Fleiri fréttir

Stoltenberg: „Ég þekkti fjölmarga á Útey“

Margir kirkjugesta buguðust undir ræðu Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, í minningarathöfn í dómkirkjunni í Osló, um þá sem féllu í fjöldamorðunum á föstudag.

Anders Breivik sagðist hafa verið einn að verki

Anders Behring Breivik hefur játað að bera ábyrgð á bæði sprengjuárásinni í miðborg Oslóar og fjöldamorðunum í Útey. Sífellt fleiri gögn rata upp á yfirborðið sem veita innsýn í sjúkan hugarheim tilræðismannsins.

Nýtt upphaf, nýtt líf - segir Gunnar í Krossinum

Rannsókn lögreglu á meintum kynferðisbrotum Gunnars Þorsteinsson, fyrrverandi forstöðumanns Krossins, hefur verið hætt. Í viðtali við Stöð 2 í kvöld segir hann niðurstöðu lögreglunnar merkja nýtt upphaf í hans lífi.

Mamma Winehouse segir hana hafa verið fárveika

Janis Winehouse móðir söngkonunnar Amy Winehouse, sem fannst látin á heimili sínu í gær, segir að hún hafi verið fárveik þegar hún hitti hana daginn áður. Það hafi í raun verið tímaspursmál hvenær hún myndi deyja.

Herjólfur siglir klukkan 17:30

Fyrsta ferð Herjólfs í dag verður farin klukkan 17:30 frá Vestmannaeyjum og kl. 19:00 frá Landeyjahöfn. Ferðir Herjólfs voru felldar niður í morgun vegna veðurs og ölduhæðar. Farþegum er bent á að hafa samband við afgreiðslu varandi frekari upplýsingar.

Fjöldamorðinginn stal texta af þekktum hryðjuverkamanni

Nú komið hefur komið í ljós að efni í fimmtán hundruð síðna skjali sem Anders Behring Breivik skildi eftir sig, var að mestu leyti stolið annars staðar frá. Stór hluti skjalsins var tekinn úr riti hryðjuverkamannsins Theodore Kaczynski, sem var kallaður uni-bomber og gerði sprengjuárásir í Bandaríkjunum með póstsendingum á 17 ára tímabili.

Fjársjóðir í flæðarmálinu

Í dag verður hinn árlegi barnadagur haldinn hátíðlegur í Viðey en á dagskrá verður meðal annars flugdrekagerð og barnamessa.

Obama leyfir samkynhneigða hermenn

Forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, hefur ákveðið að aflétta hundrað ára gömlu banni í bandaríska hernum við samkynhneigð. Hann uppljóstraði þessu í ræðu á dögunum og tilkynnti varnarmálaráðherranum Leon Panetta þetta á föstudag. Barack Obama berst nú fyrir endurkjöri sem forseti Bandaríkjanna og þykir þetta skref hans lýsa dirfsku.

Þrjátíu og tveir fórust í lestarslysi í Kína

Að minnsta kosti 32 eru látni eftir lestarslys í austur kína á laugardag. Rafmagnsbilun olli því viðvörunarkerfi virkuðu ekki sem skildi. Hraðlest stöðvaðist á teinunum og önnur lest sem kom aðvífandi skall á henni með þeim afleiðingum að fjórir lestarvagnar féllu niður af bryggju. Auk þeirra þrjátíu og tveggja sem létust voru tvö hundruð fluttir slasaðir á spítala.

Tuttugu og fimm enn saknað

Tuttugu og fimm er enn saknað eftir fjöldamorðin þar sem nítíu og þrír féllu í Noregi á föstudag. Nítíu og sex manns eru særðir, þar af margir alvarlega.

Sorglegt að heyra af voðaverkum í heiminum

Benedikt Páfi 16. lýsti yfir samstöðu sinni með fórnarlömbum árásanna í Noregi. Í ræðu sem páfinn hélt fyrir pílagríma á Ítalíu á sunnudaginn sagðist hann finna fyrir djúpri sorg vegna hryðjuverkaárásanna í Noregi.

Myndbandið sem morðinginn setti á netið rétt fyrir ódæðin

Lögreglan í Noregi segir framburð og gögn á heimili Anders Behring Breivik benda til þess að hann hafi undirbúið fjöldamorðin í Noregi í um tvö ár. Í yfirheyrslum hjá lögreglu hefur hann gengist við morðunum og að þau hafi verið grimmileg, en segir þau engu að síður hafa verið nauðsynleg.

Festi hendina í marningsvél

Fimmtán ára drengur slasaðist í fiskvinnslunni Nöf í Vestmannaeyjum um hálf átta leytið í morgun þegar hann festi hægri hönd í marningsvél.

Níu þúsund á Mærudögum

Nóttin var svo að segja tíðindalaus hjá lögreglu og slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Tveir ökumenn voru stöðvaðir í Borgarnesi grunaðir um ölvun við akstur og hafði lögreglan á Egilsstöðum afskipti af nokkrum einstaklingum í tengslum við tónlistarhátíðina Bræðsluna.

