19.15, og aftur til baka klukkan 22.00. Gjald í ferjuna fer eftir hefðbundinni gjaldskrá.

Billy The Kid var dýrseldur

Eina ljósmyndin sem staðfest er að sé af byssubófanum Billy The Kid hefur verið seld á uppboði í Colorado fyrir 267 milljónir króna. Myndin var tekin árið 1879 eða 1880 í Fort Sumner í Nýju Mexíkó.

Evrópuráðsþingið hvetur til kynjakvóta - Ísland er fyrirmynd

Evrópuráðsþingið samþykkti, á fundi sínum í Strassborg í síðustu viku, ályktun þar sem aðildarríki ráðsins eru hvött til að fylgja meðal annars fordæmi Noregs og Íslands og innleiða að lágmarki 40% kynjakvóta í stjórnum og stjórnunarstöðum opinberra stofnana og stærri fyrirtækja. Í framsögu skýrsluhöfundarins, franska þingmannsins Gisèle Gautier, um málið kom fram að hún hefði upprunalega haft efasemdir um að kynjakvótar væru líklegir til að ná þeim árangri sem að væri stefnt. Hún hefði hins vegar skipt um skoðun í ljósi þess að löggjöf, sem sett var í Frakklandi til að auka þátttöku kvenna í stjórnmálum, hefði leitt til þess að hlutfall kvenna í öldungadeild franska þingsins hefði fjórfaldast – úr 6% í 24%. Í umræðum um ályktunartillöguna sagði Lilja Mósesdóttir, formaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins, að efnahagskreppan á Íslandi hefði verið ákveðið tækifæri til að auka hlut kvenna í ábyrgðarstöðum og ákvarðanatöku. Samstaða hefði m.a. náðst á þingi um að innleiða í lög 40% kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja með fleiri en 50 starfsmenn á árinu 2013. Hún harmaði hins vegar að vegna niðurskurðar á fjárlögum hefði jafnframt þurft að lækka hámarksupphæð fæðingarorlofsgreiðslna verulega sem dregið hefði úr nýtingu feðra á fæðingarorlofi. Af hálfu Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins sátu fundinn Lilja Mósesdóttir, Mörður Árnason og Birkir Jón Jónsson.

Vilja siðareglur kjörinna fulltrúa í Ísafjarðarbæ

Meirihlutinn í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar leggur til að settar verði siðareglur kjörinna fulltrúa í bæjarstjórn og nefndum. Eiríkur Finnur Greipsson, formaður bæjarráðs og oddviti Sjálfstæðismanna, og Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, oddviti Framsóknarmanna, lögðu fram minnisblað þess efnis á fundi bæjarráðs í gær. þar kemur fram að nokkur sveitarfélög hafa farið þessa leið, þar á meðal Reykjavík og Hafnarfjörður. Bæjarráð samþykkti að áfram verði haldið með undirbúning að siðareglum.

Gerir heimildarmynd um Gauja Þórðar

„Ég vinn þetta bara í hjáverkum, ég gríp í þetta þegar tækifæri gefst til," segir Trausti Salvar Kristjánsson, knattspyrnuáhugamaður með meiru. Hann vinnur að heimildarmynd um Guðjón Þórðarson, núverandi þjálfara BÍ/Bolungarvíkur.

Flugið ódýrara en rútuferð

Töluvert dýrara er að ferðast á milli Akureyrar og Reykjavíkur með rútu en með Flugfélagi Íslands. Ódýrasta flugfargjaldið á milli bæjarfélaganna er 7.990 krónur en rútuferðin með fyrirtækinu Sterna, sem er eina hópferðafyrirtækið sem sinnir þessum leiðum, kostar 11.000 krónur. Flugtími á milli er um 45 mínútur en rútuferðin tekur um sex klukkustundir.

Fréttaskýring: Samskipti leik- og grunnskóla við trúfélög

Umsagnarferli um tillögur mannréttindaráðs Reykjavíkur um samskipti trúfélaga og skóla er lokið. Endanlegar tillögur bíða nú afgreiðslu borgarráðs. Ólíklegt er talið að borgarráð geri frekari breytingar. Mannréttindaskrifstofa mun framfylgja nýjum reglum.

Efnameiri fá betri lögfræðiaðstoð en aðrir landsmenn

Lögmannafélag Íslands kom áhyggjum sínum af stöðu réttarríkisins á framfæri við ESB. Gagnrýnir skerta möguleika á gjafsókn og stöðu fangelsismála. Skoðað er af fullri alvöru að koma á þremur dómstigum.

