Fleiri fréttir

Mannskæðasta árás á Noreg frá stríði

Lögregla hafði í gærkvöldi staðfest að tíu manns hefðu látist í skotárás í Útey, skammt vestan Óslóar í gær. Vitni segja að á bilinu tuttugu til þrjátíu hafi látist. Lögregla telur að árásin þar og sprengjuárás sem varð skömmu áður í Ósló tengist. Sprengiefni fannst einnig á eyjunni.

Grafalvarlegt mál en yfirvegun mikilvæg

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra mun eiga fund með íslenskum lögregluyfirvöldum og fara yfir tíðindin frá Ósló. Hann segir að stjórnvöld fylgist vel með málinu fyrir milligöngu lögregluyfirvalda. Málið sé grafalvarlegt og áhyggjuefni að slíkt skuli gerast.

Verða að greiða húsnæðislánið

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá dómi kröfu manns og konu á hendur Arion banka, sem vildu fá það viðurkennt að þau þyrftu ekki að greiða fasteignalán sem þau tóku í júní árið 2007. Til vara krafðist fólkið þess að þurfa einungis að greiða 23 milljónir króna.

Skila ábyrgðinni nú í hendur kirkjunnar

„Þetta var heilun – ég er frjáls,“ segir Sigrún Pálína Ingvarsdóttir, sem í gær gekk frá sáttagjörð við þjóðkirkjuna vegna meðferðar kirkjunnar í kjölfar ásakana um kynferðisbrot Ólafs Skúlasonar.

Óslóarbúar harmi slegnir

Rögnvaldur S. Reynisson, starfsmaður RARIK, er staddur í Ósló í sumarfríi. Þegar sprengingin varð var hann í miðborg Óslóar skammt frá skrifstofu Jens Stoltenberg forsætisráðherra. Rögnvaldur segir það óskemmtilega lífsreynslu að verða vitni að atburðum sem þessum.

„Þetta er mikill sorgardagur“

"Þetta mun sennilega breyta þeirri sýn sem við Norðmenn höfum haft á heiminn,” segir Tor Magnus Horten, arkitektanemi í Ósló. "Maður getur kannski gert sér það í hugarlund núna hvernig Óslóarbúum leið þegar Þjóðverjar hertóku borgina 9. apríl árið 1940.“

Sigmundur vill fund á Alþingi

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, telur ástæðu til að kalla Alþingi saman til fundar hið fyrsta. Hann telur sérstaka þörf á að ræða stöðu ýmissa fjármálastofnana.

Herinn vaktar miðborgina

Að minnsta kosti sjö létust og tíu eru alvarlega slasaðir eftir að mikil sprenging varð í miðborg Óslóar síðdegis í gær, í miðju hverfi opinberra stjórnarbygginga þar sem nokkur ráðuneyti hafa aðsetur ásamt hæstarétti landsins og lögreglunni.

Hadzic sendur frá Serbíu í gær

Goran Hadzic var framseldur í gær frá Serbíu til Alþjóðlega sakadómstólsins í Haag, þar sem hann er ákærður fyrir stríðsglæpi.

Í það minnsta 91 fallinn í Noregi

Norska lögreglan hefur staðfest að a.m.k. 91 hafi fallið í hryðjuverkaárásunum í Noregi í gær. Þar af féllu 84 í skotárásinni í Útey. Þetta staðfesti lögreglustjórinn Øystein Mæland á blaðamannafundi um klukkan hálffjögur í nótt. Hann segir þó tölu látinna að öllum líkindum eiga eftir að hækka.

Meintur byssumaður nafngreindur

Norska sjónvarpsstöðin TV 2 fullyrðir að Norðmaðurinn sem var handtekinn í dag fyrir skotárásina í Útey í Noregi heiti Anders Behring Breivik. Hann er sagður tilheyra hægriöfgahreyfingu á austurhluta Noregs. Hann er sagður vera skráður fyrir tveimur skotvopnum. Sjálfvirkri byssu og skammbyssu af gerðinni Glock. Maðurinn er grunaður um að hafa banað minnst 10 manns í Útey

Sendiherrann í Noregi: Það setur að okkur óhug við tíðindin

"Það setur að okkur óhug við þessi miklu tíðindi. Þetta er í fyrsta skipti sem svo alvarlegt tilræði á sér stað í Noregi frá seinni heimsstyrjöldinni. Efst í huga okkar á þessari stundu er að ganga úr skugga um að engir Íslendingar hafi komið við sögu. Við munum hafa opið fram eftir svo lengi sem við teljum gagn að því,“ sagði Gunnar Pálsson, sendiherra Íslands í Ósló, skömmu eftir hryðjuverkaárásina í gær.