Norðmenn minnast fórnarlambanna

Minningarathafnir fara nú fram í flestum kirkjum Noregs til að minnast þeirra nítíu og tveggja sem staðfest er að féllu í sprengju og skotárásum í landinu á föstudag. Haraldur fimmti Noregskonungur og Sonja drottning eru við minningarathöfn í dómkikrjunni í Osló.

Herjólfur siglir ekki vegna veðurs

Vegna veðurs og ölduhæðar á milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar falla ferðir Herjólfs klukkan 08:30 frá Eyjum og 10:00 frá Landeyjahöfn niður.

Fá ekki ís ef þeir leifa mat

Þremur gestum á veitingastaðnum Mongolian Barbeque í Gautaborg var neitað um eftirrétt og þeim vísað út þar sem þeir borðuðu ekki allt sem þeir höfðu raðað á diskana sína af hlaðborði.

Amy Winehouse fannst látin í íbúð sinni

Breska söngkonan Amy Winehouse er látin. Hún fannst látin á heimili sínu í norðurhluta Lundúnarborgar í dag og rannsakar lögregla málið sem óútskýrt dauðsfall. Winehouse hefur átt við alkahólisma að stríða í mörg ár og neytti sömuleiðis ólöglegra vímuefna.

Druslur í miðbænum

Druslulega klæddir hópar gengu fylktu liði á hvorki meira né minna en fjórum stöðum á landinu í dag. Tilefnið var hin svokallaða drusluganga en upphaflega átti hún einungis að fara fram á höfuðborgarsvæðinu. Áhugi Íslendinga lét þó ekki á sér standa og voru þrjár göngur skipulagðar til viðbótar, á Akureyri, Ísafirði og í Reykjanesbæ.

Hrikalegt lestarslys í Kína

Að minnsta kosti þrjátíu og tveir hafi farist og yfir hundrað hafi slasast þegar hraðlest klessti á kyrrstæða lest í Zhejiang, sem er í austurhluta Kína, í dag.

Þrefaldur næst

Lottópotturinn verður þrefaldur næsta laugardag þar sem enginn var með allar tölurnar réttar í útdrætti vikunnar. Fjórir unnu 100 þúsund krónur í Jókernum en þeir voru með 4 réttar tölur í réttri röð. Miðarnar voru seldir hjá Olís Langatanga, Mosfellsbæ og þrír voru í áskrift.

Sorg í hjarta Jóhönnu

"Þetta var mjög hjartnæm athöfn sem snart hvern einasta mann sem hér var mjög djúpt,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra . Hún sagðist finna mikla hryggð í hjarta sínu vegna fjöldamorðanna í Noregi í gær.

Passaði sig á því að skjóta alla tvisvar

Nú er talið að minnsta kosti nítíu og átta manns hafi fallið í sprengju- og skotárásunum í Noregi í gær og um tuttugu manns eru alvarlega sárir. Skýrari mynd er að fást af atburðum gærdagsins.

Urðu ekki eldri en 27 ára

Segja má að 28. aldursárið sé mörgum heimsfrægum tónlistarmönnum erfitt. Amy Winehouse er í það minnsta sú fimmta sem fellur frá þegar 27 ára afmælið er liðið.

Óvíst hvort Gunnar verður aftur forstöðumaður Krossins

Gunnar Þorsteinsson, fyrrverandi forstöðumaður Krossins, segir það óráðið á þessari stundu hvort hann muni taka aftur við forstöðumannastarfinu. Gunnar var sakaður um kynferðisbrot gegn nokkrum fyrrverandi safnaðarmeðlimum í Krossinum og kærður til lögreglu vegna þess. Það var síðan greint frá því í dag að lögreglan hefði látið málið niður falla.

Svifryk á höfuðborgarsvæðinu

Mistur hefur verið í efri byggðum á höfuðborgarsvæðinu í dag en um er að ræða svifryk sem sennileg berst frá öskufallssvæðinu fyrir austan. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands má búast við öskufoki syðst á landinu fram á nótt, einkum á Vík og vestur fyrir Eyjafjöll, þar sem suðaustlægar áttir eru ríkjandi og töluverður vindur. Búist er við úrkomu í nótt og í fyrramálið ásamt því að draga mun smám saman úr vindstyrk er líður á morgundaginn og má reikna með að loftgæði batni í kjölfarið.

Kærum gegn Gunnari í Krossinum vísað frá

Saksóknari lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur vísað kærum frá á hendur Gunnari Þorsteinssyni, fyrrverandi forstöðumanni trúfélagsins Krossins, en nokkrar konur sökuðu Gunnar um kynferðisofbeldi.

Missti stjórn á bílnum þegar dekkið sprakk

Þrjú ungmenni sluppu ómeidd þegar að fólksbíll sem þau voru í fór út af veginum á Hellisheiðinni fyrr í dag. Samkvæmt upplýsingum frá fréttamanni, sem kom að slysinu, virðist sem dekk hafi sprungið á bílnum og ökumaðurinn misst stjórn á því í kjölfarið. Mikill vindur er á heiðinni og biður lögreglan á Selfossi fólk um að keyra varlega og hafa öryggisbeltin spennt.