Hörð gagnrýni á prinsessunámskeið fyrir börn

„Þetta tengist bersýnilega kynlífsvæðingu barna,“ segir Hrafnhildur Snæfríðar- og Gunnarsdóttir, talskona Femínistafélags Íslands, um nýtt námskeið á vegum Útlit.is, Prinsessuskólann. Hún segir námskeiðið ala á undirgefni ungra stúlkna.

Michele Bachmann líkti sér við raðmorðingja

Bandaríski þingmaðurinn Michele Bachmann hefur tilkynnt að hún gefi kost á sér í forkosningum Repúblikanaflokksins um væntanlegt forsetaefni flokksins. Við tilkynninguna líkti hún sér óvart við þekktan raðmorðingja.

Ferðamenn flýja kuldann fyrir norðan

Þegar lögreglan á Akureyri stöðvaði bíl í grennd við bæinn, við venjulegt eftirlit í nótt, reyndist hann fullur af útlendingum, sem sögðust vera á flótta suður og vestur á bóginn, undan kuldanum.

Dánartíðni hér með því hæsta

Ísland er meðal fjögurra þjóða Evrópu þar sem dánartíðni af völdum fíkniefna er hvað hæst, að því er fram kemur í árlegri skýrslu Fíkniefna- og glæpaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna um fíkniefni í heiminum sem gerð var opinber í lok síðustu viku.

Allsherjarverkfall lamar Grikkland

Grikkland er meira og minna lamað í dag eftir að verkalýðsfélög landsins hófu tveggja sólarhringa allsherjarverkfall í landinu síðdegis í gær.

Njósnarinn sem afhjúpaði Önnu Chapman dæmdur

Herdómstóll í Moskvu hefur dæmt rússneskan ofursta í 25 ára fangelsi fyrir að hafa komið upp um njósnahóp hinnar kynþokkafullu Önnu Chapman og félaga í Bandaríkjunum í fyrra.

Banaslys í Kverkfjöllum

Erlendur karlmaður á sextugsaldri beið bana þegar hann varð undir íshröngli sem féll á hann í munna íshellis í Kverkfjöllum í gærdag.

Níddist á telpu og myndaði athæfið

Karlmaður á fimmtugsaldri, búsettur í Vestmannaeyjum, situr nú í gæsluvarðhaldi vegna rökstudds gruns að hann hafði níðst kynferðislega á stúlkubarni svo mánuðum skipti.

Lögreglan býr sig undir átök

Grísk stjórnvöld bjuggu sig í gær undir tveggja sólarhringa allsherjarverkfall, sem mun lama þjóðlífið í dag og á morgun.

Segja fáar ferðir til Ísafjarðar

Íbúasamtökin Átak í Dýrafirði hafa enn á ný mótmælt niðurskurði í almenningssamgöngum í Ísafjarðarbæ. Telja þau núverandi þjónustu í lágmarki og frekari niðurskurð ekki verjandi. Frá þessu er sagt á vef Bæjarins besta. Samtökin segja að tvær ferðir seinnipart dags á milli Þingeyrar, Flateyrar og Ísafjarðar séu lágmark, þar sem svæðið sé eitt atvinnusvæði.

Stappaði fæti á höfði manns

Lögreglustjórinn á Eskifirði hefur ákært rúmlega fertugan karlmann fyrir líkamsárás á Reyðarfirði aðfaranótt sunnudagsins 26. september 2010. Málið er rekið fyrir Héraðsdómi Austurlands. Atvikið átti sér stað á skemmtistaðnum Cafe Kósý.

Úkraína vill fá aðildarheit ESB

Úkraínumenn vilja sterkara orðalag um að þeim kunni að standa aðild að ESB til boða í framtíðinni en utanríkisráðherrar ESB hafa viljað kvitta upp á. Þetta segir sendiherra landsins gagnvart ESB, Kostíantín Jelisejev, í viðtali við EUobserver.

Þarf nýtt umboð fyrir aðlögun

Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, telur að samninganefnd Íslands við Evrópusambandið þurfi að leita nýs umboðs frá Alþingi, komi sú staða upp að gefa þurfi eftir tollavernd eða aðra lykilþætti í stuðningi við landbúnaðinn. Þetta kemur fram í frétt á vef Bændablaðsins.

Slys á torfæruhjóli og vélsleða

Lögregla á Selfossi hefur verið kölluð til vegna níu slysa á undanförnum dögum. Maður steyptist af torfæruhjóli við Nesjavelli á föstudagskvöld. Við skoðun kom í ljós að brotnað hafði úr hryggjarlið.

Sjá næstu 50 fréttir