Fangelsin hafa loksins skánað

Átján mánuðum eftir jarðskjálftann mikla, sem reið yfir á Haítí, hefur aðstoð frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Kanada, Sameinuðu þjóðunum og Rauða krossinum meðal annars skilað því, að ástandið í fangelsum landsins hefur skánað töluvert.

Getum sannarlega bjargað einhverjum

„Við getum kannski ekki bjargað öllum heimsins börnum, en við getum svo sannarlega bjargað einhverjum,“ segir Sigríður Víðis Jónsdóttir, upplýsingafulltrúi Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna á Íslandi.

Druslugöngur farnar á fjórum stöðum

Druslugöngur verður farnar í Reykjavík, Akureyri, Ísafirði og Reykjanesbæ klukkan 14 á morgun. Markmiðið með göngunum er að vekja athygli á og uppræta þá fordóma sem endurspeglast í áherslu á klæðaburð og ástand brotaþola í umræðu um kynferðisofbeldi.

Skildu eftir sig sprengjugildrur

Uppreisnarherinn í Líbíu segir að liðsmenn Múammars Gaddafís hafi skilið eftir sig fullt af sprengjugildrum í olíuvinnslumannvirkjum hafnarborgarinnar Brega.

Tveir af tæplega 300 ölvaðir

Tæplega 300 ökumenn voru stöðvaðir í miðborginni í gærkvöld og nótt í sérstöku umferðareftirliti lögreglunnar. Tveir ökumenn reyndust ölvaðir við stýrið og eiga þeir ökuleyfissviptingu yfir höfði sér. Fimm til viðbótar var gert að hætta akstri sökum þess að þeir höfðu neytt áfengis en voru þó undir leyfilegum mörkum.

Lögreglan staðfestir að minnst 10 hafi fallið í skotárásinni

Við höfum fengið upplýsingar um það að tíu hafi fallið, en við búumst við því að tala fallinna munu hækka, segir norska lögreglan í fréttatilkynningu um skotárásina í Útey í dag. Norska ríkissjónvarpið og Verdens Gang höfðu eftir vitnum í dag að á þriðja tug manna væru látnir Norska Aftenposten segir að 17 manns hafi verið fluttir á sjúkrahús. "Miðað við það sem ég hef séð hafa minnst fjórir verið skotnir og drepnir,“ segir umdæmisstjóri ungliðahreyfingar norska Verkamannaflokksins í Þelamörk.

Segist til viðræðu um hvaðeina

"Allt er til umræðu. En við verðum að setjast niður,“ sagði Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, í viðtali á arabísku sjónvarpsstöðinni Al Arabiya í gær. Hann setti sem fyrr þau skilyrði að aðeins yrði rætt við þá sem viðurkenna tilverurétt Ísraelsríkis, en sagðist gera sér grein fyrir að hann þyrfti að gera erfiðar málamiðlanir.

Biskup sendir Norðmönnum samúðarkveðjur

Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, hefur sent samúðarkveðjur til Ole Christian Kvarme, biskups í Osló, og til Dag Wernø Holter, sendiherra Noregs á Íslandi, vegna þeirra árásanna í Osló og Útey í dag.

Kirkjan ver of miklu fé í listir

Þjóðkirkjan ver of miklu fé í list og menningarviðburði og of litlu í félagslegt starf. Þetta er mat nær helmings danskra sóknarpresta samkvæmt könnun á vegum Kristeligt Dagblad. Prestur í dómkirkjunni í Óðinsvéum segir að með þessu sé þjóðkirkjan að grafa undan sjálfri sér.

Árásarmaðurinn er norskur

Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, segir Norðmenn vera litla en stolta þjóð sem láti ekki hræða sig. Í kvöld kom Stoltenberg í fyrsta sinn fram eftir árásirnar í Osló og Útey í dag. Hann ræddi þá við blaðamenn ásamt dómsmálaráðherranum Knut Storberget. Stoltenberg sagði hugsanir sínar og bænir vera hjá hinum særðu og ættingjum þeirra sem misstu ástvini í dag.