Karl hvetur presta til að minnast á norsku þjóðina á morgun

Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, sendi í dag prestum bréf og hvatti til þess að norsku þjóðarinnar sé sérstaklega minnst í guðsþjónustum morgundagsins. Sérstök minningarathöfn verður einnig í Dómkirkjunni í Reykjavík í guðsþjónustu klukkan 11 þar sem biskup Íslands predikar og sendifulltrúi Norðmanna á Íslandi, Silje Arne Kleiv flytur ávarp.

Jón Gnarr sendir samúðarkveðju

Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík, hefur sent borgarstjóra Oslóarborgar, Fabian Stang og sendiherra Noregs á Íslandi, dag Vernö Holter, samúðarkveðjur og boð um alla þá aðstoð sem gæti hugsanlega komið að gagni vegna atburðana í Noregi í gær. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að vinátta Reykjavíkur og Oslóar eigi sér langa hefð og eru stöðug og náin samskipti milli borganna tveggja.

Íslensk hjúkrunarkona á vaktinni í Osló

"Ástandið var mjög "kaótískt" til að byrja með, fyrst eftir að fréttist af sprengingunni í Osló voru allir mjög sjokkeraðir og síðan enn frekar þegar fréttist af skotárásinni," segir Anna María Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur, sem vinnur á spítala í Sandvika sem er skammt frá Osló.

Skipulagði voðaverkin í litlu einbýlishúsi

Norskir fjölmiðlar hafa birt mynd af húsinu sem fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik bjó í og skipulagði voðaverkin sem hann framdi í gær. Hann sprengdi upp bifreið í miðborg Oslóar og skaut svo ungmenni á eyjunni Útey sem er skammt frá Osló. Norska lögreglan hefur staðfest að minnsta kosti 92 hafi látið lífið.

Þetta var fjöldamorðinginn að hugsa

Skrif Anders Behring á norska öfgavefinn document.no hafa verið þýdd á ensku. Þar kemur fram djúpstætt hatur hans á fjölmenningarstefnu og Íslam sem hann segir vera að taka yfir Evrópu.

Hver er Anders Breivik?

Anders Behring Breivik, norski byssumaðurinn sem handtekinn var í gær og er talinn bera ábyrgð bæði á sprengjuárásinni í Osló og skotárusunum í Útey, hlaut þjálfun í norska hernum, átti fjölda vopna og er sagður hægrisinnaður trúarofstækismaður.

Jóhanna - Hugur okkar hjá norsku þjóðinni

"Þetta eru svo hörmulegir atbuðir að engin orð fá því lýst. Við finnum innilega til með norsku þjóðinni á þessum hræðilegu tímum. Hugur okkar er með Norðmönnum og ekki síst fórnarlömbum og aðstandendum þeirra sem eru kannski að ganga í gegnum erfiðustu tíma sem Norðmenn hafa gengið í gegnum,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra.

Skaut á fólk sem reyndi að synda af eyjunni

Nýjustu fréttir norska ríkissjónvarpsins herma að annar maður hafi verið handtekinn í tengslum við fjöldamorðin á Útey í gær. Norska lögreglan staðfesti á blaðamannafundi í morgun að Breivik, sem handtekinn var í gær, hafi átt sér vitorðsmann.

Fórnarlamba minnst í Eyjum

Stafkirkjan á Heimaey verður opin í dag og hægt verður að minnast þeirra sem misst hafa lífið í árásunum í Osló og Útey í gær. Kirkjan er opin frá klukkan 11 til 17, flaggað verður í hálfa stöng og hægt er að rita samúðarkveðjur í sérstaka minningarbók þar í dag og næstu daga.

Ólafur Ragnar: Hugur Íslendinga hjá Norðmönnum

Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson sendi í morgun samúðarkveðjur til Haraldar Noregskonungs og norsku þjóðarinnar. Í kveðjunni lýsti forseti djúpri samúð allra Íslendinga vegna hinna skelfilegu atburða í Noregi. Hugur okkar væri hjá fjölskyldum og vinum þeirra sem látist hefðu og við vonuðum að þau hefðu styrk til að glíma við hina miklu sorg.

Hugsanlegt að annar byssumaður hafi verið á eyjunni

Fjölmörg vitni á eyjunni Útey segjast handviss um að byssumaðurinn á eyjunni í gær hafi ekki verið einn að verki þegar hann varð að minnsta kosti áttatíum og fjórum að bana. Þau segja að skothljóð hafi heyrst á mismunandi stöðum á eyjunni.

Við erum öll Norðmenn

Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar, lofaði í gær að Norðurlöndin myndu standa saman eftir árásirnar í gær. Bildt tjáði sig á Twitter og sendi samúðarkveðjur til Norðmanna og bauð fram aðstoð. "Við erum öll Norðmenn,“ sagði hann jafnframt.

Umheimurinn hugsar til Norðmanna

Fjölmargir þjóðhöfðingjar hafa sent Norðmönnum samúðarkveðjur og sagt hug þjóðar sinnar vera með Norðmönnum.

Sjá næstu 50 fréttir