Boðað til minningarathafnar

Boðað hefur verið til minningarathafnar við Tjörnina í Reykjavík á morgun vegna árásanna á Osló og í Útey í dag. "Þeir sem vilja geta mætt með kerti,“ segir á síðu á samskiptavefnum Facebook sem stofnuð hefur verið vegna athafnarinnar. Athöfnin hefst klukkan 18.

Byssumaðurinn sást í Osló fyrr í dag

Maðurinn sem hóf skothríð á eyjunni Útey seinnipartinn sást í miðborg Osló skömmu áður en sprengja sprakk þar í dag. Hann er nú yfirheyrður af lögreglu sem kannar hvort hann beri einnig ábyrgð á árásunum í höfuðborginni, að því er fram kemur á vef norska dagblaðsins Verdens Gang. Árásarmanninum er sagður norrænn í útliti og hávaxinn. Lögreglan upplýsir ekki hvort maðurinn sé norskur ríkisborgari.

Obama vottar Norðmönnum samúð sína

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, segir atburðina í Noregi í dag sýna að alþjóðasamfélagið verði að vinna saman til að koma í veg fyrir hryðjuverk. Hann vottar Norðmönnum samúð sína og hefur heitið norskum stjórnvöldum fullum stuðningi við rannsókn árásanna í Osló og Útey.

Íslendingur stunginn í Amsterdam

Íslenskur karlmaður á fertugsaldri liggur á sjúkrahúsi í Amsterdam í Hollandi eftir hnífstunguárás í gærkvöldi. Hann var stunginn fimm sinnum en þrátt fyrir það er maðurinn ekki talinn vera í lífshættu. Greint er frá málinu á fréttavef Morgunblaðsins. Maðurinn hefur verið á ferðalagi ásamt tveimur félögum sínum um Evrópu. Svo virðist sem að árásin hafi verið tilefnislaus en árásamaðurinn kom oftan að manninum og stakk hann í bakið.

Allt að 30 myrtir í Útey

Norska ríkisútvarpið og dagblaðið Verdens Gang hafa eftir sjónarvottum að þeir hafi séð að minnsta kosti 20-30 látna á eyjunni Útey. Þar hófst á miðvikudaginn árleg sumarhátíð ungliðahreyfingar norska Verkamannaflokksins en talið er að hátt í 700 manns hafi verið á eyjunni í dag þegar karlmaður í gervi lögreglumanns hóf að skjóta á fólk í kringum sig.

Merkileg kaflaskil

Þjóðkirkjan mun greiða þremur konum fimm milljónir króna í sanngirnisbætur vegna mistaka sem urðu við meðferð kynferðisbrota gegn þeim innan kirkjunnar. Ein kvennanna segist nú loks geta sleppt takinu á málinu.

Bruninn í Eden: Mildi að ekki hreyfði vind

Eden í Hveragerði brann til kaldra kola í nótt. Eldhafið var gríðarlegt og áttu slökkviliðsmenn ekki annan kost en að láta húsið brenna til ösku. Ekki leikur grunur á íkveikju en mildi þótti að ekki hreyfði vind því annars hefði eitraður reykur getað lagst yfir Hveragerði.

Leynikort þýska flotans til sýnis Reyðarfirði

Leynikort þýska flotans sem hafði úrslitaáhrif á orrustuna um Norður-Atlantshaf í seinni heimsstyrjöldinni er nú til sýnis á Stríðsminjasafninu á Reyðarfirði. Kortið rataði til Íslands eftir óvenjulegum leiðum.

Felldu kjarasamning

Kjarasamningur félagsmanna Vélstjóra og málmtæknimanna á farskipum var feldur í atkvæðagreiðslu um kjarasamning sem undirritaður var 24. júní síðast liðinn. Á kjörskrá voru 41, 26 greiddu atkvæði eða 63,4 prósent.

Óttast að sprengja sé í Útey

Óttast er að það sé sprengja á Útey, þar sem að minnsta kosti fjórir voru skotnir til bana í dag. Þetta staðfestir norska lögreglan við norska ríkisútvarpið.

Stoltenberg: Noregur í grafalvarlegri stöðu

Norska lögreglan hefur staðfest að Jens Stoltenberg forsætisráðherra er í öruggu skjóli. Stoltenberg segir sjálfur við norska ríkisútvarpið og staða Noregs sé grafalvarleg.

Stoltenberg ætlaði að ávarpa ungliða á eyjunni

Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs og leiðtogi Verkamannaflokksins, átti á morgun að flytja ávarp á eyjunni þar sem maður hóf að skjóta á ungmenni fyrr í dag. Gro Harlem Brundtland, fyrrverandi forsætisráðherra, heimsótti eyjuna fyrr í dag og Jonas Gahr Störe, utanríkisráðherra Noregs, var á eyjunni í gær. Hér má sjá viðtal við hann þar sem talar um að norska ríkisstjórnin styður stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínumanna.

Sáttin undirrituð - Sigrún Pálína styrkir Stígamót

Sátt milli þjóðkirkjunnar annars vegar og Dagbjartar Guðmundsdóttur, Sigrúnar Pálínu Ingvarsdóttur og Stefaníu Þorgrímsdóttur hins vegar var undirrituð í dag og gaf Sigrún Pálína Stígamótum eina milljón króna samdægurs.

Óttast að fjórir hafi farist í skotárásinni

Óttast er að hið minnsta kosti fjórir fórust í skotárás í sumarbúðum í Utøya í Noregi nú um klukkan fjögur að íslenskum tíma. Minnst fimm manns eru særðir eftir árásina, segir norska ríkisútvarpið. Lögreglan hefur ekki staðfest tölu látinna.

Forsætisráðherra Noregs í felum

Forsætisráðherra Noregs, Jens Stoltenberg, hefur að ráði lögreglu ákveðið að greina ekki frá því hvar hann heldur til eftir sprengjuárás í miðborg Oslóar síðdegis í dag. Skrifstofur forsætisráðherrans eru í skrifstofubyggingunni sem fór einna verst út úr árásinni.

Hagver döðlur innkallaðar

Markaðsfyrirtækið Nathan og Olsen hefur með hliðsjón af neytendavernd og í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur ákveðið að innkalla af markaði allar Hagver döðlur með best fyrir dagsetningu maí 2012 og lotunúmerið 1133.

Tæplega þrjú hundruð ökumenn stöðvaðir í miðborginni

Tæplega þrjú hundruð ökumenn voru stöðvaðir í miðborginni í gærkvöld og nótt í sérstöku umferðareftirliti lögreglunnar. Tveir ökumenn reyndust ölvaðir við stýrið og eiga þeir ökuleyfissviptingu yfir höfði sér. Fimm til viðbótar var gert að hætta akstri sökum þess að þeir höfðu neytt áfengis en voru þó undir leyfilegum mörkum.

Viðbúnaður á Íslandi ekki verið aukinn vegna sprengjunnar

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra er ekki með aukinn viðbúnað hér á landi vegna sprengjuárásarinnar í Osló. Guðrún Jóhannesdóttir, fulltrúi almannavarnadeildarinnar segir að það sé stjórnvalda að taka ákvörðun um slíkt.

Kunna að vera fleiri sprengjur á svæðinu

Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, lét þau orð falla í viðtali við Vísi að fleiri sprengjur kynnu að vera í Osló, á svæðinu þar sem miklar sprengingar urðu á öðrum tímanum í dag.

Mikill ótti í Osló

Það greip um sig ótti í Osló þegar sprengingin sprakk, segir Daníel Ingólfsson, sem staddur var í um 300 - 400 metra fjarlægð frá staðnum þar sem sprengjan sprakk. "Við sátum beint hjá ráðhúsinu, um svona 400 metrum frá. Þetta var mjög mikil sprenging," segir Daníel. Stuttu seinna hafi fólk séð reyk.

Sprengja orsakaði sprenginguna - fleiri en einn látinn

Lögreglan í Osló hefur staðfest að sprengja hafi orsakað öfluga sprengingu í miðbæ borgarinnar, en sprengingin olli mikilli eyðileggingu. Þetta kemur fram í beinni útsendingu á fréttastöðinni Sky.

Sjá næstu 50 fréttir